Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 37
DAGBÓK 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR HVAÐ ÞÚ SÉRT AÐ HUGSA ÉG ER GREINILEGA EKKI EINN UM ÞAÐ... ÞAU ERU AÐ SPILA BORÐ- TENNIS ÞARNA NIÐRI ÞÚ ÞEKKIR REGLURNAR SNATI! ÞÚ VERÐUR AÐ SKILJA KÆRUSTUNA EFTIR VIÐ INNGANGINN!!! HVERNIG LÍÐUR ÞÉR? ÉG GRÆT INNRA MEÐ MÉR ÞAÐ ER ÚT Í HÖTT AÐ LEYFA BÖRNUNUM AÐ FARA EIN Í ALMENNINGS- GARÐINN MÉR FINNST ÞAÐ EKKI HVERNIG EIGA ÞAU AÐ ÖÐLAST SJÁLFSTRAUST EF VIÐ LEYFUM ÞEIM EKKI AÐ GERA HLUTI UPP Á SITT EINSDÆMI MEÐ ÞVÍ AÐ TRYGGJA AÐ ÞAU KOMIST INN Í GÓÐAN HÁSKÓLA ÉG VILDI AÐ ÉG HEFÐI MEIRI TÍMA TIL AÐ HEIMSÆKJA MAY FRÆNKU HÚN VEIT AÐ ÞÚ HEIM- SÆKIR HANA ÞEGAR ÞÚ GETUR Á FORSÝNINGUNNI HEF ÉG ALLAVEGANA TÆKIFÆRI TIL AÐ... ... LÁTA HENNI LÍÐA EINS OG DROTTNINGU PETER HEFUR RÉTT FYRIR SÉR EN HLUTIRNIR MUNU EKKI FARA ALVEG EINS OG HANN ÍMYNDAR SÉR ÉG VAR AÐ HLUSTA Á ÞÁTT Í ÚTVARPINU ÞAR SEM VERIÐ VAR AÐ TALA UM HVERSU OFVERNDUÐ BÖRN ERU NÚ TIL DAGS ÉG TRÚI EKKI AÐ YFIRMAÐUR OKKAR Í SIRKUSNUM HAFI NEYTT OKKUR TIL AÐ FARA Í ÞESSA KJÁNALEGU TRÚÐABÚNINGA EN ÞÁ VERÐUR ÞAÐ OF SEINT Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Postulín kl. 9, vatns- leikf. 10.50, útsk/postul/Grandabíó kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ Útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Söngstund kl. 11. Tölvufærni kl. 13. Brids kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi kl. 9.30. Tiffanys kl. 13. Bónusrúta kl. 13.30. Harmonikka og söngur kl. 14. Dalbraut 18-20 | Verslunarferð kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handav. kl. 8. Vefn. kl. 9. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar kl. 10. Söngvaka kl. 14. Söngfélag æfing kl. 17. Árshátíð 17. mars, skemmtiatr/dans. Uppl. og skrán. s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 9.30/10.30, glerlist kl. 9.30/13, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16, fræðslu- fundur Glóðar kl. 20, Katrín Gunn- arsdóttir heilsuhagfræðingur flytur er- indi. Félagsmiðstöðin Aflagranda 40 | Á miðvikudögum kl. 15 les Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur bækur og fjallar um þær. Bók dagsins er Veröld sem var e. Stefan Zweig. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9 Tréskurður kl. 9.30. Postulín og kvennabrids kl. 13. Íslend- ingasögur kl. 14. Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Handavinna kl. 13. Félags- og íþróttastarf eldri borgara Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatnsleikfimi kl. 12.15, brids og bútasaumur kl. 13. Sala í dag kl. 13.30- 15.30 á miðum í ferð um Hafnarfjörð með leiðsögumanni 20. mars. Verð kr. 1.500, ekki greiðslukort. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Hinn 31. mars ferð í Borg- arleikhúsið á sýninguna: Fanný og Alex- ander. Miðasala stendur yfir til 15. mars á skrifstofu félagsstarfs kl. 13-16, s. 586 8014. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Gler og leir kl. 9. Botsía kl. 10.45. Kaffispjall kl. 10.30. Kyrrð- arstund í kirkju kl. 12. Handavinna kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Ráðstefna á Grand hótel kl. 13.: Virkni á efri árum. Söngatriði frá Seltjarnarnesi; þar sem kynslóðirnar mætast. Aðgangur ókeyp- is. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Þorvaldur með harmonikkuna kl. 10, sungið dansað, leikfimiæfingar og slökun. Frá hád. spilasalur opinn. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Hraunbær 105 | Handavinna/ tréskurður kl. 9, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt á Keilisvelli kl. 10, bók- menntaklúbbur næst 21. mars, línudans kl. 11, saumar/gler kl. 13, bingó kl. 13.30. Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9 hjá Sigrúnu. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Kynning á Aloe Vera vörum frá kl. 13. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50. Leirmótun/framsagnarhópur Soffíu kl. 10. Hláturjóga kl. 13.30. Gáfu- mannakaffi kl. 15 og tai chi kl. 17.30. Íþróttafélagið Glóð | Seniordansar kl. 15.30. Kórinn Pútt kl. 11. Korpúlfar, Grafarvogi | Keila í Öskju- hlíð kl. 10. Listasmiðja kl. 13.30. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari, leikur verk eftir Johan Sebastian Bach. Kaffiveit- ingar á Torginu í upphafi. Norðurbrún 1 | Leikfimi kl. 9.45. Út- skurður kl. 9. Hjúkrfr. kl. 10. Bók- mhópur kl. 11. Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa / kaffi kl. 9. Myndmennt kl. 9. Spænska (framh. ) kl. 9.15. Spænska (byrj. ) kl. 10.45. Versl- unarferð kl. 12.10. Tréskurður kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband og smiðja kl. 9, handavinna kl. 9.30, morg- unstund kl. 10, verslunarferð í Bónus kl. 12.20, upplestur framh.sögu kl. 12.30, Dans fyrir alla með Vitatorgsbandinu kl. 14. Ólafur Þórðarson, gamall bekkj-arbróðir minn úr Laugarnes- skóla, hefur fest mikla tryggð við Eyjafjörð. Hann var frá sex ára aldri sjö sumur í sveit á Arnarfelli í Saurbæjarhreppi og eitt sumar á Hlíðarenda í Kræklingahlíð. Hann var um langt árabil kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Í 45. hefti Súlna birtust Árstíðarvísur úr Eyjafirði eftir Ólaf. Fyrst er Vet- ur: Tunglið yfir tindum fjalla töfrum slær á hvíta jörð. Ég vil mína ævi alla eiga hér við Eyjafjörð. Næst kemur Sumar: Ekkert föstum böndum bindur breyskan mann við þessa jörð eins og sól og sunnanvindur sumardag við Eyjafjörð. Og Vor: Lifna grös og grænkar bali, glæðist lífi freðin jörð. Aftur signir sólin dali, sælt er vor við Eyjafjörð. Síðst er Haust: Hrími þekjast rið og rindar, roðnar lyng um alla jörð. Aftur næða norðanvindar naprir inn um Eyjafjörð. Jens Sæmundsson (1878-1949) trésmiður í Reykjavík fæddist í Sæ- lingsdal í Hvammssveit: Nær er ég úr nauðum frí, nú sem æ mig pína? Skyldi ég koma aftur í átthagana mína? Staka úr bréfi: Tíminn ekki gefur grið, – glettnar bárur nauða! Máske saman siglum við sjóinn lífs og dauða. Enn orti hann: Tíðum fögur fölna blóm, fyrr en sumri hallar. Hlýða verður dauðadóm: drottinn þegar kallar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sælt er vor við Eyjafjörð Þakkir til útvarpsmanna Okkur langar að koma á framfæri þakklæti til Péturs Halldórssonar á Ríkisútvarpinu fyrir sína skemmtilegu og fræðandi þætti, sér- staklega fyrir þáttinn Við sjávarsíðuna. Guð- mundur Andri Thorsson fær líka þakkir fyrir sína pista í Fréttablaðinu og þætti sína sem voru í Ríkisútvarpinu. Hlustendur. Sagan af Hjalta litla Gaman væri ef Sagan af Hjalta litla yrði aftur lesin í útvarpi, en Gísli Halldórsson las hana á sínum tíma. Velvakandi Ást er… … það sem getur lagað brostið hjarta. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.