Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Brakar og brestur Heilmikil átök eru viðhöfð í heilaleikfiminni sem skáklistin krefst af þeim sem hana stunda. Héðinn Steingrímsson er hér þungt hugsi á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Ómar Föstudaginn 9. mars birti utanríkisráðu- neytið greinargerð um Icesave. Greinargerðin útskýrir á hve veikum grunni kröfur um rík- isábyrgð á innistæðu- tryggingum vegna Ice- save-innlánsreikinga Landsbankans eru byggðar. Grein- argerðin var fyrst birt á íslensku, degi síðar á ensku eftir kvörtun til utanríkisráðherra. Eng- inn blaðamannafundur eða önnur kynning á efni greinargerðarinnar hefur farið fram. Núverandi ríkisstjórn festi í tví- gang í lög samninga um ábyrgð rík- issjóðs á innistæðutryggingum vegna Icesave. Málið var á forræði þáverandi fjármálaráðherra, Stein- gríms J. Sigfússonar. Fyrri samn- ingurinn var öllu verri en sá seinni. Eftir þrýsting frá almenningi og grasrótarhreyfingum vísaði forseti Íslands í bæði skiptin lögunum til þjóðar. Báðum samningum var hafnað með miklum meiri hluta greiddra atkvæða. Greinargerðin frá 9. mars leggur fram rök sem strax í upphafi hefðu átt að vera tíunduð vel og rækilega, ekki bara gagnvart Bretum og Hol- lendingum heldur einnig á al- þjóðavettvangi. Mál- staður Íslands hafði þar og hefur enn mikla samúð þrátt fyrir litla sem enga kynningu ís- lenskra stjórnvalda. Skýrt er tekið fram í tilskipun ES um inni- stæðutryggingar að þjóðríki skuli ekki bera ábyrgð gagnvart innistæðueigendum hafi þau innleitt trygg- ingakerfi. Fram kemur í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis að innistæðu- tryggingakerfi á Íslandi var með svipuðum hætti og í mörgum öðrum Evrópulöndum, jafnvel betra en í sumum. Rannsóknarnefndin bendir á að markmið þágildandi tilskip- unar ES um innistæðutryggingar hafi verið mótsagnakennd og engar athugasemdir hafi verið gerðar við íslenska fyrirkomulagið fyrir bankahrun. Rannsóknarnefndin er þeirrar skoðunar að Ísland hafi framfylgt tilskipun ES um inni- stæðutryggingar. Þegar bankar féllu höfðu neyð- arlög verið sett til frekari verndar innistæðueigendum og ríkissjóði. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu einhliða að greiða út inni- stæðutryggingar jafnharðan í eigin löndum og gera kröfu á ríkissjóð Ís- lands en ekki Tryggingasjóð eða þrotabú Landsbanka. Í stað þess að reyna verja hagsmuni ríkissjóðs af krafti skipaði þáverandi fjár- málaráðherra, Steingrímur J. Sig- fússon, samherja í pólitík til forystu sendinefndar sem semja átti við Bretland og Holland. Svavar Gests- son var fenginn til að semja um ólögmætar kröfur upp á mörg hundruð milljarða, liðlega þriðjung þjóðarframleiðslu, en hafði enga reynslu eða menntun til starfans. Niðurstaðan var stórkostlegt klúð- ur. Í seinna skiptið var skipaður er- lendur lögfræðingur með haldbæra reynslu, Lee Buchheit. En sá hafði erfitt verk að vinna. Málið var kom- ið í vondan farveg vegna samning- anna sem flokksbróðir Steingríms hafði áður gert og Steingrímur lagt fyrir þing og fengið lögfesta. Ef ráðherra skipar vanhæfan mann ótengdan sér að semja í þýð- ingarmiklu máli, það eru stórkost- leg afglöp. Að útvega flokksfélaga bitling hjá ríkinu er þjófnaður af al- mannafé. En Steingrímur J. Sigfús- son skipaði mann sem var bæði vanhæfur til starfans og einnig samherji til margra ára í pólitík til að leiða eitt þýðingarmesta milli- ríkjamál í sögu lýðveldisins, hundr- uð milljarða voru í húfi. Vinnu- brögðin eru ólýsanleg. Í lögum um ráðherraábyrgð segir skýrt að krefja megi ábyrgðar ráð- herra sem „af ásetningi eða stór- kostlegu hirðuleysi [hafi] stofnað hagsmunum ríkisins í fyr- irsjáanlega hættu.“ Það gerði Stein- grímur J. Sigfússon þegar hann lagði ríkissjóð að veði vegna Ice- save. Ennfremur segir í 91. grein ís- lenskra hegningarlaga: „[Fangelsi allt að 16 árum] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erind- rekstri.“ Ekki verður annað séð en að Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon hafi báðir brotið þessa grein, Svavar með frammistöðu sinni í samningum við Breta og Hollendinga og Steingrímur með því að leggja klúður Svavars fyrir þingið. Greinilegt er af því sem opin- berlega er vitað um þetta eina mál, Icesave, að Steingrímur J. Sigfús- son verðskuldar að vera ákærður fyrir Landsdóm. Hverju skyldi þá gegna um aðrar embættisfærslur hans? Nýleg skoðanakönnun sýnir að Alþingi Íslendinga nýtur einskis trausts lengur. Það er uppskeran af störfum núverandi ríkisstjórnar og nokkurra undangenginna stjórna. Einkavinavæðing Landsbanka er gott dæmi, bankinn var afhentur „óreiðumönnum“ í málamyndarút- boði, þeir voru lægstbjóðendur og fengu fjármögnun. Afleiðingin var Icesave. Steingrímur J. Sigfússon gerði illt ennþá verra og fékk vanhæfan pólitískan