Morgunblaðið - 03.03.2012, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
✝ Sigurður Ólaf-ur Friðbjarn-
arson fæddist á Ís-
ólfsstöðum á
Tjörnesi, 12. sept-
ember 1925. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga 26. febrúar
2012. Foreldrar
hans voru Frið-
björn Sigurðsson,
f. 1883, d. 1946, og
Sigríður Ólafsdóttir, f. 1893, d.
1978. Systkini Sigurðar eru:
Karólína María, f. 1911, d.
1985, Aðalgeir Hjálmar, f.
1913, d. 1976, Eiður Sigmar, f.
1915, d. 1936, Hreiðar, f. 1918,
d. 1981, Katrín, f. 1922, d. 1991,
Arnór, f. 1927, d. 2007, Ing-
ólfur, f. 1927, d. 1980 og Jóel, f.
1931.
Sigurður giftist Bergljótu
Bjarnadóttur 30. ágúst 1958 og
eignuðust þau fjögur börn, þau
eru: 1) Bjarni Sigmar, f. 30.8.
1957, giftur Vivi Nordeng, f.
30.9. 1960. Börn þeirra: Ásta
Nordeng, f. 29.3. 1993, Axel
Nordeng, f. 19.4. 1995, Jórunn
Nordeng, f. 5.11. 2001. Áður
átti Bjarni soninn Sigurð Má, f.
26.10. 1978, móðir hans Jónína
Sigurðardóttir, f. 1955, maki
Sigríður Inga Aðalsteinsdóttir,
17.11. 1977. Börn þeirra: Jón-
ína Ása, f. 2004, Fannar Már, f.
2006, Eygló Rósa, f. 2010, d.
2010 og Tinna Ma-
rikó, f. 2011. Áður
átti Sigurður son-
inn Benedikt Mar-
inó, f. 2003, barns-
móðir Herdís
Jónsdóttir, f. 1981.
2) Friðbjörn Vign-
ir, f. 30.1. 1959,
giftist Helgu Þur-
íðar Árnadóttur, f.
1966, þau skildu,
börn þeirra: Berg-
ljót, f. 3.7. 1986 og Sigurður
Ólafur, f. 19.12. 1987, sonur
hans Atli, f. 2009, barnsmóðir
Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1978.
3) Hólmfríður, f. 16.5. 1960, gift
Þórólfi Aðalsteinssyni, f. 20.5.
1959, barn þeirra: Sonja Sif, f.
26.2. 1994. Börn Hólmfríðar og
Jónbjarnar Pálssonar, f. 1949
eru Jóna Dagmar og Jóel Mar,
f. 7.8. 1986. Synir Þórólfs af
fyrra hjónabandi: Davíð, f. 13.1.
1984 og Einar Már, f. 29.6.
1987. 4) Ólafur, f. 25.7. 1963,
giftur Sigurbjörgu Björns-
dóttur, f. 14.9. 1966. Synir
þeirra: Vignir, f. 29.12. 1990 og
Björn Vilhelm, f. 29.1. 1999.
Sigurður starfaði meiri hluta
ævinnar sem vörubílstjóri en
seinni hluta ævinnar var hann
trillusjómaður.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Húsavíkurkirkju í dag, 3.
mars 2012, og hefst athöfnin kl.
16.
Í dag kveðjum við afa okkar
og kemur þá margt upp í hug-
ann. Við munum best eftir afa að
brasa við bílinn eða bátinn eða
almennt að stússast í bílskúrn-
um. Það var ekkert sem afi gat
ekki lagað eða gert við, því allt
lék í höndunum á honum. Okkur
fannst líka skemmtilegt þegar
hann varð formlegur eldri borg-
ari, þá dreif hann sig á sund-
námskeið og fór eftir það dag-
lega í sund og fengum við
stundum að fljóta með.
Hann hafði mikinn áhuga á
söng og fór að syngja með Sól-
seturskórnum, kór eldri borgara
á Húsavík, og hafði af því mjög
mikla ánægju. Við ræddum oft
um tónlist og hann sýndi okkur
hvaða lög hann væri að syngja í
kórnum og svo hlustuðum við
jafnvel á þau sömu lög í flutningi
annarra kóra í gamla plötuspil-
aranum hennar ömmu.
