Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Sudoku Frumstig 9 4 2 2 1 8 3 8 6 1 3 3 8 9 6 1 4 8 2 6 2 4 8 3 7 6 2 3 3 7 1 7 6 6 9 2 1 3 4 8 9 6 4 8 6 9 2 1 4 3 4 5 3 2 6 2 8 1 2 9 5 8 3 7 3 1 4 6 6 5 2 7 8 4 1 6 4 5 8 1 2 9 7 3 2 7 3 4 9 5 6 8 1 8 9 1 6 7 3 5 4 2 7 3 9 5 2 8 1 6 4 4 5 2 1 6 7 3 9 8 1 6 8 9 3 4 7 2 5 9 2 6 3 4 1 8 5 7 3 8 7 2 5 9 4 1 6 5 1 4 7 8 6 2 3 9 1 3 6 8 2 9 4 5 7 5 9 8 7 4 3 2 6 1 7 2 4 1 6 5 3 9 8 4 6 7 2 1 8 5 3 9 8 5 9 6 3 7 1 4 2 2 1 3 5 9 4 8 7 6 3 4 2 9 7 1 6 8 5 6 7 5 4 8 2 9 1 3 9 8 1 3 5 6 7 2 4 5 9 3 1 4 6 7 2 8 6 7 2 3 9 8 5 4 1 8 1 4 2 7 5 6 9 3 4 5 7 8 6 3 2 1 9 1 3 6 7 2 9 8 5 4 2 8 9 5 1 4 3 6 7 9 4 8 6 5 7 1 3 2 3 6 1 4 8 2 9 7 5 7 2 5 9 3 1 4 8 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 14. mars, 74. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil- agir í allri hegðun, eins og sá er heil- agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Víkverji styður United af lífi ogsál. Hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Reyndar sigraði United um liðna helgi, en sá sigur gerði lítið til að bera smyrsl á sárin eftir langa þrautagöngu. Víkverji er alltaf að vona að nú fari United að rétta úr kútnum, en allt kemur fyrir ekki. Af og til heldur Víkverji að United ætli að komast aftur á skrið, en þá fer allt í sama farið. Víkverji byrjaði að halda með United fyrir rúmum 40 árum. Hann hefur haldið tryggð við félagið. Hann hefur látið sig hafa háðsglósur á vinnustöðum og alltaf varið sína menn í United fyrir hroka- gikkjum, sem halda með öðrum lið- um. Hann hefur reynt að innprenta fjölskyldunni hollustu við United með misgóðum árangri. Víkverji er þess þó fullviss að mótlæti United stappi stálinu í stuðningsmenn liðs- ins og herði þá, jafnvel að öllum sé hollt að halda með liði eins og United vegna þess að þá er að minnsta kosti lítil hætta á að velgengnin stígi þeim til höfuðs. En Víkverji verður að við- urkenna að það er ekki tekið út með sældinni að halda með Leeds United þessa dagana. x x x Sinéad O’Connor hélt framúrskar-andi tónleika í Fríkirkjunni þeg- ar tónlistarveislan Iceland Airwaves var haldin í haus. Á tónleikunum flutti hún nokkur lög af væntanlegri plötu. Sú plata er nú komin út og er O’Connor þar í essinu sínu, textarnir fullir af háði og flugbeittir. Söng- konan hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Hún er rammtrúuð, en gefur lítið út á þá, sem taka sér það vald að leggja öðrum lífsreglurnar í nafni trúarinnar. Hún hefur ósjaldan gert katólsku kirkjuna að skotspæni og var frægt þegar hún reif mynd af páfa í beinni útsendingu í bandarísk- um sjónvarpsþætti. Fyrir vikið á hún marga hatursmenn og þeir hafa ver- ið óvægnir þegar hún hefur sýnt á sér veikan blett. Árásirnar, sem gerðar voru á hana þegar fram kom að hún hefði átt við geðræn vanda- mál að stríða, voru sérlega ógeðfelld- ar. Nýja platan ber styrkleika O’Connor vitni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 feiknaafls, 8 ná- irnir, 9 drolla, 10 greinir, 11 hryssan, 13 sleifin, 15 mjó ísræma, 18 snaginn, 21 ber, 22 ófríða, 23 flíkarræksni, 24 fylki í Svíþjóð. Lóðrétt | 2 org, 3 sigruð, 4 skynfæra, 5 blaðs, 6 slepja, 7 fornafn, 12 fag, 14 ótta,15 smáfiskur, 16 æra af víni, 17 kátt, 18 orðrómur, 19 málm- blanda, 20 líffæri. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrauk, 4 freta, 7 iðkar, 8 öldur, 9 pár, 11 aurs, 13 þrár, 14 ólæti,15 háll, 17 ljúf, 20 sig, 22 iðjan, 23 eikin, 24 afræð, 25 tarfa. Lóðrétt: 1 heita, 2 akkur, 3 karp, 4 fjör, 5 endar, 6 aðrar, 10 áræði, 12 sól, 13 þil,15 hrina, 16 lýjur, 18 jakar, 19 finna, 20 snið, 21 gert. