Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 29
VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is Þessi einstaka ferð býðst nú í annað sinn á Íslandi. Hver einasti dagur er skipulagður þannig að farþegar upplifi eitthvað sér- stakt og spennandi. Það sem gerir ferðina hreint einstaka er að farið er í tvær siglingar. Annarsvegar um Amazon svæðið og svo aftur þegar siglt er á milli hinna einstöku Galapagos eyja. Fararstjóri: Sigmundur M. Andrésson Julieta er með BA-próf í ensku og MA-próf í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands. Hún bjó í Reykjavík í fjögur ár, hefur ferðast víða og unnið við ferða- þjónustu alla sína ævi. Þannig hefur hún kynnst öllu því sem Ekvador býður upp á og lært að elska sitt stórbrotna heimaland, þar sem náttúra, dýralíf og menning er sérlega fjölbreytt. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 58 33 9 02 /1 2 Viðtalstími Julieta Munoz fulltrúi VITA í Ekvador er til viðtals á skrifstofu VITA, Suðurlandsbraut 2 Fimmtudaginn 15.mars milli kl. 10:00 og 12:00 Allir velkomnir Ekvador, Amazon og Galapagos 8. - 27. maí 2012Tvö sæti laus! UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Eitt stærsta verk- efni íslenskrar þjóðar á næstu misserum verður að byggja upp lífvænlegt samfélag. Lífvænlegt samfélag þar sem einstakling- um, fyrirtækjum, stofnunum og sveit- arfélögum verða bún- ar þær aðstæður að geta skapað atvinnu og verðmæti öllum til heilla. Alþingi bíður á næstu vikum það mikilvæga verkefni að taka til afgreiðslu þingsályktun um ramma- áætlun um verndun og nýtingu nátt- úrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Unnið hefur verið að þessari áætlun í rúman áratug og nú hillir undir lok þessa verks. Þá ríður á að vanda til verka. Einn mest rannsakaði virkjunarkostur landsins Síðastliðin 18 ár hefur virkj- unarkostur í Skaftárhreppi, Bú- landsvirkjun, verið til rannsóknar með það fyrir augum að reisa þar 150 megavatta virkjun. Áætluð framleiðslugeta Búlandsvirkjunar er 1000 GWh, sem yrðu u.þ.b. 6% við- bót við núverandi framleiðslugetu ís- lenska raforkukerfisins. Búlands- virkjun er einn mest rannsakaði virkjunarkostur á landinu, enda hafa á undanförnum árum verið unnar 27 sérfræðiskýrslur um þennan virkj- unarkost. Sérstök áhersla hefur ver- ið lögð á að taka tillit til umhverf- isverndarsjónarmiða í hvívetna og virkjunin að öllu leyti utan Vatna- jökulsþjóðgarðs og utan svæðanna Langisjór og Eldgjá sem nýlega hafa verið friðlýst. Nú þegar hefur mörg hundruð milljónum króna ver- ið varið í undirbúning þessa verk- efnis. Það kom forsvarsmönnum Suður- orku því algerlega í opna skjöldu að Búlandsvirkjun skyldi í fyrrasumar vera sett í biðflokk sem virkjunar- kostur, með þeim rökstuðningi að kosturinn hafi komið seint fram, upplýsingar hafi vantað og að erfitt sé að meta virkjunarkostinn. Þetta er alrangt enda er þessi niðurstaða ekki studd neinum rökum. Margir aðrir kostir voru settir í nýting- arflokk þrátt fyrir að hafa verið minna rannsakaðir. Þessi niðurstaða kom sveitar- stjórn Skaftárhrepps einnig í opna skjöldu, enda hefur Suðurorka lagt sig í framkróka við að vinna verkið í fullri sátt og samvinnu við sveit- arstjórnina. Búlandsvirkjun er á staðfestu aðalskipulagi Skaftár- hrepps og meirihluti sveitarstjórnar styður að ráðist verði í fram- kvæmdir. Milljarðaframkvæmd og hundruð starfa í húfi Það er staðreynd að allri vinnu og verkskipulagi verkefnisstjórnar að rammaáætlun var ákaflega ábóta- vant. Þetta telur Suðurorka að hafi hugsanlega leitt til þess að þeir sem á endanum mátu virkjunarkosti hafi fengið mjög skakka mynd af þeim virkjunarkosti sem fyrirtækið lagði fram og þeim umfangsmiklu gögn- um sem lögð voru fyrir vinnuhópana. Til viðbótar við óvandaða skjala- stjórn verkefnisstjórnar er einnig rétt að geta þess að í verkefnisstjórn sat fólk sem vann markvisst gegn einstökum virkjunarkostum og virkjunaráformum á ákveðnum svæðum. Slík vinnubrögð eru nátt- úrlega hvorki boðleg né verjandi þegar í húfi eru milljarðafram- kvæmdir og hundruð starfa. Þá er rétt að benda á að stærð virkjunar- kostsins væri talin framkvæmdinni í óhag, en í þeim efnum er rétt að benda á að það hefur meiri áhrif á umhverfið að reisa fimm smærri virkjanir sem framleiða sama magn raforku og Búlandsvirkjun. Búlandsvirkjun er gríðarlega mikilvæg framkvæmd. Fram- kvæmdir við virkjunina munu skapa mikla at- vinnu og mikil verð- mæti. Þær kæmu til með að standa yfir í 3 ár og skapa um 700 árs- verk. Kostnaður er áætlaður tæpir 40 millj- arðar króna og ljóst er að verði af virkjuninni munu fasteignagjöld í sveitarfélaginu Skaft- árhreppi nánast tvöfaldast. Það munar um minna, sér í lagi fyrir sveitarfélag eins og Skaftárhrepp sem rær lífróður til að ná endum saman og sporna gegn enn frekari fækkun íbúa. Þar eins og víða í byggðum landsins hefur íbúum fækkað jafnt og þétt. Sveitarfélög á borð við Skaftárhrepp þurfa stöð- ugri og traustari rekstrargrundvöll og fjölbreyttara atvinnulíf til að byggja á en eingöngu landbúnað og ferðaþjónustu, þó svo að hvort tveggja sé allra góðra gjalda vert. Staðreyndirnar tala sínu máli: Bú- landsvirkjun er þaulrannsakur virkjunarkostur sem mun verða at- vinnu- og verðmætaskapandi til allr- ar framtíðar. Í undirbúningsvinnu hefur verið lögð áhersla á að taka til- lit til umhverfissjónarmiða og tekist hefur að skapa breiða pólitíska sátt um málið í héraði. Það er því þyngra en tárum taki að verða vitni að þeim ómarkvissu vinnubrögðum við Rammaáætlun sem urðu til þess að Búlandsvirkjun var sett í biðflokk en ekki í nýting- arflokk. Þingmenn styðja málið Þessu þarf að breyta og það er því gríðarlegt ánægjuefni að verða vitni að því á síðustu dögum að þingmenn kjördæmisins og annarra kjördæma, jafnt úr stjórnar- sem stjórnarand- stöðuflokkunum, eru að vakna til vit- undar um hversu brýnt hagsmuna- mál Búlandsvirkjun er og ætla sér að leggja fram þingsályktunartillögu til að reyna að breyta drögum að rammaáætlun og koma Búlands- virkjun í nýtingarflokk. Það er óskandi að það megi tak- ast. Allar réttar forsendur eru fyrir hendi. Íslenskt samfélag þarf að rísa úr öskustónni. Til þess þarf að vinna og skapa verðmæti. Er það ekki það sem við viljum öll? Viljum við skapa atvinnu? Eftir Guðmund Valsson Guðmundur Valsson » Framkvæmdir við Búlandsvirkjun skapa mikla atvinnu og mikil verðmæti. Þær kæmu til með að standa yfir í 3 ár og skapa um 700 ársverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurorku. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11 ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.