Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012
Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000
husgogn.is
Heill heimur
af ævintýrum
–– Meira fyrir lesendur
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. mars.
Meðal efnis: Viðburðir
páskahelgarinnar.
Girnilegar uppskriftir
af veislumat og öðrum
gómsætum réttum ásamt
páskaskreytingum, páska-
eggjum, ferðalögum o.fl
SÉRBLAÐ
Páskablaðið
Morgunblaðið
gefur út sérblað
30. mars tileinkað
páskahátíðinni
Pásk
ablað
ið
Þeir sem eru undir
350.000,- kr. á mánuði
frá lífeyrissjóði lenda í
helvíti fjárskerðinga
hjá TR, en þeir sem
eru yfir 350.00.- kr. á
mánuði lenda í himna-
ríki án TR og skerð-
ingar. Lágmarkslaun
600.000,- kr.? Já, ef
allir eiga að sleppa við
skerðingarstofnun rík-
isins og hafa sparnað
sinn óskertan og og verða ekki að
nota eignir og sparnað sinn til
framfærslu. Hættum að sparka
fjárhagslega í ömmu og afa og veikt
fólk með skerðingum strax. Lág-
markslaun eru um 200.000,- kr. og á
sama tíma hækkuðu verðbætur 20
mkr. láns um 6% eða um 1.2 mkr.
Það er um 100 þúsund á mánuði. Er
þetta þeirra réttlæti?
Mesti þjóðfélagsvandi okkar tíma
er fátækt og ójöfnuður. Nú eru um
45.000 Íslendingar fyrir neðan lág-
tekjumörk og er hætt við fé-
lagslegri einangrun. Þá eru um 14
þúsund einstaklingar 18 ára og
yngri sem búa á heimilum sem eru
jafnvel langt undir lágtekjumörkum
og þar af leiðandi hætt við fé-
lagslegri útilokun. Fátækum fjöl-
skyldum fjölgar og verðbólga neyð-
ir fólk til að láta framfærslu ganga
fyrir lánum. Ástandið er skelfilegt
og öldruðum sem leituðu matarað-
stoðar hjá Fjölskylduhjálpinni fjölg-
aði um 204% í desember 2011.
Skerðingar og skattpíning er ekk-
ert annað en tilræði við velferð í
landinu og hvar er ASÍ og öll stétt-
arfélögin?
Uppsafnaður kaupmáttur ráð-
stöfunartekna hefur minnkað um
27% frá 2007-2010. Persónu-
afsláttur ekki fylgt launahækkun og
bætur frystar og lækkaðar. Þing-
menn eru með nærri 100.000,- kr.
meira í laun nú en fyrir hrun og það
eftir 5% hækkun upp á 27.000,- um
sl. mánaðamót. Bótaþegar fá 3,5% á
skertar bætur frá TR og ég fékk
rúmlega 1.000,- kr og sumir ekkert?
Jú, jú, við fengum frá trúnaðarráði
og stjórn VR mótmæli við Alþingi.
(Er það ekki?) Takk fyrir kærlega,
ég er enn smásaddur og hrærður
fjárhagslega vegna
þeirra.
Verðtrygging er
ekkert lögmál, burt
með hana strax. Verð-
bætur hækka bætur
frá lífeyrissjóðum, sem
síðan rennur beint í
vasa ríkisins í gegnum
TR. En verðbætur
þeirra hálaunuðu fara
beint í þeirra einka-
vasa og því ekki í
skatt. Einnig hækka
lán heimilanna vegna
þess að Evrópa hnerr-
ar eða Asía fær kvef. Hvar í heim-
inum er svona þjófnaður löglegur
nema á Íslandi og það í boði ASÍ.
Flestir eru úr verslun sem hafa
verið án vinnu lengur en þrjú ár eða
107? 58 karlar og 49 konur. Sláandi
tölur. Stöðvum einnig þá skömm
sem ungu fólki er sýnd hjá Vinnu-
málstofnun vegna svika í „Nám er
vinnandi vegur“ kæra til velferð-
aráðuneytisins tekur um hálft ár?
Já, sex mánuði, en á að taka tvo?
Unga fólkið gefst upp og tapar rétt-
indum vegna þessa.
„Og menn verða að axla ábyrgð,
það er krafa okkar,“ segir formaður
VR um skýrslu Landssambands líf-
eyrissjóða.
Núverandi varaformaður stjórnar
Lífeyrissjóðs verslunarmanna var
einnig þar fyrir hrun og þá er einn-
ig nýkjörinn af VR í stjórnina
starfsmaður frá Existu/Klakka. Um
40 milljarðar töpuðust vegna Ex-
ista/Klakka hjá LV og í heildina um
170 milljarðar króna. Hvað er
starfsmaður frá þeim að gera í
stjórninni? 308 milljarða er búið að
afskrifa af Existu/Klakka, en heim-
ilin nei bara 190 milljarðar og það
að stærsta hluta ólögleg geng-
istryggð lán? Exista/Klakki er í
45% eigu Arion banka, næststærstir
eru þrír erlendir vogunarsjóðir með
17% hlut. Er starfsmaður hjá vog-
unarsjóði í stjórn LV? Siðleysið er
algjört. Ágúst Guðmundsson, annar
bakkabróðirinn og fyrrverandi og
e.t.v. núverandi eigandi Existu/
Klakka í gegnum vogunarsjóð fékk
um 400 milljónir í laun frá 2008 til
2010 og þar af 50 milljónir í lífeyr-
issjóð. Er þetta ekki fáránlegt og að
slá lífeyrisþega sem hafa verið
skertir fjárhagslega vegna hans
taps með blautri tusku í andlitið?
Hvar er virðingin og réttlætið?
Lækkun höfuðstóls lána vegna
verðbóta væri lögbrot? „Lífeyr-
issjóðir hafa hvorki umboð né heim-
ildir til að gefa eftir eignir sínar.“
Þetta segir og ítrekar fram-
kvæmdastjóri Landssambands líf-
eyrissjóða. Víkjandi lán, ein-
greiðslubréf og kúlulán þar sem
sjóðirnir voru algjörlega varn-
arlausir gagnvart eignaflutningi út
úr útgáfufélögum t.d. Existu/
Klakka er löglegt? Lýsing á hvarfi
bíla í skjóli nætur er enn eitt furðu-
málið. Hvar er siðferðið? Heild-
artap LV er 80.000 mkr. Fyrir það
er hægt að fá 4.000 íbúðir á 20 mkr.
hver. Þetta eru bara 100 blokkir
með 40 íbúðum? Kjósum í beinni
kosningu félagsmanna til stjórnar
LV og burt með atvinnurekendur.
Þá ef t.d. 10% af 40.000,- kr. mán-
aðarlegum lífeyrissjóðsgreiðslum
fara í samtryggingasjóð vegna veik-
inda/örorku? Þá eru eftir 36.000,-
kr. til að fara í séreignasjóð á
kennitölu launamanns og því sér-
eign hans og varinn í stjórnarskrá.
Þá getur þetta einnig gefið honum
rétt á íbúðakaupaláni á móti á góð-
um vöxtum, í stað þess að verða að
borga hæstu vexti ofan á ólöglegar
verðbætur.
Húsnæðisbætur strax og stöðvum
misræmið á milli húseiganda og
húsleigjanda. Fólk borgar yfir 50%
af ráðstöfunartekjum sínum í leigu
og fær ekki leigubætur, en húsa-
kaupandi með sömu tekjur borgar
20-25% af sínum tekjum og fær
27.000,- kr. á mánuði í vaxtabætur.
Þetta er gróf mismunun og lögum
þetta strax með því að allir fái sömu
húsnæðisbætur sem eru með sömu
tekjur.
Siðfræði eða siðblinda
Eftir Guðmund
Inga Kristinsson »Exista/Klakki er í
45% eigu Arion
banka, næststærstir eru
þrír erlendir vogunar-
sjóðir með 17% hlut. Er
starfsmaður hjá vog-
unarsjóði í stjórn LV?
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Höfundur er öryrki,
formaður BÓTar.
Í júní á síðasta ári
staðfesti Alþingi, með
lögum nr. 61/2011,
stöðu íslensks tákn-
máls sem fyrsta mál
þeirra sem ekki eiga
þess kost að nota ís-
lenska tungu til dag-
legra samskipta. Allir
þeir sem þurfa að reiða
sig á táknmál og börn
þeirra ættu nú að eiga
þess kost að læra það
jafnskjótt og auðið er.
