SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 29
4. desember 2011 29
borgarhluta og fann fjölskyldu sína en heimili
hennar hafði hrunið. Þau héldu til búða þar sem
saman hafði safnast forríkt fólk og fátækt fólk,
glæpamenn og sakleysingjar. Öllu ægði saman og
allir voru skelfingu lostnir. „Ég hef aldrei verið
svona hræddur,“ sagði hann mér og hélt áfram:
„Daginn eftir heyrði ég einhvern segja orðið „tsu-
nami“ og hélt að það væri að koma flóðbylgja yfir
okkur. Ég tók ömmu mína í fangið og systir mín
tók tvö litlu börnin sín og við hlupum af stað í átt
til fjalla. Við stoppuðum ekki fyrr en við sólsetur.
Þá settumst við niður þar sem við vorum komin
og sofnuðum.“ Þetta er lítil saga en samt svo
stór.“
Mikilvægt björgunarnet
Hvaða hlutverk hafðir þú í þessum ferðum til
Úganda og Haítí?
„Ég er ekki starfsmaður UNICEF heldur sjálf-
boðaliði. Mitt hlutverk var að koma á staðinn og
tala við fólkið, flottar manneskjur, sem eru að
kljást við ótrúlegar lífsaðstæður. Ég skynjaði sárs-
auka þessa fólks og mitt er að segja frá honum. Í
ferðinni voru tekin upp innslög fyrir dag rauða
nefsins og þar eru dregnar upp einfaldar og skýrar
myndir þannig að áhorfendur eigi auðvelt með að
skilja alvöru málsins og skynja hversu áríðandi er
að koma til hjálpar.
UNICEF er skrifstofa með starfsfólki sem hefur
yfirsýn en við sem erum heimsforeldrar og styrkj-
um samtökin mánaðarlega erum mikilvægt björg-
unarnet. Það að vera heimsforeldri er yfirlýsing
fyrir sálina, stjórnarskrá fyrir sjálfan sig: Ég vil
taka þátt í að breyta heiminum.
Nýfætt barn er alltaf lítill engill sem kemur í
heiminn. Ekkert barn á sök á þeim aðstæðum sem
það fæðist inn í og á ekki að þurfa að líða fyrir
þær. UNICEF eru algjörlega ópólitísk samtök sem
lesa aðstæður hverju sinni og segja: Hér þurfum
við að koma börnum til hjálpar. Það er áríðandi að
koma inn í líf barna á fyrstu tveimur árunum til að
geta bólusett þau og komið í veg fyrir vannæringu
svo þau eigi möguleika á að verða heilbrigðir ein-
staklingar. Ef það tekst þá er næsta skref að gefa
þeim kost á menntun svo þau geti skapað sér eigin
aðstæður og þá getum við smátt og smátt stigið í
burtu. Börnin verða fullorðin, þau eru framtíðin,
og verða læknar, kennarar og stjórnmálamenn.“
Það hlýtur að hafa breytt þér að hafa fengið að
koma til þessara landa og séð svo mikla eymd?
„Algjörlega. Í fyrra þegar ég kom til Úganda var
ég slegin út af laginu við að komast í nánd við svo
mikinn sársauka, gefa mig að honum og stíga til
hans. Um leið vaknaði gamall sársauki sem ég
hafði geymt djúpt inni í mér og ekki unnið úr áð-
ur. Þegar ég kom heim beið mín risastórt verkefni
við að taka á þeim sársauka.“
Hvað gerðirðu?
„Ég fór í þerapíu. Ég lenti í höndunum á góðu
fólki og er að vinna úr mínum málum og skil
margt betur en áður. Ég er líka hæfari til að fara
núna á staði eins og Haítí og rugla ekki saman
minni sorg og sorg þeirra sem ég hitti þar.“
Verðurðu áfram í starfi fyrir UNICEF?
„Hjarta mitt slær þarna. Það er svo auðvelt að
aðstoða UNICEF af því að börn eiga skilið allt það
besta. Börnin eru framtíðin.“
Hvert einasta barn er Jesúbarn
Nú nálgast jólin. Hvaða viðhorf hefurðu til
þeirra?
„Þegar ég og félagar mínir bjuggum til sýn-
inguna Jesú litli spurðum við okkur að því fyrir
hvað jólin standa. Ég náði að búa til heimsmynd
fyrir mig sem gerir jólin að enn dýrmætari tíma en
nokkru sinni áður. Hún er þessi: Jólin eru hátíð
hvers einasta barns sem fæðist, hvert einasta barn
er Jesúbarn því hvert einasta barn er tækifæri fyr-
ir okkur til að vera góð og gefa af okkur og láta ljós
barnsins komast inn í okkur og láta ljós okkar
skína á barnið.
Ég skildi líka gjafirnar á nýjan hátt. Vitringarnir
færðu Jesúbarninu gjafir og gjafir eru tækifæri
okkar til að þakka börnunum fyrir að hafa komið
inn í líf okkar. Með þeim erum við að segja: Takk
fyrir að breyta lífi mínu. Takk fyrir að gefa mér
tækifæri til að verða betri manneskja.
Við erum umbúðalaus gagnvart börnunum
okkar. Það er enginn sem fær að sjá okkur eins
grímulaus og þau. Við mætum sjálfum okkur í
samskiptum við börnin. Þess vegna er hvert ein-
asta barn frelsari.“Halldóra á Haíti með Róbertu litlu og móður hennar.
Ljósmynd/Jóhanna Guðmundsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg