Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Fyrir Alþingi liggur
fjarskiptaáætlun fyrir
árin 2011-2022, á þskj.
418, þingmál 342. Í
henni koma fram helstu
stefnumið ríkisins og
markmið í málaflokkn-
um fyrir komandi ár.
Það vekur strax athygli
hversu varlega er stigið
til jarðar. Svo virðist
sem landshlutar utan
þjónustusvæðis Gagnaveitu Reykja-
víkur eigi bara að fá notendaþjónustu
(heimilisþjónustu) á netinu á kom-
andi áratug.
Engin nútíma starfsemi utan
höfuðborgarsvæðisins?
Fram kemur að áætlunin á að
tryggja 99% heimila og vinnustaða
100 Mb/sek netafköst á árinu 2022
(sem þýðir reyndar að allt að 1.000
heimili verða með 30 Mb samband).
Það kann að nægja fyrir heimili sem
ekki hafa mikinn áhuga á netvæð-
ingu, en í töflu 1 er raunverulegum
þörfum ólíkra notendahópa stillt upp.
Netafköst samkvæmt áætluninni
eru heilli stærðargráðu of lítil til að
geta mætt þörfum stórnotenda, svo
sem vísinda- og fræðimanna, kvik-
myndagerðarmanna og annarra lista-
manna. Hún er enn annarri stærð-
argráðu frá þörfum háskóla og stórra
vinnustaða og þjónustuaðila sem vilja
stunda viðskipti og kennslu á netinu.
Þá eru þessi markmið mörgum
stærðargráðum frá þeim afköstum
sem þarf til þess að gagnaver geti
starfað í landshlutum þar sem orka
verður nýtt fyrir starfsemi í heima-
byggð.
Enginn þeirra not-
enda, sem hér eru
nefndir, getur því búið
eða starfað nema á suð-
vesturhorninu á næstu
10 árum samkvæmt
áætluninni. Háleit
markmið ríkisins, sem
eru að „stuðla að at-
vinnuuppbyggingu,
bættum lífskjörum og
jákvæðri byggðaþró-
un“ í landinu, eru því í
mótsögn við raunveru-
legt innihald áætlunar-
innar.
Meðalafköst á netinu eru þegar
verulega lakari á Íslandi en á hinum
Norðurlöndunum samkvæmt al-
þjóðlegri tölfræði eða álíka og í Ung-
verjalandi skv. Akamai og sýnu lakari
skv. raunmælingum Pando í sept.
2011 eða rétt yfir heimsmeðaltali.
Ljósleiðarar eru
næstu jarðgöng
Kjarni málsins er sá að byggðin
austan, vestan og norðan þjón-
ustusvæðis Gagnaveitu Reykjavíkur
á sér fá sóknarfæri í framtíðinni ef
ekki eru lagðir nýjar þjóðbrautir
netsins til hennar. Leggja þarf fjóra
hringi, einn hring um landið, annan
um Vestfirði, um Snæfellsnes og um
Reykjanes. Í slíkri framkvæmd
skiptir ekki höfuðmáli hversu margir
strengirnir eru, en þeir ættu að vera
þúsundir, heldur er meginkostnaður-
inn við plæginguna, brunna og sam-
setningar. Gróf áætlun um kostnað er
5-7 milljarðar. Kostnaðurinn er
kannski svipaður og við jarðgöng eða
ferju.
Margt bendir til þess að hag-
kvæmni í net- og tölvurekstri kalli á
stækkandi einingar í framtíðinni.
Stjórnvöld gætu þurft að koma sér
upp stjórnsýsluneti annars vegar og
sveitarstjórnarneti hins vegar til að
aðstoða litlar rekstrareiningar við að
verjast hættum netsins. Svipað gæti
atvinnulífið þurft að gera. Til þess
þarf ljósleiðara um allt land.
Net í almannaeigu
Í nágrannaríkjunum eru það
gjarnan rafveitur sem eru reknar af
sveitarfélögum og öðrum opinberum
aðilum sem fjárfesta í ljósleiðara.
Smásalan inn á netið er svo í annarra
höndum og stundum í samkeppni.
