Morgunblaðið - 03.03.2012, Page 24

Morgunblaðið - 03.03.2012, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Risastór sölu-samningurSkagans hf. á Akranesi og Kælismiðjunnar Frosts ehf. á Akur- eyri um verksmiðju til vinnslu og frystingar á uppsjávarfiski til Færeyja er mikið ánægju- efni fyrir Ísland. Mörg önnur íslensk fyrirtæki en þessi tvö koma að framleiðslu tækjabún- aðarins og mikill fjöldi fær vinnu við framleiðsluna. Salan sýnir þann þrótt sem býr í íslenskum sjávarútvegi og fyrirtækjum honum tengdum, því að þróun og hönnun er al- farið íslensk og byggð á ís- lensku hugviti og reynslu sem fyrirtækin hafa fengið af því að vinna fyrir íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki. Um slíka samvinnu og þau samlegðaráhrif sem verða þeg- ar öflugar greinar byggjast upp og samhliða þeim mikið net þjónustufyrirtækja er stundum notað orðið klasi og það á vel við í þessu tilviki. Sjávarútveg- urinn skilar gríðarlegum bein- um tekjum til þjóðarbúsins en þar með er ekki allt talið. Hann skilar líka miklum tekjum óbeint og þessi stóra sala til Færeyja er gott dæmi þar um. Hún hefði aldrei orðið að veru- leika ef hér hefði ekki verið öfl- ugur framsækinn sjávar- útvegur sem hefur haft bolmagn til að fjárfesta í tækjabúnaði í fremstu röð og þannig gera öðrum fyrir- tækjum kleift að fóta sig og þróa og framleiða vörur sem síðan er hægt að sækja með á aðra markaði. Sókn þessara fyrirtækja út fyrir landsteinana skilar miklum gjaldeyristekjum og þessi tilteknu viðskipti skila bæði mörgum vinnu og tekjum og þau skila hinu op- inbera einnig verulegum tekjum. Vegna öfugsnúinnar afstöðu núverandi stjórnvalda til sjáv- arútvegsins hafa fjárfestingar hans verið mun minni en ella hefði verið og þess vegna er svo stór sala sérstaklega mikilvæg fyrir fyrirtækin og atvinnu í landinu. En hún er um leið áminning um hve hættulegt það er ef viðhorfið til sjáv- arútvegsins fer ekki að breyt- ast. Þurfi sjávarútvegurinn áfram að sæta stöðugri ágjöf frá stjórnvöldum verða fjár- festingar hans áfram of litlar og þar með byggist minna upp af öflugum þjónustufyrir- tækjum í kringum greinina og þau munu ekki ná sama árangri og þau annars gætu gert. Hér á landi eru gríðarleg tækifæri til öflugrar atvinnu- uppbyggingar ef rétt er haldið á málum og þörfum atvinnulífs- ins sýndur skilningur í stað þess að rífa það niður. Risasal- an til Færeyja er dæmi um hvað hægt er að gera en dæmin þurfa að verða miklu fleiri eigi atvinnustigið að verða við- unandi og hagvöxturinn að komast á þá braut sem nauð- synleg er. Vonandi verður þessi góði árangur til þess að kraftinum sem býr í íslensku atvinnulífi verður leyft að leysast úr læð- ingi. Hann hefur verið allt of lengi í fjötrum. Risasala til Færeyja sýnir hvað hægt er að gera hér á landi} Kraftur atvinnulífsins þarf að fá að njóta sín Martin Feld-stein, hagfræðiprófessor við Harvard- háskóla, ræddi um gjaldmiðlamál á ráðstefnu á vegum Landsbankans í vikunni og benti þar á að ís- lenska hagkerfið þyrfti ekki að tengjast öðru myntsvæði til að vera fullgildur þátttakandi á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólg- una. Þetta lá út af fyrir sig í aug- um uppi en ágætt að fá um það áminningu úr þessari átt. Um leið var gagnlegt að Feldstein skyldi benda á að efnahags- hremmingar evruríkjanna mætti rekja til upptöku evr- unnar og mættu orð hans að ósekju verða til að vekja ís- lenska ráðamenn til umhugsunar um aðlögunarferlið sem þeir vilja að endi í upptöku þess gæfulausa gjald- miðils hér á landi. Feldstein sagðist vonast til að grískir ráðamenn tækju upp drökmuna á ný til að unnt yrði að endurreisa sam- keppnishæfni grísks efnahags- lífs og telur að Íslendingar hefðu ekki getað tekist á við erfiðleika