SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 40
40 4. desember 2011
Lífsstíll
Smákökur
Það verða að
vera til smákök-
ur á aðvent-
unni. Sama
hvort þú prófar
þig sjálf/ur
áfram við bakst-
urinn eða nærð
þér í smakk. Aðventukaffi með
heitu súkkulaði og kúfuðum diski
af smákökum bregst ekki á að-
ventunni. Það er fínt að baka bara
hæfilega og vera búin/n með kök-
urnar á jólunum sjálfum. Enda er
þá svo margt annað í boði sem
mann langar að
borða.
Jólasnjór
Það eru ekki
allir jafn hrifnir
af snjónum.
Sumum finnst
algjört vesen að
þurfa sífellt að
skafa og keyra
um í sköflum. Ekki skal mælt á
móti því en um leið lýsir snjórinn
upp skammdegið. Svo er hann
líka fallegur í trjánum þegar jóla-
ljósin eru komin
upp. Rauð jól
eða hvít, nú er
spurning hvern-
ig veðurfarið
verður um jólin
og margir sem
spá og spek-
úlera í því.
Jólatónlist
Mörg gömul, væmin og syk-
urhúðuð jólalög eru í uppáhaldi
hjá mér. Það tilheyrir árstímanum
að breima falleg lög á meðan
maður skreytir og bakar. Ég fyllist
alvöru jólagleði þegar ég get rifið
fram alla jóladiskana og byrjaði
að skemmta mér og nágrönn-
unum með jólatónlist stillta á
hæsta styrk.
Kistan
Kannski tengist jólagleðin í hjartanu aðnokkru leyti því að maður hverfur afturtil barnæskunnar. Á aðventunni kemuryfir mann barnsleg gleði sem ég held að
líklegast eigi rætur að rekja aftur í tímann. Til þessa
tíma þegar maður beið spenntur eftir því að vakna á
hverjum morgni og kíkja í skóinn. Svo var yfirleitt
langt að bíða eftir jólunum og aðventan lengri en
nú. Í dag finnst mér einmitt svo gott að njóta að-
ventunnar líka og er fegin að jólin komi ekki alveg
strax í gær. Þó manni finnist reyndar stundum svo
að lokum.
Það er gott að finna fyrir þessari gleði og eft-
irvæntingu nú í svartasta skammdeginu. Ég veit
ekki hvað maður myndir gera án aðventu og jóla.
Líklegast bara skríða ofan í holu og liggja í híði
næstu þrjá mánuðina. En þess í stað gefst manni
frábært tækifæri til að horfa á ótal skemmtilegar
jólabíómyndir, njóta þess að vera með fjölskyldunni
og undirbúa jólin og kaupa gjafir.
Í það minnsta finnst mér gjafakaupin alltaf jafn
skemmtileg og hlakka alveg jafn mikið til að gefa
jólagjafir eins og að fá þær. Er ekki frá því að þetta
hafi aukist nú í seinni tíð. Kannski maður sé að
þroskast eitthvað, svei mér þá …
Ég hef líka gefið sjálfri mér leyfi til að borða flest
það sem mig langar í nú á aðventunni. Ætla samt
ekkert að laumast í ísskápinn á nóttunni. Svo ef þú
sérð mig og finnst ég hafa gildnað um mig miðja þá
er það bara jólabumban. Með
henni ætla ég að fagna jólunum
með súkkulaði út á kinn.
Glæsileg jólabumba
Jólakonfekt, jólanammi, jólamatur og jólabjór, allt beinustu leið í jólabelginn góða.
Barnsleg gleði og eftirvænt-
ing fylgir aðventu og jólum.
Þetta er notalegur tími sem
lýsir upp skammdegið.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Það er róandi og þægilegt að fara í heitt og gott bað
nú þegar tekur að kólna í veðri. Eftir langan vinnudag
er gott að koma heim, láta renna í bað og finna þreyt-
una líða úr sér. Hér er smá fróðleikur um ilmböð tekinn
úr hreystibók Mariu Constantino.
Böð geta ýmist verið til slökunar eða örvunar, það
fer allt eftir því hvaða olíur og jurtir við setjum í vatnið.
Ef gera á baðvatninu til góða er einfaldast að setja í
það poka af jurtum. Jafnvel mætti hugsa sér að setja í
það 2-3 tepoka af hreinu jurtatei. Jurtirnar geta verið
ýmist ferskar eða þurrkaðar og þeim má koma fyrir í
gömlum en hreinum sokk sem bundinn er á kranann
svo að vatnið nái að streyma í gegnum hann. Best
er að baðvatnið sé sem næst líkamashita; ef það
er of heitt svitnar þú í baðinu og húðin nær ekki
að njóta góðs af því sem bætt hefur verið í vatn-
ið. Leggstu í baðkarið og slakaðu á í einar 10
mínútur og njóttu ilmsins sem stígur upp úr vatninu.
Jurtirnar má kaupa í heilsubúðum eða öðrum versl-
unum og jafnvel er hægt að rækta sumar þeirra.
Hreystin kemur innan frá, Maria Costantino, bls
194, Salka.
Baðolíur af ýmsu tagi fást til að setja í
heitt og ilmandi gott bað, fátt er meira af-
slappandi eftir erfiðan dag.
Morgunblaðið/Golli
Róandi og gott ilmbað fyrir þreytta líkama
Nú á aðventunni er víðast hvar nóg til af sælgæti og fallegu skrauti.
Því er meira en tilvalið að steypa þessu tvennu saman og búa til fal-
legan sælgætiskrans. Í hann er hægt að nota uppáhaldssælgæti hvers
og eins svo lengi sem það er innpakkað. Til að kynna sér réttu hand-
tökin er sniðugt að kíkja á netið. Á vefsíðunni http://notend-
ur.snerpa.is/systaoggaui/saelgaetiskrans.htm er til að mynda að
finna einfaldar og þægilegar leiðbeiningar.
Þar segir að til þess að búa til sælgætiskrans þurfi eitt stykki vír-
herðatré, um það bil 30 stykki af alls konar hörðu innpökkuðu sæl-
gæti, brjóstsykri og öðru, um það bil 30 stykki af marglitum krull-
uðum borðum í u.þ.b. átta
bitum, vírklippur, tangir til að
beygja herðatréð, sterkt
límband og
venjuleg skæri til að
klippa borðana.
Nú er bara að hefj-
ast handa og byrja
að búa til fal-
legan sælgæt-
iskrans úr
uppáhalds-
sælgætinu
sínu.
Svona
litŕkur og
skemmti-
legur sæl-
gætiskrans er
líka tilvalin
jólagjöf fyrir sæl-
gætisgrísi á öll-
um aldri. Ömmu,
mömmu eða litlu systur
eða bróður.
Girnilegur sælgætiskrans