Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í umræðum um aðildarum- sóknina að Evrópusambandinu á Al- þingi í gær, að umsóknarferlið væri komið á krossgötur. „Ég held að það sé komið á það stig að erfitt er að halda áfram því aðlögunarferli sem nú er að fara ganga í garð án þess að Alþingi taki málið aftur til endur- skoðunar,“ sagði hann. Jón sagði að staðan væri sú að rýnivinnu væri lokið, þ.e. að bera saman lög og reglur Íslands og ESB. „Fyrir liggur hvar munurinn er og að Evrópusambandið hefur greint frá því hvar Ísland þurfi að breyta sínum lögum og reglum.“ Hann sagði það ekki samræmast þeirri þingsályktunartillögu sem sam- þykkt var á Alþingi á sínum tíma um að senda inn umsókn. Í henni hefði verið mjög afmörkuð og skýr skil- yrði um hversu langt ganga mætti í ferlinu. Því þyrfti að endurnýja um- boðið. Rétt sluppu fyrir horn Umræðurnar fóru fram um þings- ályktunartillögu Vigdísar Hauks- dóttur, þingmanns Framsóknar- flokks, um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðunum áfram. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokks, spurði Jón út í vinnu hans í ráðu- neytinu, varðandi fyrirvara og skil- yrði sem hann setti sem ráðherra. Jón sagði að þegar rýnivinnu um landbúnað og byggðarþróun lauk spurðist ESB fyrir um það hvenær og hvernig Ísland ætlaði að laga sig að sambandinu. Þá hefði hann svarað því til að hann ætlaði ekki að hefja breytingar á lagarammanum eða gera skipulagsbreytingar fyrr en bú- ið væri að semja við Evrópusam- bandið og þjóðin hefði greitt atkvæði um samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hann ætlaði sér ekki að stuðla að aðlögun að sambandinu áð- ur. Hann sagði að þá hefði verið spurt á móti hvernig Ísland ætlaði þá að vera tilbúið að taka upp lagaramma Evrópusambandsins á fyrsta degi aðildar. „Þessi skilyrði voru mjög skýr,“ sagði Jón sem óskaði eftir fundi í Brussel um skilyrðin. „En þeir rétt sluppu fyrir horn,“ sagði hann. Eingöngu aðlögun  Umsóknarferlið hjá ESB komið á krossgötur Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Bjarnason Gagnrýndi viðræð- urnar við ESB á Alþingi í gær Alls voru liðlega 12 þúsund manns á atvinnuleysisskrá í lok febrúar, heldur fleiri en mánuði fyrr. At- vinnuleysið er hins vegar nokkru minna en fyrir ári. Mesta atvinnu- leysið er sem fyrr á Suðurnesjum. Skráð atvinnuleysi í febrúar var 7,3% sem svarar til þess að 11.621 hafi verið atvinnulaus að meðaltali í mánuðinum, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Fjölgaði at- vinnulausum um 169 frá janúar eða um 0,1 prósentustig. Ef hlutfallslegt atvinnuleysi í febrúar er borið saman við fyrri ár sést að atvinnuleysið hefur minnk- að milli ára. Þannig var það 8,6% í febrúar 2011 og 9,3% í febrúar 2010. Venjulega er atvinnuleysi í hámarki í janúar til mars. Því má búast við að atvinnuleysið verði svipað í mars og það var í febrúar en fari síðan lækkandi fram á sum- ar. Langtímaatvinnuleysi eykst Langmesta atvinnuleysið í febr- úar var á Suðurnesjum. Þar var 1.321 atvinnulaus að meðaltali sem er 12,6% atvinnuleysi. Á höfuðborg- arsvæðinu var 8.041 atvinnulaus sem svarar til 7,9%. Minnsta at- vinnuleysið var á Norðurlandi vestra, 2,9%. Þeim fjölgar meira sem hafa ver- ið atvinnulausir lengur en sex mán- uði samfellt. Þeir eru nú 5.820 og hefur fjölgað um 362 frá lokum jan- úar, samkvæmt yfirliti Vinnu- málastofnunar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Smíðar Atvinnuleysi er umtalsvert minna en var á sama tíma í fyrra. 