samherja til að semja um löglausar kröfur erlendra þjóðríkja vegna Icesave. Kröfur upp á hundr- uð milljarða vegna skulda sem stofnað var til af einkabanka sem rekinn var af „óreiðumönnum“. Samherji Steingríms samdi um ein- hliða uppgjöf ríkissjóðs. Stein- grímur lagði samt ónýtan samning fyrir þingið. Samningnum var vísað til þjóðar og þjóðin hafnaði honum afdráttarlaust. Stórfé var varið til að laga samninginn, skárri útgáfu var samt líka hafnað. Ef Alþingi vill reyna vinna inn traust og virðingu þjóðar verður einhvers staðar að byrja. Augljóst skref er að draga Steingrím J. Sig- fússon til ábyrgðar vegna Icesave. Eftir Svein Valfells » Greinilegt er af því sem opinberlega er vitað um þetta eina mál, Icesave, að Steingrímur J. Sigfússon verð- skuldar að vera ákærð- ur fyrir Landsdóm. Sveinn Valfells Höfundur er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Icesave og traust Alþingis Jafnt andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fylgjendur eru sammála um að álitamálið um stöðu Íslands gagnvart ESB er stórpólitísk spurning með víðtækar afleið- ingar fyrir þjóðina um langa framtíð. Okkur andstæðinga aðildar greinir á við aðild- arsinna um afleiðingarnar. Um það snýst umræðan. Í lýðræðisþjóðfélagi eru pólitísk álitamál rædd í opinni frjálsri umræðu. Til að umræðan sé frjáls þarf að gæta að jafnræðissjónarmiðum. Í umræðunni um aðildarumsókn Íslands gætir ekki jafnræðis. Stjórnvöld beita afli stjórnsýslunnar í þágu umsóknarinnar. Embættismenn utanríkisráðuneytisins eru gerðir út af örkinni að kynna kosti ESB- aðildar á fundum hverskyns félagasam- taka vítt og breitt um landið. Þá er verk- færum stjórnsýslunnar, s.s. almannatengl- um og dagskrárvaldi ráðuneyta til að efna til funda og málþinga, beitt í þágu ESB- umsóknarinnar. Íslensk stjórnvöld eru þrátt fyrir allt ís- lensk og svara íslenskum almenningi fyrir gerðir sínar – ekki seinna en í næstu þing- kosningum. En til viðbótar við einhliða málflutning stjórnvalda til stuðnings ESB- aðild var um áramótin síðustu opnuð sér- stök miðstöð fjármögnuð af erlendu stjórn- valdi, framkvæmdastjórninni í Brussel, til að reka áróður fyrir aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Evrópustofa skekkir í grundvall- aratriðum lýðræðislega umræðu á Íslandi. Evrópustofa heyrir beint undir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og þar af leiðir er íslenskur almenningur varn- arlaus – getur ekki kallað til ábyrgðar þá sem veita fjármuni til að reka áróður fyrir aðild Íslands að ESB. Við skulum taka af öll tvímæli: Hlutverk Evrópustofu er að „tryggja“ fylgi almenn- ings við aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Það stendur skráð í útboðsgögnin sem liggja til grundvallar rekstri Evrópustofu. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi mennta- málaráðherra, sat opinn fund á Akureyri með Evrópustofu og skrifaði í framhaldi blaðagrein. Þar segir m.a. „Upplýsingafund ESB á Hótel KEA sat m.a. Timo Summa, sendiherra ESB á Ís- landi. Hann lýsti því yfir að til stæði, væntanlega á veg- um hans sjálfs og ESB, að skapa (create) umræðu um ESB á Íslandi. Áður hafði Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Evrópustofu, lýst því yfir, að ekki stæði til að hafa áhrif á umræðuna. Ekki er ljóst hvort hér er um að ræða einfeldni eða tvöfeldni.“ Evrópustofa er ekki rekin til að kynna evrópska menn- ingu, vísindi eða listir heldur til að fá Íslendinga til fylgilags við Evrópu- sambandið. Til að stunda áróðurinn á Ís- landi hefur Evrópustofa úr rúmlega 200 milljónum króna að spila næstu tvö árin. Til að setja þetta í samhengi þá úthlutaði Alþingi sl. haust heilum 27 milljónum króna til félagasamtaka sem stuðla að um- ræðu um Evrópumál. Þessum 27 millj- ónum var skipt til helminga á milli and- stæðinga aðildar annars vegar og fylgjenda hins vegar. Ein og sér er Evr- ópustofa með tuttugufalt það fé sem Heimssýn, félagsskapur andstæðinga að- ildar, fær frá Alþingi. Á Íslandi eru í gildi lög nr. 62 frá 1978 sem fjalla „um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi“. Markmið laganna er lýðræðisvörn á Íslandi: Að banna erlendan yfirgang í íslenskri umræðu um íslensk málefni. Evrópustofa starfar ekki í þágu ís- lenskra hagsmuna heldur erlendra. Rekst- ur Evrópustofu hér á landi fer ekki saman við lýðræðislega umræðu um stærsta póli- tíska álitamál seinni tíma stjórnmálasögu Íslands. Evrópustofa og lýðræðisleg umræða Eftir Ásmund Einar Daðason Ásmundur Einar Daðason »Hlutverk Evrópustofu er að „tryggja“ fylgi al- mennings við aðild Íslands að ESB og notar hún tutt- ugufalt það fé sem Heims- sýn fær frá Alþingi. Höfundur er alþingismaður Framsóknar- flokksins og formaður Heimssýnar (samtaka sem berjast gegn aðild Íslands að ESB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.