SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 36
36 4. desember 2011
Matur
Á aðventunni er gaman að hittavini og fjölskyldu og gleðjastsaman. Í matreiðslubókinniGóður matur – gott líf, í takt
við árstíðirnar eftir Ingu Elsu Bergþórs-
dóttur og Gísla Egil Hrafnsson er upp-
skriftum skipt upp eftir árstíðum og er
því hægt að fá nægar hugmyndir um
hvað sé við hæfi að elda og baka í kulda-
tíðinni. Bókin er sérstaklega falleg,
óvenjulega fjölbreytt og mjög gaman að
fletta henni.
Piparkökubakstur tilheyrir jólaund-
irbúningnum hjá mörgum og verður hér
gefin uppskrift úr bókinni að þeim auk
uppskrifta að fleiri réttum sem eiga vel
heima á vinalegu hlaðborði í aðdraganda
jólanna.
Piparkökur
100 g smjör
100 ml síróp
2 msk safi pressaður úr fínrifinni engifer-
rót
125 g ljós púðursykur
100 ml rjómi
½ matskeið engiferduft
1 msk kanill
500 g hveiti
1 ½ tsk matarsóti
allskonar mót til að skera út kökurnar
Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjörið og
takið af hitanum. Blandið saman smjöri,
sírópi, engifersafa, sykri og rjóma.
Hrærið síðan kryddi, hveiti og matarsóta
lauslega saman við. Hnoðið deigið saman
og kælið í ísskáp í 20 mínútur. Fletjið það
út í um 5 mm þykkt. Stingið út kökur,
raðið þeim á smjörpappírsklæddar bök-
unarplötur og bakið í 7-8 mínútur. Kælið
kökurnar á kökugrind.
Glassúr til skreytingar
4 eggjahvítur úr meðalstórum eggjum
900 g flórsykur
matarlitir
Léttþeytið eggjahvíturnar í hrærivél.
Slökkvið á hrærivélinni og bætið flór-
sykrinum út í. Kveikið aftur á hrærivél-
inni en hafið hraðann mjög lítinn svo
flórsykurinn þyrlist ekki upp. Einnig er
gott að leggja viskastykki yfir hrærivél-
ina á meðan hún hrærir glassúrinn sam-
an. Skiptið glassúrnum upp í jafnmargar
skálar og litirnir eiga að vera. Blandið
matarlitunum saman við glassúrinn og
leggið plastfilmu yfir til að hann þorni
ekki upp. Nota þarf glassúrinn samdæg-
urs.
Eldað á
aðventunni
Uppskriftabókin Góður matur – gott líf inniheld-
ur uppskriftir í takt við hverja árstíð fyrir sig.
Þar á meðal eru margar sem hægt er að nota til
að svala jafnt sykurþörfinni sem sköpunargleð-
inni og til að ylja sér á aðventunni.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Hugmyndaflugið fær
lausan tauminn við
skreytingarnar á
jólapiparkökunum.
Brioche er franskt sætabrauð sem gjarnan
er borðað á tyllidögum, til dæmis í morg-
unmat um helgar eða með fínni forréttum.
Þeir sem vilja gæða sér á sætabrauði
alla daga vikunnar geta búið deigið til fyr-
irfram og geymt það í lokaðri fötu eða skál
inni í ísskáp í allt að þrjá daga. Látið deig-
ið hefa sig í 1-2 tíma áður en það er bak-
að.
Handa 8-10.
450 g hveiti
½ tsk. salt
2 ½ tsk. ger
4 msk. sykur
150 g smjör
3 stór egg
3 msk volg mjólk
1 eggjarauða
Smyrjið brioche-mót eða hátt kökumót
sem tekur að minnsta kosti 1,7 lítra; einn-
ig er hægt að baka minni bollur, t.d. í
múffumóti. Hitið mjólkina í u.þ.b. 37°C.
Blandið gerinu ásamt 1 msk. af sykri sam-
an við og látið standa í 10 mínútur. Setjið
hveitið í stóra skál ásamt salti og afgang-
inum af sykrinum, þ.e. 3 msk. Myljið
smjörið saman við hveitið.
Þeytið eggjum, mjólk og gerblöndu sam-
an og hellið yfir hveitið, hrærið og hnoðið
þar til deigið verður mjúkt. Bætið við meiri
mjólk ef þarf. Látið deigið hefast í stórri
skál á hlýjum stað undir plastfilmu þar til
það hefur tvöfaldast að stærð. Það ætti að
taka 60-70 mínútur. Hnoðið deigið aftur
og takið fjórðung þess frá. Hnoðið stærri
hlutann í kúlu og setjið í kökumótið, búið
til litla laut ofan í miðjuna, setjið afgang-
inn af deiginu sem á að vera perulaga í
hana.
Látið deigið hefa sig aftur í 60 mínútur
og leggið plastfilmu lauslega yfir. Hitið
ofninn í 190°C. Penslið deigið með létt-
þeyttri eggjarauðu. Bakið í 40 mínútur,
eða þar til brioche-ið er gullinbrúnt. Gott
er að leggja álpappír lauslega yfir mótið
þegar brauðið bakast til að yfirborðið
dökkni ekki of mikið. Látið það kólna í
mótinu á kökugrind. Berið það fram heitt
eða kalt. Gott er að léttsteikja brioche-
sneiðar í örlitlu smjöri og borða með góðri
sultu eða öðru áleggi, svo sem kjúklinga-
lifrarkæfu, gröfnum eða reyktum fiski eða
kjöti.
Brioche-sætabrauð