Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012
Umræðan sem fram fór í fyrrinóttum að herða höftin varð til að
þess að upplýsa hvað ríkisstjórnar-
flokkarnir ætla sér með þau.
Ekki var endilegaætlunin að sýna
á spilin, en orð Helga
Hjörvar, óvænts
flutningsmanns máls-
ins, gefa til kynna
hver framtíð haft-
anna er fái þessi ríkisstjórn nokkru
um ráðið.
Helgi sagði að „kannski“ þyrfti aðræða „hreinskilnislega“ að það
væri ekki útlit fyrir að höftin yrðu los-
uð fyrir árslok 2013, en núgildandi lög
gera ráð fyrir að í síðasta lagi þá falli
þau úr gildi.
Hann sagði „mikilvægt að draga úróraunsæislegum væntingum“
um að höftin yrðu afnumin hratt.
Greinilegt er af orðum Helga, semríkisstjórnin hefur ákveðið að
gera að helsta talsmanni haftanna, að
engin áform eru uppi um að standa við
það sem sagt var við lögfestingu
þeirra.
Ef núverandi ríkisstjórn ræður eruhöftin komin til að vera.
En um leið og þetta upplýstist varannað skilið eftir í lausu lofti.
Helgi Hjörvar gat með engu móti
svarað því á sannfærandi hátt hvers
vegna hann en ekki efnahagsráðherr-
ann mælti fyrir frumvarpi ráðherrans.
Helst var að skilja að ekki hefðiverið hægt að kynna málið í rík-
isstjórn því að hún væri lek líkt og
höftin.
Er það svo?
Helgi Hjörvar
Helgi herðir höftin
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 3 rigning
Akureyri 6 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað
Vestmannaeyjar 4 skýjað
Nuuk -7 snjókoma
Þórshöfn 8 þoka
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 10 heiðskírt
Brussel 8 skýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 10 skýjað
London 10 léttskýjað
París 15 heiðskírt
Amsterdam 7 alskýjað
Hamborg 8 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 10 alskýjað
Moskva 1 skýjað
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 16 léttskýjað
Aþena 6 alskýjað
Winnipeg 5 léttskýjað
Montreal 3 súld
New York 15 léttskýjað
Chicago 15 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:48 19:27
ÍSAFJÖRÐUR 7:54 19:31
SIGLUFJÖRÐUR 7:37 19:13
DJÚPIVOGUR 7:18 18:56
Rannsóknin á upplýsingaleka úr
Landsbankanum gengur vel, að
sögn Friðriks Smára Björgvins-
sonar yfirlögregluþjóns hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu. Vonir
standi til að henni ljúki í vikunni.
Aðkoma Ársæls Valfells, lektors
við viðskiptadeild Háskóla Íslands,
að málinu er til rannsóknar en hann
kom trúnaðargögnum frá Lands-
bankanum í hendur DV að ósk
Gunnars Andersens, þáverandi for-
stjóra Fjármálaeftirlitsins.
Ekki er ljóst hvort Ársæll hefur
brotið gegn reglum Háskólans.
Kristín Ingólfsdóttir rektor segist
hafa átt símafund með Ársæli sem
er erlendis.
„Ég hef beðið hann um skriflega
greinargerð og við skoðum málið
nánar,“ sagði Kristín.
Ársæll sendi frá sér yfirlýsingu á
mánudag og sagði þar að maður
hefði bankað á dyrnar heima hjá
honum og beðið hann um að skila
sendingu til Gunnars Andersens.
Ársæll sagðist strax hafa haft
samband við Gunnar og sagt honum
frá sendingunni en Gunnar hefði
beðið hann um að koma henni til
fréttastofu DV, sem hann gerði. Ár-
sæll segist ekki hafa vitað um inni-
hald sendingarinnar en fram hefur
komið að um var að ræða gögn um
fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,
alþingismanns.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins sagði
Gunnari upp störfum 1. mars og
kærði hann til lögreglunnar.
kjon@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Rektor HÍ Kristín Ingólfsdóttir.
Rektor
kannar mál
Ársæls
Vill fá greinargerð
Bensínlítrinn var í gær kominn vel
yfir 260 krónur hjá öllum eldsneytis-
félögunum en hann hefur hækkað
um fimm krónur síðustu daga. Skýr-
ingar á þessum hækkunum er að
finna á heimsmarkaði en hvaða af-
leiðingar hafa þær á neysluvísitöl-
una?
Meðalhækkunin á eldsneytinu er
komin vel yfir 10% frá áramótum og
fátt sem bendir til þess að lækkanir
séu í spilunum. Guðrún Ragnheiður
Jónsdóttir á Hagstofu Íslands segir
að vægi bensíns í vísitölunni sé rúm
sex prósent og því ljóst að áhrifin
séu mikil á húsnæðislán og annað
vísitölutengt. Hagstofan gefur út
neysluvísitölu einu sinni í mánuði,
það gerist næst 28. mars.
„Hækkun um fimm prósent á
bensíni og dísil merkir um 0,3%
hækkun á vísitölunni og 10% bens-
ínhækkun um 0,6% hækkun,“ segir
Guðrún.
Vísitala neysluverðs er samsett úr
mörgum þáttum og er m.a. notuð til
að mæla verðbólgu. Niðurstaðan
hefur áhrif á fjölmarga þætti, þar á
meðal verðtryggð lán til húsnæðis-
kaupa. Miðað við 20 milljóna króna
lán merkir 10 prósenta hækkun því
að lánið hækkar um rösklega 100
þúsund krónur. kjon@mbl.is
Bensínið þyngir íbúðarlán
Lítrinn kominn vel yfir 260 kr. hjá öllum félögunum
La Bohème óperumatseðill
Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu – Borðapantanir 519 9700
info@kolabrautin.is – www.kolabrautin.is
FORRÉTTUR
Cara cara applesínur, romaine salat, stökk hráskinka, ísbúi,
blóðappelsínusósa, stökkt súrdeigsbrauð
AÐALRÉTTUR
Grilluð nautalund og gljáð svínasíða, ristað eggaldinkrem,
eldbakakaður kúrbítur og sýrður rauðlaukur
Kaffiog „kolacantucci“
5950