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Feitasti bitinn. S-NS. Norður ♠G986 ♥K10854 ♦ÁD2 ♣8 Vestur Austur ♠742 ♠D ♥G97 ♥ÁD ♦– ♦G97543 ♣ÁK97532 ♣D1064 Suður ♠ÁK1053 ♥632 ♦K1086 ♣G Suður spilar 5♠. Líklega hafa flestir keppendur Ís- landsmótsins opnað á 1♠ í suður, þrátt fyrir hæpinn punktastyrk. Framhaldið er þá forritað upp á fimmta þrep: Vest- menn hafa komið inn á 2-3♣, Norð- menn tekið undir spaðann og Aust- menn sagt 5♣. Á þessum tímapunkti hefjast hinar raunverulegu sagnir. Spilað er á 40 borðum í undan- úrslitum Íslandsmótsins. Fjórtán sinn- um fengu A-V 650 fyrir 5♣ unnin dobl- uð með yfirslag og níu sinnum 1090 í 6♣ dobluðum. En feitasti bitinn bauðst í vörn gegn 5♠. Þann samning má taka fimm niður með bestu vörn (1.400). Eftir ♣Á út og hjarta í öðrum slag get- ur vörnin fengið á öll trompin sín fjög- ur. Það tókst aðeins á einu borði – og þá eftir ♣2 út! – en því miður láðist að dobla á því borði, sem og öðrum. 14. mars 1948 Jóhannes S. Kjarval lagði til í grein í Morgunblaðinu að Ís- lendingar létu byggja hvala- friðunarskip. Listmálarinn spurði: „Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en sjá hvali fara stefnur sínar á flöt- um hafsins?“ Þetta hefur verið talin ein fyrsta hugmyndin um hvalaskoðunarferðir. 14. mars 1969 Fiðlarinn á þakinu var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu. Ró- bert Arnfinnsson fór með að- alhlutverkið, Tevje. „Man ég ekki dæmi þess að leikari hafi verið hylltur jafn innilega að leikslokum,“ sagði leikdómari Alþýðublaðsins. Fleiri sóttu sýningar á þessu verki en nokkru öðru í húsinu til þess tíma. 14. mars 1981 Veitingastaðurinn Tomma- hamborgarar var opnaður við Grensásveg í Reykjavík. Tommaborgari kostaði 22 krónur og franskar kartöflur 9 krónur. Síðar urðu staðirnir fleiri og voru þeir mjög vin- sælir í mörg ár. 14. mars 1987 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði níu manns þegar Barðinn strandaði við Dritvík á Snæfellsnesi. Að- stæður voru erfiðar og í Morg- unblaðinu var þetta sagt frækilegt björgunarafrek. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Mér finnst magnað að vera orðin fertug. Ég hef gert svo margt skemmtilegt um ævina, á fullt af börnum, búin að mennta mig og unnið við marg- vísleg störf. Ef ég er heppin og fæ að verða áttræð þá á ég jafnmikið eftir og ég er búin með,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, sem verður 40 ára í dag. Hún hélt smáveislu með indversku ívafi um síðustu helgi fyrir lítinn ætt- menna- og vinahóp. Þar fékk hún m.a. að gjöf kort af Afríku en fyrir nokkrum árum ákvað hún að fara til Afríku árið 2012 og hún segir þá ferð enn vera á hugmyndaborðinu. Spurð um sjálfan af- mælisdaginn í dag segist Helga Vala reikna með að vakna við ein- hvern afmælissöng. „En þar sem maðurinn minn er í útlöndum þarf ég að vekja börnin og fara aftur að sofa til að vera vakin við sönginn,“ segir hún og hlær. Heima er hún með tvö börn, Arnald og Ástu Júlíu, 9 og 11 ára. Snærós, 20 ára, er flutt að heiman, og stjúpdóttirin Eva, 16 ára, býr að mestu hjá móður sinni. Helga Vala segist einnig reikna með símtali í dag frá bóndanum, Grími Atlasyni tónleikahaldara. „Ég á alveg eins von á að einhver heimsfræg hljómsveit komi í símann og syngi líka fyrir mig í tilefni dagsins.