Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Aðalmeðferð í landsdómsmálinu Anna Lilja Þórisdóttir Kjartan Kjartansson Ágreiningur var um það innan sam- ráðshóps um fjármálastöðugleika hversu langt ætti að ganga í að taka á spurningum um viðbrögð stjórn- valda við hugsanlegu fjármálaáfalli. Þetta kom fram í vitnisburði Tryggva Pálssonar, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Seðlabankans, fyrir Landsdómi í gær. „Auðvitað má alltaf gera betur. Samráðshópurinn var settur upp sem skoðana- og upplýsinga- skiptahópur. Hann virkaði allvel sem slíkur,“ sagði Tryggvi þegar hann var spurður um störf hópsins. Seðlabankamenn hafi viljað að samráðshópurinn tæki afstöðu til fleiri álitamála sem kæmu upp í fjár- málaáfalli, t.d. hvort og hvernig ríkið myndi styðja tryggingarsjóð inni- stæðueigenda. Bolli Þór Bollason, formaður hópsins, og Baldur Guð- laugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi hins veg- ar ekki viljað ganga eins langt í und- irbúningi. Skort hafi upp á að stjórnvöld veittu hópnum upplýsingar um hversu langt væri hægt að ganga til að afstýra fjármálaáfalli án þess að ógna stöðu ríkissjóðs. Upplýsingar bárust ekki áfram Tryggvi sagðist oft hafa lýst þeirri skoðun sinni á árinu 2008 að þörf væri á aðgerðarhópi í stað samráðs- hópsins. „Ég taldi að það þyrfti að setja upp aðgerðarhóp og orðaði það oftar en einu sinni að það þyrfti herfor- ingja til þess að stjórna honum. Þessi hópur væri góður sem ráðgef- andi hópur en hann væri ekki byggð- ur af þeim persónum sem hefði þurfti í svona aðgerðarhóp.“ Gengið hafi verið út frá því að um- ræður í hópnum bærust til viðkom- andi ráðherra en það virðist ekki hafa gerst þrátt fyrir að þrír ráðu- neytisstjórar hafi átt sæti í honum. „Maður spyr sig, hversu marga ráðuneytisstjóra þarf til þess að koma þessum gögnum áleiðis,“ sagði Tryggvi. Gullin regla um ábyrgðina Hann er þó þeirrar skoðunar að þegar á hólminn var komið hafi þær aðgerðir sem gripið var til verið far- sældar. „ Þegar komið er að krísu þarf að taka snöggar ákvarðanir undir álagi og það bjargaðist,“ sagði Tryggvi. Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, spurði Tryggva hvort at- hugasemdir Seðlabankans við störf samráðshópsins hefðu ekki aðeins verið flótti bankans frá eigin skyld- um til að grípa til aðgerða. Því sagðist Tryggvi vera algerlega ósammála og vísaði í það sem hann nefndi gullna reglu í því sambandi. „Sá sem hefur gullið setur regl- urnar. Fjármálaráðuneytið réði rík- iskassanum og það hefði verið á kostnað hins opinbera og þjóðar- innar ef farið væri út í aðgerðir,“ sagði Tryggvi. Íhuguðu að hóta bönkunum Helgi Magnús Gunnarsson, vara- saksóknari, spurði Tryggva hvernig Seðlabankinn hefði reynt að fá stjórnendur bankanna til að draga úr umsvifum þeirra. Svaraði Tryggvi að það hafi verið inni í dæm- inu að Seðlabankinn hótaði bönk- unum að upplýsa matsfyrirtækin um veika stöðu þeirra. Á hinn bóginn sagði Tryggvi að bankarnir hefðu verið mjög háðir matsfyrirtækjunum og hefði Seðla- bankinn látið verða af þessum hót- unum hefðu stjórnvöld þar með orð- ið völd að falli bankanna. Þá spurði varasaksóknari hvort að Tryggvi hefði