Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ítalski stórmeistarinn Fabiano Caruna sigraði á N1-Reykjavíkurmótinu sem lauk í gær. Hann gerði jafntefli í lokaumferðinni við Hou Yifan, heimsmeistara kvenna, í æsispennandi skák og fékk 7,5 vinning í níu umferðum. Caruna er nítján ára gamall. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði eftir lokaathöfn að hann gæti hæglega orðið heimsmeistari. Henrik Danielsen varð efstur Íslendinga með 7 vinninga. Ítalinn ungi sigraði eftir spennandi lokaumferð Morgunblaðið/Golli Reykjavíkurskákmótinu lauk í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í gær Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Þegar metin eru áhrif breytinga á gjaldeyrislögum á skuldabréfamark- að í gær virðist sem markaðurinn hafi gefið til kynna að verðbólgu- væntingar hafi minnkað, að sögn Agnars Tómasar Möller hjá GAMMA. Hvað skuldabréfin varði hafi flestir átt von á því að fjárfestar færu að selja, með hugsanlegu verð- falli, skuldabréfin úr hinum marg- umrædda flokki HFF 14, sem Seðla- bankinn var að reyna að loka fyrir. „Það sem gerðist í raun og veru var að það var ekki eitt einasta bréf selt,“ segir Agnar. Ástæðan sé vænt- anlega sú að bréfin í þessum flokki séu öll í höndum útlendinga sem eru ekki að kaupa og selja á hverjum degi og munu án ef taka sér tíma til að meta stöðuna í kjölfar laganna. Hins vegar hafi væntingar um að út- lendingarnir myndu kannski selja seinna, orðið til þess að önnur verð- tryggð bréf voru seld, einkum þau sem voru næst þessum bréfum í tíma. Agnar segir líklegustu skýr- inguna á að óverðtryggðu bréfin hækkuðu á móti þá að fjárfestar hafi verið að loka skortstöðum í þeim bréfum. Hins vegar sé ljóst að krón- an haldi áfram að veikjast og það sé óháð því gati sem lokað var fyrir í gær, þar sem ekkert flæði hafi verið tengt því hingað til að ráði, hvorki vegna bréfanna né skilanefndanna. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar hjá Íslandsbanka, segir að lesa megi út úr þessu að verð- bólguvæntingar hafi minnkað. Það komi þó ekki á óvart þar sem að- gerðinni var ætlað að koma í veg fyr- ir veikingu krónunnar. Þetta geti líka þýtt að Seðlabankinn hækki vexti minna en búist var við. Spurð- ur um áhrif til lengri tíma segir Ing- ólfur að vaxtaferillinn verði eðlilegri þegar búið sé að leiðrétta skekkjuna sem þetta gat í höftunum hafi haft á vaxtaferilinn. Minnkandi verðbólguvæntingar  Flestir áttu von á að fjárfestar færu að selja en í raun var ekki eitt einasta bréf í skuldabréfaflokknum selt, að sögn sérfræðings  Hugsanleg áhrif að Seðlabankinn hækki vexti minna en búist var við Ökumaður fólksbíls var hætt kominn þegar bíll hans valt ofan í Laxá í Ásum, sem er um fjóra kílómetra sunnan við Blönduós. Vegfarandi kom að slysstað skömmu eftir að bíllinn fór út af og hélt hann höfði mannsins upp úr ánni þangað til sjúkrabíll og slökkvilið komu á staðinn. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi endaði bíllinn á hvolfi út í ánni laust eftir kl. 19 í gærkvöldi. Maðurinn sem er á þrítugsaldri gat ekki losaði sig af sjálfsdáðum, en vegfarandi kom strax á vettvang og náði að hjálpa manninum og láta lögreglu vita. Lögreglan segir að ef vegfarandinn hefði ekki komið að slysinu hefði getað far- ið illa og ökumaðurinn hreinlega drukknað. Ökumaðurinn var fluttur til skoðunar á Heilbrigðis- stofnunina á Blönduósi og þaðan til frekari rannsóknar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ekki lágu fyrir upp- lýsingar um ástæður þess að bíllinn fór út af, en engin hálka var á veginum. Lögreglan rannsakar málið. Bíllinn, sem var á leiðinni til Blönduóss, virðist hafa farið yfir á rangan vegarhelming og yfir vegrið skömmu áður en hann kom að brúnni. Vegfarandi hélt höfði ökumanns upp úr ánni Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Slys Akstursskilyrði voru talin góð við Laxá á Ásum þar sem slysið varð í gær. Hálka var ekki á veginum.  