Morgunblaðið - 03.03.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.03.2012, Qupperneq 20
Sólarströnd á Selfossi Leikritið Sólarferð í upp- setningu Leikfélags Selfoss hefur notið vinsælda að undanförnu og þykir vel heppnuð sýning. ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Sveitarfélagið Árborg Nokkur kurr er meðal verslunarmanna á Selfossi vegna áætlana um byggingu stórrar verslunarmið- stöðvar í útjaðri bæjarins, við Biskupstungnabraut. Telja forsvarsmenn samtaka verslunar og þjónustu í Árborg einkennilegt að bæjaryfirvöld stefni að upp- byggingu miðbæjarins líkt og kynnt hefur verið með teikningum, svo sem með íbúðabyggð og byggingu hús- næðis fyrir smærri verslanir á svokölluðum Sigtúnsreit, á sama tíma og veitt séu vilyrði fyrir afhendingu stórrar lóðar undir umrædda verslunarmiðstöð. Óttast kaup- menn að slík verslunarmiðstöð við nýjan Suðurlandsveg, sem kæmi meðfram byggingu brúar norðan við bæinn, verði til þess að sumartraffík fari framhjá miðbænum. Haft er eftir Kolbrúnu Markúsdóttur í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku að nauðsynlegt sé að halda íbúafund um málið. Nú hefur verið ákveðið að halda þann fund 14. mars næstkomandi og er sá fundur á veg- um Verslunarmannafélags Suðurlands.    Sýningar leikritsins Sólarferð eftir Guðmund Steins- son í uppsetningu Leikfélags Selfoss ganga vel og þykir sýningin bæði skemmtileg og vel heppnuð. Sýningar fara fram í Litla leikhúsinu við Sigtún, þar sem leikfélagið hefur haft aðstöðu undanfarna áratugi. Verkið er farsa- kenndur gamanleikur með nokkru háði um hóp íslenskra ferðamanna og hegðun þeirra á spænskri sólarströnd.    Selfyssingar eru afar stoltir af því að hafa eignast bikarmeistara í handknattleik en strákarnir í 2. flokki komu heim með bikar eftir sigur í spennandi leik gegn Valsmönnum um síðustu helgi. Ljóst þykir að efniviður- inn í handboltanum á Selfossi er góður og menn horfa já- kvæðum augum til framtíðarinnar í þessari íþróttagrein. Ekki spillir fyrir að sama dag og 2. flokkurinn varð bik- armeistari léku drengirnir í 4. flokki til úrslita í bik- arkeppninni, en urðu að sætta sig við tap gegn FH. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Mikið rætt um stöðu verslunar á Selfossi 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Kaffibarþjónafélag Íslands heldur í 13. sinn Íslandsmót kaffibarþjóna í Smáralind nú um helgina. Undankeppni verður haldin milli kl. 12-17 í dag og eru 8 kaffibar- þjónar skráðir til leiks. Úrslit standa svo yfir frá 13:30 til 16 á sunnudeginum en sá sem hlýtur tit- ilinn Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2012 keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Vínarborg í sumar. Íslandsmót kaffibarþjóna Tillaga að skipulagi Þingvalla sem lögð var inn í hugmyndasamkeppni í tilefni af 1100 ára afmæli Íslands- byggðar árið 1972 fannst fyrir til- viljun 40 árum síðar. Tillöguna má nú skoða á sýningunni „Bygging- arlist og samfélag“ sem stendur yf- ir í Norræna húsinu en sýningunni lýkur á morgun, sunnudag. Á sýningunni er safnað saman verðlaunatillögum í opnum arki- tektasýningum síðustu 40 ára á Ís- landi. Elsta tillaga sýningarinnar er að skipulagi Þingvalla frá hugmynda- samkeppni sem haldin var árið 1972 í tilefni af 1100 ára afmæli Ís- landsbyggðar tveimur árum seinna. „Tillagan fannst í sérsmíðuðum umbúðum, tilbúin til sendingar út á land þar sem átti að sýna hana. Þangað fór hún hins vegar aldrei, en fannst svo fyrir tilviljun 40 árum seinna,“ segir Haukur Viktorsson arkitekt, sem annast sýning- arstjórn ásamt Haraldi Helgasyni og Hilmari Þór Björnssyni. Morgunblaðið/Sverrir Þingvellir Skipulagstillaga sem lögð var inn í hugmyndasamkeppni í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1972 fannst fyrir tilviljun 40 árum síðar. Skipulagstillagan fannst eftir 40 ár Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, leiðir laugardags- fund í Grasrótarmiðstöðinni í Brautarholti 4 kl. 13 í dag. Erindi sitt nefnir Svanur: Var búsáhaldabyltingin til einskis? Fram kemur í tilkynningu að Svanur muni fjalla um orsakir búsáhaldabyltingarinnar og hvaða Íslendingar tóku þátt í henni og hverjir ekki. Fjallað um bús- áhaldabyltinguna STUTT Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hópur foreldra barna í Hamraskóla í Grafarvogi átti tvo fundi með Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, síðastliðinn mánudag. Fundirnir voru vegna fyrirhugaðrar samein- ingar unglingadeildar og sérdeildar einhverfra barna í Hamraskóla og unglingadeildar Húsaskóla við Foldaskóla næstkomandi haust. Mikillar óánægju gætir meðal for- eldra vegna þessarar sameiningar. Að sögn Árna Guðmundssonar, talsmanns foreldra í Hamraskóla, afhentu þau borgarstjóra ályktanir margra funda þar sem sameining- aráformunum er hafnað. Þá voru honum afhentar umsagnir og bók- anir fjölmargra fagaðila, samtaka, skólaráða, stofnana, umsagnaraðila og fleiri þar sem áformunum er ann- aðhvort hafnað eða varað sterklega við að þeim verði hrundið í fram- kvæmd nema að vel athuguðu máli og þá í fullri sátt og samvinnu við alla hlutaðeigandi. Lögð var áhersla á að tilgangur og ávinningur, bæði fjárhagslegur og faglegur, yrði að vera verulegur til að eðlilegt væri að fara í svo afgerandi breytingar á grunnþjónustu heilla hverfa. Foreldrarnir afhentu borgar- stjóra undirskriftir foreldra allra barna í sérdeildinni þar sem fyrir- huguðum flutningi deildarinnar er hafnað. Bent var á að þar væri um mjög viðkvæmt mál að ræða og lang- an tíma tæki að byggja upp slíka deild á nýjum stað. Rifjað var upp að í mars 2011 voru borgarstjóra af- hentar um 12.000 undirskriftir sam- takanna Börn.is þar sem sameining- aráformunum var mótmælt. Árni segir að borgarstjóri hafi tekið erindinu vel, lofað að skoða málið og margítrekað að ekki yrði farið í sameiningu nema algjöra nauðsyn bæri til. „Þar sem borgaryfirvöld hafa ekki sýnt fram á slíka nauðsyn, hvorki faglega né fjárhagslega, og ljóst að meginþorri foreldra og íbúa Hamra- og Bryggjuhverfis er alfarið á móti sameiningaráformunum hljóta for- eldrar að álykta að borgarstjóri grípi inn í og stöðvi málið, enda skor- uðu foreldrar á hann að sýna það í verki að hann væri óhefðbundinn stjórnmálamaður sem hefði kjark til þess,“ segir Árni. Á fundi Hluti þeirra foreldra sem eiga börn í Hamraskóla og fóru á fund Jóns Gnarrs borgarstjóra til að mótmæla fyrirhugaðri sameiningu. Foreldrar fund- uðu með Jóni  Óánægja með áform um sameiningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.