Morgunblaðið - 03.03.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís-
lands á bestu myndum ársins 2011
verður opnuð í Gerðarsafni í Kópa-
vogi í dag klukkan 15.
Haraldur Guðjónsson sýningar-
stjóri segir sýninguna með nýju
sniði í ár. Nú séu myndirnar færri
og stærri og hverri mynd gefið
betra rými. Dómnefnd valdi mynd-
irnar úr um eitt þúsund innsendum
myndum frá yfir 30 blaðaljósmynd-
urum helstu útgáfumiðla landsins.
Sýningin er í raun yfirlit á mynd-
máli yfir viðburði ársins á öllum
sviðum þjóðlífsins, fréttamyndir,
portrettmyndir, íþróttamyndir og
fleiri. Þá eru sýnd bestu myndskeið
ársins 2011 frá átta tökumönnum.
Sérstök sýning er á myndum Har-
aldar Þórs Stefánssonar sem birtir
annan vinkil á blaðaljósmyndir.
Haraldur segir sýninguna í heild
vera sannkallaða ljósmyndaveislu.
Blaðaljósmyndarafélagið gefur
jafnframt út bók með bestu mynd-
um ársins. Í bókinni eru myndir
sýningarinnar auk um hundrað
mynda sem Þorkell Þorkelsson, rit-
stjóri bókarinnar, valdi úr inn-
sendum myndum.
Hengt upp Haraldur Guðjónsson og Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands.
Bestu myndir ársins sýndar
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Landsdómur kemur saman næstkom-
andi mánudag klukkan 9:00 en þá
hefst aðalmeðferð í máli Geirs H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra. Gerðar hafa verið tvær manna-
breytingar á dóminum en þeir Helgi I.
Jónsson, dómstjóri við Héraðsdóm
Reykjavíkur, og Gunnlaugur Claes-
sen hæstaréttardómari munu víkja
sæti.
Ástæðurnar fyrir þessum manna-
breytingum eru
tvíþættar. Annars
vegar er Helgi
tímabundið settur
hæstaréttardóm-
ari og því tekur
Eggert Óskars-
son, settur dóm-
stjóri Héraðsdóms
Reykjavíkur, við
sæti Helga sem
dómari í lands-
dómi. Hinsvegar er Gunnlaugur Cla-
essen kominn í veikindafrí og því tek-
ur Eiríkur Tómasson, nýskipaður
hæstaréttardómari, við hans sæti í
landsdómi.
Telur sig hæfan
Athygli vekur að Eiríkur, sem skip-
aður var dómari við Hæstarétt frá og
með 1. september síðastliðnum, taki
sæti sem dómari við landsdóm enda er
kveðið á um í a. lið 2. gr. laga nr. 3/
1963 um landsdóm að á meðal þeirra
15 dómara sem eigi sæti í landsdómi
séu þeir fimm dómarar sem lengst
hafa átt sæti við Hæstarétt. „Það eru
tveir dómarar sem eru eldri en ég að
embættisaldri sem ekki hafa tekið
sæti í dómnum, þeir Jón Steinar
Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þor-
valdsson,“ segir Eiríkur spurður út í
aldursröðina.
Fyrir tæpum 8 árum, eða síðla árs
2004, gagnrýndi Eiríkur harðlega
skipan Jóns Steinars í embætti hæsta-
réttardómara, en Eiríkur, sem hafði
þá einnig sótt um starfið, var ásamt
Stefáni Má Stefánssyni lagaprófessor
talinn hæfastur i embættið af Hæsta-
rétti. Geir H. Haarde skipaði Jón
Steinar í embættið en hann var á
þeim tíma settur dómsmálaráðherra.
„Ég tel þessa ákvörðun setts dóms-
málaráðherra gagnrýnisverða þar
sem ráðherra dómsmála hefur nú tví-
vegis gengið gegn tillögu Hæstarétt-
ar um skipun hæstaréttardómara,“
sagði Eiríkur m.a. í viðtali við mbl.is
þann 29. september árið 2004.
