SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 25
4. desember 2011 25 færi fyrir mig, sem hafði beðið blautur í hryssingnum, að forvitnast hjá hinum yngri hvernig það hefði verið að virða fyrir sér rassana á mannfólkinu svona hátt uppi! Hafi verið þröng á þingi á FIAC, gat ég rétt fikrað mig áfram á Stein-sýningunni slíkur var manngrúinn, og ég sem var þá einn þurfti iðulega að teygja álkuna til að greina listaverkin. Sem betur fer þekkti ég allnokkur frá fyrri kynnum en það sem kom mér mest á óvart var hve marg- ir bógar myndlistarinnar höfðu málað, mótað eða teiknað Gertrude, því yfirleitt sér maður einungis hið fræga málverk Picassos í bókum og tímaritum. Gott dæmi um gloppu í listasögunni. Einhvern tíma hafði verið gerð kvikmynd um hana þá hún var á besta aldri, þar sem hún var að lesa upp úr bókum sínum, og sýnd á myndskjá í afmörkuðu rými og var góð viðbót. Systkinin þykja hafa verið afar fundvís á lykilverk þremenninganna og á ljósmyndum frá heimilum þeirra. Í hinni viðamiklu og skilvirku sýningarskrá, 456 síður í stóru broti, má sjá að veggir voru þaktir listaverkum, jafnvel frá gólfi upp í rjáfur, eru án nokkurs vafa ótal milljarða virði í dag. Tveir slíkir doðrantar hefðu getað brugðið upp mun altækari og skemmtilegri heildarmynd af íslenzkri myndlist en öll fimm bindi hinnar nýút- komnu listasögu, sem allir tala um þótt fæstir þori að fara í saumana á henni op- inberlega, sem eru íslenskum myndlist- armönnum og þeim sem kenna sig við listfræði afar vafasöm meðmæli. Rétt er að geta þess hér að sýningin verður sett upp í Metropolitan-safninu í New York 22. febrúar og stendur þar til 3. júní 2012, kemur annars frá listasafninu í San Francisco og er þannig risavaxið sam- vinnuverkefni. Þjóðlistasaga þarf að vera gegnsæ Þjóðlistasaga þarf að vera forvitnileg og gegnsæ, síst af öllu skal gengið út frá ein- hverju þema, eða að staðfesta skoðanir fullyrðingar og framtíðarspár þröngs listhóps, læða að misvísandi áróðri, hún skal öllu frekar einkennast af víðsýni, auðmýkt, virðingu og ást á viðfanginu. En hér er ekki gengið út frá því að rétt skuli vera rétt öllu frekar geðþótta þeirra sem í hlut áttu, einkum ritstjórans ann- ars vegar og bróður hans hins vegar sem mun bera höfuðábyrgð á síðasta bindinu sem er viðamest (!) og hefur aðallega með einn anga handstýrðrar samtímalistar að gera. Þar jafnvel kynntar listspírur sem ekki hafa að baki neina eiginlega sögu, nema að tengjast skoðunum skrifara, sumir jafnvel blautir bak við bæði eyrun. Mjög trúlega þættu slík vinnubrögð víð- ast hvar afar klén að ekki sé fastar að orði kveðið. Einnig vegna þess að í fyrri bind- um eru mönnum jafnvel gerðar upp skoðanir, svona til að þeir falli undir gef- in stefnumörk. Öðrum úthýst sem hafa vissulega verið vel virkir á íslenzkum vettvangi, hins vegar þarf að troða að æviferli manns sem hvorki hefur lifað né hrærst í íslenzku listumhverfi frá því hann hélt utan til náms fyrir nær sextíu árum og til þess þarf heilar 60 síður! Hvað mig snertir, sem hef í meira en hálfa öld verið virkur á heimaslóðum, eru verk mín á einu tímaskeiði sögð beina augum manna að neysluþjóðfélag- inu sem er bull, hér var einfaldlega verið að lyfta fátæklegum hlutum á fag- urfræðilegan