Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 ✝ Sigríður Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1929. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ þriðju- daginn 6. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gróa Evlalía Hall- dórsdóttir, f. 1901 í Þjóðólfstungu í Holshreppi, Norður-Ísafjarð- arsýslu, d. 1941, og Sigurður Viggó Pálmason, f. 1894 að Breiðabóli í Skálavík í Norður- Ísafjarðarsýslu, d. 1944. For- eldrar hennar hófu búskap í Bol- ungarvík 1920 og fluttust til Reykjavíkur árið 1926. Systkini Sigríðar eru Ingibjörg Herdís, f. 1920, d. 1945, Helga f. 1923, d. 1940, Kristín f. 1926, d. 1991, Halldór f. 1932. Hálfsystir Sig- ríðar samfeðra var Unnur, f. 1919, d. 2000. 3) Bjarni, f. 1957. Börn hans eru Bjarni Grétar, f. 1980, Unnar Þór, f. 1982, móðir þeirra er Margrét Þórðardóttir. Torfi Björn, f. 1990, Tinna og Bjarki f. 1992, móðir þeirra er Þórey Torfadóttir. Bjarni á tvö barna- börn. 4) Gróa Ingibjörg, f. 1961. Börn hennar eru Arna Þórey og Gréta Björk, f. 1986, og Sigríður Dóra, f. 1993. Faðir þeirra er Kristján Egill Halldórsson. Sigríður bjó sín æskuár á Bræðraborgarstíg í Reykjavík. Ung að árum missti hún móður sína og tvær systur úr berklum. Faðir hennar fórst með togar- anum Max Pemberton í janúar 1944. Fjórtán ára gömul veiktist Sigríður sjálf af berklum og var í fjögur ár á Vífilsstaðaspítala. Sigríður og Grétar hófu bú- skap í húsi tengdaforeldra henn- ar á Ljósvallagötu 30 í Reykja- vík. Síðan bjuggu þau í Hvassaleiti, Bjarmalandi 4 og í Neðstaleiti 6 í Reykjavík. Sigríður var alla tíð heima- vinnandi húsmóðir og var umönnun fjölskyldu og vina henni mikilvæg. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 14. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Hinn 5. júlí 1952 giftist Sigríður eig- inmanni sínum Grétari Árnasyni, f. 12. nóv. 1926, d. 27. apríl 2003. For- eldrar hans voru hjónin Ingunn Ófeigsdóttir, f. 1905, d. 1995, og Árni Ámundason, f. 1901, d. 1986. Börn Sigríðar og Grétars eru: 1) Sigurður Viggó f. 1952. Börn hans eru Grétar Örn, f. 1977, móðir Guðríður Katrín Pétursdóttir. Eiginkona Sig- urðar er Erna Björnsdóttir, börn þeirra eru Pálmi, f. 1980, og Fjóla, f. 1983. Sigurður á sex barnabörn. 2) Árni, f. 1955. Börn hans eru Elfar Hrafn, f. 1983, móðir Birna Vilhjálmsdóttir. Eiginkona hans er Lene Salling, börn þeirra eru Sigrid, f. 1986, Jens Óli, f. 1989, Helga Elísabet, f. 1992, og Anna Ingunn f. 1995. Elsku Sissa mín. Nú ert þú sæl, komin til Grétars og efast ég ekki eitt andartak um að nú nýt- urðu þín, eflaust búin að kyssa hann og knúsa, og leiðir hann um allt. Þú varst búin að vera í Skóg- arbæ í rúmt ár og þegar maður kom til þín var undantekningar- laust einhver hjá þér, nýfarinn eða rétt ókominn. Þú varst alltaf svo þakklát þegar maður kom, þú, félagsveran, vildir fá fréttir af öllum og sendir kveðjur til allra. Þú fylgdist vel með þínum. Þú varst mamma, tengda- mamma, amma og langamma fram í fingurgóma, konan sem aldrei var talið að gæti eignast börn – þú afsannaðir margar kenningar, eins og sést á þínum stóra hópi afkomenda. Það verður annarra að rekja þitt æviskeið, sem er efni í heila bók. Mitt er bara að þakka, þakka fyrir frábæra tengdamömmu sem hugsaði alltaf um sína. Takk fyrir allt Sissa mín. Þín tengdadóttir, Erna. Við munum alltaf minnast þín, elsku amma Sissa, með gleði og kærleika. Við fjögur barnabörnin í Danmörku eigum svo góðar minningar um öll sumarfríin með þér og afa og stóra bróður okkar Elfari á Íslandi og í Danmörku. Við gerðum svo margt skemmti- legt saman. Á Íslandi fórum við í sumarbústað, fórum í göngutúra upp í Esju, versluðum í Kringl- unni, borðuðum ís og höfðum það bara huggulegt heima hjá ykkur afa. Þu varst alltaf svo glöð og full af ást og umhyggju. Í sum- arfríunum í Danmörku fórum við á ströndina, tíndum bláber og fórum í skógarferðir og höfðum það gott heima, líka með ís. Það var gaman að sýna þér skólann okkar og okkar daglega líf. Þú varst svo jákvæð og alltaf til í allt. Þú elskaðir að hafa fólk í kringum þig og dekraðir við okk- ur öll. Við skildum kannski ekki alltaf allt sem þú sagðir, en það gerði ekkert til, því við fundum hvað þér þótti vænt um okkur. Þegar við vorum lítil fengum við kjólana þína og skartgripina að láni og lékum fínar dömur eins og þú varst. Jólapakkarnir frá ykkur afa sköpuðu alltaf sér- staka stemningu hjá okkur. Þeg- ar jólapakkinn kom frá Íslandi kom jólastemningin. Elsku amma Sissa, við erum svo þakk- lát fyrir allt það sem við höfum upplifað með þér og fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Sigrid, Jens Oli, Helga og Anna. Okkur systkinin langar til að skrifa örfá orð til minningar um hana Sissu frænku okkar. Hún var reyndar ekki frænka okkar í bókstaflegum skilningi þess orðs, heldur var hún gift Grétari frænda okkar, bróður hennar mömmu, en Grétar féll frá árið 2003. Sissa og Grétar voru af- skaplega samhent hjón og miklir félagar. Börnin þeirra eru fjögur, Sigurður, Árni, þá Bjarni og Gróa. Þau bjuggu lengst af í Bjarmalandi í Fossvogi og þar var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Stundum fengum við systkinin að gista um helgar hjá frændsystk- inum okkar og þar var oft ansi glatt á hjalla, enda oft stór hópur frændsystkina og jafnvel vina líka samankomin. Þarna fengum við að valsa inn og út og vorum einfaldlega eins og heima hjá okkur. Sissa var alveg einstök kona. Hún var hjartahlý og skemmti- leg, var alltaf í góðu skapi, bros- andi, jákvæð og alltaf einstaklega þakklát fyrir það sem gert var fyrir hana. Hún var afskaplega barngóð og náði afar vel til barna. Við vottum frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Megi Guð og englarnir allir vaka yfir ykkur og styðja. Guð blessi minningu yndislegrar konu. Jón Karl, Ingunn og Valdís Ólafsbörn. Þú töfraðir hetjurnar, ókomna öld, og enn þá er svipur þinn fagur, er hver maður þorir að þekkja sinn skjöld og þarf ekki að krjúpa við gull eða völd. (Þorsteinn Erlingsson) Nú er komið að kveðjustund, þá rifjast upp minningarnar. Við Sissa kynntumst í barnaskóla í Reykhólasveit og var það tímabil á Miðhúsum. Hún var svo glæsi- leg, kurteis, dugleg að læra og al- veg sérstaklega þægileg í um- gengni. Tíminn leið fljótt. Það var nóg að gera og þá þekktist ekki orðið námsleiði. Sissa hlakk- aði til að komast aftur að Kambi með viðkomu í Berufirði og gista þar, það var svo gaman að heim- sækja Guðbjörgu og Michael og börnin þeirra. Sissa og Halldór bróðir hennar komu að Kambi til Sesselju Stefánsdóttur og Jóns Brandssonar til dvalar, þegar þau systkinin misstu móður sína og systur úr „hvíta dauðanum“ á Vífilsstöðum. Kristín systir hennar dvaldi annars staðar. Faðir þeirra var sjómaður. Með- an á dvöl þeirra á Kambi stóð fórst faðir þeirra með togaranum Max Pemberton. Þá stóðu þau systkinin uppi foreldralaus. Þau áttu góða að bæði í Reykjavík og eins vestur í Reykhólasveit. Leið hennar lá til Reykjavíkur þar sem hún innritaðist í Kvenna- skólann, en áður en hún byrjaði greindist hún með berkla og áform hennar um skólagöngu urðu að engu þegar hún dvaldi næstu árin á Vífilsstöðum. Erfið aðgerð beið hennar á Kristnesi en hún bar sig eins og hetja. Við höfðum alltaf samband og