Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    26272829123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 16
SAMANTEKT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Líkt og við svo margar vitnaleiðslur byrjaði Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, á að biðja Árna Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar, að gera grein fyrir því hvort hann hefði talið að hætta steðj- aði að íslenska fjármálakerfinu í að- draganda efnahagshrunsins, líkt og haldið var fram í einum ákæruliða á hendur Geir H. Haarde. „Það er út af fyrir sig ekki auðvelt að svara því hvort þessi tiltekna hætta sem þarna er lýst hafi vofað yf- ir þennan tíma eða hvenær hún hafi byrjað að vofa yfir. Hins vegar get ég svarað því að allt frá því í janúar hafði mér verið ljóst að bankarnir ættu við verulega mikla erfiðleika að stríða varðandi lánsfjármögnun,“ sagði Árni og nefndi hvernig ástandið hefði verið orðið þungt á erlendum mörkuðum. Bankar hafi fengið góð meðmæli. Efasemdir um innviðina „Þeirra viðskiptamódel, ef svo má segja, byggðist á því að afla sér láns- fjár … Það er síðan ekki fyrr en síðar á árinu að það fer að glitta í það að bankarnir eigi í erfiðleikum vegna sinnar eigin stöðu, að innviðir þeirra séu ekki eins og þeir ættu að vera. Allar skýrslur og allar upplýsingar sem við fengum voru í þá veru að þeir stæðu vel … hefðu dreifða áhættu, væru reknir með hagnaði og að vandamálin væru út af fyrir sig ekki vegna þeirra sjálfra heldur vegna að- stæðna; annars vegar vegna þess að þeir voru í þessu litla landi og hins vegar vegna þess að aðstæður á er- lendum mörkuðum voru orðnar erf- iðar … og bankar annars staðar í heiminum að lenda í erfiðleikum,“ sagði Árni og vék að erfiðleikum hjá stjórnendum Landsbankans við að flytja Icesave-reikningana yfir í dótturfélag í Bretlandi. Reksturinn sagður í himnalagi „Maður fer að sjá það að Lands- bankinn á í erfiðleikum með að flytja Icesave til Bretlands og þá fer maður að velta því fyrir sér hvort það tengist stöðu bankans,“ sagði Árni um efa- semdir sem hefðu vaknað um hvort sú mynd sem væri dregin upp af bankanum væri sönn, þ.e. að bankinn væri „með góð lánasöfn sem væru vel áhættudreifð og reksturinn að skila hagnaði“. „Þá fer maður að spyrja sig að úr því að staðan er svona af hverju er þá erfitt að flytja út eignir?“ spurði Árni sjálfan sig um mitt ár 2008 en þá voru uppi hugmyndir um að Lands- bankinn flytti eignir yfir í breskt dótturfélag sem kæmu á móti Ice- save-innlánum. Sigríður vék þá að ákæruatriði sem var vísað frá, að Geir hefði látið undir höfuð leggjast að eiga frumkvæði að því að innan stjórnkerfisins væri unn- in greining á þeirri vá sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjár- málaáfalli. Gerði ráð fyrir samráði „Leistu þannig á að þessi samráðs- hópur hefði átt að gera viðbúnaðar- áætlun?“ spurði hún og átti við sam- ráðshóp stjórnvalda um fjármála- stöðugleika. „Ekki beinlínis áætlun heldur að það væri búið að eiga sér stað samráð og samhæfing milli þessara aðila þannig að það væri auðveldara að bregðast við ef eitthvað kæmi upp á. Eins og hefur komið fram hafði hóp- urinn unnið að frumvarpsdrögum um breytingar á fjármálaeftirlitinu sem var ekki lagt fram sem sérstakt frum- varp fyrr en sá hluti var lagður fram sem hluti af neyðarlögunum.“ Var yfirlýst stefna Eitt ákæruatriðanna sem eftir standa varðar meinta vanrækslu Geirs, við að eiga ekki frumkvæði að því af hálfu ríkisvaldsins að draga úr stærð bankakerfisins eða stuðla að því að einhverjir bankanna flyttu höf- uðstöðvar sínar úr landi. „Getur þú gert grein fyrir því hvort þú eða ákærði eða aðrir hafi aðhafst eitthvað [í þessa veru]?