Maður hætt kominn er bíll valt ofan í Laxá í Ásum Drög fjármála- ráðuneytisins að frumvarpi til breytinga á lög- um um ríkis- ábyrgð eru enn til umfjöllunar hjá ríkisábyrgða- sjóði og hefur því ekki verið lagt fram á Alþingi. Fjármálaráðuneytið hyggst leita eft- ir breytingum á lögunum svo hægt sé að veita Vaðlaheiðargöngum hf. lán til framkvæmda. Áformað var að hefja fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng í lok síðasta árs. ÍAV/Marti Contractors átti lægsta tilboð í útboði sem lauk 11. október sl., um 8,8 milljarða króna. Tilboðið rann út 14. febrúar sl. en Vaðlaheiðargöng hf. sömdu um framlengingu tilboðsins fram í miðj- an júní. Kristín H. Sigurbjörns- dóttir, stjórnarformaður Vaðlaheið- arganga, segir að staðan sé óbreytt. Ekki sé hægt að semja fyrr en geng- ið hafi verið frá lánveitingu ríkisins. helgi@mbl.is Beðið eftir fjármögn- un ríkisins  Frumvarp hjá ríkisábyrgðasjóði Einn þriggja dómara við EFTA- dómstólinn óskaði eftir því í desem- ber síðastliðnum að víkja sæti í um- fjöllun dómsins um Icesave-málið vegna vanhæfni samkvæmt upplýs- ingum frá dómstólnum. Dómarinn, Per Christiansen, tók sæti í EFTA-dómstólnum í byrjun árs 2011 en áður hafði hann gegnt stöðu lagaprófessors við háskólann í Tromsø í Noregi. Sem lagaprófessor hafði hann tjáð sig í fjölmiðlum um Icesave-málið, meðal annars í grein í norska dagblaðinu Aftenposten 12. janúar 2010 og í viðtali við fréttavef- inn Pressan.is 13. febrúar sama ár, þar sem hann lýsti meðal annars þeirri skoðun sinni að hann teldi að Íslendingar bæru ábyrgð á Icesave- innistæðunum. Á heimasíðu EFTA-dómstóls- ins er tilkynning Christiansens tímasett 21. des- ember síðastlið- inn. Í stað hans mun varadómari af hálfu Norðmanna dæma í málinu. Vakin var athygli á mögulegri van- hæfni Christiansens til þess að dæma í Icesave-málinu í frétt í Morgunblaðinu 22. júní á síðasta ári og síðan aftur 14. desember síðast- liðinn. hjorturj@mbl.is Dómari sagði sig frá Icesave  Vanhæfur til þess að dæma í málinu Per Christiansen Hrein gjaldeyrisskuld þrotabúa fjármálafyrirtækja, að teknu tilliti til krafna innlendra aðila í erlendar eignir, nemur 530 milljörðum króna eða sem nemur 32% af vergi þjóðarframleiðslu. Með breytingu á gjaldeyris- lögum var numin úr gildi heimild sem þrotabúin höfðu til ótakmark- aðra fjármagnshreyfinga í inn- lendum gjaldeyri vegna greiðslu á kröfum. „Þannig fær Seðlabanki Íslands svigrúm til þess að hafa meiri stjórn á þessum fjármagns- hreyfingum með sértækum und- anþágum og hamla þannig gegn frekara gengissigi krónunnar,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn- inni. Þrotabú fjármálafyrirtækja eiga verulegar eignir. Fé sem verður til vegna sölu innlendra eigna og bíð- ur þess að verða ráðstafað til er- lendra kröfuhafa myndar erlenda skuld þjóðarbúsins. Nær allir kröfuhafar Landsbankans eru er- lendir og um 80% krafna í þrotabú Glitnis og Kaupþings. 530 milljarða gjaldeyrisskuld MÖGULEIKAR ÞROTABÚA BANKANNA TAKMARKAÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.