efnahagslífsins eftir hrun bankanna hefði gjaldmið- illinn ekki getað fallið. Því fyrr sem íslensk stjórn- völd átta sig á þessu og fara að vinna með gjaldmiðlinum en ekki á móti, þeim mun fyrr skapast hér forsendur fyrir efnahagslegum stöðugleika og kröftugum vexti. Hagfræðiprófess- orinn frá Harvard talaði afar skýrt um kosti krónunnar og ókosti evrunnar} Ekkert mælir gegn krónunni H verjir koma til greina? Ólafur Ragnar Grímsson – Pálmi Gestsson – Örn Árnason – Kristján Jóhannsson – Krist- inn Sigmundsson – Sigrún Hjálmtýsdóttir – Páll Óskar – Jón Óskar – Óskar Hrafn Þorvaldsson – Þorvaldur Davíð Kristjánsson – Víkingur Kristjánsson – Vík- ingur Heiðar Ólafsson – Sunna Gunnlaugs- dóttir – Kristín Gunnlaugsdóttir – Kristín Ingólfsdóttir – Páll Skúlason – Skúli Helga- son – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – Val- gerður Sverrisdóttir – Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir – Kristrún Heimisdóttir – Heimir Karlsson – Karl Sigurbjörnsson – Þorkell Sig- urbjörnsson – Áskell Másson – Már Guð- mundsson – Guðmundur Guðmundsson – Ólafur Stefánsson – Stefán Jónsson – Bene- dikt Erlingsson – Samúel Örn Erlingsson – Adolf Ingi Erlingsson – Þór Saari – Árni Þór Sigurðsson – Stein- grímur J. Sigfússon – Álfheiður Ingadóttir – Geir Jón Þórisson – Geiri á Goldfinger – Guðni Ágústsson – Jó- hannes Kristjánsson – Halldór Blöndal – Karl Blöndal – Kalli í Pelsinum – Eggert feldskeri – Eggert Skúlason – Eiður Smári – Hólmfríður Magnúsdóttir – Ástþór Magn- ússon – Magnús Orri Schram – Bryndís Schram – Arnór Hannibalsson – Þóra Arnórsdóttir – Margrét Helga Ma- ack – Margrét Helga Jóhannesdóttir – Theodór Júl- íusson – Rúnar Rúnarsson – Valdís Óskarsdóttir – Dag- ur Kári Pétursson – Pétur Gunnarsson – Gerður Kristný – Sigurbjörg Þrastardóttir – Þröstur Leó Gunnarsson – Ingvar E. Sigurðsson – Edda Arnljótsdóttir – Lana Kolbrún Eddudóttir – Sigrún Stefánsdóttir – Bogi Ágústsson – Ágúst Atlason – Helgi Pétursson – Pétur Ben – Bjarni Ben – Jónína Ben – Gunnar í Kross- inum – Gunnar Helgason – Hallgrímur Helgason – Hallgrímur Indriðason – Erna Indriðadóttir – Rannveig Rist – Lárus List – Lárus Welding – Sigurður Einarsson – Ólaf- ur Þór Hauksson – Haukur Tómasson – Tóm- as Ingi Tómasson – Sigurður Ragnar Eyjólfs- son – Geir Þorsteinsson – Eggert Magnússon – Björgólfur Guðmundsson – Björgólfur Thor Björgólfsson – Sigurjón Árnason – Ólafur Ólafsson – Gunnar E. Andersen – Anders Hansen – Hreinn Loftsson – Jón Ásgeir Jó- hannesson – Jóhannes í Bónus – Bubbi Mort- hens – Bo Hall – Siggi Hall – Katrín Hall – Katrín Fjeld- sted – Katrín Ómarsdóttir – Ómar Ragnarsson – Ragnar Kjartansson – Mugison – Þórir Baldursson – María Baldursdóttir – Kristín Marja Baldursdóttir – Einar Már Guðmundsson – Guðmundur Gunnarsson – Björk – Bogomil Font – Einar Örn – Markús Örn – Páll Magn- ússon – Óðinn Jónsson – Sigrún Davíðsdóttir – Finnur Ingólfsson – Megas – Freyr Eyjólfsson – Jakob Frímann Magnússon – Egill Ólafsson – Tinna Gunnlaugsdóttir – Hrafn Gunnlaugsson – Davíð Oddsson – Þórarinn Eld- járn – Sigrún Eldjárn – Hjörleifur Stefánsson – Margrét Hallgrímsdóttir – Skapti Hallgr ... skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill 30. júní 2012 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is F yrir tíu árum, í mars árið 2002, tók þáverandi rík- isstjórn ákvörðun um að lækka bensíngjaldið um 1,55 krónur. Gjaldið fór úr 10,50 kr. í 8,95 kr. á hvern lítra. Hafði það í för með sér rúmlega 1,90 króna lækkun á útsöluverði bensíns og olíufélögin hættu við að hækka verðið mánaðamótin mars- apríl þrátt fyrir hækkun á heims- markaði. Kemur þetta fram í frétt í Morgunblaðinu 28. mars 2002. