SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 28
28 4. desember 2011 Ég sá tveggja ára gamla stúlku, Róbertu, sem var álíka stór og fjögurra til fimm mánaða gamalt barn á Íslandi. Hún var ekki enn búin að læra að ganga því hún hafði ekki nægan kraft í lík- amanum til þess. Móðir hennar er sterk kona sem var búin að gera allt sem hún gat fyrir dóttur sína. Þetta var í fyrsta sinn sem hún komst með hana til lækna og hjúkrunarfólks. Túlkurinn minn var ótrúlega duglegur og klár strákur, 24 ára gamall. Hann kemur úr fátækri fjölskyldu og hafði ungur gert sér grein fyrir því að menntun væri lykillinn að framtíðinni. Hann hafði einsett sér að læra tungumál, barist fyrir því markmiði og var núna farinn að vinna sem túlkur og sjá fyrir fjölskyldu sinni, þrátt fyrir að hafa misst móður sína ungur. Hann kostar meðal ann- ars systur sína til náms. Þegar jarðskjálftinn brast á var hann að kveðja mann sem hann hafði verið að kenna ensku, tók í höndina á honum og hélt fyrst að maðurinn skylfi svona mikið. Eftir hálfa mínútu varð myrkvað, gríðarlega mikið ryk hafði þyrlast upp og hann sá lítið sem ekkert. Hann hljóp í þrjár klukkustundir til að komast í sinn gamla krakka og er með mörg lítil börn í kringum mig, horfði í augun á þessari 26 ára gömlu konu og hugsaði: Hvernig er hægt að lifa svona? Ég skynj- aði enga von fyrir hana en börnin hennar eiga hins vegar von. Þarna lærði ég að hjálparstarf byggist ekki upp á skyndilausnum heldur er það ástundun. Börnin eru vonin og það er hægt að skapa þeim betri framtíð með því að sjá til þess að þau komist í skóla og læri að lesa. Þannig er hægt að stuðla að breyttum hugsunarhætti sem skilar sér meðal annars í því að þau gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfsagt að eignast átta börn eins og for- eldrar þeirra. Einn lykillinn að því að komast út úr fátækt er að vera ekki með fullt hús af börnum. Í Úganda lærði ég á mjög sársaukafullan hátt hverjar afleiðingar stríðs eru og að við megum ekki gefast upp. Ég lít svo á að mér sem ein- staklingi beri skylda til að vera heimsforeldri, hugsa í stóru samhengi og miða hjálp mína ekki bara við eitt ár eða eitt áfall. Þetta eigum við að gera, við sem erum svo rík að búa að góðri menntun og læknisþjónustu. Við búum við ótrú- lega góðar aðstæður miðað við meirihluta heims- byggðarinnar.“ Lítil saga en samt svo stór Svo fórstu til Haítí. Var það eins erfitt? „Nei, það var ekki eins erfitt fyrir mig persónu- lega af því að ég var betur undirbúin. Í Haíti skynjaði ég að þrátt fyrir aðstæður getur mann- eskjan verið hamingjusöm. Stéttaskiptingin í Haítí er gríðarlega mikil og þar er 50 prósent ólæsi. Þar er vellauðug yfirstétt, fámenn millistétt og stærstu þjóðfélagshóparnir eru fátækir og alls- lausir. Það sem snerti hjarta mitt mjög mikið og hreyfði við mér var að hitta konur á mínum aldri eða aðeins yngri sem eiga fjölda barna en hafa ekki möguleika á að koma þeim til læknis af því þær búa á afskekktum stað uppi í fjöllum. Ég heimsótti þannig stað en mánuði fyrr hafði í fyrsta sinn ver- ið komið þar upp heilsugæslustöð á vegum UNI- CEF. Þangað komu konur með börn sem voru þegar of sköðuð til að hægt væri að lækna þau að fullu. Ef barn verður fyrir alvarlegri vannæringu fyrir tveggja ára aldur er svo erfitt að bæta það tjón. Ég sá mörg slík börn. Það er svo sorglega mikill óþarfi að búið sé að taka svo háan toll af lífi þessara barna á fyrstu tveimur árunum því það er tiltölulega einfalt og ódýrt að grípa inn í. Þess vegna er svo mikilvægt að sem flestir leggi UNI- CEF lið og að við náum til barnanna sem allra fyrst. