Morgunblaðið - 03.03.2012, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012   Fæst með hægri                ! !! 157.921.-   #  $ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Þetta gerist nánast á einum góðum klukkutíma,“ segir Þorvaldur Jó- hannsson, stjórnarformaður Holl- vinasamtaka Sjúkrahúss Seyð- isfjarðar (HSSS), en hinn 28. febrúar síðastliðinn, klukkan 18:45, fékk Þorvaldur tölvupóst frá Rúnari Reynissyni, yfirlækni á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, þar sem stóð: „Bráð- vantar 1 stk. rafdrifið hjúkr- unarrúm á stofnunina, fyrir 61 árs Seyðfirðing sem fékk heilablóðfall og er lamaður öðrum megin. Gætu Hollvinasamtökin hlaupið undir bagga?“ Klukkan 19:45 sama kvöld sendi Þorvaldur póst á stjórn HSSS þar sem hann óskaði eftir samþykki hennar til þess að fjárfesta í nýju rúmi sem kostaði um 470 þúsund krónur. Sautján mínútum síðar, klukkan 20:02, sendi síðan Þorvald- ur svohljóðandi tölvupóst til baka á Rúnar: „Sæll Rúnar: Þú pantar rúmið og gengur frá greiðslu o.fl. sem til þarf.“ Í gær barst síðan sjúklingnum rúmið, en um er að ræða nýtt raf- drifið hjúkrunarrúm. Að sögn Þor- valds var rúmið sent frá Reykjavík til Seyðisfjarðar með flutningabíl en engin Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fyrir liggur að 18% samdráttur verði á opinberum framkvæmdum á árinu en á árlegu Útboðsþingi í gær voru kynntar verklegar fram- kvæmdir að upphæð 42 milljarðar króna, samanborið við 51 milljarð króna árið á undan. Meðal stærstu verkkaupa ársins verður Reykjavíkurborg en hjá henni eru ráðgerðar framkvæmdir fyrir um 8,8 milljarða króna. Þá ráðgerir Framkvæmdasýsla ríkis- ins framkvæmdir á vegum ráðu- neytanna fyrir um 7,8 milljarða króna. „Undanfarin tvö ár hefur komist á ákveðið jafnvægi í opinberum framkvæmdum þar sem boðið var út fyrir um 50 milljarða, bæði 2010 og 2011. Nú verða þetta 42 millj- arðar og við þurfum að leita aftur til ársins 1999 til að finna sam- bærilega tölu,“ segir Árni Jó- hannsson, forstöðumaður mann- virkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Innviðir í hættu Árni segir það ljós í myrkrinu að svo virðist sem almenni bygginga- markaðurinn sé að taka við sér en það sé áhyggjuefni að varla fáist fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á vegum hins opinbera. „Ef við göngum svo hart fram í niðurskurði að við getum ekki sinnt viðhaldi þá eru allar fjár- festingar í innviðum í hættu. Ég óttast til dæmis að ef lengra verð- ur gengið í þessu hjá Vegagerð- inni og Orkuveitunni muni það kosta okkur meira til lengri tíma litið en að sinna nauðsynlegu við- haldi núna,“ segir hann. Kostnaðarsamt til lengri tíma Fjárveitingar til Vegagerðar- innar fyrir árið 2012 nema tæpum 16 milljörðum en þar af eru sex milljarðar ætlaðir í nýfram- kvæmdir og 4,6 milljarðar í við- hald. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri tekur undir þær áhyggjur að of litlu sé ráðstafað í viðhalds- aðgerðir. „Við höfum verið mjög gagn- rýnin á þennan niðurskurð fjár- veitinga, sérstaklega í viðhaldið. Hann kemur illa við reksturinn á kerfinu og þótt það sé vissulega mjög gott að fá meira fjármagn í nýja vegi erum við mun viðkvæm- ari fyrir því að það sé skorið niður í viðhaldinu. Þetta mun kosta okk- ur mikið á næstu árum því það sem er búið að byggja upp er fljótt að skemmast og eyðileggjast ef við fáum ekki að halda því við,“ segir hann. 18% samdráttur í framkvæmdum  42 milljarðar áætlaðir í verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera á árinu, samanborið við 51 milljarð 2011  Áhyggjuefni hversu litlu á að verja til viðhaldsframkvæmda  Verður dýrt seinna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Minna fjármagn Samdrátturinn kemur líka niður á viðhaldi. „Þessi litlu samfélög, þau eiga náttúrlega undir högg að sækja, hér fækk- ar mikið fólki og við urðum aldrei mikið vör við þessa þenslu sem var í gangi þannig að þetta fór svona svolítið framhjá okkur, en þegar svona hlutir koma upp eru allir boðnir og búnir að stökkva til og bjarga málunum,“ segir Þorvaldur og bætir við: „Þess vegna var þetta gott dæmi um það hvernig hugarfarið er úti á landi á meðan allt virðist taka eitthvað svo óskaplega langan tíma alls staðar annars staðar.