Morgunblaðið - 02.03.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.03.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Alþingi samþykkti í gær með 33 at- kvæðum gegn 27 frávísunartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Bene- diktssonar, um að fallið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi. Stuðningsmenn tillögu Bjarna lýstu vonbrigðum með afdrif hennar, ekki síst vegna þess að marg- ir sem studdu ákæruna hafa síðar lýst yfir sinnaskiptum eða a.m.k. efa- semdum um fyrri afstöðu. Ekki náðist í samfylkingarmenn- ina Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Á Facebook-síðu sinni segist Kristján hafa verið í svæfingu og magaspeglun. Flokks- bróðir þeirra, Sigmundur Ernir Rúnarsson, greiddi eins og Krist- ján á sínum tíma atkvæði gegn því að Geir yrði ákærður. Hann studdi hins vegar frávísunartillöguna í gær. Hann neitar því ein- dregið að hafa verið undir þrýstingi frá flokksforyst- unni en segir rök nefnd- armeirihlutans hafa verið sterkari en minnihlut- ans. „Ég var hlynntur því að málið [til- laga Bjarna] fengi þinglega meðferð og tel í sjálfu sér óeðlilegt að þingið standi í vegi fyrir þinglegri umræðu um mál af hvaða tagi sem er, ekki síst í ljósi þess að það voru þarna nokkur réttarfarsleg vafamál í gangi,“ segir Sigmundur Ernir. „Síðan fjallaði þingnefnd ítarlega um þetta mál. Að mínu viti er nið- urstaða þeirrar nefndarvinnu m.a. sú að uppi er réttarfarslegur ágreining- ur um það hvort þingið eigi að skipta sér af málinu eftir að ákæra hefur verið gefin út. Sá ágreiningur var ekki til lykta leiddur. Í annan stað kom ítrekað fram að ríkissaksóknari og aðrir teldu ekki málefnalega ástæðu til þess að kalla málið til baka.“ Ákæran ekki neitt uppgjör Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra studdi ákæruna gegn Geir en hefur síðan skipt um skoðun og rökstutt þá ákvörðun. Ákæran sé ekki eitthvert uppgjör við hrunið og aðdraganda þess. „Það er langt í frá að svo sé,“ segir Ögmundur. „Þetta tekur til afar skamms tíma frá febr- úar til október 2008 þegar komið var fram á bjargbrúnina og nær útilokað að forða okkur frá stóráfalli. Umbylt- ing Íslands með afnámi aðhalds og eftirlits og markaðsvæðingu á sviðum þar sem hún átti ekki við á sér miklu lengri aðdraganda. Þátttakendur í þeirri atburðarás tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni í dag. Menn hljóta að verða hugsi. Ég er það mjög.“ Atli Gíslason, sem nú er utan flokka, stýrði nefndinni sem lagði til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir. Hann segir í samtali við mbl.is að afdrif tillögu Bjarna séu mikil vonbrigði. „Ég held að þetta sé hluti af þessu batteríi sem sett var upp í atkvæða- greiðslunni í september [þegar sam- þykkt var að ákæra Geir Haarde ein- an],“ segir Atli. „Samfylkingarmenn komu sínu fólki í skjól og létu Geir einan bera ábyrgð á þessum ákæru- liðum í fjölskipuðu stjórnvaldi, m.a. ákæruliðum sem snúa að Icesave og bankakerfinu sem var ekki á hans borði nema sem verkstjóra. Mér fannst allur þessi málatilbúnaður og reyndar síðar vera afbökun á ákæru- valdi, jafnræði, réttlæti og virðingu Alþingis.“ Sumir beggja blands 1 Tillaga í september 2010 um að Geir H.Haarde yrði stefnt fyrir landsdóm vegna meintrar vanrækslu í starfi árið 2008. 