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona fór íheimsókn til Haítí fyrr á þessu ári ávegum UNICEF, Barnahjálpar Sam-einuðu þjóðanna, en harður jarð- skjálfti varð þar í janúar 2010 og innviðir sam- félagsins hrundu. Í fyrra heimsótti Halldóra svo Úganda á vegum sömu samtaka. Innslög úr heim- sókn Halldóru til Haítí verða sýnd í söfnunar- og skemmtiþætti á Stöð 2 hinn 9. desember, á degi rauða nefsins. Þar verður safnað fé í þágu bág- staddra barna og landsmenn hvattir til að gerast heimsforeldrar. „Ég held að það bærist löngun í okkur flestum til að verða að einhverju gagni í hinu stóra sam- hengi hlutanna og skilja eitthvað eftir sem gerir heiminn betri,“ segir Halldóra um sjálfboðastarf sitt fyrir UNICEF. „Ég hafði eitt sinn farið á skrif- stofu UNICEF og boðið fram krafta mína en þá voru engin verkefni sem hentuðu. Þegar ég vann svo að sýningunni Jesú litli í Borgarleikhúsinu ásamt félögum mínum fórum við að hugsa um barnið og það að hvert einasta barn sem fæðist er frelsari fyrir alla aðstandendur þess og skapar um leið möguleika fyrir heiminn til að verða betri. Með fæðingu barns kemur inn í heiminn hrein og auðmjúk manneskja sem á allt hið besta skilið. Á degi rauða nefsins fyrir þremur árum var sýnt at- riði úr Jesú litla og þá ítrekaði ég vilja minn til að leggja UNICEF lið. Sagði að ef þau gætu nýtt krafta mína þá hefði ég áhuga á að verða að liði. Það var áhugi og ég fór til Úganda í fyrra og til Haítí fyrr á þessu ári.“ Hvernig er hægt að lifa svona? Hvernig var að koma til Úganda? „Ferðin til Úganda sló mig fullkomlega út af laginu. Ég hafði aldrei áður stigið inn í svona hræðilegar aðstæður. Ég hafði aldrei hitt fólk sem var að koma út úr stríðsátökum. Í 20 ár geisaði stríð í Norður-Úganda og samfélagið er brotið eft- ir átökin. Þó svo að fólk væri komið úr flótta- mannabúðum beið þess jafnvel meira vonleysi fyrir utan þær en innan. Við að búa í langan tíma við þær óeðlilegu aðstæður sem líf í flótta- mannabúðum er var þetta fólk búið að glata hæfi- leikanum til að bjarga sér. Það hafði verið í flótta- mannabúðum í allt að 20 ár og kunni ekki lengur að rækta landið sitt, þeir sem höfðu kunnað það voru dánir. Ég hitti konu sem fór að heiman klukkan sjö á morgnana og kom heim klukkan sex og eldaði þá fyrir börnin sín fjögur. Hún átti tveggja ára tví- bura, fimm ára stelpu og sjö ára stelpu og þau voru ein allan daginn. Ég, sem á fimm og átta ára Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Börnin eru framtíðin Halldóra Geirharðsdóttir fór til Haítí og Úganda sem sjálf- boðaliði UNICEF. „Ég skynjaði sársauka þessa fólks og mitt er að segja frá honum,“segir hún. Í viðtali segir hún frá fólkinu sem hún hitti og því sem hún sjálf lærði af því að stíga inn í hræðilegar aðstæður. ’ Vitringarnir færðu Jesúbarninu gjafir og gjafir eru tækifæri okkar til að þakka börnunum fyrir að hafa komið inn í líf okkar. Með þeim erum við að segja: Takk fyrir að breyta lífi mínu. Takk fyrir að gefa mér tækifæri til að verða betri manneskja.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.