Hann fylgdist vel með öllum
börnum og barnabörnum og
vildi alltaf vita hvað maður væri
að bralla og hvernig lífið gengi
hjá manni. Við munum alltaf
minnast hans hlýlega.
Elsku afi, takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Jóna Dagmar og Sonja Sif.
Ég og afi höfum brallað mikið
saman síðan ég var lítill strákur.
Það voru margar ferðirnar
sem við fórum í kartöflugarðinn
hans og oftast fékk ég að keyra
síðasta spölinn þegar komið var
út af malbiki. Við vorum ekkert
endilega að taka upp eða setja
niður heldur bara að kanna
hvort allt væri með kyrrum
kjörum í garðinum hans. Við fór-
um ófáar ferðirnar uppá heiði og
þar fékk ég að keyra um allt
eins og ég vildi, þar vorum við
að sniglast eftir vargfuglum og
náðum oft nokkrum. Allar ferð-
irnar sem við fórum á nesið í
veiðiskap voru skemmtilegar og
hann reyndi að kenna mér allt
sem hann kunni í sambandi við
veiði. Ég man eftir síðustu
gæsaferðinni okkar á Ísólfsstaði
og ég sá hvað hann hafði gaman
af þessu þrátt fyrir að vera orð-
inn vel fullorðinn og sjónin og
þrekið farið að slakna. Mér
fannst hann með eindæmum þol-
inmóður við mig þegar hann var
að kenna mér að keyra og skjóta
úr byssu og allt það sem við
brölluðum þegar ég var að alast
upp. Það var alveg sama hvað ég
gerði vitlaust, hann leiðbeindi
mér hinn rólegasti og hvatti mig
áfram.
Takk fyrir allt sem þú kennd-
ir mér, afi minn, ég mun alltaf
sakna þín.
Þinn afastrákur,
Jóel Mar.
Elsku afi minn.
Ég vildi að ég væri heima á
Húsavík með fjölskyldunni og
gæti kvatt þig. Það er svo erfitt
að vera svona langt í burtu en
mig langaði svo að skoða heim-
inn. Þegar ég kvaddi þig fyrir
fjórum mánuðum áður en ég fór
til Asíu var ég mjög hrædd um
að þetta væri síðasta skiptið
okkar saman en mikið óskaði ég
þess að svo yrði ekki. Þú ert bú-
inn að vera í huga mínum alla
daga síðan.
Þegar ég hugsa til baka rifj-
ast upp margar góðar minningar
með þér. Þú varst svo ljúfur og
góður við mig og okkur barna-
börnin. Það var alltaf svo gaman
að fá að vera með þér í bíl-
skúrnum að brasa og þér fannst
alltaf gaman að hafa okkur
krakkana í kringum þig. Þú
varst líka svo góður á munn-
hörpu og það var yndislegt að
hlusta á þig spila fyrir okkur.
Síðustu árin varstu svo dug-
legur að hreyfa þig. Þú fórst út
að ganga í hvaða veðri sem er og
í sundlaugina að synda. Þótt lík-
aminn hafi verið orðinn þreyttur
léstu það ekki á þig fá.
Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar ömmu og það
verður skrítið að koma heim aft-
ur og það verður enginn afi til
að hlæja að mér og vitleysunni í
mér.
Elsku afi. Þú hafðir alltaf trú
á mér, studdir mig og hjálpaðir
mér og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát.
Besta amma mín, pabbi minn,
Siggi bróðir, Systa, Óli, Bjarni
og systkinabörn, ég hugsa til
ykkar og sakna ykkar mikið.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín sonardóttir,
Bergljót Friðbjarnardóttir.
