Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ljóst er að fjallað verður um mál Ólafs Melsteð, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra tækni- og umhverf- issviðs Seltjarnarnesbæjar, á bæjar- stjórnarfundi klukkan 17 í dag en honum var sagt upp störfum í fyrra. Ólafur telur sig hafa sætt einelti af hálfu bæjarstjóra, Ásgerðar Hall- dórsdóttur, og krefst bóta. Innanrík- isráðuneytið hefur úrskurðað Ólafi í vil og hyggst hann höfða mál ef bær- inn bregst ekki við kröfum hans. Bæjarlögmaður Seltjarnarnes- bæjar, Anton Björn Markússon, segist ósammála úrskurði ráðuneyt- isins. Ásgerður sagði í samtali við blaðamann í gær að meirihlutinn, sem skipaður er sjálfstæðismönnum, hefði ekki enn ákveðið hvernig tekið yrði á málinu. Fleiri deilur hafa komið upp vegna starfsmannamála hjá sveitar- félaginu. „Þetta er lítið samfélag og mál af þessu tagi því alltaf snúin,“ sagði einn heimildarmannanna. „Ás- gerður hefur að mörgu leyti unnið gott starf en beita þarf lagni og ekki valta yfir gamla starfsmenn.“ Harkaleg uppsögn Bryndísi Richter, deildar- stjóra launadeildar, var sagt upp í september í fyrra en hún hafði unnið hjá bænum í 25 ár. Starf hennar var lagt niður en auglýst eftir mannauðsstjóra. Hann staldraði þó mjög stutt við og mun innanbúðarmaður þá hafa tekið að sér verkið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Talið er að tveir Rúmenar hafi af- ritað samtals um 1.500 greiðslukort hér á landi í liðinni viku. Kortunum hefur verið lokað og fá eigendur þeirra ný kort auk þess sem þeir bera engan kostnað vegna ólög- legra úttekta af kortunum. Eins og greint hefur verið frá komu mennirnir fyrir búnaði í hraðbönkum við Hlemm og í Aust- urstræti og afrituðu upplýsingar af segulrönd korta viðskiptavina þess- ara hraðbanka. Eftirlitskerfið sá hins vegar við þeim og tókst að koma í veg fyrir mikið tjón. Óverulegur kostnaður Mennirnir afrituðu tæplega 1.000 kort frá Valitor og um 600 kort frá Borgun. Kristján Harðarson, yfir- maður markaðs- og þróunarsviðs hjá Valitor, segir að mennirnir hafi aðeins náð peningum út af örfáum kortum en öllum afrituðum kortum hafi verið lokað í öryggisskyni. Við- komandi bankar sjái síðan um að láta viðskiptavini sína fá ný kort þeim að kostnaðarlausu. Fórnar- kostnaðurinn sé þess virði og sé brotabrot af þeim kostnaði sem hefði getað orðið hefði kortunum ekki verið lokað. „Við viljum ekki að viðskiptavinur okkar lendi í ein- hverju tjóni,“ segir hann. Haukur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Borgunar, tekur í sama streng. Hann segir að heimild hafi verið breytt á um 1.900 kortum frá Borgun og um 600 kort verið endurnýjuð. Ætla megi að nýtt kort kosti um 1.000 krónur. „Þetta fór eins vel og hægt var,“ segir hann. Lítill fórnarkostn- aður miðað við hugsanlegt tap  Greiðslukortaeigendur bera engan kostnað vegna afritaðra korta Morgunblaðið/ÞÖK Hraðbanki Svikarar eru víða og kortasvik eru með ýmsum hætti. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 4. apríl nk. en hann játaði hjá lögreglu að hafa kveikt í íbúð sinni 14. janúar sl. Mál á hendur mann- inum verður þingfest á föstudag. Samkvæmt matsgerð bygginga- verkfræðings sem dómkvaddur var til að meta almannahættu vegna íkveikjunnar, er staðfest að al- mannahætta vegna bæði fólks og eigna hafi verið til staðar er kærði bar eld að húsnæðinu, sem er par- hús. Brotið getur varðað fangelsi allt að 16 árum ef sök sannast og eftir atvikum ævilöngu fangelsi. Staðfesti úrskurð um gæsluvarðhald vegna íkveikju Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Magnús Leopoldsson, löggiltur fast- eignasali, segir að lítið sé um það að fólk búsett erlendis falist eftir því að kaupa land eða jarðir á Íslandi. „Ég heyri af svona tveimur til þremur til- fellum á ári,“ segir Magnús og bætir við að sér vitandi hafi ekki orðið nein umtalsverð breyting á þessu í ára- tugi. Fyrir helgi var greint frá því að rússneskir auðmenn