Ábyrgð þeirra sem heyra
Barnið mitt gengur í leikskólann
Sólborg í Reykjavík. Sá leikskóli er
skóli án aðgreiningar og þar er öllum
heyrandi börnum kynnt táknmál.
Leikskólinn er samkvæmt skilgrein-
ingu tvítyngdur og leikskólakenn-
ararnir ýmist heyrandi, heyrnar-
skertir eða heyrnarlausir. Þegar
barnið mitt hóf skólagöngu sína þarna
þurfti ég að byrja að horfast í augu við
það að við suma kennarana gat ég
ekkert tjáð mig. Einu samskiptin sem
ég er fær um að eiga við suma kenn-
arana er handahófskennt handapat,
auk þess sem ég er orðin sérfræð-
ingur í því að brosa og vinka í tíma og
ótíma. Mikið óskaplega væri ég til í að
hafa lágmarks kunnáttu í íslensku
táknmáli þó það væri ekki til annars
en að biðjast afsökunar á þessum
vandræðalegu tilfæringum mínum.
Tungumálakennsla
og samskiptahæfni
Í grunnskóla er börnum kennt ým-
islegt sem nýtist þeim á lífsleiðinni.
Mikil áhersla er lögð á tungumálanám
og er enska, danska og íslenska fyr-
irferðarmikill þáttur í stundarskránni
frá fimmta bekk og upp úr. Þetta ger-
um við vegna þess að samskiptahæfni
er einn af mikilvægustu hæfileikum
hvers einstaklings hvort sem er á
vinnumarkaði eða í einkalífi.
Þrátt fyrir alla þessa áherslu á
samskiptahæfni hafa fáir heyrandi Ís-
lendingar lágmarkskunnáttu í tákn-
máli. Tölur um heyrnarskerta á Ís-
landi eru ekki aðgengilegar vegna
ósamræmis í því hvar
mörk heyrnarskerð-
ingar eru. Þó er vitað að
2% þjóðarinnar nota
heyrnartæki og u.þ.b. 10
börn fæðast heyrnarlaus
eða heyrnarskert á Ís-
landi árlega samkvæmt
upplýsingum frá Heyrn-
ar- og talmeinastöð Ís-
lands. Eins og staðan er
í dag fer samfélagið á
mis við það sem heyrn-
arskertir hafa fram að
færa með því að gera
þeim ekki almennilega kleift að bera
sitt á borð til jafns við aðra vegna
samskiptamúra.
Samskiptamúrinn brotinn
Nú þegar íslenskt táknmál hefur
verið lagalega viðurkennt tel ég því
ekkert til fyrirstöðu að færa kennslu í
íslensku táknmáli inn í aðalnámsskrá
grunnskólanna. Nú er tími til kominn
að leiðrétta þetta ójafnrétti, okkur öll-
um í hag, með því að bjóða börnum
upp á kynningu á grunnþáttum tákn-
málsins og vekja þannig áhuga sem
flestra til frekara náms í íslensku
táknmáli. Ég tel að Reykjavíkurborg
sé í góðri stöðu til þess að sýna frum-
kvæði í þessu máli með því að bjóða
strax á næsta skólaári upp á valkvæð
námskeið í táknmáli á meðan rík-
isstjórnin og Alþingi vinni að því að
gera það að skyldufagi. Sam-
skiptamúrinn er heyrnarlausum
ókleifur á meðan þunga sleggjan er
ekki tekin fram af þeim heyrandi til
þess að brjóta hann niður.
Er ókleifur
samskiptamúr milli
heyrandi og
heyrnarlausra?
Eftir Snædísi
Karlsdóttur
Snædís
Karlsdóttir
»Nú þegar íslenskt
táknmál hefur
verið lagalega viður-
kennt tel ég því ekkert
til fyrirstöðu að færa
kennslu í íslensku tákn-
máli inn í aðalnámsskrá
grunnskólanna.
Höfundur er formaður Félags ungra
framsóknarmanna í Reykjavík.