stall og stuðst við grund- vallarlögmál myndlistarinnar. Þá kann- ast ég ekki við nein bein áhrif frá Vasarely og Mortensen sem ber vott um takmark- aða yfirsýn viðkomandi. Ennfremur mundi ég mun frekar nefna Man Ray sem áhrifavald en Joseph Cornell, þótt hug- myndaheimur okkar kunni að rekast á. Áhrifin komu úr fleiri áttum og frekar París og Ítalíu en Bandaríkjunum. Tel mig fyrst og fremst evrópskan listamann og þangað hef ég sótt allan minn mennt- unargrunn. Og hvað val á myndum af verkum mínum snertir álít ég hvítu myndina „Vetur“ frá 1964, sem Þorvald- ur Skúlason gekkst fyrir að safnið keypti og úlfaþyt vakti, til mikilvægs lykilverks á ferli mínum, og ekki síður „Frúna ófeimnu“ frá 1974. Einu áhrifin frá Jó- hanni Eyfells þau að ég fór að blanda ull í olíulitinn en gerði það á allt annan hátt til að móta efnislega dýpt, hins vegar var hann mikilvægur samherji fram- úrstefnuviðhorfa í upphafi sjöunda ára- tugarins. Annars er tilefni til að rannsaka nánar þróunina fram yfir miðbik sjöunda áratugarins því hér virðist hópurinn ekki hafa unnið vinnuna sína. Regnhlíf og saumavél hittast Hvað „Frúna ófeimnu“ snertir er tilefni að vísa til vel skrifaðs og upplýsandi pist- ils Björns Th. Björnssonar frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og skarar þetta tímaskeið listar minnar: „Það er fagurt“ skrifaði franska skáldið Isidore Ducasse „eins og þegar regnhlíf og saumavél hittast af tilviljun á upp- skurðarborði“. Þótt myndlíking þessi sýnist æði fjarstæðukennd, varð hún samt forspá merkilegrar uppreisnar gegn ráðandi myndhefð. Ungir listamenn tóku að safna tilviljunarkenndum hlutum úr umhverfinu, slíta þá úr upprunalegu samhengi sínu og birta í alls óvæntu ljósi og nýrri afstöðu til alls um kring. Einn þáttur þessa var nefndur „objets trouve“, fundnir hlutir, og í listum okkar voru verk Braga Ásgeirssonar á árunum 1957 (raunar 1954) og fram á áttunda áratug- inn þar merkilegustu dæmin. Hann gekk í fjöru, gjarnan Eiðsvíkina með börnum sínum, og bar heim með sér undarlega strandfundna hluti, plastendur, tappa, fuglslöpp, rennilás, dúkkuhaus eða ann- að smádót fjörunnar. Þessa hluti nýtti hann í myndverk sín og náði fram áþreif- anleika, óvæntum hugmyndatengslum og ljóðrænum, jafnvel draumkenndum blæ í þessum hlutfestingum. „Madame sans gene“, „Frúin ófeimna“, frá árinu 1974, er glæsilegt lokastig þessa ferils. Gyllt þang og svart- gljáðir hrafnsvængir í hár, tvær agn- arsmáar brúður í plasthylki á brjósti, rauður munnur og ríkulegt snertigildi í opnum kjólnum vinnur allt að því að skapa leyndardómsfulla tign þessarar ókunnu og „ófeimnu konu“. Rússnesk fæddi málarinn Serge Poliakoff taldist einn af hinum stóru abstraktmálurum í París á sjötta áratugnum. Þannig leit framhlið FIAC-sýningarskrár, katalóga, listakaupstefnunnar út, sem var flott yst sem innst og 558 síður, og þó stóð framkvæmdin aðeins yfir í þrjá daga! ’ Þjóðlistasaga þarf að vera forvitnileg og gegnsæ, síst af öllu skal gengið út frá einhverju þema, eða að staðfesta skoðanir fullyrðingar og framtíðarspár þröngs list- hóps, læða að misvísandi áróðri, hún skal öllu frekar einkennast af víðsýni, auð- mýkt, virðingu og ást á við- fanginu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.