Hvernig eru gæði manna
mæld? Er það út frá persónu-
legum metorðum í starfi, fjölda
vina og kunningja, uppsafnaðri
þénustu, áliti lífsins samferða-
manna? Eflaust á það við um
marga að skilgreina sína verð-
leika útfrá einu eða fleiru af
þessu ofannefndu. Og er það allt
gott og blessað. Konur og menn
þessa lands fara í gegnum ævi-
skeiðið í stöðugri mótun og þeg-
ar kemur að ævikvöldi þess
ferðalags staldra margir við, líta
um öxl og spyrja sig: Hvernig
hefur tekist til?
Eins og fjölbreytileiki manna
gefur tilefni til eru svörin við
þessari spurningu óteljandi. Ég
og afi ferðuðumst saman á síð-
asta þriðjungi ævi hans. Lífsbar-
átta milli- og eftirstríðsáranna
að baki. Sömuleiðis tímabili
stofnunar fjölskyldu með þartil-
heyrandi kapphlaupi uppeldis,
húsabyggingu og vinnu myrkra
á milli. Með allt þetta að baki
hafði afi tíma. Og ómælda þol-
inmæði fyrir stubb með ógrynni
spurninga. Og það er einmitt
þessi tími og þolinmæði sem
sjaldan er fyrir hendi hjá for-
eldrum, sem keppast við skaffa
fóður á borð, þak yfir kolla
ásamt öllu því öðru sem til þarf.
Foreldrar leggja grunn að mót-
un og uppeldi einstaklings og
leggja línur í þær áttir sem rétt-
ast þykir hverju sinni. Það sem
einstaklingar eins og afi leggja á
vogina er afgangurinn. Afgang-
ur í jákvæðum skilningi. Það er
afgangs tími, þolinmæði, friður
og ró sem lagt er í litlar sálir og
hægt og rólega ýta mótun barna
í rétta átt.
Það voru ómældar stundir af
afgangs tíma hjá okkur afa á
þessum árum. Gönguferðir í
fjöru. Dytta að Brandinum.
Fella rauðmaganet á köldum
vetrardögum. Tína kríuegg í
júní. Hyggja að rjúpnaungum á
heiði. Listinn er endalaus. Og
alltaf sama róin og nægur tími,
næg þolinmæði. Og saga með,
alltaf saga með. Sögur um menn
og konur, dýr, stórviðri, aflaskip
og sjóferðir. Lífsreglur voru oft
á döfinni líka, góð ráð. Hvað ber
að gera og hvað ekki. Af hverju
svona en ekki hinsegin? Og allt-
af nægur tími. Sú lífsregla sem
stendur uppúr fjöldanum og
mun aldrei gleymast var kynnt
til sögunnar kvöldið fyrir fyrstu
sumardvölina í sveit. Hef senni-
lega verið sjö ára og fékk marg-
ar línur lagðar þetta kvöld og
þessa síðasta: Og mundu að
borða allt uppí skít. Það hef ég
gert ætíð síðan.
Að mínu mati endurspeglast
gæði manna í afkomendunum.
Stór og föngulegur hópur fólks
fullur af gæðum heldur áfram
för berandi vitni um verðleika
forfeðranna.
Tíminn sem við afi áttum
saman mun alltaf eiga vissan
sess í huga og hjarta. Gæska og
einlægni. Seigla og þolinmæði.
Viska á margan hátt. Gæði.
Takk fyrir þig, afi.
Sigurður Már Bjarnason.
Sigurður Ólafur
Friðbjarnarson
✝
Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu
okkur sýnda við andlát og útför eiginmanns
míns, föður og afa,
HILMARS BJÖRNSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu í
Kópavogi fyrir hjálpina sl. mánuði.
Marie Bögeskov,
Emilía María Hilmarsdóttir, Björn Elíasson,
Björn Bögeskov Hilmarsson,Ólöf Ævarsdóttir,
Hjördís Hilmarsdóttir, Tryggvi Rúnar Guðmundsson,
Hilmar, Rakel, Anton, María, Kristbjörg,
Elísa og Guðrún.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru dóttur, systur, mágkonu og
frænku,
VILHELMÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Sléttuvegi 7,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til heimaaðhlynningar og heimahjúkrunar á
Sléttuvegi 7, Oddshúsi. Einnig til starfsfólks Ferðaþjónustu
fatlaðra Reykjavík.
