Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Milli Eskifjarðar og Norðfjarðar hefur bor- ið á því að bílstjórar sjúkrabifreiða sem leggja sig í mikla hættu við að koma barnshaf- andi konum á Fjórð- ungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað hafi oft neyðst til að snúa við sunnan einbreiðu slysagildrunnar og á Fagradal vegna mikils blindbyls þegar starfsmenn Vega- gerðarinnar verða að hætta snjó- mokstri upp að Oddsskarðsgöng- unum í 620 m hæð. Mörg dæmi eru til um að barnshafandi konur á suður- fjörðunum og norðan Fagradals sem hafa lent í sjálfheldu af þessum sök- um hafi verið fluttar frá Egilsstöðum og Hornafirði til Akureyrar og Reykjavíkur. Fljótlegra er að bregðast við þessu vandamáli eins og gert hefur verið með því að senda sjúkraflugvél frá Akureyrarflugvelli til Þórshafnar, Vopnafjarðar, Egilsstaða og Horna- fjarðar vegna þess að vonlaust er fyr- ir heimamenn búsetta norðan Fagra- dals, Hellisheiðar eystri og á suðurfjörðunum að leggja á sig meira en 300 km báðar leiðir til að treysta á stóra Fjórðungssjúkrahúsið sem Norðfirðingar sleppa vel við án þess að þeir þurfi að keyra yfir snjóþung og illviðrasöm svæði í meira en 600 m hæð. Þetta ástand réttlætir ekki stað- setningu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað sem er ótrúverðug og getur aldrei orðið aðgengileg fyrir Austfirðinga búsetta utan Norð- fjarðar á meðan innanríkisráðherra og stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga reyna allt til að afskrifa endanlega tvíbreið jarðgöng í stað gömlu Odds- skarðsganganna. Óskynsamlegt var að flytja fæðing- ardeildina frá Egilsstöðum til Nes- kaupstaðar án þess að meirihluti Austfirðinga væri spurður álits á þessum vinnubrögðum. Það segir ekki að Djúpavogsbúar taki því þegj- andi að þurfa að keyra til Neskaup- staðar og aftur heim til sín sem eru 400 km. Óhjákvæmilegt er að útboði Norðfjarðarganga sem rjúfa ein- angrun Fjórðungssjúkrahússins við Eskifjörð, Reyðarfjörð og hluta suð- urfjarðanna verði flýtt á meðan von- laust er að kveða niður allar efasemd- ir um fjármögnun Vaðlaheiðarganga í formi vegtolla á hvert ökutæki. Meira þarf til að allir íbúar fjórð- ungsins fái greiðan aðgang að Fjórð- ungssjúkrahúsinu til þess að þeir losni við tvo erfiða fjallvegi í meira en 600 m hæð og einn sem stendur í nærri 400 metra hæð milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Staðreyndina um grjóthrunið í einbreiðu slysagildrunni sem er á snjóflóðasvæði í 620 m hæð fyrir ofan Eskifjörð hafa stuðningsmenn Vaðla- heiðarganga hjá Vega- gerðinni reynt að af- skræma í þeim tilgangi að halda uppi tilefn- islausum árásum á sam- göngumál Norðfirðinga og Seyðfirðinga sem hafa alltof lengi verið af- skiptir í samgöngu- málum. Á meðan Steingrímur J. Sigfússon getur ekki sannfært þingmenn stjórnarflokkanna, fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis um að 1.000 króna veggjald á hvern bíl standi undir launum starfsmanns og fjár- mögnun Vaðlaheiðarganga vakna spurningar um hvort skárri kost- urinn fyrir stjórnvöld og Vegagerðina sé að flýta útboði Norðfjarðarganga og síðar Dýrafjarðarganga sem hefðu átt að koma strax á eftir Fáskrúðs- fjarðargöngum. Óbreytt ástand í samgöngumálum Fjarðabyggðar kemur í veg fyrir að meirihluti Aust- firðinga sem starfar í álverinu á Reyðarfirði og býr utan Norðfjarðar geti treyst á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Ein forsendan fyrir því að allir Austfirðingar fái greiðari aðgang að Fjórðungssjúkrahúsinu er að útboði Norðfjarðarganga verði flýtt þótt meira þurfi til. Staðsetning Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað var á sínum tíma ákveðin með þeim skila- boðum að þá yrði fljótlegra fyrir sjó- menn að treysta á Heilbrigðisþjón- ustuna í fjórðungnum ef neyðartilfelli kæmu upp. Fyrir það gjalda heima- menn sunnan Oddsskarðsganganna, á suðurfjörðunum, norðan Fagradals og Hellisheiðar eystri þegar snjó- mokstur frá Egilsstöðum til Reyð- arfjarðar og upp að einbreiðu slysa- gildrunni í Oddsskarðinu er óframkvæmanlegur vegna illviðris og snjóskafla sem geta náð meira en 5 metra dýpt. Fyrrverandi ráðgjafi Spalar hf. sem kom að undirbúningi Hvalfjarð- arganganna