Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, tók forustuna í fyrsta skipti frá því að kosningabaráttan um forsetastólinn hófst samkvæmt könnun sem birt var í gær. Þessi sveifla fylgir í kjölfarið á því að Sarkozy gagnrýndi Evrópu- sambandið harkalega í ræðu á sunnu- dag. Samkvæmt könnuninni fengi Sar- kozy flest atkvæði í kosningunum, fengi 28,5% atkvæða, en Francois Hollande, helsti keppinautur hans, 27%. Þessi forusta myndi hins vegar ekki duga honum í seinni umferð kosninganna byrjun maí þar sem kosið yrði milli tveggja efstu úr kosn- ingunum í næsta mánuði. Í seinni um- ferðinni fengi Hollande 54,5%, en Sarkozy 45,5% atkvæða ef marka má könnunina. Sarkozy hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Ræðu hans um helgina var augljóslega ætl- að að snúa við blaðinu. Þar hótaði hann að draga Frakkland út úr Schengen-samstarfinu komi Evrópu- sambandið ekki böndum á straum ólöglegra innflytjenda til landa innan þess. Sarkozy krafðist þess einnig að Evrópusambandið gripi til aðgerða til að stemma stigu við ódýrum innflutn- ingsvarningi. Ella myndi hann sjá til þess að einhliða yrðu sett lög undir yfirskriftinni „Kaupum franskt“. Forsetinn hafði fyrr í kosningabar- áttunni lagt áherslu á að hann væri bjargvættur evrunnar og ræða hans um helgina vakti því athygli. Sarkozy flutti hana í einu úthverfa Parísar og komu tugir þúsunda stuðningsmanna hans til að hlusta. Innflytjendamál á oddinn Með þessu útspili sækir Sarkozy að Marine Le Pen, forsetaframbjóð- anda Þjóðfylkingarinnar, sem er með málefni innflytjenda efst á stefnu- skránni. Hann hafði þegar sagt í lið- inni viku að næði hann endurkjöri myndi hann takmarka umfang fé- lagsþjónustu fyrir innflytjendur og draga úr fjölda þeirra, sem kæmust inn í landið. Í kosningaherbúðum Sarkozys er því nú haldið fram að skelfing hafi gripið um sig í röðum stuðnings- manna Hollandes. Hann er fyrrver- andi maki Segolene Royal, sem bauð sig fram til forseta fyrir sósíalista 2007 og tapaði þá fyrir Sarkozy. Sarkozy rökstuddi kröfu sína um umbættur á Schengen-samkomulag- inu með því að benda á stöðu Evrópu- sambandsríkja í efnahags- og fé- lagsmálum. Ef Evrópa kæmi ekki betri stjórn á innflytjendamál væri ekki hægt að tryggja að taka mætti á móti innflytjendum með reisn og tryggja aðlögun þeirra og félagsleg réttindi. „Það þarf að gera umbætur á und- irstöðum Schengen rétt eins og gert var fyrir evrusvæðið,“ sagði hann og bætti við að ekki mætti láta „tækni- krata og dómstóla“ eina um forræði í þessu málum. Sagði hann að unnt yrði að vera að refsa ríki, sem ekki uppfyllti skyldur sínar í Schengen- samstarfinu, og jafnvel gera það brottrækt. Sarkozy fær vind í seglin eftir gagnrýni á ESB Reuters Uppsveifla Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sækir nú á í skoðanakönn- unum. Í gær heimsótti hann hergagnaframleiðandann Safran Sagem.  Yrði efstur í fyrri umferð forsetakosninga en lyti í lægra haldi í annarri umferð 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Glæsilegt eldhús með París. AFP. | Nabil al-Arabi, yfirmaður Araba- bandalagsins, hvatti í gær til þess að hafin yrði al- þjóðleg rannsókn á „glæpum“ gegn almennum borgurum í Sýrlandi. Átök héldu áfram í gær og rúmlega 40 manns hefðu fallið, þar á meðal 23 liðs- menn öryggissveita stjórnarinnar. Ekkert gengur að binda enda á átökin í Sýrlandi. Öfugt við Líbíu hefur óeining ríkt í alþjóðasam- félaginu og tilraunir til að miðla málum hafa verið ómarkvissar. Skipun Kofis