Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Verðlaun Icelandair fékk þau í fyrra. Íslensku þekkingarverðlaunin verða afhent á morgun kl. 16 á Hilt- on Reykjavík Nordica hótelinu. Fé- lag viðskipta- og hagfræðinga stendur að verðlaununum, sem nú verða veitt í 12. sinn, en einnig verður valinn viðskiptafræðingur/ hagfræðingur ársins. Þrjár tilnefn- ingar eru til þekkingarverðlaun- anna sjálfra; Eimskip, Landspítal- inn og Marel. Forseti Íslands mun afhenda verðlaunin. Þrjú tilnefnd til Þekkingarverðlauna Íþrótta- og menningaráð Sand- gerðis kynnti tilnefningar til íþróttamanns ársins í samkomuhús- inu nýverið. Sveinn Hans Víum fékk sérstaka viðurkenningu fyrir áratugastörf að körfubolta þar sem hann hefur unnið mikið og fórnfúst starf. Dagbjört Ottesen Karlsdóttir var tilnefnd af sunddeild, Rúnar Ágúst Pálsson tilnefndur af körfu- boltadeild, Guðmundur Gísli Gunn- arsson tilnefndur af knattspyrnu- deild, taekwondomaðurinn Karel Bergmann Gunnarsson var til- nefndur af frístunda-, forvarna- og jafnréttisráði og þá var af Golf- klúbbi Sandgerðis tilnefndur Pétur Þór Jaidee. Pétur Þór, sem er 23 ára, var síð- an kjörinn íþróttamaður Sand- gerðis árið 2011 en hann hefur þótt sýna yfirburða spilamensku á golf- vellinum þrátt fyrir ungan aldur. Varð hann m.a. stigameistari klúbbsins á síðasta ári. Mikil gróska hefur verið í starfi golfklúbbsins eftir að hann var stækkaður í 18 holur. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Afreksfólk Þau voru tilnefnd í kjörinu í Sandgerði, f.v. Dagbjört Ottesen, Rúnar Ágúst Pálsson, Pétur Þór Jaidee, Karel Bergmann Gunnarsson og Guðmundur Gísli Gunnarsson. Kylfingurinn Pétur Þór Jaidee kjörinn íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2011 Tilboð marsmánaðar fyrir þá sem hafa menningarkort Reykjavíkur undir höndum er vinavika í Lista- safni Reykjavíkur – Kjarvals- stöðum. Þá geta korthafar tekið vin sinn með á safnið án þess að hann greiði aðgangseyri, auk þess sem Kaffi kompaní á Kjarvalsstöðum býður handhöfum kortsins upp á súpu á 2 fyrir 1 þessa sömu viku. Í vinaviku stendur yfir á Kjar- valsstöðum stór sýning eins helsta listamanns Spánverja á síðari tím- um, Antoni Tápies. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg segir að menningarkortið hafi fengið frábærar móttökur hjá borg- arbúum og gestum þeirra. Sala kortanna hófst í ársbyrjun 2011 og hafa á níunda þúsund manns keypt kortið. Það kostar 5.000 krónur á ári og veitir korthöfum ótakmark- aðan aðgang að öllum menningar- stofnunum Reykjavíkur; bókasöfn- um, listasöfnum og minjasöfnum, ásamt ýmsum tilboðum og fríð- indum. Til samanburðar er nefnt að stakt bókasafnsskírteini kostar 1.600 kr. og heimsókn í Listasafn Reykjavíkur eða Minjasafnið kostar 1.100 kr. á hvorn stað. Nálgast má nánari upplýsingar á menningar- kort.is. Menning Tilboð fyrir menningarkorthafa er á Kjarvalsstöðum þessa vikuna. Tilboð í vinaviku með menningarkort Reykjavíkurborgar Hagsmunasamtök heimilanna fagna því að Samkeppniseftirlitið hafi tek- ið tillit til heildarhagsmuna neytenda í ákvörðun um undanþágubeiðni Samtaka fjármálafyrirtækja vegna dóms hæstaréttar. Þar með sé komið að hluta til móts við þau sjónarmið sem samtökin settu fram í umsögn- um sínum. Samtökin ítreka í yfirlýsingu að ýtrasti réttur neytenda skuli virtur í hvívetna og neytendur njóti ávallt vafans eins og lög gera ráð fyrir. Hagsmunasamtökin segja að neytendur og lántakendur hafi unnið áfangasigur með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um undanþágubeiðni Samtaka fjármálafyrirtækja vegna fyrirhugaðs samráðs um viðbrögð við dómi Hæstaréttar í máli þar sem afturvirk endurákvörðun og innheimta seðlabankavaxta af áður gengistryggðu láni var dæmd ólögmæt. Í innsendum umsögnum Hagsmunasamtaka heimilanna vegna málsins var mælt gegn því að beiðnin yrði samþykkt og gerð athugasemd við að ekki væri gert ráð fyrir þeim aðilum og stofnunum sem ættu að gæta hagsmuna neytenda. Segja úrskurð áfangasigur fyrir neytendur Samstaða, flokkur lýðræðis og vel- ferðar, hélt félagsfund í Iðnó í fyrrakvöld þar sem helstu stefnu- mál flokksins voru kynnt. Í fram- haldinu var stofnfundur aðildar- félags Samstöðu í Reykjavík haldinn. Kosið var um samþykktir félagsins og til stjórnar. Tveir gáfu kost á sér til formanns; Rakel