Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nýlega stofnuðu félagarnir Jón Þór Þorleifsson og Matthías Árni Ingimarsson ásamt strákunum í Kimi Records þeim Baldvini Esra Einarssyni og Bjarna Gauki Sig- urðssyni dreifingar og viðburða- fyrirtækið Kongó. Fyrirtækið er aðsögn Matthías Árna stofnað í kjölfarið á vel heppnaðri dreif- ingu plötunnar Haglél eftir Mug- ison. „Kimi Records sá um dreifingu og aðstoðaði við framleiðslu Hagl- él en í kjölfarið á því vaknaði sú hugmynd að stofna sérstakt dreif- ingarfyrirtækis sem gæti hjálpað smærri sem stærri útgáfum að dreifa tónlistinni sem víðast og hugsanlega með nýjum leiðum. Tónleikahald og viðburða- stjórnun Það er erfitt fyrir margar smærri útgáfur að sjá bæði um út- gáfu og dreifingu. Þannig getum við komið að framleiðslunni og dreifingunni eftir að búið er að útfæra og vinna tónlistina,“ segir Matthías. Að halda viðburði eða tónleika er hæfileiki sem ekki allir eru gæddir og má segja að sé ákveðin list. Hluti af starfsemi Kongó er að halda tónlistartengda viðburði og viðburði tengda útgáfu. Aðspurður hvort fyrirtækið færi sig yfir í veislur og almennt í við- burði segir Matthías ævintýrið rétt að byrja og engin leið að segja til um það hvert fyrirtækið stefni að svo stöddu.„Við komum fyrst og fremst aðskipulagningu tónleika og því sem tengist útgáfu tónlist- ar. Fyrirtækið er svo ungt og við erum að þróa þetta en ég vil ekki útiloka neitt og aldrei að vita hvert þetta stefnir hjá okkur.“ Einstök upplifun og framleiðslan Framleiðsluna segir Matthías ekki síst vera fólgna í því að skapa upplifun fyrir þann sem vill njóta tónlistarinnar. „Umgjörðin í kringum góða plötu er ekki síður mikilvæg og tónlistin sjálf. Okkur finnst mikilvægt að skapa eitthvað eigulegt, einhverja stemningu og upplifun fyrir þann sem kaupir vöruna. Listaverkið á plötunni, umbúðunum og öllu í kringum plötuna skapar ákveðinn anda og það er það eru litlu smáatriðin sem gera góða plötu enn betri.“ Vínill er í miklu uppáhaldi hjá Matthíasi sem hann segir vera dæmi um einstaka upplifun. „Það nálgast ekki allir tónlistina á sama hátt en fyrir mér er vínillinn besta dæmið um stemningu og upplifun sem fylgir góðri tónlist. Það er ákveðið ferli að setja plötu á fón- inn og hlusta á hana í góðum græjum. Þá er albúmið stærra hulstrið fyrir geisladiska og hægt að vinna meira með það, t.d. lista- verk og bækling. We Sink með Sóley er gott dæmi um það.“ Kongó rekur verslun í Neta- gerðinni á Mýrargötu og vinnur að því að opna sína eigin netversl- un þar sem hægt verður að kaupa tónlist bæði á rafrænu formi og á geisladisk eða plötu. Strákarnir stefna þó ekki á að opna tónlist- arvef heldur einungis netverslun sem stendur. Skapa umgjörð og upplifun fyrir tónlist  Fyrirtækið Kongó sérhæfir sig í dreifingu tónlistar Morgunblaðið/Árni Sæberg Kongómenn Bjarni Gaukur Sigurðsson, Jón Þór Þorleifsson og Matthías Árni Ingimarsson í höfuðstöðvunum. Óskar Guðnason hefur vasast í ýmsu í dýrkun sinni á tónlistargyðj- unni, átt lög í lagakeppnum, gefið út plötur af ýmsu tagi og leikið á hljómleikum, ýmist einn eða með öðrum. Óskar, sem er ættaður frá Höfn, gefur hér út plötu með eigin lögum við ljóð sveitunga síns, Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð í Lóni. Platan byggist á bók Kristínar frá 2009, Bréf til næturinnar, og eru ljóðin falleg nokk og alþýðleg, vel brúkleg til söngs. Unnur Birna Björnsdóttir leysir söngþáttinn vel af hendi og eins hann Arnar Jónsson sem syng- ur nokkur lög (ekki leikarinn þó). Hljóðfæraleikur allur er pottþéttur og hljómur góður og hlýr. Laga- smíðarnar sjálfar eru einfaldar og liggja vel undir söngnum en bensín- ið í þeirri deildinni er á þrotum æði fljótt. Of mörg laganna eru hvert öðru lík auk þess sem eitthvert sér- kenni vantar tilfinnanlega. Lögin líða þannig þreytulega áfram og eitthvert uppbrot, einhver broddur hefði að sönnu verið vel þeginn. Útsetningar hjálpa þá ekki, bak- raddir eru lífvana, líkt og þær hafi verið fluttar inn frá níunda ára- tugnum, og smíðarnar falla of auð- veldlega flatt. „Ég veit ekki hvenær“ er í reggí- takti og gefur plötunni blessunar- lega smálit um miðbikið og „Dag- renning“, annað lagið, er ágætt. Um flest hin lögin gildir því miður ofangreint. Óskar Guðnason og fleiri – Til næturinnar bbnnn Laufléttar ljóðastemmur Arnar Eggert Thoroddsen Höfundur Óskar Guðnason á lögin á plötunni Til næturinnar. Undankeppni alþjóðlegu hljóm- sveitakeppninnar Global Battle Of The Bands hófst í gær á Gamla Gauknum í Tryggvagötu og stend- ur fram á laugardag en þá verður lokakvöld keppninnar. Hljóm- sveitin sem vinnur fær tækifæri á að spila á Iceland Airwaves og Jack Live Festival og fer út til Búkarest í byrjun júní til keppni í alþjóðlegu keppninni. Tvær hljómsveitir verða valdar hvert kvöld fram að lokakvöldinu og er fyrirkomulagið með þeim hætti að salurinn velur aðra hljóm- sveitina og sérstök dómnefnd hina. Áhugasamir ættu endilega að skella sér á keppnina. Hljómsveitakeppni Keppt er um bestu hljómsveit landsins á Global Battle Of The Bands þar sem einungis eru flutt frumsamin lög eftir hverja hljómsveit. Battle Of The Bands hafið á Íslandi Meðal efnis : Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátttakendur. Ný íslensk hönnunn. Húsgögn og innanhúshönnun. Skipuleggjendur og saga hönnunarMars. Dagskráin í ár. Erlendir gestir á hátíðinni. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um hönnun. Morgunblaðið gefur þann 22. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa við. Hátíðin verður haldin víðsvegar um Reykjavík –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, FÖSTUDAGINN 16. MARS Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: SÉRBLAÐ FT FBL MBL DV PRESSAN.IS KVIKMYNDIR.IS TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 30.000 MANNS Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% THE VOW KL. 5.40 - 8 - 10.20 L SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.30 - 10.30 16 TÖFRATENINGURINN KL. 3.40 L THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 5.40 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SVARTHÖFÐI.IS FRÉTTABLAÐIÐ THE VOW KL. 5.40 - 8 - 10.20 L SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SAFE HOUSE KL. 10.15 16 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 12 THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 LISTAMAÐURINN KL. 5.45 - 8 L FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE VOW KL. 6 - 8 - 10 L SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16 HVAÐ EF SÍÐUSTU FIMM ÁR ÆVI ÞINNAR HYRFU Á EINU AUGNABLIKI? BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.