Annans sem sérstaks friðarerind- reka Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vakti vonir, en ekkert bendir þó til þess að kraftur sé að færast í umleitanir um að stöðva blóðbaðið. Í skýrslu hugveitunnar Ingernational Crisis Gro- up segir að utanaðkomandi aðilar hafi „í besta falli verið áhrifalausir, en í versta falli hellt olíu á eldinn“ í Sýrlandi. „Margir hafa valið að líta á neyðaástand- ið einkum gegnum kíki svæðisbundinna hags- muna … og ekkert gert til að auka líkurnar á samn- ingum um valdaskipti,“ sagði í skýrslunni. Mistekist hefur að taka á málinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hafa Rússar og Kínverjar staðið í vegi fyrir að öryggisráðið álykti gegn stjórn Bashars al-Assads. Stjórn Assads hefur verið harðlega gagnrýnd og vestræn ríki hafa efnt til viðskiptaþvingana, sem Sýrlendingar munu finna fyrir, en munu ekki hafa úrslitaáhrif. „Áhrif hins alþjóðlega glymjanda hafa verið að sýna forustu Sýrlands fram á að hún þurfi engu að breyta,“ er niðurstaða skýrslu hugveitunnar ICG. Þrýstingur hefur engu breytt í Sýrlandi Reuters Stríð Eyðilegging eftir átök skammt frá borginni Homs.  Alþjóðasamfélagið klofið og átökin halda áfram  Svæðisbundnir hagsmunir sagðir ráða för  Skipan Kofis Annans sem friðarerindreka vekur veika von Fréttir […] af hinum hræði- legu glæpum gegn saklausum borgurum […] í Sýrlandi bera vitni glæpum gegn mannkyni. Nabil al-Arabi Breska lögreglan handtók í gær Rebekuh Brooks, fyrrverandi að- stoðarkonu fjöl- miðlakóngsins Ruperts Murd- ochs, öðru sinni og setti mann hennar, Charlie Brooks, sem er náinn vinur Dav- ids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, í hald. Brooks-hjónin voru meðal sex manna, sem voru handteknir vegna gruns um að hafa hindrað fram- gang réttvísinnar. Handtökurnar tengjast rannsókn á hlerunar- hneyksli, sem varð til þess að Mur- doch lagði niður götublaðið News of the World. Í febrúar kom í ljós að á skrifstofum blaðsins hefði frá nóvemberlokum 2009 markvisst verið reynt að eyða tölvupóstum til að hylja hlerunarslóðina. Fyrrverandi hjálpar- hella Murdochs í haldi á ný Rebekah Brooks var handtekin. BRETLAND Aldrei hafa fleiri morð verið fram- in í Venesúela en í fyrra auk þess sem mannránum fjölgaði verulega og ofbeldi í fang- elsum jókst. Samkvæmt nýrri skýrslu voru 19.000 morð framin í landinu 2011 eða 67 á hverja 100.000 íbúa. Ástandið er sýnu verst í höfuðborg- inni, Caracas, þar sem hlutfallið var 108 morð á hverja 100.000 íbúa. Öryggi almennings er helsta kosningamálið í landinu og sækist Hugo Chavez forseti eftir endur- kjöri. Alda mannrána, morða og ofbeldis Hugo Chavez VENESÚELA Dómstóll í Gvate- mala dæmdi í gær fyrrverandi hermann í 6.060 ára fangelsi fyrir þátt hans í að myrða 201 mann í borgarastyrj- öldinni í landinu. Pedro Pimen- tel Rios er fimmti hermaðurinn, sem hlýtur dóm fyrir fjöldamorðin í þorpinu dos Erres árið 1982. Sérsveit hersins réðst inn í þorp- ið vegna gruns um að þar væri skot- ið skjólshúsi yfir vinstrisinnaða uppreisnarmenn. Vígin stóðu í þrjá daga. 6.060 ára fangelsi fyrir ódæðisverk Pedro Rios GVATEMALA Marine Le Pen hefur tryggt sér stuðning nægilega margra sveit- arstjórn- armanna til framboðs í forsetakosn- ingunum í Frakklandi. Le Pen leiðir Þjóð- fylkinguna, sem er yst til hægri og faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, veitti áður forustu. Le Pen fer fram TRYGGÐI SÉR STUÐNING Marine Le Pen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.