SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 42
42 4. desember 2011
Á degi íslenskrar tungu, hinn16. nóvember síðastliðinn, varmikið um dýrðir í landinu,samkomur haldnar og verð-
laun veitt. Þessi dagur er mikill hátíð-
isdagur í skólum landsins, þá hefst form-
lega undirbúningur fyrir Stóru
upplestrarkeppnina í 7. bekk, allir fá að
njóta bókmennta í upplestri eða söng, og
dagurinn verður tilefni til að finna þann
neista gleði og sköpunar sem býr í tungu-
málinu. Á hátíðarhlaðborði fjölmiðla
þennan dag var hins vegar eitt bitbein,
menntun leik- og grunnskólakennara í
íslensku.
Menntun grunnskólakennara hefur
löngum falið í sér sérhæfingu í kennslu-
grein, og kennarar valið sér eina eða tvær
greinar eftir áhuga. Óháð sérhæfingu fá
brautskráðir grunnskólakennarar rétt-
indi til að kenna allar greinar á öllum ald-
ursstigum skólans, svo það er vel hugs-
anlegt að kennari með menntun í
íþróttum kenni dönsku en annar með
menntun í dönsku kenni kristinfræði eða
íslensku. Enginn efast um þörf á sérhæf-
ingu en bitbeinið er: Hvað þurfa allir
kennarar að kunna?
Lengi vel, meðan kennaranám var enn
þrjú ár, var talið sjálfsagt að allir kenn-
arar gætu kennt börnum að lesa og skrifa,
og þeir fengju þjálfun í að kenna fyr-
irferðarmestu kennslugreinarnar, ís-
lensku og stærðfræði, sem samtals er lið-
lega þriðjungur námstímans í
grunnskóla. Langflestir kennarar þurfa
fyrr eða síðar að kenna íslensku – og jafn-
vel stærðfræði – á kennsluferli sínum. Á
tímabili fengu allir kennaranemar einnig
að kynnast möguleikum listgreina og
náttúruskoðunar í skólastarfi – þótt í litlu
væri, og þriðjungur hvers árgangs valdi
íslensku sem annað af tveimur kjör-
sviðum.
Aðrar greinar voru eingöngu á kjör-
sviði námsins. Langflestir kennarar gátu
því hæglega lokið kennaranámi sínu án
þess að læra nokkuð í kristinfræði,
dönsku, ensku, eðlisfræði, sögu og fleiri
greinum, umfram það sem þeir höfðu
lært á fyrri skólastigum, í grunn- eða
framhaldsskóla.
Árið 2007(!) tekur gildi í Kennarahá-
skólanum algerlega ný fimm ára náms-
skipan fyrir leik- og grunnskólakennara
sem felur í sér aukna sérhæfingu, bæði
eftir kennslugrein og því aldursstigi sem
kennaranemi hefur hug á. Að baki þess-
um breytingum bjó mikill sóknarhugur
og metnaður til að kennarar gætu tekist á
við ný og krefjandi viðfangsefni í skóla-
starfi. En um leið var íslenska og stærð-
fræði fyrir alla grunnskólakennara af-
numin að mestu.
Þeir sem beittu sér fyrir að skera niður
íslensku rökstuddu það með því að þegar
stúdentar hæfu nám í Kennaraháskól-
anum hefðu þeir setið fleiri kennslu-
stundir í íslensku en nokkurri annarri
grein. Íslenskan hefði mikið forskot á
aðrar greinar og því bæri kennaranáminu
meiri skylda til að bæta úr því sem á
vantaði frekar en að kenna enn meiri ís-
lensku.
Þetta er auðvitað alveg hárrétt en þá
vakna spurningar um ábyrgð skólakerf-
isins í heild á menntun kennara. Áður
fyrr varð dönskukennarinn, sem fékk
það verkefni að kenna kristinfræði og ís-
lensku, að treysta á grunnskólapróf sitt í
kristinfræði, en hann gat reitt sig á stúd-
entspróf sitt í ensku, sögu, náttúrufræði
og öðrum skyldugreinum framhaldsskól-
ans. Og í kennaranámi fékk hann svolitla
æfingu í að kenna íslensku og stærðfræði.
