Morgunblaðið - 03.03.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.03.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Bjarni Benediktsson spurði Jó-hönnu Sigurðardóttur að því á Alþingi í vikunni hvort hún teldi ekki tilefni til að flýta málum sem varða uppgjör á skuldamálum í dómskerfinu.    Hann benti á aðfyrir lægi þingmál frá sjálf- stæðismönnum sem hefði fyrst komið fram árið 2010 um að slíkum málum yrði hraðað í gegn- um dómstóla.    Og ekki stóð á svari Jóhönnu,tveimur árum eftir að málið kom fram á þingi og rúmum þremur árum eftir að ríkisstjórn hennar tók við:    Háttvirtur þingmaður spurðium flýtimeðferð. Ég tel sjálf- sagt að skoða það og gera þá lagabreytingar ef með þarf í því efni.“    Já, það vantar ekkert upp ákraftinn hjá forsætisráðherra norrænu velferðarstjórnarinnar.    Yfirsmiður skjaldborgarinnarlætur ekki taka sig í bólinu og telur sjálfsagt að skoða að gera lagabreytingar.    Og ekki nóg með það. Forsætis-ráðherra upplýsti að verið væri „að skoða leiðir“ í ráðherra- hópi ríkisstjórnarinnar.    Þeir sem hafa í hugsunarleysiog ógáti haldið því fram að hægt gangi hjá ríkisstjórninni eru þess vegna beðnir að hafa sig hæga. Ríkisstjórnin er þegar farin að skoða leiðir og það eru ekki lið- in nema þrjú ár. Jóhanna Sigurðardóttir Hægan, það eru bara liðin þrjú ár STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.3., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 6 rigning Akureyri 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 rigning Vestmannaeyjar 7 alskýjað Nuuk -17 léttskýjað Þórshöfn 7 þoka Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 þoka Dublin 8 skýjað Glasgow 11 skýjað London 7 þoka París 11 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 alskýjað Berlín 6 alskýjað Vín 15 léttskýjað Moskva -2 léttskýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -3 snjókoma Montreal -6 snjókoma New York 1 alskýjað Chicago 3 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:27 18:54 ÍSAFJÖRÐUR 8:36 18:54 SIGLUFJÖRÐUR 8:19 18:37 DJÚPIVOGUR 7:57 18:22 Við bjóðum Örnu Friðriksdóttur velkomna í raðir sjúkraþjálfara hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. Við fögnum því líka að Eva Sigurjónsdóttir og Svava Sigurðardóttir eru mættar til starfa á nýjan leik. Nú leggjast fjórtán starfsmenn okkar á eitt um að veita þér stuðning til bættrar heilsu og aukins atgervis. GÓÐAR FRÉTTIR ÚR KÓPAVOGI Hamraborg 12 . 200 Kópavogi Sími 564 1766 – 554 5488 . sjk@sjk.is . www.sjk.is - stendur með þér - Eva Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari B.Sc. Svava Sigurðardóttir sjúkraþjálfari B.Sc.,MTc. Arna Friðriksdóttir sjúkraþjálfari B.Sc. Steingrímur Jóhann- esson knattspyrnu- maður lést á Landspít- alanum á fimmtudag eftir erfið veikindi, 38 ára að aldri. Steingrímur fæddist 14. júní árið 1973. Hann hóf ungur iðkun knattspyrnu hjá Þór í Vestmannaeyjum og síðar ÍBV. Meistara- flokksferillinn hjá ÍBV hófst árið 1990 og lék hann þar í meira en áratug. Steingrímur var einn af lykilmönnum í liði ÍBV sem varð Íslands- og bikarmeistari 1997 og 1998. Árið 2001 gekk Steingrímur til liðs við Fylki og varð bikarmeistari með lið- inu árið 2002. Síðar færði hann sig aftur til ÍBV og lék einnig með KFS. Hann skor- aði alls 81 mark í 221 leik í efstu deild fyrir ÍBV og Fylki. Var hann markakóngur í efstu deild árin 1998 og 1999. Þá lék hann einn A-landsliðsleik og þrjá fyrir U21- landsliðið. Steingrímur starf- aði sem rafvirki. Eiginkona Stein- gríms er Jóna Dís Kristjánsdóttir og eiga þau tvær dætur, Kristjönu Maríu og Jóhönnu Rún. Andlát Steingrímur Jóhannesson „Ég lít á þetta sem brýnt réttlæt- ismál,“ segir Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra um frumvarp um lækkun fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli. Ráðherra kynnti frumvarpið í ríkisstjórn í vikunni og það er nú til skoðunar í þingflokkum stjórnarflokk- anna. Í frumvarpinu eru tekin af öll tví- mæli um það hvernig flokka eigi hest- hús í þéttbýli við álagningu fast- eignaskatts. Þau verða öll sett í sama flokk og íbúðarhús og sumarbústaðir en ekki atvinnuhúsnæði. Sveitarfélögin hafa eitt af öðru verið að hækka skatt- inn, þar á meðal Reykjavíkurborg á þessu ári, vegna túlkunar ákvæða laga um tekju- stofna sveitarfé- laga um að hest- hús í þéttbýli ættu að vera í efsta gjaldflokki. Verði frumvarpið að lögum verða öll hesthús í lægsta gjaldflokki, sama hvar þau standa og við það mun fasteignaskatt- urinn lækka umtalsvert. helgi@mbl.is Brýnt réttlætismál Ögmundur Jónasson „Mér er sagt að í eldhúsum lands- manna sé mikið rætt um forseta- kosningar og hvort ég bjóði mig fram. Fjöldi fólks hefur haft sam- band við mig eftir vangaveltur sitj- andi forseta um framboð á Bessa- stöðum sl. mánudag og hvatt mig til framboðs. Ég hef ákveðið að verða við þessum óskum,“ segir Ástþór Magnússon í yfirlýsingu en hann hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tilkynnti framboð sitt til for- setaembættisins. Ástþór segir framboð sitt enn- fremur vera áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans um „að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýð- ræðislegu ferli“. Þá vitnar hann í Kristján Eldjárn, fyrrverandi for- seta Íslands, um að ekki sé æskilegt að forseti sitji lengur en tólf ár í embætti. „Þótt sitjandi forseti hafi að ein- hverju leyti bætt ráð sitt eftir að ganga erinda útrásarvíkinga um ára- bil hefur þjóðin alla möguleika til að velja sér nýjan, hæfan og þrautseig- an forseta. Ég býð mig nú fram í þriðja sinn til að virkja Bessastaði, efla lýðræðið og stuðla að friði í heiminum,“ segir Ástþór. Ástþór býður sig fram í þriðja sinn  Segir fjölda fólks hafa hvatt sig Morgunblaðið/Golli Fundur Ástþór kynnir framboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.