Morgunblaðið - 03.03.2012, Side 39

Morgunblaðið - 03.03.2012, Side 39
DAGBÓK 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÉRNA ER ÉG MEÐ GÆLUDÝRAKÖNNUN „HVER ER KRÚTTLEGASTI EIGINLEIKI GÆLUDÝRSINS?” HMMM... ÉG HEF ALDREI DREPIÐ NEITT SEM VAR EKKI VEIKT FYRIR ÞÁ FER AÐ LÍÐA AÐ ÞVÍ... ...AÐ FARFUGLARNIR FLJÚGI... ...SUÐUR! AUMINGJA GUNNAR... HANN KOM TÓMHENTUR HEIM ÚR SÍÐUSTU RÁNSFERÐ SINNI... ...OG NÚNA BER ENGINN VIRÐINGU FYRIR HONUM ÞANNIG ER ÞETTA BARA Í ÞESSUM BRANSA STENDUR ORÐSPOR ÞITT OG FELLUR MEÐ ÞVÍ HVERSU MIKLU ÞÚ RÆNDIR Í SÍÐUSTU FERÐINNI ÞINNI FRÁBÆRT, ÉG ELSKA SIRKUSA! PABBI, GETTU ÚR HVERJU ÞESSI HUNDUR VAR AÐ DREKKA... SIRKUSAR VILJA EKKI HAFA HUNDA SEM KUNNA EKKI MANNASIÐI EN ÉG VAR BARA SVO ÞYRSTUR ÉG ER BÚIN AÐ FÁ ÓGEÐ AF ÖLLUM ÞESSUM HÚÐKREMS AUGLÝSINGUM! ÉG ÆTLA AÐ HAFA SAMBAND VIÐ ÞESSI FYRIRTÆKI OG FÁ ÞAU TIL AÐ TAKA MIG AF PÓSTLISTANUM HJÁ SÉR ÞVÍ MIÐUR ERU ALLAR LÍNUR UPPTEKNAR, VINSAMLEGAST BÍÐIÐ... MIKIÐ ER ÉG ÁNÆGÐ MEÐ AÐ ÞÚ NÁÐIR PUPPET MASTER KOMDU HÉRNA OG KYSSTU MIG ÁSTIN MÍN ÉG VIL AÐ ÞÚ SKILIR EINU TIL FANGAVARÐANNA... HVERJU? MAMMA ÆTLAR AÐ SENDA OKKUR Í HLÝÐNISKÓLA SVO ÉG ÆTLA AÐ HLAUPAST Á BROTT OG FINNA MÉR SIRKUS TIL AÐ VINNA FYRIR EKKI LEYFA HONUM AÐ LEIKA SÉR MEÐ LEIR Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Sl. mánudag hinn 27. febrúar varðdr. Sturla Friðriksson erfða- fræðingur níræður. Hann er einn af merkustu og fjölfróðustu vís- indamönnum á sviði plöntukynbóta og vistfræði hér á landi. Rannsóknir hans á því hvernig líf kviknaði í Surtsey hafa vakið mikla athygli og varpað nýju ljósi á þá atburðarás sem varð mér að yrkisefni: Upphaf vors jarðlífs hann í ræður, oftsinnis hnyttinn og tvíræður, skrítnum í ræðum og ungur í æðum, þessi öldungur sem nú er níræður. Af þessum toga er ljóð Sturlu „Vangavelta erfðafræðings“, en þetta er upphafserindið: Þú frymishnoð í söltu sjávardjúpi, sálarlaus festi kjarnasýruefna, sem lífrænn kristall vafinn hvatahjúpi, hvort er þér takmark sett og mótuð stefna? Þessu svarar hann í „Surtseyjar óði“ þegar eyjan varð fertug, en þar eru þessi erindi: Þar voru samt fuglar á ferð, og fuglshreiður mörg voru gerð, en allir það vita hve ósköp þeir drita eftir haldgóðan hádegisverð. Því grænkar þar yfirborð ört, og uppvaxtartíðin er björt fyrir blómin, sem gróa og breyta í móa eynni, sem eitt sinn var svört. Ég þykist muna það með vissu að tilfinningar Sturlu til lúpínunnar séu blendnar en hvað um það: Nú hrjá okkur vonleysis vandræðin við það, hve breytast öll landgæðin, þar sem búfé var beitt er nú blágrýti eitt og búið að lúpína öll sandsvæðin. Um jafndægri á vori sem eru 19.- 21. mars yrkir hann: Nú styttist hún ótt hver einasta nótt, sem eflaust því tengist að dagurinn lengist. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Upphaf vors jarðlífs hann í ræður Síðasta lag fyrir fréttir Hinn 1. mars birtist í Velvakanda bréf þar sem látið var að því liggja að það hefði verið af ásettu ráði sem „Móðir mín í kví kví“ var síð- asta lag fyrir hádegisfréttir Ríkisútvarpsins 28. febrúar, en svo vildi til að þann dag var í fréttum fjallað um réttarhöld yfir konu sem sökuð er um að hafa borið út nýfætt barn sitt. Af þessu tilefni skal tekið fram að síðasta lag er ekki valið samdægurs, heldur er það valið viku fram í tímann, ein vika í einu. Það er ekki fréttamaður sem velur lagið, heldur dag- skrárgerðarmaður tónlistardeildar, og engin leið er að sjá fram í tímann hvað verður í frétt- um hvern dag næstu viku. Hér var því aðeins um óheppilega tilviljun að ræða. Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Þekkir þú fólkið? Einn af velunnurum blaðsins sendi okkur þrjár gamlar ljósmyndir sem voru inni í bók sem hann hafði keypt í Góða hirðinum á dögunum. Við birtum hér eina mynd- anna en eins og sendandinn, Jón Guðlaugsson, orðaði það þá kannast e.t.v. einhver les- enda við fólkið. Myndanna má vitja hjá Velvakanda. Velvakandi Ást er… … að eiga rólega stund í myrkrinu. Lýsingar ungverska rithöfund-arins Arthurs Koestlers og ís- lenska ritskýrandans Kristins E. Andréssonar á því, hvernig þeir tóku ungir menn trú á kommúnisma upp úr 1930, eru mjög svipaðar. Koestler sagði í Guðinum sem brást 1950: „Að segja, að maður „hafi séð ljós“ er harla lítilfjörleg lýsing á þeirri andlegu hrifni, sem maður fyll- ist, er verður skyndilega trúaður (og skiptir þá ekki máli, til hvaða trúar hann hefur snúist). Þetta nýja ljós virtist leika um huga minn úr öllum áttum í senn; veröldin öll komst í fastar skorður eins og myndaþraut, sem ráðin hefur verið á augabragði með einhverjum töfrum.“ Kristinn E. Andrésson sagði í Enginn er eyland 1971: „Af fyrstu ritum, sem ég nú las af athygli um marxismann, brá eins og leiftri upp fyrir mér nýju lífsviðhorfi, sögu- legum skilningi, nýjum lífstilgangi og framtíðarsýn. Allt varð mér ljóst af bragði, hugur og heimur, sagan og mannfélagið, þróun þess og mark- miðin framundan.“ Þótt þeir Kristinn og Koestler tækju trú sína um svipað leyti, urðu örlög þeirra ólík. Koestler fór hinn áhugasamasti til Spánar í borg- arastríðinu 1936-1939. Hann kynntist þar ofríki kommúnista, sem hegðuðu sér líkt og þeir áttu eftir að gera víð- ar, ráku leyniþjónustu, héldu sýnd- arréttarhöld yfir andstæðingum sín- um og tóku þá af lífi. Áður en Koestler snerist þó op- inberlega frá kommúnisma, hafði hann skrifað bók um spænska borg- arastríðið. Kristinn fékk ungan sam- herja sinn, Þorvald Þórarinsson, þá laganema, til að þýða bókina á ís- lensku. En eftir að Koestler hvarf úr röðum kommúnista var snarlega hætt við þýðinguna. Kristinn var til dauðadags sann- færður kommúnisti, en hægri menn létu þýða tvær bækur Koestlers á ís- lensku, fyrrnefnt rit, Guðinn sem brást (þar sem Koestler og fimm aðr- ir menntamenn lýsa vonbrigðum sín- um með kommúnismann) og hina merku skáldsögu um Moskvurétt- arhöldin, Myrkur um miðjan dag. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ljós og myrkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.