Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 „Hann sveiflast milli súrrealisma, popplistar, teiknimyndasögunnar og vísindaskáldskapar og brýtur þann- ig til mergjar fyrirbæri og ómann- úðleika nútímaheimsins,“ segir í kynningu á 18 síðna viðtali við lista- manninn Erró í nýjasta tölublaði hins virta listtímarits Kunstforum. Í viðtalinu lýsir Erró uppvexti sín- um á Íslandi, áhrifavöldum og vinnu- brögðum. Í viðtalinu segir Erró að fortíðin leiki ekkert hlutverk í lífi hans og er þá spurður hvers vegna þráður hins sögulega sé svo sterkur í myndum hans. „Það er sennilega vegna þess að hinir pólitísku atburðir, sem ég vísa til, koma mér í svo mikið uppnám,“ segir Erró í viðtalinu. „Þannig var það líka með Víetnamstríðið. Mér finnst óbærilegt þegar eitt land þvingar annað.“ Erró lýsir því hvernig efni, sem hann notar í myndir sínar, hleðst upp hjá honum. „Mörg hundruð skúffur eru fullar af myndum alls staðar að og ein er eins og víti, full af öllum þeim hryllingi, sem á sér stað í heiminum. Þegar ég geri til dæmis mynd þar sem ég ræðst á drápsvél ógnareinræðis Pols Pots og Rauðu kmeranna næ ég í viðeigandi mynd- ir. Það getur tekið langan tíma að safna efninu áður en ég byrja á klippimynd, sem síðan verður til með algerlega sjálfvirkum hætti án þess að ég geri skissur fyrirfram. Allt raðast saman beinlínis af sjálfu sér. Það er ótrúlegt. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar.“ Með viðtalinu eru birt mörg verka Errós auk ljósmynda af vinnustofu hans. Erró verður áttræður í sumar. Ómannúð- leiki nú- tímans  Burðarviðtal við Erró í Kunstforum Veglegt Viðtalið við Erró er á níu myndskreyttum opnum. Í byrjun 16. aldar vann Leonardo da Vinci að miklu veggmálverki af orrustu í höll einni í Flórens. Da Vinci hætti við verkið árið 1504 en engu að síður töldu margir sam- tímamennn það vera hans fínasta. Giorgio Vasari var árið 1563 fenginn til að mála fresku yfir verk- ið. Hugmyndir hafa verið uppi um að Vasari hafi áður byggt falskan vegg yfir verk meistarans til að vernda það. Um hríð hafa forverðir unnið að því umdeilda verkefni að bora gegnum fresku Vasaris, í leit að vísbendingum um verk da Vinc- is. Nú telja þeir sig hafa fundið leif- ar olíulita eins og hann notaði en þurfa frekari rannsókna við. Málverk da Vincis fundið? Umdeilt verkefni Forverðir vinna að sýnatöku gegnum göt sem þeir hafa gert á fresku Vasaris. Þeir telja að orrustumynd da Vincis sé þar undir. Reuters Í tengslum við hina viðamiklu yfirlitssýningu á verkum Rúrí- ar í Listasafni Íslands, með verkum frá fjórum áratugum, verður dagskrá í safninu í dag klukkan 17.00 sem kallast Á tali. Þar ræða saman þau Rúrí, Markús Þór Andrésson, myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri, og Halldór Björn Runólfsson safnstjóri. Að spjalli loknu býður Halldór Björn gestum leiðsögn um sýninguna og gefst þá einnig tæki- færi til að hlýða á Rúrí fjalla um þær hugmyndir sem liggja að baki verkunum. Aðgangur er ókeyp- is og allir velkomnir. Myndlist Ræða saman um myndlist Rúríar Um 100 verk eru á sýningu Rúríar. Á mánaðarlegu stefnumótakaffi í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi eiga gestir stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Á stefnu- mótakaffi í kvöld, miðvikudags- kvöld kl. 20, segir Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari frá ferðalögum sínum um heiminn í máli og myndum. Einar Falur mun ræða um það hversu mik- ilvægt og gefandi það getur verið að kynnast fjar- lægum slóðum, ekki síst til að geta betur skilið og upplifað sinn eigin bakgrunn. Hann mun lesa úr eigin frásögnum úr bókinni Án vegabréfs – ferða- sögur, auk þess að vitna í skrif annarra höfunda. Stefnumót Ferðir um heiminn í máli og myndum Einar Falur Ingólfsson Sýningu um lífsverk Jóns Sig- urðssonar lýkur um komandi helgi í Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin nefnist Lífsverk: einkahagir, vísindastörf og stjórnmálaþátttaka Jóns Sig- urðssonar forseta. Þar gefur að líta fjölmörg fáséð bréf, hand- rit og skjöl sem tengjast lífs- ferli Jóns, svo sem gögn frá námsárum hans, handrit frá heimilisfólkinu á Hrafnseyri, uppskriftir vegna fornrita- og heimildaútgáfu, bréf frá Jakobi Grimm þjóðsagnasafnara, teikn- ingar Sigga fóstursonar hans, gögn frá heim- ilishaldi Jóns og Ingibjargar, yfirlit yfir útgáfu- verk Jóns og margt fleira. Sagnfræði Sýningu um Jón Sigurðsson lýkur Jón Sigurðsson forseti. Á uppboði í Gallerí Fold á mánu- dagskvöldið var lítið málverk eftir Louisu Matthíasdóttur af þremur hestum slegið kaupanda fyrir 2,1 milljón