Sig- urgeirsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir. Kosningu hlaut Rakel Sigurgeirsdóttir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Stjórnin er annars öll skipuð kon- um en þær eru: Hildur Mósesdóttir, Sigurbjörg K. Schiöth, Pálmey Gísladóttir og Guðrún Indriða- dóttir. Ásgerður Jóna Flosadóttir hlaut kosningu sem varamaður í stjórn. Konur í stjórn Sam- stöðu í Reykjavík STUTT Kostnaður vegna sjúkraflutninga hefur aukist mikið á undanförnum árum að því er kemur fram í svari velferðarráðherra á Alþingi við fyr- irspurn Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, þingmanns Framsóknar- flokksins. Fram kemur í svarinu að kostn- aðurinn nam 1.208 milljónum króna árið 2007 en 1.649 milljónum króna árið 2011. Um er að ræða rúmlega 36% hækkun á kostnaði við sjúkra- flutninga með bílum, flugvélum og þyrlum. Á sama tímabili hefur sjúkra- flutningum fjölgað um rúm 5%, úr 31.842 flutningum árið 2007 í 33.519 flutninga árið 2011. „Það er augljóst að kostnaðurinn hefur aukist mikið á sumum stöð- um,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist jafnframt óttast, að þjónusta við fólk sé að verða lakari á sama tíma og verið sé að gera hana miðlæga. Þá virðist sem sparnaður hjá ein- stökum heilbrigðisstofnunum hafi leitt til þess að kostnaður hafi orðið til á nýjum stöðum, svo sem hjá einkareknum læknastöðvum á höf- uðborgarsvæðinu. Sé það raunin hafi þessi niðurskurður mistekist, því verið sé að færa til peninga milli staða um leið og þjónustan versnar. Kostnaður mestur í Reykjavík Kostnaður við sjúkraflutninga er langmestur í Reykjavík, var 476 milljónir á síðasta ári og hafði hækkað um rúmar 100 milljónir króna frá árinu 2007. Alls voru sjúkraflutningarnir 23.267 í Reykjavík á síðasta ári samkvæmt svarinu og hafa verið álíka margir undanfarin ár, fæstir þó árið 2009 eða 20.262 talsins. Kostnaður við sjúkraflutninga var næstmestur á Suðurlandi en kostnaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna sjúkraflutninga nam rúmum 188 milljónum króna á síðasta ári en rúmum 125 millj- ónum króna árið 2007. Kostnaður tvöfaldast Alls voru sjúkraflutningar á Suð- urlandi 2.112 árið 2007 en 2.345 ár- ið 2011. Kostnaður Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands vegna sjúkraflutninga hefur aukist úr 68,9 milljónum króna árið 2007 í 127,7 milljónir króna árið 2011. Sjúkra- flutningar á svæðinu voru 1.163 talsins árið 2007 en 1.656 árið 2011. Kostnaður við sjúkraflug var 126,4 milljónir króna á síðasta ári en var 110 milljónir króna árið 2007. Hjá þremur heilbrigðisstofn- unum dróst kostnaður saman á tímabilinu, hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Suð- austurlands og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Sigurður Ingi segir að hann ætli að afla frekari upplýsinga hjá ein- stökum heilbrigðisstofnunum til að fylla upp í þá mynd sem sé að verða til af afleiðingum niðurskurð- arins í heilbrigðiskerfinu. gummi@mbl.is Útgjöld vegna sjúkra- flutninga aukast mikið  Kostnaðurinn nam rúmum 1,6 milljörðum á síðasta ári Morgunblaðið/Skapti Sjúkraflug Mýflug sinnir sjúkraflugi samkvæmt samningi við ríkið. Á sama tíma og sjúkraflutn- ingum með bílum fjölgar hefur sjúkraflug heldur dregist sam- an, ef marka má svar velferðar- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn um kostnað við sjúkraflutninga. Alls var 571 sjúkraflug farið árið 2007, árið 2008 voru ferð- irnar 582, árið 2009 fækkaði þeim í 464, árið 2010 voru þær 448 og á síðasta ári voru sjúkraflugsferðirnar 460. Mýflug sinnir nær öllu sjúkra- flugi innan Íslands samkvæmt samningi við velferðarráðu- neytið, og gildir sá samningur til ársins 2013. Félagið sinnir einnig sjúkraflugi frá Græn- landi. Dregur úr sjúkraflugi 400-500 SJÚKRAFLUGS- BEIÐNIR BERAST ÁRLEGA Draumurkonunnarernúuppfyllturmeð nýja farðanum frá Guerlain. Farðinn bland-ast húðinni fullkomlega og út- koman verður sama áferð og húðin sjálf, “Second Skin”. Farðinn er allt í senn rakagefandi, hyljari og samla- gast húðlit hverrar konu fullkomlega. Með kaupum á tveimur vörum frá Guerlain fylgir glæsilegur kaupauki. GUERLAIN kynning dagana 14. -17. mars í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ. 20% afsláttur af Lingerie De Peau farðanum og nýja G Noir maskaranum frá GUERLAIN. Sími 568 5170

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.