Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Skyrtur og blússur Langerma – stutterma - síðar stuttar - einlitar – munstraðar Boðskort í miklu úrvali á www.hanspetersen.is eða www.kort.is fyrir hvað tilefni sem er Er ferming á næstunni? www.kort.is Nýjar sumarúlpur v/Laugalæk Sími 553 3755 St. 34-50 Verð 26.800 YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 Aðhaldsföt Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar Starfsmenn embættis sérstaks sak- sóknara yfirheyrðu um tíu manns í tengslum við rannsókn embættisins á Kaupþingi í Lundúnum í síðustu viku. Enginn Íslendingur var yfir- heyrður, að sögn Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksónara. Í samtali við fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is, segir Ólafur Þór að yfirheyrslurnar hafi tekið alla vikuna en ekki er gefið upp hvort þeir sem voru yfirheyrðir séu fyrrum starfs- menn Kaupþings. Að sögn Ólafs Þórs er aldrei gefið upp hverjir eru yfirheyrðir í rannsóknum sem þess- um enda geti slíkt spillt fyrir rann- sókn og haft áhrif á hvernig gengur að fá fólk til að mæta til yfirheyrslu. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær- kvöldi kom fram að Karen Millen, stofnandi samnefnds tískufyrirtæk- is, hefði verið meðal þeirra sem starfsmenn sérstaks saksóknara yf- irheyrðu. Lánveitingar til rannsóknar Áður hefur komið fram að meðal þeirra mála sem sérstakur saksókn- ari rannsakar og tengjast Kaupþingi banka, eru viðskipti Kaupþings með skuldatryggingar á skuldabréf bankans á árinu 2008, sérstaklega lánveitingar Kaupþings til viðskipta- vina í Bretlandi. Talið er að þeir fjár- munir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á hvernig markaðurinn erlend- is og hér heima mat áhættu af við- skiptum við bankann. „Yfirheyrslur gengu vel og við fengum mikið af góðum og gagnleg- um upplýsingum við yfirheyrslurn- ar,“ segir Ólafur Þór. Tíu yfirheyrðir í Lund- únum vegna Kaupþings Karlmaður á þrítugsaldri var í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í 75 daga fangelsi, þar af 45 skilorðs- bundið, fyrir ölvunar- og fíkniefna- akstur, akstur sviptur ökurétti, þjófnað og fjársvik. Maðurinn, sem er fæddur árið 1988, var dæmdur fyrir akstur á Akranesi í júlí í fyrra undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Fyrir að hafa ekið bifreið á Snæfellsnesi hinn 13. ágúst undir áhrifum ávana- og fíkniefna og daginn eftir í Stykk- ishólmi, einnig undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í september var hann einnig tekinn fyrir akstur bifreiðar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Hann var einnig ákærð- ur fyrir tvö sam- bærileg brot í október í Reykja- nesbæ og svo aft- ur í nóvember. Hann var einn- ig dæmdur fyrir að hafa stolið N1- greiðslukorti í október og smá- mynt úr bifreið í Reykjanesbæ og fyrir fjársvik fyrir að hafa notað kortið í afgreiðslustöðvum N1 og þannig svikið út vörur. Maðurinn ját- aði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann hefur áður þurft að greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og umferðarlagabrot. Dæmdur fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness „Við þurfum að komast inn í stærri lyfjaútboð með hinum Norð- urlöndunum,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á Al- þingi í gær, en þar var rætt um lyfjaverð. Hann sagði lyfjakostnað vera of háan og að gott hefði verið að nota fjármuni í annað en lyf. Þingmaður VG lagði til að ríkið færi út í lyfjaframleiðslu. Meiri samkeppni í Danmörku Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að hér á landi væru 3.300 lyf leyfð, en í Danmörku væru leyfð um 10.000 lyf. Þetta væri vegna þess að þar væri meiri samkeppni, lyfjaverð væri þar lægra og þetta væri um- hugsunarvert. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði lyf ekki hafa hækkað í verði og að það væri að- allega stefnu stjórnvalda að þakka. Hún vitnaði þar í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Hún lagði til að ríkið framleiddi sjálft ódýr samheitalyf. „Þá þyrftum við kannski ekki að standa frammi fyrir því að magnyl og íbúfen fengist ekki vikum og mánuðum saman,“ sagði Álfheið- ur. Vill að ríkið framleiði lyf Stórfréttir í tölvupósti - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.