króna. Nálægt því í verði var verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem fór fyrir 1,9 milljónir. Það var metið á 1,6 til 1,8 milljónir króna. „Þá fékkst ágætt verð fyrir verk eftir Birgi Andrésson, 550.000 krónur, en verk hans hafa ekki sést mikið á uppboðum áður. Verk eftir Georg Guðna fór á 750.000 og heldur meira en matsverð fékkst fyrir verk eftir Braga Ásgeirsson og Tryggva Ólafsson. Módelmynd Braga frá 1953 var metin á 600.000 en seldist á 950.000,“ segir Jóhann Ágúst Hansen hjá Gallerí Fold. Tekist var á um málverk eftir Finn Jónsson af báti á þurru landi, það var metið á hálfa milljón en slegið kaupanda á 800.000. Við uppgefið verð bætast uppboðs- gjöld. Í mynd eftir Sölva Helgason, sem metin var á milljón til 1,2 milljónir, fékkst ekki lágmarks- boð. „Það kom okkur á óvart,“ seg- ir Jóhann. Verk Louisu dýr- ast á uppboðinu Módelmynd Málverk Braga Ásgeirs- sonar frá 1953 var metið á 600.000 en var slegið kaupanda fyrir 950.000. Þrír hestar Verk Louisu Matt- híasdóttur var selt á 2,1 milljón. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Dregur til tíðinda er yfirskrift fyrir- lestradags sem Hönnunarmiðstöð stendur fyrir í Gamla bíói fimmtu- daginn 22. mars næstkomandi milli kl. 10 og 15.30. Fyrir- lestradagskráin markar jafnframt upphafið á Hönn- unarmars sem í ár er haldinn í fjórða sinn. „Við höfum mikið ver- ið að velta fyrir okkur hlutverki hönnuða og mikil- vægi þeirra í samfélaginu, enda snýst hönnun ekki bara um hluti sem hægt er að kaupa úti í búð held- ur ákveðinn hugsunarhátt og vinnu- aðferð til að breyta og bæta, og á við nánast alls staðar í samfélaginu. Hönnun er alltaf ferðalag út í óviss- una,“ segir Edda Kristín Sigurjóns- dóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunar- miðstöð. „Á Hönnunarmars í fyrra héldum við fyrirlestradagskrá þar sem hlut- verk hönnuða á tímum breytinga var til skoðunar. Okkur fannst rökrétt næsta skref vera að skoða hlutverk hönnuða í þverfaglegu samhengi. Þannig beinum við í ár sjónum okkar að mikilvægi þess að sækja sér þekkingu úr ólíkum áttum og deila sérþekkingu milli fagsviða. Lykilfyr- irlesararnir fjórir eru allir fram- sæknir, en mjög ólíkir og því verður mikill fengur fyrir viðstadda að heyra um reynslu þeirra og hug- myndafræði,“ segir Edda Kristin og vísar þar til Marije Vogelzang, Tuo- mas Toivonen, Koert van Mensvoort og Hjalta Karlssonar, en kynnir og stjórnandi er Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ. „Víðfeðmar pælingar“ Spurð um bakgrunn lykilfyrirles- aranna fjögurra bendir Edda Krist- ín á að Marije Vogelzang sé frum- kvöðull á sviði matarhönnunar. „Að hennar mati er maturinn fullkom- lega hannaður af náttúrunni. Í hönn- un sinni einblínir Marije því á upplif- unina af því að borða, en hún segist leita hugmynda í siðum, sögu, menn- ingu og uppruna matvæla,“ segir Edda Kristín og bendir á að Vogelz- ang hafi meðal annars stofnað og hannað tilraunakenndu veitinga- staðina PROEF í Rotterdam og Amsterdam og að ómissandi partur af stemningunni á fyrirlestradaginn verði léttar, litríkar og heilnæmar veitingar frá Happ. „Tuomas Toivonen er arkitekt og tónlistarmaður sem er frægur fyrir að rappa fyrirlestra sína um borgar- skipulag. Hann stendur nú fyrir opnun fyrstu almenningssánunnar í Helsinki um langt árabil, en mark- miðið er að skapa stað fyrir samveru á grundvelli baðmenningar í borg- inni. Koert van Mensvoort hefur breiðan bakgrunn, en hann er bæði vísindamaður og listamaður hjá NextNature.net. Hann er menntað- ur tölvunarfræðingur og myndlistar- maður sem og doktor í heimspeki. Hann beinir sjónum sínum að mörk- um manns, tækni, náttúru, atómsins og alheimsins og alls þar á milli. Þetta eru því mjög víðfeðmar og flottar pælingar.“ Fjórði og síðasti fyrirlesari dags- ins er Hjalti Karlsson, en hann er grafískur hönnuður og hannaði útlit Hönnunarmars í ár. „Fyrir tólf árum stofnaði hann hönnunarstúdíóið Karlsson Wilker í New York ásamt Jan Wilker, en þeir höfðu áður unnið saman hjá gúrunum Stefan Sag- meister. Meðal viðskiptavina þeirra má nefna Vitra, MoMA og New York Times Magazine,“ segir Edda Kristín og bendir að lokum á að hægt sé að tryggja sér miða á fyrir- lestradaginn á midi.is en í fyrra var fullt út úr dyrum á fyrirlestradegi Hönnunarmars. Skoða hlutverk hönnuða í þverfaglegu samhengi  Framsæknir hönnuðir á fyrirlestra- degi við upphaf Hönnunarmars Edda Kristín Sigurjónsdóttir Víðfeðmur Koert van Mensvoort. Matarhönnun Marije Vogelzang. Rappar Tuomas Toivonen.Fjölhæfur Hjalti Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.