Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 42

Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 42
Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Lokadagur Tectonics-tónlistarhátíðarinnar er í dag en hátíðin hófst miðvikudaginn 1. mars en þá hleypti Sinfóníuhljómsveit Íslands þessari nýju tónlistarhátíð af stokkunum í Hörpu. Hátíðin leið- ir saman Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsa unga tónlistarmenn úr raf- og spunageiranum. Þá koma fram þekktir tónlistarmenn úr heimi sam- tímatónlistar á borð við Ástralann Iren Ambarchi og breski píanóleikarinn John Tilbury sem er einn af þekktari tónlistarmönnum á sviði nýrrar píanó- tónlistar. Tónlistarhátíðinni líkur í kvöld á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu en þar mun meðal annars Ghostigital og Ásgerður Júníusdóttir en þau munu flytja verkið Indeterminacy eftir John Cage. „Þetta er verk sem byggist á smásögum eftir John Cage sem eru lesnar og síðan var félagi hans í öðru herbergi að spila tónlist og þeir heyrðu ekk- ert hvað hvor annar var að gera og við erum með ákveðna útfærslu á þessu verki,“ segir Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður. Með honum og Ghostigital verður Ásgerður Júníusdóttir, Sig- tryggur Baldursson og Curver sem verður með þeim í gegnum Skype en hann er staddur í New York. „Hrafnkell Flóki verður líka með okkur og síðan notum við listasafnið sjálft sem er með fullt af ranghölum og verðum í sitt hvoru herberginu og spilum síðan öll saman og það er verkið í hnot- skurn.“ Að sögn Einars eru sagðar 90 sögur á 90 mín- útum og því tekur hver saga um eina mínútu. „Mikið af verkum John Cage byggist upp á tíma og hvert spjald á að lesast upp á mínútu og ég þarf því að lesa hvert spjald mishratt og eða hægt. Venjulega í gegnum Ghostigital er ég alltaf að segja sögur svo það er gaman að fá að segja John Cage sögur.“ Tónlistin og Sinfónían Margir tónlistarmenn hafa beðið þess dags að Sinfóníuhljómsveit Íslands taki höndum saman við raf- og spunageirann og er Ásgerður Júníus- dóttir ein af þeim. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að gera frá 2006 og mér finnst kom- inn tími til að sinfóníuhljómsveitin sinni þessu. Ég er mjög ánægð með nýja hljómsveitarstjórann og að Magnúsi Blöndal sé sýndur svona mikill heið- ur,“ segir Ásgerður. Sjálf mun hún loka hátíðinni með Ghostigital en samstarf hennar og hljómsveitarinnar hefur verið farsælt. „Núna er það reyndar þannig að Einar Örn bað mig um að koma og syngja með þeim en við unn- um fyrst saman árið 2006 þegar ég fékk þá til að útsetja verk eftir Magnús Blöndal á diskinn „Í rökkri“ sem Smekkleysa gaf út það ár en á hon- um er að finna heildarútgáfu á sönglögum Magn- úsar. Þannig hófst okkar samstarf og síðan hef ég sungið inn á nokkur lög á síðustu plötu Gho- stigital. Þannig að við höfum starfað saman áð- ur.“ Uppi er orðrómur um að listrænn stjórnandi hátíðarinnar ,Ilan Volkov sem einnig er aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, muni spila verk eftir John Cage á kaktusa á und- an verki Ghostigital en Ásgerður vill þó ekki gefa neitt upp um verk Ilan Volkov og segir að fólk verði sjálft að koma og upplifa tónverk hans og sjá hvað hann er að gera. Tónleikar Ghostigital spilar á Tectonics í dag. Ghostigital lýkur Tectonics með verki John Cage í eigin búningi  Ásgerður Júníusdóttir syngur og Ivan Volkov leikur á kaktus Söngkonan Ásgerður Júníusdóttir. 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Florence And The Machine, The Horrors og Arctic Monkeys fóru heim með flest verðlaun af NME- tónlistarhátíðinni. Florence And The Machine vann til verðlauna fyrir beta lag ársins og fyrir besta tónlistarmann ársins. The Horrors fékk verðlaun fyrir bestu plötu árs- ins og Kasabian fyrir besta breska bandið en þeir tileinkuðu verðlaun- in Davy Jones söngvara The Mon- kees. Reuters Söngkonan Florence á Britawards. Florence And The Machine sigursæl Kiss, Queen, Faith No More, The Blackout o.fl. frábærar hljómsveitir munu spila á Soni- sphere-tónlistarhátíðinni í sumar sem fer fram 6. til 8 júlí. Að sögn skipuleggjanda er þó ekki um Freddie Mercury-tónleika af hálfu Queen að ræða en aðdáendur hljómsveitarinnar ættu þrátt fyrir það ekki að verða fyrir vonbrigðum með tónleikana. Reuters Hljómsveitin Kiss er frábær á sviði. Stórkostlegt val úrvalshljómsveita LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarV.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND! VJV - SVARTHÖFÐI HHH SVARTUR Á LEIK Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 JOURNEY 2 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 - 6 SAFE HOUSE Sýnd kl. 8 - 10:20 SKRÍMSLI Í PARÍS Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 THE GREY Sýnd kl. 10:15 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 - 8 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 2 óskarsverðlaun m.a. besta leikkonan H.S.K. -MBL HHHH -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Frá framleiðendum „Drive“ kemur hröð og spennandi glæpamynd úr íslenskum veruleika SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% SVARTUR Á LEIK KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 16 SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 16 TÖFRATENINGURINN KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 L HAYWIRE KL. 5.50 - 8 16 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.15 10 SAFE HOUSE KL. 10.10 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILBOÐ) - 3.10 L FRÉTTABLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16 GHOST RIDER 2 3D KL. 10 12 HAYWIRE KL. 8 16 / SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 4 (TILBOÐ) L THIS MEANS WAR KL. 6 14 / ALVIN 3 KL. 4 (TILBOÐ) L FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ FRÁ FRAMLEIÐENDUM “DRIVE” KEMUR HRÖÐ OG SPENNANDI GLÆPAMYND ÚR ÍSLENSKUM VERULEIKA. SVARTHÖFÐI.IS FRÉTTABLAÐIÐ “HÖRKUÞÉTT, SPENNANDI OG SKEMMTILEG!” FRÉTTATÍMINN „EIN BESTA ÍSLENSKA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í BÍÓ UM ÁRABIL“ SVARTUR Á LEIK KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 16 TÖFRATENINGURINN KL. 3.30 (TILBOÐ) - 6 L GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 12 THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 - 10 L SKRÍMSLI Í PARÍS KL. 3.30 (TILBOÐ) L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.