Morgunblaðið - 14.03.2012, Page 27
UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
… Heilsurækt fyrir konur
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar.
Hringdu og fáðu frían prufutíma.
Ég hitti mann í gær og maðurinn
sagði við mig: Veist þú að menn fá
sykursýki vegna þess að það er svo
dimmt í desem-
ber? Ég horfði á
manninn í ör-
væntingu og
hugsaði: Jæja, nú
er illa farið fyrir
vini mínum. Svo
hélt hann áfram:
Veist þú að menn
verða þunglyndir
vegna þess að
það er svo dimmt
í desember. Kann
að vera sagði ég.
En vinur minn var ekki hættur og
sagði: Einkenni þessara tveggja
sjúkdóma eru nánast nákvæmlega
þau sömu: Síþreyta, pirringur,
vandi við að koma hlutum í fram-
kvæmd o.s.frv. Hljóta þeir þá ekki
báðir að eiga sér sömu rætur? Nú
fannst mér ekki liggja alveg eins
mikið á því að fá læknishjálp fyrir
vin minn og sagði: Já, en það vita
það nú allir að sykursýki kemur
vegna skorts á insúlíni.
Þetta er nú reyndar ekki alveg
rétt hjá þér sagði vinurinn. Syk-
ursýki er vegna þess að frumurnar
fá ekki mat (glúkósa). Þær svelta og
verða þreyttar og orkulausar, en
vissulega vantar insúlín til að flytja
glúkósann síðasta spölinn.
Nú fóru að renna á mig tvær
grímur. Ekki ertu að reyna að gefa í
skyn að þunglyndi sé af svipuðum
toga og sykursýki?
Það vita það nú allir, sagði vin-
urinn, að í æðum þunglyndra mælist
ekki of hátt sykurmagn nema þeir
séu þá líka með sykursýki. Eftir
langa umhugsun sagði hann svo: Já,
ég hef lengi verið þeirrar skoðunar
að enginn sjúkdómur eigi sér rætur
í myrkrinu, sjáðu bara fæðingar-
þunglyndi. Varla fæðast öll börn í
skammdeginu.
Viltu tala skýrt sagði ég. Og þá
féll bomban. Vinurinn sagði: Já, til
eru tveir sjúkdómar með nánast ná-
kvæmlega sömu einkenni. Úr því
við erum svo lánsamir að vita um
orsakir annars þá vitum við auðvit-
að orsakir hins. Aftur fylltist ég
hræðilegum grun um að vinur minn
væri ekki með „fulde fem“ eins og
danskurinn segir. Áður en ég fékk
nokkuð að gert sagði vinurinn:
Rekjum okkur til baka, ef elds-
neytið (glúkósinn) kemst ekki til
frumnanna og er ekki stopp í æð-
unum eins og í sykursýki þá er það
auðvitað stopp einhvers staðar fyrr
á leiðinni.
Ég glápti á manninn og sagði: En
stundum eru menn þunglyndir og
stundum ekki. Já, sagði vinurinn,
þeir eru þunglyndir þegar þeir hafa
látið eitthvað ofan í sig, sem hindrar
glúkósann í að komast alla leið til
frumnanna, svo borða þeir stundum
svo hollan mat að glúkósinn fær frið
til að ná áfangastað og frumurnar
svelta ekki lengur.
Nú gat ég ekki stillt mig um að
spyrja: Og hvenær borða menn
mest af þessari óhollustu, ef ég
mætti spyrja. Nú, auðvitað í desem-
ber sagði vinurinn.
VALUR ÓSKARSSON
kennari.
Þunglyndi, sykursýki og desember
Frá Val Óskarssyni
Valur
Óskarsson
Það er dálítið broslegt að hlusta á
sjálfstæðismenn kvarta undan því að
núverandi ríkisstjórn vilji ekki bæta
kjör aldraðra. Þetta er einmitt það
sem sjálfstæðismenn vildu ekki gera
þegar þeir héldu sjálfir um stjórn-
artaumana. Ekki þar fyrir að núver-
andi ríkisstjórn á gagnrýni skilið. Aft-
ur á móti eiga sjálfstæðismenn
heiðurinn af því að aftengja lífeyri
launastefnunni og töldu það gert í
þeim tilgangi að auðvelda hækkun líf-
eyris, án þess að til hækkunar kæmi á
öðrum þáttum í þjóðfélaginu. Það kom
svo fljótlega í ljós að mun auðveldara
var að nota breytinguna til lækkunar á
lífeyri og stjórnvöld, bæði til hægri og
vinstri, hafa talið það fullkomlega í
samræmi við það sem aldraðir ættu
inni hjá þjóðfélaginu.
