SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 38
38 4. desember 2011
Þegar borið er niður í blöðum og tímaritum fyrri ára er JónasJónasson víða nefndur. Ekki einasta sem stjórnandi vinsællaútvarpsþátta heldur bregður honum fyrir í ótalmörgumhlutverkum öðrum; blaðamaður á Fálkanum, söngvari, leik-
stjóri, rithöfundur og lífsreyndur maður sem tókst á við alkóhól-
ismann og tókst þar að vinna ævintýralegan sigur. Samandregið: Jónas
Jónasson sem lést nýverið og var jarðsunginn í gær var listamaður.
Árið 1964 er Jónas nefndur í dagskrárkynningum Ríkisútvarpsins
sem umsjónarmaður laugardagsþáttarins Í vikulokin. Fáum árum síðar
stiklaði hann um Viðey með Árna Óla sem sagði honum sögu eyjunnar
og raunar urðu þeir þættir alls fjórir talsins. Um og eftir 1970 stjórnaði
Jónas Jónasson þáttunum Hratt flýgur stund, þar sem hann stakk nið-
ur staf sínum í byggðum hringinn í kringum landið. Talaði við karla og
kerlingar og fékk alþýðufólk til að leggja andlega krásir á veisluborð
skemmtilegrar alþýðumenningar; leikin atriði, lestur, söng og hljóð-
færaslátt. Jónas Jónasson var stórstirni og vakti alltaf eftirtekt. Var gefið að ná alltaf sambandi við hlustendur.
Myndasafnið 1983
Listamaður
ljósvakans
Breski leikarinn Ben Whishaw mun leika Q í næstuspennumyndinni um síunga spæjarann James Bond.Myndin ber nafnið Skyfall og verður frumsýnd í októ-ber á næsta ári og er 23. Bond-myndin.
Whishaw er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur
eftir stórleik í BBC-þáttunum The Hour í hlutverki frétta-
mannsins Freddies Lyon sem voru á dagskrá RÚV fyrir
skemmstu.
Whishaw er 31 árs, 12 árum yngri en ljóshærða ofurmennið
Daniel Craig, sem fer með hlutverk Bond. Hinn kynþokkafulli
Craig fær því aldeilis samkeppni á hvíta tjaldinu.
Ungur aldur hans er nýnæmi í spennumyndaflokknum en
gamansami tækjagaurinn Q hefur jafnan verið leikinn af mönn-
um sem komnir eru yfir miðjan aldur. Hlutverkið var lengst af í
höndum Desmonds heitins Llewelyn en síðar tók Monty Pyt-
hon-grínarinn John Cleese við því.
Hlutverk Q, yfirmanns brellumála hjá MI6, er þó talið verða
heldur alvarlegra í þetta skiptið, rétt eins og þróunin hefur verið
með myndaflokkinn í heild sinni.
Q sást síðast í kvikmyndinni Die Another Day árið 2002 en
hann hefur ekki verið í síðustu myndum og hafa margir saknað
hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Whishaw og Craig sást saman á
skjánum því þeir léku báðir í bresku glæpamyndinni Layer Cake
frá árinu 2004.
Leikstjórinn Sam Mendes verður við stjórnvölinn í Skyfall og
hefur hann lofað nýstárlegum Bond enda myndin ekki byggð á
sögu eftir Ian Fleming.
Þetta er í þriðja skipti sem Craig leikur Bond, Javier Bardem
verður vondi kallinn og helstu kvenpersónur verða í höndum
Naomi Harris og Bérénice Marlohe. Dame Judie Dench verður síð-
an auðvitað áfram í hlutverki M. Önnur stór hlutverk fara Albert
Breski leikarinn Ben Whishaw fer með hlutverk
Q, brellumeistara Bond, í næstu mynd um njósn-
arann langlífa. Myndin heitir Skyfall og
verður frumsýnd í október á næsta ári.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Ben Whishaw
fæddist 14. október
1980 á Englandi og
er því 31 árs.
Yngsti brellu-
meistarinn
Frægð og furður