Aðspurður hvort hann telji þetta
ekki hafa áhrif á hæfi sitt sem dómari
við landsdóm í máli Geirs segir Eirík-
ur: „Nei, ég tel að svo sé ekki, það
voru nú þónokkuð fleiri umsækjend-
ur á þessum tíma ef ég man rétt,
þannig að það hefur engin áhrif á mitt
hæfi. Það væri nú orðið ansi langt
gengið ef að það ætti að vera þannig.“
Eiríkur bendir einnig á að verjanda
Geirs hafi gefist kostur á að gera at-
hugasemdir við hæfi sitt en það hafi
hann ekki gert.
Eiríkur tekur þó fram að hann hafi
velt þessari spurningu fyrir sér. „Ég
auðvitað velti því fyrir mér þegar að
þetta kom til álita og ég sá ekkert sem
að gerði mig vanhæfan, auðvitað
kannast ég við Geir og hef gert í
nokkuð langan tíma en það er nú eins
örugglega með ýmsa þá sem eru
dómarar í þessum dómi, í þessu litla
landi þá þekkjast menn nú og vita
deili hver á öðrum,“ segir Eiríkur.
Efast ekki um hæfi Eiríks
„Ég held að það geri menn form-
lega ekkert vanhæfa þó að þeir hafi
ekki fengið eitthvert embætti sem
jafnvel margir sækja um og einn fær
að lokum, enda var væntanlega eðli-
lega að þessu staðið og annars væri
maður að lýsa því yfir að það hefði
verið eitthvað óeðlilegt,“ segir Andri
Árnason, hæstaréttarlögmaður og
verjandi Geirs, og bætir við:
„Við höfum allavega tekið þá af-
stöðu að við teljum að það eigi ekki
við nein vanhæfissjónarmið varðandi
Eirík, hvorki út af þessu né
öðru.“
Mannabreytingar í landsdómi
Eiríkur Tómasson telur sig hæfan þrátt fyrir fyrri gagnrýni sína á störf Geirs H. Haarde Verjandi
Geirs gerir ekki athugasemdir við hæfi Eiríks Landsdómur kemur saman á mánudag
Morgunblaðið/Golli
Aðalmeðferð Landsdómur kemur saman næstkomandi mánudagsmorgun en þá hefst aðalmeðferð í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
„Um helmingur af dómurum rétt-
arins er í landsdómi og það hefur
þau áhrif þá að það eru um helm-
ingi færri mál sem eru flutt á með-
an,“ segir Þorsteinn A. Jónsson,
skrifstofustjóri Hæstaréttar,
spurður hvaða áhrif seta hæsta-
réttardómara í Landsdómi hefur á
starfsemi Hæstaréttar Íslands.
Að sögn Þorsteins verða mjög fá
mál tekin fyrir á þessu tímabili
sem dæmd eru af fimm dómurum
en þó verði einhver slík mál tekin
fyrir. Í einstaka málum dæma sjö
dómarar mál fyrir Hæstarétti. Að-
spurður hvort hægt verði að taka
fyrir slík mál meðan Landsdómur
er að störfum segir Þorsteinn: „Ef
sex dómarar væru forfallaðir þá
yrði kallaður til varadómari ef á
þyrfti að halda.“
Spurður hvort ekki sé erfitt að
skipuleggja starfsemi dómstólsins
við þessar aðstæður segir Þor-
steinn að svo sé ekki. „Það er ekk-
ert vandamál að skipuleggja þetta.
Við vissum af því fyrirfram að það
yrðu þetta margir dómarar í burtu
í ákveðinn tíma og við
miðum skipulagið
við það,“ segir
Þorsteinn en
hann bendir einn-
ig á að þinghöld-
um á viku fækki í
samræmi við þann
fjölda dómara sem
er fjarverandi.
Fá fimm manna mál tekin fyrir
HELMINGI FÆRRI MÁL FLUTT FYRIR HÆSTARÉTTI Á MEÐAN
Þorsteinn
A Jónsson
Eiríkur Tómasson
Ármúla 38 Sími 588 5011
Verð: 93 800
Staðgreitt: 69 900
FIMM LITIR
Gjöf?