2 Frávísunartillaga um tillögu BjarnaBenediktssonar í janúar 2012 um að fallið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde. 3 Tillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarAlþingis í mars 2012 um að tillögu Bjarna yrði vísað frá. SH = Sat hjá FJ = Fjarverandi EÞ = Ekki á þingi á þeim tíma VA = Fjarverandi, varamaður greiðir atkv. í staðinn *= Varamaður Anna Margrét Guðjónsd.* 1:Nei 2: EÞ 3: EÞ Arna Lára Jónsdóttir* 1: EÞ 2: Já 3: EÞ Ásta R. Jóhannesd. 1:Nei 2:Nei 3:Nei Björgvin G. Sigurðsson 1: VA 2: FJ 3: FJ Guðbjartur Hannesson 1:Nei 2: VA 3: Já Helgi Hjörvar 1: Já 2: Já 3: Já Jóhanna Sigurðardóttir 1:Nei 2: Já 3: Já Jónína Rós Guðmundsd. 1: Já 2: Já 3: Já Katrín Júlíusdóttir 1:Nei 2: EÞ 3: EÞ Kristján L. Möller 1:Nei 2:Nei 3: FJ Lúðvík Geirsson 1: EÞ 2: Já 3: Já Magnús Orri Schram 1: Já 2: Já 3: Já Mörður Árnason 1: Já 2: Já 3: Já Oddný G. Harðardóttir 1: Já 2: Já 3: Já Ólína Þorvarðard. 1: Já 2: Já 3: Já Róbert Marshall 1:Nei 2: Já 3: Já Sigmundur Ernir Rúnarss. 1:Nei 2: FJ 3: Já Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1: Já 2: Já 3: Já Skúli Helgason 1: Já 2: Já 3: Já Valgerður Bjarnadóttir 1: Já 2: Já 3: Já Samfylkingin 1 Já: 9 Nei: 11 SH/FJ: 0 2 Já: 14 Nei: 4 SH/FJ: 2 3 Já: 15 Nei: 2 SH/FJ: 3 Árni Johnsen 1:Nei 2:Nei 3:Nei Ásbjörn Óttarsson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Birgir Ármannsson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Bjarni Benediktsson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Einar K. Guðfinnsson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Guðlaugur Þór Þórðars. 1:Nei 2:Nei 3:Nei Kristján Þór Júlíusson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Ólöf Nordal 1:Nei 2:Nei 3:Nei Pétur H. Blöndal 1:Nei 2:Nei 3:Nei Ragnheiður E. Árnadóttir 1:Nei 2:Nei 3:Nei Ragnheiður Ríkharðsd. 1:Nei 2:Nei 3:Nei Sigurður Kári Kristjánsson* 1:Nei 2: EÞ 3: EÞ Tryggvi Þór Herbertsson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Unnur Brá Konráðsdóttir 1:Nei 2:Nei 3:Nei Víðir Smári Petersen* 1:Nei 2: EÞ 3: EÞ Þorgerður K. Gunnarsdóttir 1:Nei 2:Nei 3:Nei Sjálfstæðisfl. 1 Já: 0 Nei: 16 SH/FJ: 0 2 Já: 0 Nei: 16 SH/FJ: 0 3 Já: 0 Nei: 16 SH/FJ: 0 Eygló Harðardóttir 1: Já 2: Já 3: Já Sigmundur D. Gunnlaugss. 1:Nei 2:Nei 3:Nei Gunnar Bragi Sveinsson 1:Nei 2:Nei 3:Nei Sigurður Ingi Jóhannsson 1: Já 2:Nei 3:Nei Framsóknarflokkurinn 1 Já: 6 Nei: 3 SH/FJ: 0 2 Já: 2 Nei: 6 SH/FJ: 1 3 Já: 4 Nei: 5 SH/FJ: 0 Ásmundur Einar Daðason gekk í Framsóknar- flokkinn eftir 1. atkvæðagreiðslu. Atkvæði hans þá er talið semVinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson gekk úr flokknum eftir 1. atkvæðagreiðslu. Birgitta Jónsdóttir 1: Já 2: Já 3: Já Margrét Tryggvadóttir 1: Já 2: Já 3: Já Þór Saari 1: Já 2: Já 3: Já Hreyfingin 1 Já: 3 Nei: 0 SH/FJ: 0 2 Já: 3 Nei: 0 SH/FJ: 0 3 Já: 3 Nei: 0 SH/FJ: 0 Þórunn Svein- bjarnardóttir 1:Nei 2: EÞ 3: EÞ Össur Skarphéðinss. 1:Nei 2:Nei 3:Nei Árni Páll Árnason 1:Nei 2:Nei 3: SH Illugi Gunnarsson 1: VA 2:Nei 3:Nei Jón Gunnarsson 1: VA 2:Nei 3:Nei Birkir Jón Jónsson 1: Já 2:Nei 3:Nei Vigdís Hauksdóttir 1: Já 2:Nei 3: Já Höskuldur Þórhallsson 1: VA 2: FJ 3: Já Atli Gíslason 1: Já 2:Nei 3:Nei Utan flokka Þingmenn sem voru utan flokka í annarri og þriðju atkvæðagreiðslu voru flokksbundnir í þeirri fyrstu. Atkvæði þeirra þá eru talin sem flokkanna. Guðmundur Steingrímss. 