Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 ✝ Sólveig Bjarn-þórsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 1. febrúar 1959. Hún lést á líknardeild Land- spítalans hinn 2. mars síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Bjarnþór Valdimarsson frá Fáskrúðsfirði, f. 3. okt. 1929, d. 14. feb. 1998, og Þórdís Guðrún Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 22. feb. 1936, d. 5. apr. 2010. Systkini Sólveigar eru Óm- ar (samfeðra), f. 9. júní 1951, kvæntur Hönnu Þóru Friðriks- dóttur. Guðlaug Björk, f. 19. des. 1956, gift Davíð Jóhann- essyni. Valdís, f. 23. maí 1961, gift Þormóði Ólafssyni. Jón Ingi, f. 31. mars 1964, Bjarn- arfirði en hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Hvera- gerðis árið 1973. Sólveig fór ung í vist á sumrin til Horna- fjarðar og átti alltaf sterkar rætur þangað. Sólveig fór ung að vinna og vann meðal ann- ars í Ási/Ásbyrgi í Hveragerði og Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún fór á sínum yngri árum og vann um tíma í Danmörku. Nú síðari ár vann hún á Kleppi og við ýmis störf í umönnun. Nú síðast vann hún á sambýlinu Bleikargróf. Sól- veig og dóttir hennar bjuggu um tíma á Höfn í Hornafirði. Öll búskaparár Sólveigar og Birgis bjuggu þau í Kópavogi ásamt Nönnu Láru. Sólveig hafði einstaka ánægju af garð- yrkjustörfum og var mikil handverksmanneskja. Sólveig og Birgir voru sam- rýnd hjón og ferðuðust mikið saman og stunduðu golf af miklu kappi. Sólveig verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 14. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. þór, f. 28. maí 1965, kvæntur Jónu Einarsdóttur. Sólveig giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Birgi Sigurðssyni, 20. ágúst 2004, en Birgir er f. 18. okt. 1962, sonur Sigurðar Guð- mundssonar og Geirlaugar S. Jónsdóttur en þau eru bæði látin. Birgir átti einn bróður, Gunnar Bachmann, f. 1959, en hann lést árið 2000. Sólveig á eina dóttur, Nönnu Láru, f. 4. júlí 1990, með fyrri eiginmanni sínum, Sigurjóni Rúnari Jónssyni, f. 10. feb. 1959, og stundar hún nám í Háskóla Íslands. Sólveig ólst upp í Hafn- Ég sit hér og græt og reyni að skrifa fátækleg orð um Sólveigu systur mína, þessa hetju sem barðist til síðustu sekúndu. Nú get ég aðeins yljað mér við góðar minningar og stundir sem við átt- um saman í gegnum árin. Við ólumst upp í Vesturbæn- um í Hafnarfirði og eigum við margar góðar minningar þaðan, mörg prakkarastrik voru gerð sem við höfum oft hlegið að seinni árin. Ég var elst svo það lenti á mér að passa yngri systkini. Þegar við vorum börn eignuð- umst við okkar fyrsta kartöflu- garð í u.þ.b. 5 km frá heimili sem farið var í daglega til að sinna, en hann þurfti að vökva. Þar sem halda þurfti saman krakkahópnum var brugðið á það ráð að láta krakkana halda í band eins og leikskólabörn gjarnan gera. Í hinni hendinni héldu krakkarnir á vatnsbrúsa með vatni í til að vökva garðinn og dró ég svo hópinn á eftir mér. Í Hellisgerði fórum við oft, en þar þekktum við hvern hól og holu enda áttum við nánast heima þar á sumrin. Eftir að við urðum eldri áttum við margar góðar stundir saman og komu Sólveig og Nanna oft og voru hjá okkur. Mörg kvöld átt- um við Sólveig sem við kölluðum snyrtikvöldin, þá var litað, plokk- að og sett í hárið permanent. Ég er viss um að það hafa ekki margir fengið símtal þar sem beðið er um að fá að fara í garð- inn, en það gerði Sólveig . Sólveig elskaði að vera í mold- inni og arfanum og var algjörlega óstöðvandi þegar í garðinn var komið. Við Sólveig höfum alltaf verið nánar, þó að við værum ekki allt- af sammála en sættumst alltaf að lokum. Við töluðum oft saman í síma og voru þá símtölin oft æði löng. Sólveig var mjög handlagin, prjónaði og saumaði mikið og allt sem hún gerði var svo fallegt og vel gert. Sólveig var einstaklega barn- góð, var einstök við krakkana mína alla tíð og síðar barnabörn- in mín og fannst að hún ætti stór- an part í þeim öllum. Hún eignaðist Nönnu Láru sem er yndisleg og vel gerð stúlka sem mér finnst ég eiga mikið í. Hún giftist Birgi sínum á fal- legum degi í Viðey fyrir nokkrum árum og hefur hann reynst Nönnu Láru sem besti faðir. Fyrir nokkru