Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 48

Morgunblaðið - 03.03.2012, Síða 48
LAUGARDAGUR 3. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lést í bruna í Ólafsvík 2. Hún á að pakka saman og hætta 3. „Ég er orðinn öreigi“ 4. „Fólk er harmi slegið“  „Heimur sem í fyrstu virðist vera vin í eyðimörk óreglumannsins verð- ur brátt að helvíti á jörðu,“ segir Dav- íð Már Stefánsson m.a. um myndina Svartur á leik sem var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. »43 Vin í eyðimörk verð- ur helvíti á jörð  Íslensk mynd- list verður áber- andi á list- kaupstefnunni Armory Show í New York í næstu viku. Kastljósi er beint að myndlist á Norðurlöndum. Meðal dagskrár- liða er að Björk Guðmundsdóttir og Ragnar Kjartansson tala um list- sköpun sína og Hrafnhildur Arnars- dóttir myndlistarkona, sem kallar sig Shoplifter, verður með daglegan gjörning á bás Nýlistasafnsins. Björk og Ragnar á Armory Show  Öfgarokks- sveitin Muck fagnar útkomu plötu sinnar SLAVES á Gaukn- um í kvöld. Einnig leika Mammút, Sudden Weather Change og The Heavy Experi- ence. Muck heldur útgáfu- tónleika á Gauknum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 og él V-til, en suðaustan 8-13 og rigning eða slydda A-til. Hiti 0 til 5 stig S- og V-lands seinnipartinn. Á sunnudag Suðvestan 8-13 m/s og él, en birtir til A-lands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina. Á mánudag Suðvestan 8-13 m/s og él. Gengur í suðaustan 13-18 með slyddu og síðar rigningu seinnipartinn, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti 1 til 6 stig um kvöldið. Grindvíkingar urðu í gærkvöldi deild- armeistarar í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik, Iceland Express-deildinni, þegar þeir unnu KR, 87:85, í hörku- spennandi leik á heimavelli. Grindavík er nú með 10 stiga forskot þegar fjór- ar umferðir eru eftir. Valur tapaði fyrir ÍR og getur þar með ekki bjargað sér frá falli þótt liðið tæki upp á að vinna fjóra síðustu leiki sína. »4 Grindavík meistari en Valsmenn fallnir Brynjar Leó Kristinsson skíðagöngukappi stefnir ótrauður á að keppa á vetr- arólympíuleikunum í Rúss- landi eftir tvö ár. Hann hefur þegar náð lágmarki en þarf að ná því aftur. „Það er ekkert annað í stöðunni en að stefna á leikana. Ef ég held rétt á spöðunum og æfi eftir þeim áætlunum sem þjálfarinn hef- ur sett upp ætti það að tak- ast,“ segir Brynjar. »2 Stefnir ótrauður á Ólympíuleikana Kylfingurinn Kristján Þór Einarsson glímir við meiðsli í öxl þessa dagana, og jafnframt bíður hann eftir fréttum af því hvort hann fái undanþágu til að halda áfram að spila á bandarísku há- skólamótunum næsta vetur. Það getur breytt fram- tíðarplönum hans í íþróttinni talsvert. »1 Kristján bíður eftir fréttum af undanþágu Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kvenfélagið Baugur í Grímsey varð 55 ára á dögunum og óhætt er að segja að það lifi góðu lífi. Eflaust geta fá kvenfélög státað af jafn- öflugu félagsstarfi. „Við erum alltaf með fund einu sinni í mán- uði og handavinnukvöld einu sinni í viku. Þá erum við stundum með spilavist, helst ef það er bræla því annars fáum við enga karla,“ seg- ir Sigrún Þorláksdóttir, formaður Baugs. „Ég hugsa að við séum með tíu skemmtanir yfir ár- ið þar sem börnin eru með okkur. Þá verðum við með Grímseyjardag 2. júní og sjóstang- veiðimót í júlí. Á sumrin tökum við líka á móti hópum í mat og kaffi í félagsheimilinu ef það er pantað hjá okkur.“ Sigrún segir að kvenfélagið standi fyrir flestum skemmtunum í eynni ásamt Kiwanisklúbbnum sem er fyrir karlana, en í honum eru allir karlar í Grímsey nema tveir. „Ef Kiwanis gerir það ekki gerum við það eða öfugt,“ segir Sigrún. Það þarf ekki að ganga á eftir kon- unum til að taka þátt í vinnunni sem fylgir kvenfélagsstarfinu að sögn Sigrúnar, voðalega auðvelt sé að virkja þær. Allar konurnar í kvenfélaginu Í kvenfélaginu Baugi eru 25 konur starfandi en fleiri Grímseyjarkonur sem búa í landi eru skráðar í félagið. Sigrún segir að allar konur búsettar í Grímsey séu í kvenfélaginu. „Aldurs- hópurinn í félaginu er breiður, þær yngstu eru um tvítugt en sú elsta verður áttræð í sumar. Þær byrja stundum í félaginu sextán eða sautján ára ef þær eru heima. Mætingin á við- burði er líka yfirleitt mjög góð, við erum t.d. sjaldan færri en tíu þegar við hittumst á handavinnukvöldum, það þykir nú gott að fá helmingsmætingu.“ Sigrún tók við formennsku í Baugi á afmæl- inu nú í febrúar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún gegnir því embætti. „Ég hef oft verið formaður, þrisvar eða fjórum sinnum. Formað- urinn er skyldugur til að vera í eitt ár og má sitja lengur ef hann vill. Við reynum að hafa formannstímabilið stutt til að virkja þær yngri inn í starfið.“ Sigrún segir að kvenfélagsstarf hafi allt að segja fyrir samfélagið í Grímsey. Í eynni sé mikið félagslíf, t.d. í febrúar hafi verið þrír stórir viðburðir, og því sé ekki í boði fyrir fé- lagsskíta að flytja til Grímseyjar. Baugur lifir góðu lífi  Kvenfélagið Baugur stuðlar að öflugu félagslífi allt árið um kring í Grímsey  Félagið var nefnt Baugur því heimskautsbaugurinn liggur í gegnum eyna Félagslyndar Konurnar í Kvenfélaginu Baugi samankomnar á 55 ára afmælishátíð félagsins 24. febrúar síðastliðinn. Tuttugu og fimm konur eru virkar í starfinu og duglegar að mæta á þá viðburði sem félagið stendur fyrir en það er meðal annars handavinnukvöld í hverri viku og fundur einu sinni í mánuði. Kvenfélaginu Baugi hefur lítið verið ruglað saman við hið gjaldþrota félag Baug Group. „Kvenfélagið var nefnt Baugur því heim- skautsbaugurinn liggur í gegnum eyna. Við sögðum um árið að við ættum að eiga einkarétt á þessu nafni, en það hefur enginn verið að argast út í okkur út af neinu,“ segir Sigrún. Hún er jafngömul kvenfélaginu, verður 55 ára í vor og var móðir hennar langt gengin með hana þegar kvenfélagið var stofnað og fékk nafnið Baugur. Sigrún segir félagið aldrei hafa verið fjáð eins og hitt Baugsfélagið. „Ef við eigum peninga notum við þá til að hjálpa fólki. Gefum í landssafnanir eða hérna heima fyrir ef einhver á erfitt, þá reyn- um við að styðja við það eins og gott samfélag á að virka.“ Eftir heimskauts- baugnum BAUGUR OG BAUGUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.