hefðu verið á ferð í Biskupstungum og víðar í leit að hentugu landsvæði og ekki er langt síðan samfélagið nötraði og skalf vegna áhuga kínversks at- hafnamanns á því að kaupa Gríms- staði á Fjöllum. Málin hafa ekki gengið lengra, að minnsta kosti enn sem komið er, og ekki hafa borist fregnir af áhuga annarra útlendinga á íslensku landi undanfarna mánuði. Helst Íslendingar erlendis Magnús hefur unnið við fasteigna- viðskipti í nær þrjá áratugi og hefur séð um flestar jarðasölur hérlendis. Hann segist oft fá fyrirspurnir frá Íslendingum vegna einhverra út- lendinga en í flestum tilfellum sé að- eins um fyrirspurnir að ræða og sjaldnast sé málunum fylgt eftir. Það séu helst Íslendingar, sem hafi búið lengi erlendis, sem slái til þegar jarðir forfeðra þeirra séu settar í sölu og svo komi fyrir að Vestur-Ís- lendingar fjárfesti hérlendis. Annars sé nánast ekkert um það að útlend- ingar kaupi jarðir hérna nema vegna sérstakrar tengingar. Erlendir ekki á hverju strái  Íslenskar jarðir ekki sérstaklega eftirsóknarverðar hjá fólki í útlöndum  Ís- lendingar búsettir erlendis fjárfesta frekar en útlendingar í fasteignum hérlendis Áhugi » Síðsumars lýsti Huang Nubo yfir áhuga á því að kaupa Grímsstaði á Fjöllum og miklar umræður voru um málið í kjöl- farið en undanfarnar vikur hef- ur ekkert borið á því. » Nú beinist athyglin að nokkrum Rússum og áhuga þeirra á landi á Suðurlandi. Nýtt skipurit fyrir Seltjarnarnesbæ, unnið með aðstoð Capacent, var samþykkt 2010 og sagði meirihlutinn að lykilorðin á bak við það væri samvinna, breytingin hefði í för með sér meiri skilvirkni og sveigjan- leika. Stjórnsýslan yrði betur í stakk búin til þess að takast á við ný verkefni sem komið gætu skyndilega upp. Var markmiðið sagt vera að ná fram meiri „skilvirkni og hagkvæmni í rekstri og starfsemi bæjarins.“ Minnihlutinn í bæjarstjórn hafnaði því að staðfesta skipuritið, sagði rökstuðninginn ónógan. Í kjölfarið á skipuritinu fylgdu uppsagnir, oft var starfið lagt niður eða falið öðrum. Bryndís Richter fékk í gær í hendur greinargerð lögmanns síns um mál sitt. Formaður starfs- mannafélags Seltjarnarness, Ingunn Þorvaldsdóttir, vildi ekki tjá sig um málshöfðun þegar rætt var við hana. „Skilvirkni og hagkvæmni“ NÝTT SKIPURIT BÆJARINS SAMÞYKKT 2010 Ásgerður Halldórsdóttir í hlutastarfi. Bryndís var ekki sátt við aðferðina við brottreksturinn. „Við lokuðum klukkan tvö á föstu- degi og þá var ég beðin að koma á fund með mínum yfirmanni og sagt að yfirgefa svæðið, taka með mér mínar persónulegu eigur,“ segir Bryndís. „Þetta hafði aldrei gerst áður á vinnustaðnum og það var meira að segja árshátíð kvöldið eft- ir!“ BSRB segir Bryndísi eiga rétt á miskabótum, brottreksturinn hafi verið gerræðislegur og hefur ráðið lögfræðing sem mælir með máls- höfðun. Brotin persónuréttindi Fram kom í fyrra að bærinn hefði tvisvar á skömmum tíma brotið lög um persónuvernd og meðferð per- sónulegra upplýsinga þegar áfram- send voru gögn Ólafs Melsteð en einnig Ellenar Calmon, fræðslu- og menningarfulltrúa bæjarins. Starf hennar var einnig lagt niður og sömuleiðis starf sviðstjóra sem var yfir henni, Óskars Sandholt. Tveir bæjarfulltrúar eru í minni- hluta, þau Margrét Lind Ólafsdóttir fyrir Samfylkinguna og Árni Ein- arsson fyrir Neslistann. Þau létu í mars í fyrra bóka að þau litu þessi brot alvarlegum augum og sögðu að vinnureglur í þessum efnum virtust vera á reiki í stjórnsýslu bæjarins. Þau tvö lögðu einnig fram bókun á bæjarstjórnarfundi í lok október vegna máls Bryndísar. Töldu þau vinnubrögðin ámælisverð og þvert á starfsmannastefnu bæjarins. Morgunblaðið/Ómar Brim Oft er þungur sjór við Seltjarnarnes og nú er þung undiralda í bæjarmálunum. Ráðið og óspart rekið í Seltjarnarnesbæ  Nokkrir brottreknir starfsmenn íhuga málshöfðun Veldu einhverja tíu ávexti á ávaxtamarkaði Krónunnar – fyrst og fre mst ódýr! og þú borgar...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.