En árið 2007 bættust þessar tvær meg-
inkennslugreinar grunnskólans í flokk
hinna fyrrtöldu, og þar með bættist
ábyrgð á menntun kennara í þessum
greinum við hlutverk grunn- og fram-
haldsskóla. Nú þurfa þessi skólastig að sjá
væntanlegum grunnskólakennurum fyrir
nægilega haldgóðri menntun í íslensku
og stærðfræði til þess að þeir geti tekið að
sér kennslu þeirra í grunnskóla síðar á
ævinni. Miðað við aðsókn að kenn-
aranámi undanfarin ár má reikna með að
einn nemandi af hverjum 20 í hverjum
árgangi fari í kennaranám. Af hverjum
100 kennaranemum má búast við að 5 til
10 velji íslensku sem kjörsvið en 90%
kennara verða að treysta á stúdentsprófið
þegar þeir kenna íslensku. Stendur stúd-
entsprófið undir því?
Í nýrri athugun á stafsetningarkennslu
á miðstigi í einum grunnskóla kemur
fram að allir sjö kennararnir, nýlega
brautskráðir, rökstyðja kennsluaðferðir
sínar með því að svona hafi þeim verið
kennt í grunnskóla. Þeir fylgja sömu
kennslubók og þeim var kennt eftir sjálf-
um, og foreldrum þeirra á undan þeim.
Grunnskólapróf virðist þarna vera hinn
faglegi undirbúningur kennaranna.
Nú er spurning hvernig grunn- og
framhaldsskólar vilja axla þessa auknu
ábyrgð? Með því að efla kennslu í ís-
lensku og stærðfræði í grunn- og fram-
haldsskólum dregur úr þörfinni á að
íþyngja fimm ára kennaramenntun með
þessum greinum – og öfugt.
Lifið heil.
Íslenskukennarar
með stúdentspróf
El
ín
Es
th
er
Málið
Við skulum orða
það svona: Skoð-
aðu athugasemdir
sem fólk skrifar
við fréttir á netinu
og reyndu að sigta
út þær sem eru
eftir fólk með
stúdentspróf.
Pedró, heldur þú
að stúdentspróf
sé nægileg
íslenskumenntun
fyrir kennara?
Tungutak
Baldur Sigurðsson
balsi@hi.is
’
90% kennara verða
að treysta á stúd-
entsprófið þegar þeir
kenna íslensku. Stendur
stúdentsprófið undir því?
D rangey situr há við hafs-brún, dökkblá. Það staðfestirað nú er norðanátt. Eyjan erlægri yfir sjó tilsýndar í
sunnanátt og fölblárri. Svo sögðu
löngum veðurvísir menn.
Ég virði Drangey fyrir mér og allt
sviðið austur um, suður um að Mæli-
fellshnjúki og svo vestan megin að
Tindastóli; horfi grannt, ef ég skyldi nú
líta þennan sjónarhring í hinzta sinn.
Gömul árátta síðan ég fluttist burt. Veit
að sönnu að þessar slóðir búa bak við
lukt augu mín.
Þarna stendur Hannes Pétursson
skáld „í gömlum sporum á Nafabrúninni
fyrir ofan Sauðárkrók“, undir lok nýrrar
bókar sinnar, Jarðlag í tímanum, og
skyggnist yfir sviðið sem hann fjallar um.
Í bókinni fjallar Hannes um mannlífið á
Króknum á uppvaxtarárum sínum þar,
um sumrin frammi í sveit, vinnu í vega-
gerð, og dregur upp eftirminnilegar
myndir af héraðinu og samferðamönn-
um, fjölskyldu sem nágrönnum. Und-
irtitill þessa veglega og hrífandi verks er
Minningamyndir úr barnæsku en það er
jafnframt þroskasaga ungs manns sem
finnur köllun sína í lífinu – skáldskap-
inn.