fullyrti í viðtölum að þeir sem tækju Vaðlaheiðargöng fram yfir jarðgöngin á Mið-Austurlandi og Vestfjörðum væru ekki með réttu ráði. Ákveðum ný Norðfjarðargöng á undan Vaðlaheiðargöngum. Flýtum útboði Norðfjarðarganga Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Óskynsamlegt var að flytja fæðingardeild- ina frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar án þess að meirihluti Austfirð- inga væri spurður álits á þessum vinnubrögðum. Höfundur er farandverkamaður. Þessar vikurnar taka nemendur 10. bekkjar í grunn- skólum landsins þátt í PISA-könnun (Pro- gramme for Int- ernational Student Assessment). PISA er alþjóðleg könnun á vegum OECD sem er endurtekin á þriggja ára fresti. Könnun eins og PISA skiptir miklu máli fyrir ís- lenskt skólastarf. Niðurstöðurnar eru notaðar til að mæla hversu vel nemendur í hverjum og einum skóla á Íslandi eru undirbúnir fyrir áframhald- andi starf og nám miðað við nem- endur á sama tíma í öðrum lönd- um. Eitt af mikilvægum hlutverkum grunnskólans er að búa nemendur undir að takast á við verkefni í daglegu lífi, starfi og námi eftir að skyldunámi lýkur og með PISA fær hver skóli niðurstöður sem notaðar eru í áframhaldandi skólaþróun. Því hefur stundum verið fleygt að einhver hópur íslenskra ung- menna leggi ekki nóg á sig við að svara könnuninni og ef til vill er það vegna þess að hver og einn fær ekki niðurstöðu um eigin hæfni. Sem skólastjóri í unglingaskóla hef ég mikla trú á íslenskum ungmennum. Mér þykja þau skemmtileg, skapandi, klár og þau hafa sterka samfélagsvitund. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ung- mennin muni ekki leggja sig fram og að niðurstaða Íslands verði lak- ari en ella ættu að ræða við börn- in. Því auðvitað skiptir það máli fyrir hvern og einn að leggja sig fram og gera sitt allra besta. En hvað get ég gert? Ég get hvatt nemendur til þess að leggja metn- að í þetta verkefni. Ég get sýnt þeim fram á að góður árangur er ánægjulegri en lakur. Ég get lagt mig fram um að fylla þau áhuga og eldmóði. Að sjálfsögðu vil ég að nemendur mínir standi sig fram- úrskarandi vel og geti stoltir sagt frá því að þeir hafi verið nem- endur tiltekins grunnskóla árið 2012 þegar árangur skólans var framúrskarandi. Ég bið líka for- eldra um að ræða við börnin um PISA Það skiptir máli fyrir nemendur að geta tengt sig við góðan árang- ur í alþjóðlegum könnunum, ekki síst ef stefnt er á heimsóknir eða nám í erlenda framhalds- eða há- skóla. Ekki þarf að læra sérstaklega fyrir könnunina en mikilvægt er að hver nemandi taki ákvörðun um að gera eins vel og hann getur og að hann fái hvatningu heima og í skólanum. Góð hvatning getur skipt máli Eftir S. Ingibjörgu Jósefsdóttur S. Ingibjörg Jósefsdóttir » Sem skólastjóri í unglingaskóla hef ég mikla trú á íslenskum ungmennum. Mér þykja þau skemmtileg, skap- andi, klár og þau hafa sterka samfélagsvitund. Höfundur er skólastjóri Hagaskóla. Gylfaflöt 16-18 · 112 Reykjavik · Sími 553 5200 · solo.is Halldór Hjálmarsson Skata (1959) Skatan er fyrsti íslenski stóllin sem framleiddur er úr formbeygðum kross- við. Hönnuðurinn Halldór Hjálmarsson húsgagna- og innanhússarkitekt er sá sami og hannaði kaffihúsið Mokka. Við hönnun stólsins leitaðist hann við að þróa íslenskan stól byggðan á þessari nýju tækni sem mjög var að ryðja sér til rúms á þessum árum, ekki síst með tilkomu „maursins“ fræga eftir Arne Jacobsen, og hvað var eðlilegra en þróa stól sem minnti á fisk ? Í anda þess tíma var hann hafður eins lítill og nettur og hægt var, enda naut hann mikilla vinsælda á 7. áratugnum , jafnt í borðstofum, eldhúsum og skól- um þar sem plássið skipti máli. Hann varð auk þess vinsæll sem fermingar- gjöf, enda hentar hann einstaklega vel sem léttur skrifstofustóll, jafnt fyrir háa sem lága. Beyki var 29.500 kr. nú 22.125 kr. Eik var 35.600 kr. nú 26.700 kr. Tekk var 38.200 kr. nú 28.650 kr. Sértilboð vegna Hönnunarmars Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Repjubrauð Hollustubrauð sem inniheldur m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat sem og íslenskt bygg - enginn sykur Ríkt af Omega 3 Góð brauð – betri heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.