Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Innlent Á árinu 2011 fæddust 4.496 börn með lögheimili á Íslandi, 2.327 drengir og 2.169 stúlkur. Að sögn Hagstofunnar er þetta nokkur fækkun frá árinu 2010 þeg- ar 4.907 börn fæddust. Þrátt fyrir þessa fækkun var fjöldi fæðinga engu að síður svipaður og meðaltal undanfarina áratuga og er árgang- urinn sá 26. stærsti frá árinu 1951. Flest þeirra barna sem fæddust voru með skráð lögheimili í Reykja- vík eða 1.718, í Kópavogi fæddist 491 barn og í Hafnarfirði 413. Með fæðingum á Íslandi eru einnig tald- ar 46 fæðingar erlendis, enda hafði móðir barnsins lögheimili hér á landi. Flestar fæðingar voru í ágúst- mánuði (428) og í júlí (405) en fæst- ar voru fæðingarnar í októbermán- uði (336). Fæðingartíðni, það er fjöldi fæðinga á hverjar 1.000 konur á aldrinum 20-44 ára, var 68 á síð- asta ári en var 73,7 árið 2010. Færri fæðingar í fyrra  Árgangurinn sá 26. stærsti frá árinu 1951  Flest börn fædd í ágúst Morgunblaðið/Þorkell Persónuvernd hefur, að beiðni inn- anríkisráðuneytisins, veitt álit um að Bandaríkin og Ísland skiptist á upplýsingum um einstaklinga sem taldir eru tengjast hryðjuverka- starfsemi. Fór innanríkisráðuneytið fram á það við Persónuvernd í upphafi ársins að stofnunin fjallaði um drög að tilteknu samkomulagi ríkjanna tveggja í tengslum við vegabréfafrelsi milli landanna en ákvæði um slík upplýsingaskipti eru í samkomulagsdrögunum. Álit Persónuverndar er birt á heimasíðu stofnunarinnar og segir þar að fyrst verði að tryggja að heimilt sé að skrá og vinna með slíkar persónuupplýsingar. Í öðru lagi verði að uppfylla ákveðin skilyrði áður en þessar persónuupplýsingar verði fluttar til Bandaríkjanna. Til dæmis þurfi að tryggja öryggi þeirra hjá viðtakanda og virða ýmsar þjóðréttarlegar skuldbindingar, sem Íslendingar hafa gengist undir. Upplýsingar um meinta hryðjuverkamenn Morgunblaðið/Kristinn Háttsettur maður í stjórnsýslu Háskóla Íslands er grunaður um að hafa dregið sér 8-9 milljónir króna frá skólanum frá árinu 2007. HÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að við innra eftirlit hjá skólanum hafi vaknað grunur um að háttsettur maður í miðlægri stjórnsýslu skólans hafi misfarið með fé í eigin þágu á rúm- um fjórum árum. Starfsmaðurinn hafi þegar látið af störfum. Að ósk Háskóla Íslands kannaði Ríkisendurskoðun málið og í kjöl- far þess óskaði Kristín Ingólfs- dóttir, rektor HÍ, eftir því að lög- regla rannsakaði málið. Ekki leikur grunur á að aðrir starfsmenn há- skólans tengist málinu. Grunaður um 8-9 milljóna fjárdrátt  Brotið talið hafa staðið yfir frá 2007 Morgunblaðið/Kristinn Kjörfundur í biskupskjöri er hafinn. Átta eru í kjöri til biskups, þau Agnes M. Sigurðardóttir, Gunnar Sigur- jónsson, Kristján Valur Ingólfsson, Sigríður Guð- marsdóttir, Sig- urður Árni Þórð- arson, Þórhallur Heimisson, Þórir Jökull Þorsteinsson og Örn Bárður Jónsson. Atkvæðaseðlar voru póst- lagðir til kjörmanna síðastliðinn föstudag. Í gær höfðu þeir fyrstu af 502 kjörmönnum í biskupskjöri skil- að atkvæði sínu á Biskupsstofu. Frestur til að skila atkvæði á Bisk- upsstofu eða í póst rennur út 19. mars. Atkvæði sem póstlögð verða eða móttekin á Biskupsstofu eftir þann dag verða ekki talin gild, segir í tilkynningu. Atkvæði verða talin föstudaginn 23. mars. Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið verður milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Verða kjör- mönnum þá sendir nýir kjörseðlar. Stefnt er að biskupsvígslu sunnu- daginn 24. júní 2012. Kosning á nýjum biskupi er hafin Kirkjan Nýr biskup kjörinn í sumar. 20% AFSL. AF ÖLLUM BLÖNDUNARTÆKJUM* GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 *NEMA AF SÉRMERKTUM VÖRUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.