„Það er þó nokkuð um liðið síðan ég
skrifaði fyrstu þættina, mörg ár. Svo fór
þetta hægt og sígandi að taka á sig
mynd,“ segir Hannes. Hann er í bæj-
arferð, býr á Álftanesi og segist ekki eiga
erindi oft til Reykjavíkur, en nú sitjum
við á Hótel Borg, drekkum kaffi og gæð-
um okkur á súkkulaðiköku. Hannes seg-
ist ekki hafa lagt upp með að skrifa
minningabók. „Ég var mér til skemmt-
unar og dundurs að rifja upp hitt og þetta
sem ég mundi úr æsku, en svo tók að
vaka fyrir mér að reyna að búa til bók
sem gæti sýnt mannlíf og staði sem höfðu
áhrif á mig í æsku og uppvexti.
Fólkið sem ég lýsi er mjög skýrt –
fyrir mínum innri augum.“
– Þetta er mótunarsaga.
„Hún á að vera það. Ég er alls ekki
að skrifa ævisögu, eða verk í ævisögu-
formi, heldur eru þetta nokkrar sam-
felldar syrpur sem ég raða saman og eru
ekki í neinni tímaröð. En fyrst ég var að
skrifa um sjálfan mig þá gat ég ekki
gengið framhjá því að ég var farinn að
yrkja skömmu fyrir fermingu og ákvað
að leggja ljóðagerð fyrir mig. Fyrst ég
hélt þessum skrifum áfram til ársins
1946, þegar við fluttum suður, þá gat ég
ekki gengið framhjá þessu skáldskap-
arbjástri. Þess vegna er ég líka með kafla
í bókinni um þetta skáldmælta fólk sem
bjó í kringum mig á Sauðárkróki, það er
hluti af þessu mótandi umhverfi.
Í Skagafirði var sérlega mikið um al-
þýðuskáldskap.“
Meðal skáldanna sem stóðu Hannesi
nærri var faðir hans, Pétur Hannesson.
„Hann orti mjög mikið en þvertók fyrir
að það yrði gefið út,“ segir Hannes.
Þessi Sauðárkrókur er horfinn
– Í bókinni fær Sauðárkrókur goðsagna-
kennda vídd.
„Það getur vel verið en þessi Sauð-
árkrókur er horfinn og þess vegna heitir
bókin Jarðlag í tímanum. Það þarf að
fara tvær skóflustungur niður, svo við
tölum eins og fornleifafræðingar, til að
komast niður á þennan tíma sem ég bjó
við. Þó að sum hús standi enn er komið
allt annað andrúm og hið gamla andrúm
sem þar var er horfið. Það tók að hverfa
nokkuð hratt upp úr stríðinu, þá kom
nýr bær, annars konar bær, allur tækni-
væddari.
Ég ólst ekki upp við hann.
Þá fór bærinn að byggjast hraðar suður
úr öllu, það kom hitaveita og reykur úr
strompum hvarf – og með honum visst
andrúmsloft.
Einhverjir eru á lífi sem muna þennan
sama Krók og ég en þeim fer fækkandi.“
– Saknarðu þessara tíma?
„Ég veit ekki hvort ég sakna þeirra. Nú
er mun betra og hagkvæmara líf í landinu
en ég vildi halda þessum heimi sem ég
þekkti og ólst upp við til haga, því hann
er hluti af sjálfum mér.“
Þegar Hannes var sex ára gamall var
hann sendur í sveit til prestshjónanna á
Mælifelli. Þar var hann í þrjú sumur og
síðan tvö á Hömrum, enn sunnar í Lýt-
ingsstaðahreppi, á alþýðlegum sveitabæ.
„Þessar dvalir mínar frammi í sveit
mótuðu mig talsvert mikið,“ segir hann.
„Þetta var
hlémegin í
tilverunni“
„Ég vildi halda þessum heimi sem ég þekkti og
ólst upp við til haga, því hann er hluti af sjálfum
mér,“ segir Hannes Pétursson. Í nýrri bók, Jarð-
lag í tímann, skyggnist skáldið yfir svið bernsku
sinnar í Skagafirði og lýsir fólki og stöðum.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Lesbók