“ bjb@mbl.is Helga Vala Helgadóttir 40 ára Vekur börnin til að fá söng Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 14. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.37 0,7 10.47 3,3 16.52 0,9 23.23 3,4 7.48 19.27 Ísafjörður 0.18 1,9 6.47 0,3 12.44 1,7 18.58 0,4 7.54 19.31 Siglufjörður 2.49 1,2 8.55 0,2 15.27 1,1 21.16 0,4 7.37 19.13 Djúpivogur 1.42 0,3 7.34 1,7 13.49 0,4 20.15 1,8 7.18 18.56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú þarft að koma þér upp dagbók og skipuleggja tíma þinn betur. Gættu þess samt að teygja þig ekki of langt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hugmyndir þínar eru frjóar og skemmti- legar. Sýndu mönnum tillitssemi og leyfðu þeim að segja sitt, ef þú vilt á annað borð vinna trún- að þeirra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er margt sem freistar í fjár- málaheiminum og þar er líka margt að varast. Gerðu þér far um að kanna alla málavexti til hlítar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er miklu skemmtilegra að vera með fólki sem líkist þér en þeim sem þig langar að líkjast. Veldu þér því góða samstarfsmenn ef þú vilt ná einhverjum árangri. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni og verður að taka þig á áður en allt fer í hund og kött. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kaupir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert óvenju góðhjartaður og sam- úðarfullur þessa dagana. Veldu úr því sumt er þér bara til bölvunar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er óhugsandi að lifa í þessum heimi án þess að þurfa að taka tillit til gildismats ann- arra. Sígandi lukka er best og því eru allar svipt- ingar til lítils, þegar upp er staðið. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhverjar breytingar standa fyrir dyrum sem gefa þér tækifæri til að sýna hvers þú ert megnugur. Tíminn hefur unnið með þér svo allt reynist þetta auðveldara en þú bjóst við. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Í dag er gott að gera viðskipti og afla peninga. Horfðu fyrst og fremst fram á veginn. Nú er ráð að hugsa um framtíðina. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Að eiga fortíðina að vini er mottó dagsins. Finndu þér leið til að létta á þér. Hæfi- leikarnir sem um ræðir eru þínir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Heimilisskyldur íþyngja þér í dag. Vatnsberinn er léttur í lundu þessa dagana, enginn virðist heldur í vinnustuði. Biddu ein- hvern að kenna þér það sem þú vilt læra. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samstarfsmenn þínir koma auga á hæfi- leika þína og vilja njóta þeirra. Reyndu að vera öðrum slíkur vinur. Ekki bæla tilfinningarnar til að koma í veg fyrir hjartasár. Stjörnuspá 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. d4 Bg7 4. Rc3 0-0 5. g3 d6 6. Bg2 Rc6 7. d5 Rb8 8. e4 Bg4 9. h3 Bxf3 10. Bxf3 Rbd7 11. Be3 c5 12. Dd2 He8 13. g4 Da5 14. Be2 Rb6 15. f3 a6 16. Dc2 Rbd7 17. Kf2 Hf8 18. h4 Dc7 19. h5 e6 20. g5 Re8 21. hxg6 hxg6 22. Dc1 Rb6 23. Df1 exd5 24. Dh3 f6 25. exd5 f5 26. Dh7+ Kf7 27. Hh6 Dd7 28. Dxg6+ Ke7 29. Hh7 Kd8 30. f4 Df7 31. De6 De7 Staðan kom upp á N1-Reykjavík- urskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2.416) hafði hvítt gegn Jörg Mehringer (1.903) frá Þýska- landi. 32. Bxc5! dxc5 33. Dxb6+ Rc7 34. Hxg7! Dxg7 35. d6 Dd4+ 36. Kg2 og svartur gafst upp. Lokastöðu móts- ins er hægt að nálgast á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.