Morgunblaðið - 02.03.2012, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012
Nýr Rainbow Six-tölvuleikur er í
vændum og kallast hann Rainbow 6
Patriots en tölvuleikirnir eru
byggðir á samnefndu verki eftir
Tom Clancy. Leikurinn er tíundi
Rainbow six-leikurinn en leikirnir
hafa verið gífurlega vinsælir og má
búast við því að nýi leikurinn verði
engu síðri en þeir gömlu. Að þessu
sinni hefur tónlistarmaðurinn Ben
Frost tekið það að sér að semja tón-
list fyrir tölvuleikinn en Ben hefur
verið búsettur á Íslandi um nokkurt
skeið. Tónlistin í leiknum nær á ein-
stakan hátt að skapa spennu og
stemningu fyrir spilarann og það er
skemmtilegt fyrir þennan ættleidda
Íslending að fá tækifæri til að semja
tónlist fyrir jafn stóran tölvuleik,
en tölvuleikjaheimurinn er engu
síðri vettvangur fyrir listamenn en
tónlistar- og kvikmyndaheimurinn.
Rainbow 6 Patriots kemur 2013.
Morgunblaðið/Kristinn
Tónskáld Ástralinn Ben Frost hefur verið
búsettur á Íslandi í um sjö ár.
Ben Frost semur fyrir Rainbow 6
fimmtugsaldurinn en þegar kom að því að koma
saman aftur voru allir í ægilegu stuði og ákafir
að koma aftur til starfa í sveitinni.“
Ljótu hálfvitarnir munu sækja mikið í eldra
efni á tónleikunum um helgina á Rósenberg en
að sögn Snæbjörns ætlar hljómsveitin að lauma
inn nýju efni við og við. „Fjölmenn hljómsveit
eins og Ljótu hálfvitarnir þarf ekki nema eitt
lag frá hverjum meðlim til að slaga vel upp í
heila plötu og menn hafa verið duglegir að
munda gítarinn heima hjá sér í hléinu.“ Þá segir
Snæbjörn að helsta vandamálið sé frekar fólgið
í því að spila hljómsveitina saman. „Við erum
svo hryllilega lélegir að það fór nokkur tími í að
spila hljómsveitina saman. þetta er óttalegur
saumaklúbbur,“ segir Snæbjörn léttur í máli.
„Þetta er annars allt komið í góðan gír núna og
hljómsveitin í góðu formi.“
Bræðurnir Snæbjörn og Baldur spila einnig
með hljómsveitinni Skálmöld og því verður í
nægu að snúast hjá þeim bræðrum í sumar.
„Ljótu hálfvitarnir verða að spila á fullu í sumar
eins og Skálmöld en okkur hefur tekist að
skipuleggja þetta vel. Ólíkt öðrum meðlimum
Hálfvitanna þá erum við barnlausir og ekki í
dagvinnu.Við getum því æft með Skálmöld með-
an meðlimir Ljótu hálfvitanna eru heima að ala
upp börnin sín og öfugt.“
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir kom fyrst fram
árið 2006 og spilaði linnulaust til ársins 2010 en
á þessum tíma gaf hljómsveitin út þrjár plötur
og var dugleg að spila á tónleikum. „Við spil-
uðum síðustu tónleikana áður en við tókum okk-
ur stutt hlé árið 2010 í Færeyjum og höfðum
stuttu áður spilað á Íslandi,“ segir Snæbjörn
Ragnarsson sem spilar ásamt Baldri Ragn-
arssyni bróður sínum í Ljótu hálfvitunum og
Skálmöld. „Hlé Ljótu hálfvitanna hafði ekkert
með Skálmöld að gera. Við vorum einfaldlega
búnir að vera að spila mjög mikið og fannst
kominn tími til að taka okkur hlé. Það var líka
tekin ákvörðun að taka í það minnsta eitt ár í hlé
og þá hefðum við byrjaði í haust en okkur fannst
betra bíða aðeins með að koma saman aftur og
koma frekar sterkir inn í sumarið. Á þessu einu
og hálfa ári eru menn búnir að safna upp orku
og finna löngunina að koma aftur.“
Allir níu meðlimir hljómsveitarinnar ætla að
snúa aftur með henni og Ljótu hálfvitarnir búa
við þá blessun að hafa ekki þurft að skipta út
einum einasta meðlim hljómsveitarinnar. „Við
vorum búnir að reikna með því að eitthvað
myndi breytast enda sumir okkar komnir vel á
Ljótu hálfvitarnir snúa aftur
Aftur á svið eftir eins og hálfs árs frí frá tónleikahaldi og upptökum með ný lög ferskan blæ
Morgunblaðið/Kristinn
Ljótu hálfvitarnir Flestir með fjölmörg járn í eldinum en ferskir efti gott frí og til í tuskið.
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarV.J.V.
-SVARTHÖFÐI
HHHHH
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND!
VJV - SVARTHÖFÐI
HHH
SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
JOURNEY 2 3D Sýnd kl. 4 (950kr.) - 6
SAFE HOUSE Sýnd kl. 8 - 10:20
SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 4 (750kr.)
THE GREY Sýnd kl. 10:15
IRON LADY Sýnd kl. 5:50 - 8
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 (750kr.)
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
2 óskarsverðlaun
m.a. besta leikkonan
H.S.K. -MBL
HHHH
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
Frá framleiðendum
„Drive“ kemur
hröð og spennandi
glæpamynd úr
íslenskum
veruleika
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 3.40 L
HAYWIRE KL. 5.50 - 8 16
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
SAFE HOUSE KL. 10.10 16
SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L
FRÉTTABLAÐIÐ
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16
GHOST RIDER 2 3D KL. 10 12
HAYWIRE KL. 8 16
THIS MEANS WAR KL. 6 14
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI
FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA
FT/SVARTHÖFÐI.IS
N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ
H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 6 L
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10
THE DESCENDANTS KL. 5.30 L
LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L
FRÁ FRAMLEIÐENDUM “DRIVE” KEMUR HRÖÐ OG SPENNANDI
GLÆPAMYND ÚR ÍSLENSKUM VERULEIKA.
SVARTHÖFÐI.IS