Guðmundur Ottósson, Anna Þóra Sigurþórsdóttir,
Grétar Karlsson, Ólöf Ólafsdóttir
og frændsystkini.
✝
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát
BJARNA ÞÓRÐARSONAR
tryggingastærðfræðings.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
11 B og 11 G á Landspítalanum við
Hringbraut.
Kristín Guðmundsdóttir,
Þórdís Bjarnadóttir, Dagur Jónsson,
Hildur Bjarnadóttir, Hjörtur Hjartarson,
Valgerður Bjarnadóttir, Þórhallur Ágústsson,
Vera, Vaka og Vala,
Úlla, Bjarni Orvar og Breki,
Kristín Ísold og Ágúst Atli,
Viðar Þórðarson,
Jóhannes Þórðarson,
Þóra Vala Þórðardóttir.
✝
Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu
við andlát og útför okkar ástkæra eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR
húsasmíðameistara
frá Hellissandi,
Sóleyjarrima 7,
sem andaðist þriðjudaginn 14. febrúar.
Þorbjörg Gísladóttir,
Gísli Guðmundsson, Margrét Geirsdóttir,
Magnús Guðmundsson, Þórunn Sveinsdóttir,
Elín S. Guðmundsdóttir, Freygarður Þorsteinsson,
Jón H. Guðmundsson, Hanna Antonsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega fyrir samúð og hlýju við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og systur,
KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Brekkubyggð 61,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Land-
spítalans Landakoti og hjúkrunarfræðingum hjá heimahjúkrun
Garðabæjar fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Ásgeir Örvarr Jóhannsson,
Hanna Lilja Jóhannsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson,
Hjördís Hildur Jóhannsdóttir, Ellert Kristófer Schram
og ömmubörn.
Sigríður Jónsdóttir, Ásgeir Guðmundsson,
Gunnhildur Jónsdóttir, Gunnar M. Hansson,
Þórarinn Jónsson, Anna Kristín Þórðardóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
með margvíslegu móti veittu okkur stuðning
og sýndu okkur samúð og vinarhug með
blómum, skeytum, samúðarkortum og
gjöfum við fráfall
ÁSTU BJARNADÓTTUR,
Strikinu 2,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir eru hér fluttar Jóni Hrafnkelssyni, lækni,
hjúkrunarfræðingum hjá Karitas og starfsliði líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi, er önnuðust hana með miklum
kærleikshug í veikindum hennar.
Blessun Guðs fylgi ykkur öllum.
Guðmundur Þorsteinsson
og fjölskylda.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
HJARTAR ÁRNASONAR
stýrimanns,
Bakkabakka 4a,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Fjórðungssjúkrahúsins í Neskaupstað fyrir
einstaka hlýju og umönnun.
Bjarni Jóhannsson, Ingigerður Sæmundsdóttir,
Gyða María Hjartardóttir, Jóhann G. Kristinsson,
Lára Hjartardóttir, Sigurður Indriðason,
Kristinn Vilhjálmur, Sigurbjörg, Brynja, Bryndís,
Hjörtur Árni, Guðmundur, Sigurbergur,
Arna Lind og Jökull.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og réttu fram
hjálparhönd við andlát og jarðarför
VALDEMARS GUNNARSSONAR
mjólkurfræðings,
Kjarnagötu 14,
Akureyri,
sem lést þann 27. janúar síðastliðinn.
Brit Mari Gunnarsson,
Kristín Irene Valdemarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson,
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Birgir Gunnlaugsson,
Berglind Mari Valdemarsdóttir, Sverrir Ásgeirsson
og barnabörn.
✝
Þökkum innilega samúð og vínáttu við andlát
og útför
SIGRÍÐAR ÞORKELSDÓTTUR,
Diddu,
Lindargötu 33.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Eirar.
Brynja R. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Skúlason,
Elín Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannsson
og fjölskyldur.