Afkomendur aldraðra virðast ekki
hafa lært mikið af eldri kynslóðinni því
eftir að þeir fengu yfirráðarétt yfir at-
vinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar
tókst þeim á örfáum árum að sökkva
þjóðinni í skuldafen sem setti hana
nánast á hausinn og það getur tekið á
annan áratug að rétta efnahaginn við.
Mér finnst það undarlegt að lífeyr-
isþegar, sem hafa aðeins 145 þús. kr. á
mánuði í heildarlífeyri, borgi yfir 300
þús. kr. í tekjuskatt á ári. Úr því hægt
er að borga embættismönnum millj-
ónir á mánuði án þess að kvarta undan
því hlýtur að vera auðvelt að sleppa
öldruðum, með svona lágan lífeyri, við
skatt. Aðeins einn fjármálaráðherra
hefur sett fram þá tillögu að grunnlíf-
eyrir yrði skattfrjáls, hann lifði líka
stutt í pólitík eftir það.
Ofurlaun eru orðin svo íþyngjandi
fyrir þjóðfélagið að fyrirtæki hafa ekki
lengur sjálfbæran rekstrargrundvöll.
Það er auðvelt að hækka laun en þeg-
ar á að lækka þau spyrna menn fast
við fótum eins og seðlabankastjóri
gerði ekki alls fyrir löngu. Núverandi
ríkisstjórn setti lög um að opinberir
embættismenn ættu ekki að hafa
hærri laun en forsætisráðherra, þessi
lög eru ekki virt og sýnir að aðeins lág-
stéttarfólki ber að fara að lögum og
það eru embætismenn sem sjá um
það. Það er stór hluti heimsbyggð-
arinnar í alvarlegum efnahagsvanda,
samt gæla menn við græðgina og nota
hugmyndafræði til verðhækkana, ein-
mitt það sem setti heimsbyggðina á
hausinn. Kannski hefur menntun ekk-
ert með skynsemi að gera, því eigi
heimskan svona auðvelt með að vaxa
mönnum yfir höfuð.
Mér fannst Sjálfstæðisflokkurinn
taka töluverða áhættu að leggja svona
mikla áherslu á að rannsókn Lands-
dóms í Geirsmálinu yrði hætt. Ef það
kemur nú í ljós að um saknæmt athæfi
hafi verið að ræða af hálfu Geirs eru
þeir sem studdu frávísun orðnir sekir
um að reyna að hindra framgang
rannsóknar. Geta þá þeir þingmenn
sem studdu frávísun boðið þjóðinni sig
sem fulltrúa laga og réttar á alþingi?
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2.
Fylgir menntun skynsemi?
Frá Guðvarði Jónssyni
Sigríður Guð-
marsdóttir hefur
komið þannig
fram undanfarið
að hún er okkur
mikilvæg fyr-
irmynd. Hún er
réttsýn, sann-
gjörn og er
óhrædd við að
taka sér stöðu
með því sem hún telur vera réttan
málstað. Þess vegna hefur hún
stundum verið talin róttæk. Hún
hefur líka allt til brunns að bera til
þess að sætta, vinna traust og
byggja brýr. Við teljum það vera ná-
kvæmlega það sem kirkjan þarf
núna. Við þurfum ferska vinda og
hugrakkan leiðtoga.
Ef þjóðkirkjan á að vera kirkja
þjóðarinnar þurfum við biskup sem
er í takt við það þjóðfélag sem við lif-
um í núna.
Meira: mbl.is/greinar
Biskup á hælaskóm
Eva Björk Valdimarsdóttir,
Halla Rut Stefánsdóttir og
Jóhanna Gísladóttir, prestnemar.
Biskupskosningar
Morgunblaðið birtir greinar, sem skrifaðar eru til stuðnings við frambjóðendur í
biskupskjöri, á vefnum. Úrdráttur úr greinunum birtist í blaðinu
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.