talið aðgerðir stjórn- valda til þess að bankarnir minnk- uðu efnahagsreikninga sína eða flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. „Það er erfitt að segja hvort það hefði breytt einhverju, hugsanlega hefði tap kröfuhafa þá getað verið minna. Ef menn hefðu virkilega ætl- að að stoppa það sem gerðist hefði þurft að bregðast við árið 2003 eða 2004,“ svaraði Tryggvi. Deilt var um starf samráðshópsins  Þurftu að bregðast við 2003 eða 2004 til að stöðva hrun Morgunblaðið/Kristinn Bar vitni Tryggvi telur að grípa hefði þurft til aðgerða þegar á árunum 2003 og 2004 ef sporna hefði átt gegn hraðri útþenslu bankanna. Kröfur breska fjármálaeftirlitsins (FSA) á hendur Landsbankanum vegna Icesave-reikninganna í lok sumars 2008 jafngiltu í raun áhlaupi á bankann. Þetta kom fram í vitnisburði Jóns Þorsteins Oddleifssonar, fyrrver- andi forstöðumanns fjárstýringar á verðbréfasviði Landsbankans, fyrir Landsdómi í gær. Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, spurði Jón Þorstein út í bréf sem hann sendi Fjármálaeftir- litinu í ágúst 2008 þar sem hann reiknaði út áhrif krafna FSA, með- al annars um frekari tryggingar á innistæðum í Icesave. Spurði Andri hvort hann hefði verið þeirrar skoðunar að kröfurnar jafngiltu áhlaupi á bankann. „Það liggur í hlutarins eðli að það hefði átt að lækka þetta um 50% og setja fé til hliðar til viðbótar, þá kallaði það á útstreymi. Ef ég man rétt átti þetta að gerast fyrir áramótin 2008-09. Þetta voru að minnsta kosti ósann- gjarnar kröfur en það er erfitt að segja hvort það hefði verið ómögu- legt að uppfylla þær. Eins og staðan var þarna var það erfitt,“ sagði Jón sem vék að lausafjárvanda bankans 2008. Morgunblaðið/Kristinn Lausafé Jón Þorsteinn Oddleifsson smeygir sér inn í Landsdóm í gær. Sagði hann m.a. að lausafjárvandi hefði verið aðalmál Landsbankans 2008. Erfitt að uppfylla kröf- ur FSA vegna Icesave Útsölustaðir ELIZABETH ARDEN Ceramide: Reykjavík og nágrenni: Debenhams, Lyfjaborg, Nana Hólagarði, Snyrtivöruverslun Lyfja & heilsu Kringlunni, Reykjavíkur Apótek, verslanir Hagkaups; Garðabæ, Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni og Smáralind, verslanir Lyfju; Garðatorgi, Lágmúla og Smáratorgi. Landið: Apótek Vesturlands (Akranes), Hagkaup Akureyri. Ceramide Gold ambúlur fyrir augnsvæðið, með hjálp náttúrulegra efna þéttist húðin og liftist. Ceramide Gold ambúlurnar gefa húðinni aukið „boost“. Kröftug og áhrifarík meðferð fyrir andlit og háls. Byrjaðu strax í dag, gefðu húðinni aukið vítamín og hún viðheldur æskuljóma sínum. Ceramide ambúlurnar „serum“ viðhalda æskuljómanum og fyrirbyggja öldrun húðarinnar, þær eru samansettar af einu hreinasta og virkasta efni sem til er. Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Að gefnu tilefni! CE-merkið á byggingavöru er gæðamerki í ákveðnum skilningi og tryggir að vara hafi þá eiginleika sem framleiðandinn lýsir yfir að hún hafi. Óheimilt er lögum samkvæmt að hafa vöru á markaði hérlendis, nema hún sé CE-merkt (vottuð). Okkar vottunaraðili er British Standard (BSi) og er sá aðili viðurkenndur sem slíkur innan ESB. • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.