1.321 án vinnu á Suð- urnesjum  Skráð atvinnuleysi svipað og í janúar Löngum vill vera hart í búi hjá smáfuglunum sem dvelja á Íslandi yfir kaldan veturinn og þá er gott að eiga að mannfólkið sem lætur sig varða skepnurnar úti við. Þótt óðfluga styttist í vorið eru enn jarðbönn víða um land og smáfugl- arnir þurfa því að treysta á matargjafir eitthvað áfram til að ná að lifa af, jafnt þeir sem éta korn og hinir sem eru í mýkra fæði. Þessi svart- þröstur, sem er kvenfugl, hefur verið á Siglufirði í allan vetur ásamt með nokkrum öðrum af báð- um kynjum og einni silkitoppu. Hann naut þess að bragða á epli við prestsetrið Hvanneyri í gær. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Smáfuglarnir þurfa að treysta á matargjafir Stjórnendur Sandgerðisbæjar hafa verið og eru að hrinda í framkvæmd margvíslegum aðgerð- um til að bjarga fjárhag bæjarins. Sandgerðisbær á við mikinn skuldavanda að etja, eins og fram kom í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar. Þar eru ýmsar tillögur um sparn- að og auknar tekjur sem Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri segir að unnið sé að. Laun starfsmanna bæjarfélagsins hafa verið lækkuð, meðal annars með skerðingu á fastri yfirvinnu og afnámi ýmissa fríðinda. Sigrún seg- ir reynt að lækka launakostnað án þess að segja upp starfsfólki. Viðræður standa yfir við Brunavarnir Suð- urnesja um yfirtöku á Slökkviliði Sandgerðis. Telur Sigrún að það myndi hafa í för með sér sparnað. Þá sé bærinn að losa sig út úr rekstri Fræðaseturs og koma því í sjálfseign- arstofnun, Þekkingarsetur Suðurnesja. Loks má nefna að verið er að vinna í skulda- málum, meðal annars með samningum við Eignarhalds- félagið Fasteign. „Þetta skilar okkur áleiðis en það er langtímaverkefni að vinna úr þessum skuldamálum,“ segir Sigrún. helgi@mbl.is Viðræður um sameiningu slökkviliða og Fræðasetri breytt  Launalækkanir hjá Sandgerðisbæ vegna skuldavanda bæjarins Aðgerðir í fjármálum » Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur hækk- að skatta vegna erfiðrar skuldastöðu. Útsvar er í hámarki sem og fasteignaskattur. » Gjöld vegna þjónustu við íbúana hafa verið hækkuð. Bæjarstjórinn segir þó að ekki megi ganga of langt í því vegna viðkvæmrar stöðu í atvinnumálum. » Í febrúar voru 155 íbúar sveitarfélagsins skráðir atvinnulausir. Sigrún Árnadóttir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, neitaði því harðlega á Alþingi í gær að hafa brotið þingsköp með því að skrifa um efni nefndarfundar á Facebo- ok-síðu sína í gær. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti þingsins, úrskurðaði hins vegar að Vigdís hefði brotið þingsköpin með færslunni á vefinn. Málið kom til umræðu á Alþingi þegar rætt var um störf þingsins í gær. Valgerður Bjarnadóttir, for- maður eftirlits- og stjórnskipunar- nefndar þingsins, sagðist þá telja það algerlega ólíðandi að þegar gestir kæmu á lokaðan vinnufund í þingnefnd og segðu það sem væri þeirra persónulega skoðun, væri því útvarpað á fésbók áður en fólk- ið kæmist út af fundinum. Valgerður sagðist hafa slitið nefndarfundinum í kjölfarið vegna þess að ljóst var að ekki ríkti traust milli þeirra sem eftir sátu. Vigdís sagðist hins vegar telja að brotið hefði verið á sér þegar nefndarfundinum var slitið um morguninn. Hún las upp Face- book-færsluna, sem hún sagðist hafa skrifað klukkan 10.10 í gærmorgun og var eftirfarandi: „-stórfrétt – nú var eiginlega endanlega verið að slá út þjóðaratkvæðagreiðslu um skýrslu stjórnlagaráðs samhliða forseta- kosningum!!!“ „Ekkert gestanafn, enginn nefndarmaður nefndur. Ég mót- mæli því ofbeldi sem ég hef verið beitt hér á þingi, sagði Vigdís. Færslan hafði síðdegis í gær verið fjarlægð af Facebook-síðu Vigdísar. Fundi slitið vegna Facebook Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.