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar gilti til júníloka sama ár og var áætl- að að þessi lækkun bensíngjaldsins myndi kosta ríkissjóð um 80 millj- ónir króna. Lækkunin var liður í að tryggja áframhaldandi stöðugleika á vinnumarkaði. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði mikið í ársbyrjun 2002. Hinn 22. mars það ár kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 91,20 kr. og hélst í því verði til 1. júní, þá rauk hann upp í 96 kr. og var 3. september kominn í 98,70 kr. og hafði þá hækk- að um rúm 8% frá 1. mars. Umræða um lækkun bensín- gjalds kom næst upp í byrjun maí 2006. Þá fór núverandi forsætisráð- herra Jóhanna Sigurðardóttir mik- inn í að reyna að fá þáverandi rík- isstjórn til að lækka bensíngjaldið. Þingmenn Samfylkingarinnar, með Jóhönnu sem fyrsta flutningsmann, lögðu fram frumvarp þar sem tíma- bundin lækkun bæði á bensíni og olíu var lögð til. Tillagan hljóðaði upp á 7,5 kr. lækkun með virðisaukaskatti í sex mánuði, átti það að hafa 0,4% verðlagsáhrif. Í byrjun maí árið 2006 var al- gengasta verð á 95 oktana bens- ínlítra í sjálfsafgreiðslu um 125 kr. Það ár náði verðið hæstu hæðum í júlí þegar lítrinn fór yfir 135 kr. en lækkaði síðan um haustið vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Tvisvar verið lækkað Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að tvisvar hafi ríkisstjórn lækkað bensíngjald, árið 2002 eins og er rakið hér að ofan og þar áður í upphafi tíunda áratug- arins. „Gjaldið var lækkað í kringum kjarasamninga 2002 og ein rökin voru að þetta hefði jákvæð áhrif á þróun vísitölu. Þessar krónur sem opinberu gjöldin voru lækkuð um skiluðu sér til neytenda,“ segir Run- ólfur. Bensíngjaldið hefur ekki verið lækkað síðan en ákvarðanir hafa ver- ið teknar um að láta það standa í stað. „Það hafa verið teknar ákvarð- anir um að stemma stigu við hækkun skatta á grundvelli verðhækkana er- lendis. T.d. þegar heimsmarkaðsverð rauk upp úr öllu valdi 2008 vildu stjórnvöld meina að það væri kominn slaki í skattahlutann m.v. þróun verð- lagsvísitölu, en á grundvelli hækk- unar á heimsmarkaði og þá hærri tekna af virðisaukaskatti var látið í það skína að það væri ekki æskilegt að hækka verð með nýjum sköttum.“ Runólfur segir að FÍB berjist nú fyrir því að ríkisstjórnin lækki álögur á bensín. Af hverjum greiddum bens- ínlítra í dag renna um 119 kr. til rík- isins, nálægt 50% af lítraverðinu í formi almenns bensíngjalds, sérstaks bensíngjalds, kol- efnisgjalds og virð- isaukaskatts. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið neitt út um að hún ætli að lækka bensín- gjaldið, en þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu ný- lega um tímabundna lækkun á álögum á eldsneyti. Lækkuðu bensín- gjaldið fyrir tíu árum Morgunblaðið/Golli Bensínverðið Lítrinn af 95 oktana bensíni er nú víðast hvar á 254,50 kr. og díselolíu á rúmar 260 kr. Þessi mynd var tekin um miðjan febrúar. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra skrifaði pistil 4. maí 2006 á netsíðuna www.alt- hingi.is/johanna. Þar ritar hún: „Í því verðbólguskeiði sem nú gengur yfir, sem m.a. hækkar skuldir og afborganir og rýrir verulega kjör heimilanna, er auðvitað einboðið að fara þá leið að lækka tímabundið skatta á bensín. Ekki síst er það nauð- synlegt því það myndi hjálpa verulega til að draga úr verð- bólgunni og skila sér í bættri af- komu heimila og fyrirtækja. Þessi leið var einmitt valin af ríkisstjórninni árið 2002 […] [Á það] ekki síður við nú árið 2006, þegar bensínhækk- anirnar eru enn meiri en þær voru árið 2002 […] Skattaokrinu á eldsneyti verður að linna. Rík- issjóður getur ekki endalaust blóð- mjólkað bifreiða- eigendur.“ Vildi lækka bensíngjöld JÓHANNA 2006 Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.