1:Nei 2: Já 3: Já Lilja Mósesdóttir 1: Já 2:Nei 3: Já Álfheiður Ingadóttir 1: Já 2: Já 3: Já Árni Þór Sigurðsson 1: Já 2: Já 3: Já Björn Valur Gíslason 1: Já 2: Já 3: Já Lilja Rafney Magnúsdóttir 1: Já 2: Já 3: Já Margrét Pétursdóttir* 1: Já 2: EÞ 3: EÞ Steingrímur J. Sigfússon 1: Já 2: Já 3: Já Vinstri grænir 1 Já: 15 Nei: 0 SH/FJ: 0 2 Já: 9 Nei: 3 SH/FJ: 0 3 Já: 9 Nei: 3 SH/FJ: 0 Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir gengu úr Framsóknarflokknum eftir 1. atkvæðagreiðslu. Svandís Svavarsdóttir 1: Já 2: Já 3: Já Þráinn Bertelsson 1: Já 2: Já 3: Já Þuríður Backman 1: Já 2: Já 3: Já Ögmundur Jónasson 1: Já 2:Nei 3:Nei Jón Bjarnason 1: Já 2:Nei 3:Nei Katrín Jakobsdóttir 1: Já 2:Já 3: Já Guðfríður Lilja Grétarsd. 1: VA 2:Nei 3:Nei Magnús M. Norðdahl 1: EÞ 2: Já 3: Já Huld Aðalbjarnard.* 1: Já 2: EÞ 3: EÞ Siv Friðleifsdóttir 1: Já 2: Já 3: Já Ásmundur Einar Daðas. 1: Já 2:Nei 3:Nei 1 Já: - Nei: - SH/FJ: - 2 Já: 1 Nei: 2 SH/FJ: 0 3 Já: 2 Nei: 1 SH/FJ: 0 Í heildaratkvæðum flokkanna eru aðeins talin atkvæði þingmanna sem voru á þingi fyrir viðkomandi flokk á þeim tíma sem viðkomandi atkvæðagreiðsla fór fram. Lýsa vonbrigðum með afdrif tillögu Bjarna  Atli Gíslason álítur að álit Alþingis hafi beðið hnekki og réttlætið verið afbakað ’ Fram hefur einnig komið að ýmsir þingmenn greiddu at- kvæði með ákæru í september 2010 á pólitískum forsendum en ekki á forsendum efnislegs mats á sekt eða sýknu. Árni Páll Árnason. ’ Tillaga formanns Sjálfstæðisflokks- ins sem hér liggur fyrir er ekki studd neinum efnislegum rökum en lýsir að mínu viti þeim ásetningi stuðnings- manna hennar að gera lítið úr niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndar Alþingis og segja við þjóðina: Allt í plati. Árni Þór Sigurðsson. ’ Eins og ég rakti í þinginu á sínum tíma taldi ég ekki nægilegt tilefni til að stefna fyrrverandi ráð- herrum fyrir landsdóm og ég sagði því nei við tillögum um ákæru. Sú afstaða mín er óbreytt. Jóhanna Sigurðardóttir. ’ Það kann að vera að einhverjir hafi skipt um skoðun í hina áttina, að menn sem áður töldu Geir H. Haarde saklausan telji hann nú sekan, en það verður þá að koma í ljós. Um það verður atkvæðagreiðslan þá hér á eftir ef þessi frávísunartillaga verður felld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Orðrétt „Mér finnst það mjög miður að ekki skuli hafa fengist efnisleg niðurstaða í málinu,“ segir Bjarni Benediktsson og álítur niðurstöðuna áfall fyrir réttar- farið í landinu. „Það hefur kom- ið fram í umræðum frá því að ég lagði tillöguna fram að ekki er raun- verulegur meirihluta- stuðningur fyrir því að halda ákærunni til streitu.“ Hann segir að fyrir liggi yfirlýs- ingar margra sem vildu nú vísa málinu frá um að þeir teldu ekkert tilefni til að fara með málið fyrir landsdóm. „Með því að vísa nú málinu frá þurftu þeir ekki að standa við þær yfirlýsingar og komu sér þannig undan því að taka efnislega afstöðu til þess. Hjá Samfylkingunni voru á sínum tíma 11 þingmenn sem voru mótfallnir ákærunni. Einungis örfáir þeirra vilja núna styðja þann málstað.“ Sluppu við að taka afstöðu FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.