“ Að sögn hans skipta stuttar boðleiðir hér máli og einnig hvað hægt er að gera þegar hugur fylgir máli og menn standa þétt saman. „Mér finnst við þurfa að koma okkur upp úr þessum hjólförum, vera góð hvert við annað og hugsa kannski með jákvæðara hugarfari um hlutina,“ segir Þorvaldur. Allir tilbúnir til þess að hjálpa GOTT DÆMI UM HUGARFARIÐ ÚTI Á LANDI Þorvaldur Jóhannsson byggð á Íslandi er jafnlangt frá höf- uðborginni og Seyðisfjörður. Veita styrki á hverju ári „Það kom þarna upp bráðatilfelli. Sextugur Seyðfirðingur verður fyrir því að fá heilablóðfall og hann lam- ast og það þarf að koma honum fyrir en þá er ekkert svona þægilegt rúm fyrir starfsfólkið til þess að hafa hann í,“ segir Þorvaldur og bætir við að þá hafi Rúnar, sem jafnframt er gjaldkeri HSSS, farið strax að skoða rúm, það hafi verið til í Reykjavík og þeir hafi því fjárfest í rúminu og beð- ið um að fá það sent í hvelli austur. Hollvinasamtökin eru einungis fjögurra ára gömul en þau hafa þó verið dugleg við að styrkja sjúkra- húsið á Seyðisfirði á hverju ári. Að sögn Þorvalds hafa HSSS keypt búnað fyrir tæpar 18 milljónir á þessum fjórum árum og gefið stofn- uninni en þar er m.a. rekin 13 manna lokuð Alzheimer-deild sem þjónar Austurlandi. Ljósmynd/Ólafur Sveinbjörnsson Rúm Sjúkraliðarnir Stefanía Stefánsdóttir (t.v.) og Ragnhildur Billa Árnadóttir (t.h.) ásamt nýja sjúkrarúminu. Hröð viðbrögð á landsbyggðinni  Hollvinasamtök útveguðu HSA nýtt rúm á mettíma Maður fórst í eldsvoða í Ólafsvík í fyrrinótt. Hann hét Theódór Árni Emanúelsson og var 38 ára. Theódór heitinn var einhleypur og barnlaus. Íbúi í nágrenninu varð var elds í húsinu, sem er lítið einbýlishús, og lét lögreglu vita. Slökkvilið Snæfells- bæjar fékk tilkynningu um eldinn um klukkan 02.20. Að sögn lögregl- unnar var lítill eldur í íbúðinni en gríðarlegur hiti og húsið fullt af reyk. Tveir reykkafarar fóru inn í húsið og fundu manninn meðvitund- arlausan. Hann bjó einn í húsinu. Kallað var eftir lækni og björgun- arþyrlu. Lífgunartilraunir á staðn- um báru ekki árangur. Maður- inn var fluttur á heilsugæslustöð- ina og þar var hann úrskurðað- ur látinn. Fólk var harmi slegið í Ólafsvík vegna slyssins, að sögn sóknar- prestsins. Bæna- stund var haldin á vinnustað Theó- dórs heitins í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök. gudni@mbl.is Maður fórst í elds- voða í Ólafsvík  Mikill hiti og reykur var í húsinu Theódór Árni Emanúelsson Slökkvilið bjargaði meðvitundar- lausum manni úr brennandi íbúð í fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykja- vík í fyrrinótt. Maðurinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og er haldið sofandi samkvæmt upplýsingum læknis þar í gærkvöldi. Annar íbúi í íbúðinni komst hins vegar út úr henni af eigin rammleik og fékk að fara heim af sjúkrahúsi í fyrrinótt að lokinni skoðun. Mikill eldur var og þurfti að rýma stigaganginn þar sem eldurinn kviknaði og þann næsta við hliðina. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og þar sem rýma þurfti margar íbúð- ir var fjöldahjálparlið Rauða kross- ins kallað út og strætisvagni ekið á staðinn. Eldurinn kviknaði í íbúð á þriðju hæð hússins og barst slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins tilkynning um eldinn klukkan 1.14 í fyrrinótt. Þungt haldinn eftir bruna í Breiðholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.