byrjaði Danski sjónvarpsþátturinn Höllin og fylgdumst við Sólveig spenntar með og ræddum síðar um, en hún elskaði danska þætti, enda hafði hún verið að vinna í Danmörku. Elsku Sólveig mín, mikið á ég eftir að sakna þess að heyra ekki röddina þína aftur og geta aldrei hreyrt í þér framar og rætt um danska þáttinn en ég lofa þér að ég skal fylgjast vel með og færa þér fréttir á annan hátt. Nú veit ég að þú er komin í hina einu og sönnu höll, Himna- höllina, og veit að þar verður tek- ið vel á móti þér. Ég bið góðan guð að styrkja Nönnu Láru og Birgi á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hlakka til að hitta þig aftur. Þín systir, Guðlaug. Elsku Sólveig frænka, í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Það er svo sárt að sjá svo fljótt á eftir þér, svo margar minningar á ég um okkur þegar við bjuggum í foreldrahúsum, þú á Vestur- brautinni og ég á Brekkugötunni. Það kom ekkert annað til greina þegar mamma fór í siglingu með pabba en að ég yrði hjá Sólveigu frænku, alltaf eitthvað um að vera hjá okkur þá. Ári áður en þú fermdist, að mig minnir, fluttuð þið til Hveragerðis, það líkaði mér ekki, að Sólveig frænka væri að flytja svona langt í burtu, en þá fékk maður að fara stundum austur í heimsókn. Síðar liggur leið þín austur á Hornafjörð og Danmerkur. Ég farin að búa, en ekki vantaði að þú kæmir í heim- sókn, og þá var kátt á hjalla hjá okkur, og ekki má gleyma popp- inu + saltinu, það var það albesta sem þú fékkst. Síðar vorum við í nokkrum saumaklúbbum, snill- ingur varstu í höndunum elsku frænka, það sem þú saumaðir og prjónaðir og allt svo vel gert hjá þér að maður dáðist að þér, nokkrar peysurnar gafstu mér. Stelpunum mínum og barnabörn- um varstu yndislegasta og besta frænka. Þú barðist eins og hetja við þennan illvíga sjúkdóm, sem þú greindist með fyrir ári, þú varst ákveðin í að vinna á honum, kvartaðir aldrei heldur tókst á þessu með æðruleysi. Elsku frænka, það var svo margt, sem við áttum eftir að gera saman, ég mun alltaf hafa þig í huga mér og geyma minningar í hjarta mínu. Nú kveð ég þig elsku hjartans besta frænka í heimi, með þakk- læti, ást og söknuði. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Votta ég mína dýpstu samúð. Elsku Biggi og Nanna Lára mín, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Bryndís frænka. Elsku frænka. Það er eiginleiki hjá þér sem snertir hjarta mitt, þessi eiginleiki er svo sérstakur að hann aðskilur þig frá öðrum. Þín sérstaka aðferð við að gera hlutina, í öllu sem þú snertir, hlýjuna sem þú hefur handa öðrum þess vegna þykir mér svo mjög vænt um þig. Þessi lýsing á svo sannarlega vel við þig. Það er skrítin tilfinn- ing að ég sitji og skrifi nokkur orð um hana Sólveigu frænku mína. Við Sólveig höfum alltaf verið nánar frá því að við vorum litlar hnátur. Svo uxum við úr grasi, stofnuðum okkar eigin fjölskyld- ur og eignuðumst börn. Árið 1990 eignaðist Sólveig sólargeislann sinn, Nönnu Láru, sem hún hlúði vel að og kenndi, enda fer Nanna hennar með gott veganesti út í lífið. Árið 1999 þegar Sólveig var á Hornafirði kom hún suður til að vera hjá mér yfir jólahátíðina svo ég ákvað að bjóða Bigga vini mín- um í mat. Viti menn, það var ást við fyrstu sýn hjá þeim. Úr varð brúðkaup og ég var ekki sloppin fyrr en ég var búin að leiða frænku upp að altarinu í Viðeyj- arkirkju á fallegum sólardegi. Sólveig mín, þér fór allt vel úr hendi, hvort sem það var prjóna, sauma eða nostra í garðinum þín- um. Það var um árið að ég suðaði í Sólveigu að koma í golf, hún hélt nú ekki að hún færi að slá kúlur um allan golfvöll. En viti menn, Sólveig lét tilleiðast og varð það hennar og Bigga mesta áhugamál sem þau áttu saman á sumrin. Tók hún þátt í mörgum golfmót- um og vann til margra verðlauna. Í febrúar 2011 greindist Sól- veig mín með illvígan sjúkdóm sem hún hóf harða baráttu við af miklu æðruleysi enda ákvað hún að hafa betur og taka einn dag í einu. Elsku frænka, ég ákvað að í þinni baráttu skuldi ég berjast með þér og standa við hlið þér eins og klettur, og vorum við óað- skiljanlegar í baráttu þinni. Aðfaranótt 2. mars ákvað elsku frænka að baráttu sinni væri lokið, hún lagðist á koddann sinn og sofnaði vært, ég var svo lánsöm að vera hjá henni þegar yfir lauk og halda utan um hana. Elsku Sólveig mín, takk fyrir hvað þú varst góð við drengina mína og barnabörn. Elsku Sólveig mín, ég kveð þig nú um sinn og við hittumst síðar. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir. Ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Biggi og Nanna Lára Sólveig Bjarnþórsdóttir Fyrir rúmum fjörutíu árum eignaðist ég vin- konu. Síðan þá má segja að við höfum gengið gegnum lífið hönd í hönd, upplifað saman gleði- og sorgarstundir. Núna kveður sorgin að dyrum þegar við kveðjum móður hennar, Soffíu Helgu Jónsdóttur. Ég man fyrst eftir Helgu þegar hún vann á símstöðinni á Hvanneyri, okkur þótti ótrúlega spennandi að kíkja inn til henn- ar og sjá allar snúrurnar sem tengdu saman fólk gegnum sím- tækin, við skildum ekki hvernig hægt var að vita hvert allar þessar snúrur áttu að tengjast. Síðar æxlaðist það svo að við fluttum í næsta hús við hliðina á Helgu og Diðriki og segja má að eftir það hafi ég verið dag- legur gestur í Hvannatúni. Veikindi Helgu settu á stundum svip á heimilislífið. Þá lékum Soffía Helga Jónsdóttir ✝ Soffía HelgaJónsdóttir fæddist á Akranesi 25.3. 1942. Hún andaðist á Ak- ureyri sunnudag- inn 26.2. 2012. Útför Soffíu Helgu fór fram frá Akureyrarkirkju 7. mars 2012. við okkur hljóð- lega. En svo voru það gleðistundirnar og þeirra eigum við að minnast. Helga var hláturmild, ein- læg og hlý og gat verið hrókur alls fagnaðar. Hún var pæja, hafði gaman af því að klæða sig í falleg föt og fal- lega liti. Líf Helgu snerist að miklu leyti um dæt- urnar og barnabörnin sem hún var afar stolt af. Margar stund- ir var hún á Tréstöðum og átt- um við þá spjall við eldhús- borðið, oft var hlegið og haft gaman. Þessara stunda mun ég minnast, þar sem gleði, um- hyggja og hlýja skein af Helgu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Diðrik, Líney Snjó- laug, Elsa Björg, Kristján, Ralf, Soffía, Jóhannes, Sigrún Kristín, Diðrik og Snjólaug. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Jóna. ✝ Okkar ástkæri faðir, MATTHÍAS ÓLAFSSON frá Breiðabólsstað á Síðu, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjubæjarklaustri að morgni fimmtudagsins 8. mars. Útförin fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Velunnarasjóð Klaustur- hóla, rn. 0317-13-771176, kt. 700399-2739. Erna Þ. Matthíasdóttir, Sigríður Ó. Matthíasdóttir, Bjarni Jón Matthíasson, Sigurjóna Matthíasdóttir, Ragna Matthíasdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR, Smáraflöt 15, Akranesi, andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar sunnu- daginn 4. mars á hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 16. mars kl. 14.00. Gísli S. Sigurðsson, Þráinn Elías Gíslason, María S. Sigurðardóttir, Gunnar Valur Gíslason, Hervör Poulsen, Jón Bjarni Gíslason, María Kristinsdóttir, Sigurlaug Gísladóttir, Guðmundur Gíslason, Guðrún Sigríður Gísladóttir, Guðmundur S. Jónsson, Friðgerður E. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÚNAR JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Ársölum 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 12. mars. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning 0537-14-121071, kt. 130446-2999. Hjördís Davíðsdóttir, Geirlaug Rúnarsdóttir, Valgerður Hjördís Rúnarsdóttir, Sigurborg Rúnarsdóttir, Hermundur Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minn kæri föðurbróðir, SÖREN KARL BJARNASON, Kalli frá Seli, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðjudaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Hofsstöðum laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Fyrir hönd vina og vandamanna, Sigrún Daníelsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, mágkona og systir, SÓLVEIG SVAVA WEINEL, 4927 Warfield Drive, 27406 Greensboro, Norður-Karólínu, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. mars. Jim Weinel, Sigurður Sigurbjörnsson, Elísabeth Sigurbjörnsson, Joan Love Gibbs, Sigrún Sigurðardóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir, Gísli Sigurðsson, María Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.