Hlutverk opinberra aðila eru með-
al annars að auka jöfnuð og jafna
tækifæri. Það er meginröksemdin
fyrir aðkomu þeirra. Þeir eiga líka að
auka öryggi og vernd og vinna að
sameiginlegum hagsmunum þjóð-
arinnar. Í þessu skyni hafa stjórnvöld
komið sér upp vegakerfi, vita- og
hafnakerfi, veitukerfum fyrir raf-
magn, vatn- og fráveitu, sundlaugum
og símakerfum. Um allt landið.
Nú er komið að næsta stórverkefni
og þó að mörgum kunni að þykja það
kostnaðarsamt þá má nefna að kostn-
aður við sum eldri kerfin var mikið
meiri í upphafi.
Fjármögnun og rekstur
Stofnanir eins og jöfnunarsjóður
sveitarfélaga, ríkissjóður og fleiri
ættu að koma að verkinu. Þá má
benda á að IPA-styrkir Evrópusam-
bandsins eru ætlaðir fyrir eflingu
innri kerfa á Íslandi og sátt gæti
myndast um að nýta þá í þetta verk-
efni.
Enginn vafi er á því að slíkt mann-
virki fyrir allt landið yrði að vera í
samfélagslegri eigu og rekstrarformi
eða með samningi við einkaaðila um
rekstur. Við höfum þegar reynslu af
því að náttúrleg einokun kemur upp
eftir einkavæðingu aðalsam-
skiptaneta og að einokunaraðilar
halda verði á þjónustu háu. Sam-
keppnissjónarmið ættu ekki að stöðva
opinbera aðila, því NATO-strengirnir
eru löngu sokkinn kostnaður og þeir
aðilar sem grunnnetin voru einka-
vædd til eiga allar heimtaugar í land-
inu og fá því stórkostleg markaðs-
tækifæri með nýjum ljósleiðurum, því
þá geta þeir veitt sömu verðmætu
þjónustuna til allra landsmanna.
Önnur sjónarmið gætu gilt um net-
rekstur innan sveitarfélaga, víða gæti
myndast samkeppni um hann.
Lokaorð
Ljósleiðarar eru nú lagðir til allra
byggðarlaga í okkar heimshluta. Þeir
eru grundvöllur aukins vaxtar í at-
vinnulífinu, aukinna mennt-
unartilboða og nútímalegs lífs. Þeir
jafna tækifæri fyrir byggð og at-
vinnulíf og gefa ungu fólki, opinber-
um aðilum og atvinnulífi raunveru-
lega valkosti um búsetu og
uppbyggingu, sem ekki eru fyrir
hendi eins og er.
Eftir Hauk
Arnþórsson
»Líkur eru á því að til-
laga að fjarskipta-
áætlun þýði að netafköst
utan veitusvæðis Gagna-
veitu Reykjavíkur mæti
aðeins þörfum heim-
ilisnota næstu tíu ár.
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Raunverulegar þarfir fyrir afköst
Flokkun notenda Mismunandi þarfir fyrir aðgengi Afkastakröfur
Almenningur og heimili Ekki aðgangur að ljósleiðara 100 Mb – 2 Gb/s.
Stórnotendur (sérfræðingar, Aðgangur að ljósleiðara 2 – 10 Gb/s.
listamenn og vísindafólk)
Þjónustuaðili (atvinnulíf, Aðgangur að ljósleiðara 10 – 100 Gb/s.
háskólar)
Stór þjónustuaðili (gagnaver) Aðgangur að ljósleiðara. Nánast Þúsundir Gb/s.
endalausir stækkunarmöguleikar
Ljósleiðarar um Ísland
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
151
151
Eftir þínu höfði
Þú hannar Coffee
sófann sjálf/ur, allt
frá formi
og stærð upp í
stífleika. Þú velur
sætaeiningar, arma
og fætur. Að lokum
velur þú áklæði eða
leður í þeim lit og
áferð sem falla
að þínum óskum og
smekk.
Komdu við í verslun
okkar og byggðu
draumasófann þinn.
Möguleikarnir eru
nær óendanlegir
frábært
úrval
áklæða
í ýmsum
litum
Bæjarlind 16 Kópavogur S: 553 7100 www.linan.is Opið mán - fös 12 - 18 lau 11 - 16
arma
fætur
áklæði eða leður
sætaeiningar
þú velur...
hannaðu þinn eigin sófa
Coffee
leður í
mörgum
litum og
gæða-
flokkum
í boði