“ spurði sak- sóknari Alþingis. „Þetta var eitt af þeim umræðuefn- um sem var uppi þegar við áttum fundi með bankamönnum … Ég held að öllum hafi verið ljóst á þessum tíma að það væri yfirlýst stefna stjórnvalda að draga þyrfti úr stærð bankakerfisins,“ sagði Árni og vísaði til þess að finnski fjármálasérfræð- ingurinn Kaarlo Jännäri hefði tiltekið þetta í skýrslu um hrunið. Sigríður spurði þá hvort stjórnvöld hefðu þrýst á bankana að draga sam- an seglin á þessum tíma. „Ég held að það hafi einmitt verið tilmæli um að þeir gerðu það sem þeir gætu í þeim efnum. Ég tel að þeim tilmælum hafi verið tekið vel og að bankarnir hafi eins og þeir gátu reynt að minnka efnahagsreikninginn hjá sér. Ég tel að það hafi tekist að vissu marki,“ sagði Árni og vitnaði í skýrslu frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum um að bankakerfið hefði dregist saman að raungildi á árinu 2008. „Og reyndar, eins og hefur komið fram, var hluti af erfiðleikum Glitnis í september að tilraunir þeirra til að minnka efnahagsreikninginn með því að selja hluta af sinni starf- semi gengu til baka,“ sagði Árni og skírskotaði til framburða vitna fyrir Landsdómi um síðasta árið í sögu Glitnis. Hefði ekki ráðið úrslitum Sigríður spurði Árna þá hvort unn- in hefði verið heildstæð við- lagaáætlun sem grípa mætti til ef til áfalls kæmi í bankakerfinu. „Það var ekki gert heildstætt mat yfir það. Ég held að það hefði ekki hjálpað mikið miðað við það sem við stóðum frammi fyrir þegar holskeflan gekk yfir í október 2008.“ Sigríður spurði því næst hvort stjórnvöld hefðu óttast að ef einn banki hryndi myndu þeir allir falla. „Það var auðvitað rætt um það að slíkt gæti gerst. Hins vegar lögðu bankarnir gjarnan áherslu á það að þótt þeir væru allir íslenskir bankar væru þeir ekki allir eins eða byggðir upp á sama hátt. Alveg fram á síðustu stundu var þetta sjónarmið ríkjandi að bankarnir væru ólíkir,“ sagði Árni og benti síðar í vitnaleiðslunni á að ís- lensk stjórnvöld hefðu „aldrei getað þvingað Breta til þess að taka við Ice- save“. Hann hafi raunar „miklar efa- semdir um heilindi breskra stjórn- valda“ í samskiptum þeirra við íslensk stjórnvöld vegna Icesave-- reikninga Landsbankans þegar rætt var um flutning þeirra yfir í breskt dótturfélag. Morgunblaðið/Kristinn Skýrslutaka að hefjast Árni M. Mathiesen kemur fyrir Landsdóm. Hann var fjármálaráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann lét af embætti 1. febrúar 2009. Icesave hringdi bjöllum  Árni Mathiesen segir vandkvæði við að flytja Icesave-reikningana úr landi hafa vakið grunsemdir  Stjórnvöld fengu upplýsingar um að bankarnir stæðu vel  Unnu að því að minnka bankakerfið 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Aðalmeðferð í landsdómsmálinu Vitnaleiðslum í réttarhöldunum yfir Geir fyrir Landsdómi lauk eins og þau hófust mánudaginn 5. mars með því að hann settist í stól vitnis andspænis dómnum. Þau hefjast aftur klukkan 13.00 á morgun með fyrri máls- flutningsræðu sækjanda. Átti Helgi Magnús Gunnarsson vara- saksóknari von á því að mál- flutningurinn stæði yfir til klukkan 16.00, með fyrirvara um allt að klukkutíma í viðbót. Á föstudaginn fer fram fyrri málflutningsræða verjanda og hefst hún klukkan níu. Gerir Helgi Magnús ráð fyrir að henni ljúki um eittleytið. Síðari ræður á föstudag Eftir hádegishlé flytji sækjendur og verjandi síðari málflutnings- ræður síðar sem ætla megi að verði lokið fyrir fjögur. Samkvæmt heimildum blaðsins er gert ráð fyrir að dómur falli öðru hvoru megin við páska. Alls báru 40 vitni fyrir dómnum, þar af Geir tvisvar. Fyrsta daginn var einn í sæti vitnis. Flestir báru vitni föstudaginn 9. mars en þá komu 13 vitni fyrir Lands- dóm. Lengsta vitnaleiðslan ef frá er talin sú fyrsta með Geir var þegar Davíð Oddsson bar vitni þriðjudaginn 6. mars. Eins dags hlé VITNALEIÐSLUM LOKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 62. tölublað (14.03.2012)
https://timarit.is/issue/369731

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. tölublað (14.03.2012)

Aðgerðir: