SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 8
8 4. desember 2011
Ungir Tadsíkar stungu í haust drukkinn Rússa með hnífi
í bænum Tsjotkovo, sem er rétt fyrir utan Moskvu. Í
kjölfarið komu reiðir íbúar bæjarins og meinuðu götu-
sópurum frá Tadsikistan að sinna störfum sínum fyrir
bæinn. Nóttina eftir lét borgarstjóri Tsjotkovo senda
nokkur hundruð Tadsika burt úr bænum, þar á meðal
konur og börn. Í kjölfarið var kveikt í heimilum þeirra.
Tsjotkovo var orðin útlendingalaus bær.
Fjölmiðlar hafa sagt frá því að flokkur Vladimírs Pút-
íns, Sameinað Rússland, hafi samkvæmt óbirtum skoð-
anakönnunum dalað verulega. Ástæðan er erfið staða
innanlands. Rússar kenna margir niðurgreiðslum til jað-
arsins um. Peningarnir streymi til Kákasusfjalla og heil-
brigðis- og skólakerfið gjaldi fyrir. Vladimír Shirinovski á
að heita stjórnarandstæðingur. Hann notar kjörorðið
„fyrir Rússa“ og segir að stjórnvöld séu fjandsamleg
Rússum, taki „peninga úr vasa hins vinnandi Ívans og
gefi glæpamanninum Múhameð, sem skeri Ívan í ræmur
og kaupi sér þriðja Bensinn“. Rússneskir saksóknarar
taka iðulega hart á öfgum, en Sjirinovski er látinn í
friði.
Vaxandi andúð á útlend-
ingum í Rússlandi
Öfgafullir þjóðernissinnar mótmæla á degi þjóðareiningar í Moskvu 4. nóvember. Andúð á útlendingum vex nú í Rússlandi.
Reuter
Míkhaíl Júrevitsj, ríkisstjóri í Tsjeljab-insk í Úralfjöllum, var nýverið íbænum Míass þar sem hann hittiforvígismenn í viðskiptalífinu. Á
netinu er að finna upptöku á fundi þeirra. Þar
segir ríkisstjórinn að þeir eigi að tryggja að
starfsmenn í fyrirtækjum þeirra kjósi flokk Pút-
íns, Sameinað Rússland, í þingkosningunum, sem
fara fram í dag, sunnudag. Lágmark sé að flokk-
urinn fái 55% atkvæða, 65% væri betra og 80%
framúrskarandi. Hann sagði þeim að skylda
starfsmenn sína til að kjósa og verðlauna þá fyrir
að kjósa Sameinað Rússland.
Stjórnarflokkurinn virðist reiðubúinn til þess
að beita öllum brögðum til þess að tryggja gott
gengi í kosningunum og þau eru af ýmsum toga.
Samtökin Golos, sem þýðir Röddin, hafa fylgst
með aðdraganda kosninganna. Á vefsíðu þeirra
eru talin upp 5.000 kosningabrot. Þar á meðal
eru tilraunir embættismanna til að þröngva fólki
til að kjósa Sameinað Rússland og hóta ella brott-
rekstri úr starfi. Fangar eru skikkaðir til að kjósa
Sameinað Rússland og í dýragarðinum í náma-
bænum Novokútsnetsk hefur merki Sameinaðs
Rússlands verið hengt á búr skógarbjarnarins,
tákns flokksins. Á síðunni er kort af Rússlandi
þar sem meint brot eru merkt inn. Starf samtak-
anna er farið að vekja efasemdir um lögmæti
kosninganna. Það hefur einnig vakið reiði ráða-
manna.
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands,
gagnrýndi harðlega tilraunir Vesturlanda til að
„hafa áhrif á gang kosningabaráttunnar“ í gegn-
um frjáls félagasamtök í ræðu á þingi Sameinaðs
Rússlands um helgina og sagði að þau væru að
kasta peningum út um gluggann. Hann sagði
einnig að Júdas væri ekki vinsælastur postulanna
meðal Rússa.
Golos kveðst taka við vestrænum styrkjum, en
það sé einfaldlega vegna þess að rússnesk fyr-
irtæki séu hrædd við að styðja samtökin og op-
inbert fé renni aðeins til samtaka, sem séu stjórn-
inni leiðitöm.
Starfsmenn Golos finna nú fyrir þrýstingi úr
öllum áttum. Þrír þingmenn hafa krafist þess að
hafin verði rannsókn á störfum samtakanna. Sak-
sóknari heimsótti skrifstofur þeirra, sagði að þau
hefðu brotið gegn kosningalögum og krafðist þess
að fulltrúar þeirra mættu til yfirheyrslu í réttarsal
nú fyrir helgi. Útsendarar öryggislögreglunnar
FSB, arftaka KGB, ónáða og hrjá starfsmenn Go-
los um allt Rússland kerfisbundið. Á föstudags-
kvöld átti síðan að sýna þátt um störf samtak-
anna á ríkissjónvarpsstöðinni NTV, sem fulltrúar
þeirra sögðu að væri hluti af ófrægingarherferð á
hendur þeim.
Mannréttindafrömuðir í Rússlandi hafa knúið á
um að ofsóknum á hendur Golos verði hætt.
Meira að segja Míkhaíl Fedotov, yfirmaður mann-
réttindaráðs Kremlar, hefur farið fram á að þau
verði látin í friði.
Gennadí Gúdkov, varaformaður öryggisnefndar
þingsins og þingmaður vinstra flokksins Réttlátt
Rússland, er ekki vanur að fara gegn stjórn-
arflokknum. Nú varar hann við því að tilraunir til
að tryggja stjórninni sigur séu svo yfirgengilegar
og umfang kosningamisferlis slíkt að verið sé að
ýta Rússlandi í átt að „öfgum og hruni“. „Jafnvel
héri, sem er ýtt út í horn, breyttist í villta
skepnu,“ sagði Gúdkov. „Og þið, kæru félagar,
eruð ekki bara að ýta stjórnarandstöðunni út í
horn, heldur öllu landinu. Það er enn tími til að
stöðva þetta brjálæði.“
Brögðum beitt í
kosningabaráttu
Flokkur Pútíns lætur einskis
ófreistað til að tryggja sigur
Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hvetur kjósendur á kosn-
ingafundi. Þingkosningar fara fram í Rússlandi í dag.
Reuters
Hópur íbúa í borginni Kazan gengur fram hjá kosn-
ingaspjaldi flokks Pútíns, Sameinaðs Rússlands.
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Ég vil draga athygli ykkar að
nauðsyn þess að þið náið
sem bestum úrslitum í þess-
um kosningum,“ sagði Vla-
dimír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, á fundi með for-
vígismönnum flokks síns,
Sameinað Rússland, núverið.
Hann varaði þá við að leyfa
stjórnarandstöðunni að
splundra þinginu.
Að knýja fram
sem best úrslit