Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 11
Pendúll Ráðagóður og kennir nýtt og óhefðbundið tungumál. um og líklegast kemur fyrsta bindi af þremur út í haust. En ég býst við að gefa út orðabók um svipað leyti til að fólk skilji textann,“ segir Þórdís. Úðandi sælar samsetningar Þórdís hefur frá árinu 2004 sjálf gefið út tvær ljóðabækur auk þess að hafa gefið út ljóðabók og tvær skáldsögur hjá forlagi. Pend- úlskrifin gefur hún hins vegar út undir nafninu Emmalyn Bee. Stend- ur nafnið fyrir þá samvinnu sem verkið er sprottið af. Pendúlinn seg- ir Þórdís vera mikið fyrir nýyrða- smíð og óvenjulegar samsetningar en í bókinni má finna ljóðlínur á borð við „Úðandi sæll finnur næstum-þú næstumhamingjuna í vetraróþurft- inni, óæðislegum óttagóðum gúglóð- um nöturleika.“ Þannig segir Þórdís pendúlinn líka hafa kennt sér annað tungumál með nýjum reglum sem ekkert á skylt við íslensku. Áhugi á dulspeki „Þetta nýja tungumál er dálítið sérstakt því enginn greinarmunur er gerður á lýsingarorðum og atviks- orðum og í því er enginn greinir. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegt að pæla í orðum og málinu. Það er líka drifkrafturinn sem drífur mig áfram,“ segir Þórdís. Hún hefur mikinn áhuga á dul- speki og byrjaði að nota pendúl fyrir um ári en hafði fyrir það þjálfað sig í að sjá árur. Hún segir pendúllinn líka gefa sér góð ráð varðandi ým- islegt í hinu daglega lífi og sé hann mjög ráðagóður. Óvanaleg skáldverk Líkt og fyrri ljóðabækur sínar tvær hannaði Þórdís bókina sjálf og bjó til heima sem hún segir vera mjög skemmtilegt. Gaman sé að geta ákveðið útlit bókarinnar al- gjörlega sjálfur og fylgt ferlinu þannig eftir frá a til ö. Bókina gefur Þórdís út ásamt systur sinni Brynju Dís Björns- dóttur en saman stofnuðu þær út- gáfufyrirtækið Útúr ýmsu í kringum bókina og ætla sér nú að halda ótrauðar áfram og gefa út fleiri óvanaleg skáldverk. „Þetta er aðeins byrjunin hjá okkur, við skrifum öðruvísi efni sem hentar þó hverjum þeim sem hefur áhuga á bókmenntum og skáldskap yfir höfuð, og stefnum á að gefa meira út,“ segir Þórdís um fram- haldið. Bókin hefur fengið góðar við- tökur og er nú unnið að því að dreifa henni í bókaverslanir. Einnig er hægt að kaupa bókina í gegnum net- ið og skulu pantanir sendar á net- fangið uturymsu@gmail.com. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Grunnskólanemar voru boðnir á tónleika í Norður- ljósum í Hörpu í síðustu viku á sérstaka skólatónleika. Á tónleikunum flutti Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Bernd Ogrodnik brúðugerð- armeistari Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff. En verkið er eitt frægasta tón- listarævintýri fyrir börn sem samið hefur verið. Alls voru fluttir sex tónleikar fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Sögumaður var Halldóra Geirharðsdóttir og hljóm- sveitarstjóri Guðmundur Óli Gunnarsson. Eins og sjá má á myndunum skemmtu börnin sér hið besta og fylgdust athugul með. Hefur tónlistin og brúðurnar greinilega fangað athygli þeirra. Skólatónleikar í Hörpu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Þátttakendur Krakkarnir fengu að kynnast brúðugerð og tónlist í Hörpunni á sérstökum skólatónleikum. Pétur og úlfurinn á kreik Sprell Bernd Ogrodnik brúðugerðarmaður bregður á leik. Prúðar Þessar stöllur voru spenntar yfir sýningunni og jafnvel dálítið skelkaðar. Tónleikar Þessa litla hnáta fylgdist með af athygli. Margrét Svava Jónsdóttir msj2@hi.is Systurnar Brynja Dís og Þórdís Björnsdætur settu á fót nýtt forlag á dögunum með útgáfu ljóðabókarinnar Nötur gömlu nútíðarinnar. Upphaflega sendu þær eigið efni til Máls og menn- ingar ásamt JPV en fengu höfn- un og því varð til nýja forlagið. Hvert eintak er heima- föndrað og selt eftir pöntunum sem gengur mjög vel. Vegna fjölda áskorana verða bækurnar til sölu í Eymundssyni og í Bók- sölunni en einnig er hægt að panta þær á netinu. Heimaföndra hvert eintak NÝTT FORLAG www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Lán til íbúðarkaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.