Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 1
L A U G A R D A G U R 3. M A R S 2 0 1 2
Stofnað 1913 53. tölublað 100. árgangur
Komdu og smakkaðu nýtt Skyr.is Ert þú með SKYR markmið?
SKYR.IS
DAGAR
KRINGLUNNI
3.-4. MARS
• Kynning á nýju og endurbættu Skyr.is
á blómatorgi Kringlunnar
• Uppskriftir að ljúffengum boost drykkjum
• Fimmtíu heppnir gestir vinna
mánaðarbirgðir af Skyr.is
• Markþjálfi frá Vendum verður á
staðnum frá 14-16 báða dagana
• Líttu við og fáðu aðstoð sérfræðings
við að setja þér markmið og ná árangri
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
SARAH SMILEY
Í ÍSLENSKA
LANDSLIÐINU
DANSARI
BYRJAÐI
Í FRJÁLSUM
BIOPHILIA
BJARKAR TIL
BUENOS AIRES
SUNNUDAGSMOGGINN NÝ NÁLGUN Í KENNSLU 45HM KVENNA ÍÞRÓTTIR
„Fyrir utan öll óþægindin
og amstrið í kringum það að
breyta um lyf býður þetta
beinlínis upp á hættu á að
meðferðin fari úr böndunum
og geti jafnvel verið hættuleg.
Ég ætla rétt að vona að menn
sjái að sér og fresti þessu máli
þar til búið er að undirbúa
þetta betur. Það væri mun
vænlegra fyrir alla,“ segir
Karl Andersen hjartasérfræðingur um þá breyt-
ingu sem gerð var á greiðsluþátttöku ríkisins á
nokkrum algengum blóðþrýstings- og magalyfj-
um hinn 1. mars. Breytingin var gerð vegna
lækkunar Lyfís á samheitalyfjum í þessum
flokkum um allt að 66%.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Ís-
lands, undrast að breytingarnar hafi verið til-
kynntar nánast sama dag og þær tóku gildi. Inn-
leiða þurfi breytingar sem þessar með góðum
fyrirfara og í samráði við þá sem þurfa að fram-
fylgja þeim, ekki síst þegar um jafnalgeng lyf er
að ræða og þarna eru á ferðinni. bjb@mbl.is »6
Lyfjameðferð gæti farið úr
böndunum með breytingum
Þorbjörn Jónsson
Biðskýlið Stoppustuð við Þjóðminjasafnið í
Reykjavík kom sér vel í gær þegar gekk á
með snörpum vindhviðum og rigndi eins og
hellt væri úr fötu. Fólk leitaði þar skjóls og
þótt á móti blési og þungt væri yfir um
stund leyndi sér ekki að bjartsýnin var í fyr-
irrúmi hjá mörgum vegfarendum á þessum
annars góða degi enda bjartari tíð í vænd-
um og ekki nema rúmur mánuður til páska.
Stoppustuð veitir skjól í slagviðrinu
Morgunblaðið/Kristinn
Afstaða nokkurra þingmanna
sem á sínum tíma samþykktu
ákæru á hendur Geir H. Haarde
í september 2010 hefur breyst.
Sumir eru nú andvígir ákæru,
enn aðrir virðast líklegir til að
sitja hjá ef aftur yrðu greidd at-
kvæði um slíka tillögu.
„Eftir að hafa vegið og metið
málið að nýju komst ég að þeirri
niðurstöðu að rangt hefði verið að ákæra Geir,“
segir framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson, sem
studdi ákæru 2010.
Séu ummæli þingmanna, m.a. í sambandi við
seinni atkvæðagreiðslur um málið, kannaðar virð-
ast 32 af alls 63 þingmönnum nú vera á móti ákær-
unni. »16
Meirihluti
gegn ákæru
Nú virðast 32 af alls 63
þingmönnum vera á móti
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fyrrverandi háttsettir yfirmenn
í einum föllnu bankanna komust
að því við yfirheyrslu hjá sér-
stökum saksóknara að lögreglan
hafði ekki einungis beitt síma-
hlustun í þágu rannsóknar held-
ur einnig hlerað fundarstað þar
sem þeir hittust löngu eftir efna-
hagshrunið.
Við yfirheyrslu hjá sérstökum
saksóknara voru spilaðar upp-
tökur úr síma til að hressa upp á
minni þeirra sem verið var að
yfirheyra. Svo var spurt út í til-
sagði að embættið notaði öll þau
úrræði sem lög um meðferð saka-
mála byðu upp á. Lögin setja
ákveðin skilyrði fyrir hlustun en
að þeim uppfylltum er m.a. heim-
ilað að hlusta á eða hljóðrita sam-
töl og símtöl án þess að þeir sem í
hlut eiga viti af því.
Brynjar Níelsson, hrl. og for-
maður Lögmannafélags Íslands,
sagði það ekki hafa tíðkast á ár-
um áður að beita hlustun við
rannsókn meintra efnahagsbrota
en sérstakur saksóknari hefði
beitt því úrræði. Hlerun síma og
húsnæðis hefði hins vegar verið
þekkt við rannsókn meintra
fíkniefnabrota.
MFundur fyrrverandi »4
tekinn fund mannanna sem hald-
inn var á skrifstofu í miðborginni
löngu áður en yfirheyrslan fór
fram. Þegar kom í ljós að viðkom-
andi mundi ekki efni fundarins í
smáatriðum var spiluð hljóðritun
af fundinum til að hressa upp á
minnið.
Mennirnir höfðu brugðið sér á
annan stað í húsinu til að fá sér
kaffi og virtist hlustunarbúnað-
urinn ekki hafa náð þangað því
þeir voru spurðir sérstaklega um
hvað þar var rætt.
Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, kvaðst ekki geta
svarað til um einstök mál en
Sími og fundarstaður
bankamanna hleraðir
Upptökurnar spilaðar við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara
Morgunblaðið/ÞÖK
Hlustað Sími og fundur hleraðir.
Leita verður aftur til ársins 1999 til að finna
sambærilegt umfang opinberra framkvæmda og
ráðgert er á þessu ári, að sögn Árna Jóhanns-
sonar hjá Samtökum iðnaðarins.
Á Útboðsþingi í gær voru kynntar verklegar
framkvæmdir upp á 42 milljarða en það er 18%
samdráttur miðað við árin 2011 og 2010.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði að
Vegagerðin hefði verið mjög gagnrýnin á nið-
urskurð fjárveitinga, sérstaklega til viðhalds. »2
Opinberar framkvæmdir
dragast saman á þessu ári