skrif- uðum hvor annarri bréf, þá man ég eftir að hún tjáði mér að henn- ar rólega skapgerð hefði hjálpað sér í gegnum þennan tíma. Hún reyndi að afla sér menntunar eins og heilsa og tækifæri gáfust. Þegar hún var laus við berklana og útskrifaðist af spítalanum dvaldist hún hjá Kristínu systur sinni á Bræðraborgarstígnum. Tíminn leið og Sigríður giftist glæsilegum manni, Grétari Árna- syni. Þau eignuðust fallegt heim- ili og eignuðust síðan þrjá drengi og eina stúlku. Sigríður var mjög myndarleg húsmóðir og góð móðir. Þau hjón voru góðir gest- gjafar og ánægjulegt að koma þangað. Sissa var félagslynd og glaðleg persóna. Dætur okkar Sissu heita báðar Ingibjörg og þær útskrifuðust stúdentar sama daginn. Saman voru þær mynd- aðar með hvítu kollana. Er ég heimsótti Sissu á Landakotsspít- ala var þar stúlka ættuð úr Reyk- hólasveit að læra til sjúkraliða. Sissa sagðist hafa verið samtíma föður hennar í barnaskóla í Reykhólasveit. Þegar þessi stúlka kvaddi Sissu sagði hún: „Það voru forréttindi að fá að kynnast þér.“ Sissa var ein af þeim per- sónum sem virðast alltaf svo já- kvæðar og ungar í anda. Gleymdi sjálfri sér er hún umgekkst aðra frekar en að þurfa sjálf aðstoð! „Þar sem góðir menn fara eru guðsvegir.“ Ég vil senda börnum Sissu og öllum hennar ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur og þakka henni góð kynni. Ólína Kr. Jónsdóttir frá Miðhúsum. Í dag kveðjum við mína kæru vinkonu Sigríði Sigurðardóttur. Árið 1950 kynnist ég Sissu á bókbandi Ísafoldarprentsmiðju. Þá var hún nýkomin út í lífið, eft- ir löng og erfið ár á Vífilsstöðum. Þá gerði maður sér ekki grein fyrir alvöru lífsins sem hún og margir voru búnir að ganga í gegn um á þeim árum. En hún bar það nú ekki utan á sér þessi unga stúlka sem geislaði af ham- ingju og gleði yfir því að nú gæti hún farið að njóta lífsins. Ég heillaðist srax af henni, fegurð hennar og svo var hún svo smart og í fínum fötum sem voru keypt á hana úti í útlöndum. Þarna eignaðist ég mína bestu vinkonu fyrir lífið. Við kynnumst mönnum okkar um sama leyti og með þeim varð góður vinskapur. Við eignumst fyrstu drengina okkar með stuttu millibili og lífið tók við. Við áttum alltaf hvor aðra að og studdum hvor aðra ef þörf var á. Áttum margar góðar stundir með fjölskyldum okkar, fórum í tjaldútilegur og veiðitúra og alltaf saman ef eitthvað stóð til. Það er svo margs að minnast. Hún Sissa mín hafði fallegar dyggðir, með útgeislun sinni varpaði hún fram hinni full- komnu lífshamingju. Hún var já- kvæð og sá allt það góða í hverri manneskju. Hún hlúði vel að frændfólki sínu og vinum. Hún var mikill fagurkeri, átti fallegt heimili, hafði yndi af því að fá gesti og var dugleg að halda stór- veislur. Börnin hennar og barnabörnin voru hennar guðsgjafir sem gáfu henni tilgang í lífinu. Og ekki fóru þau á mis við ástúð hennar og umhyggju. Hún var trúuð og þakklát fyrir lífið, sem hafði gefið henni þá hamingju sem henni hlotnaðist með manni sínum og börnum þeirra. Sissa tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og var þakklát öllum þeim sem önnuð- ust hana sem og þeim sem komu til hennar. Þegar maður reynir að lýsa mannkostum látinnar vinkonu verða öll orð máttlaus og lítils megnug, en minningarnar koma upp og varðveitast. Ljúft er að hafa eignast vinkonu með gott hjarta, og allar þær stundir sem hún hafði gefið mér með sínum perlum sem hún hafði að skarta, þakka ég allar þær gleðistundir, eins og vera ber. Kæra fjölskylda. Guð styrki ykkur í upphafi þess nýja kafla sem nú er að hefj- ast í lífi ykkar. Innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar Sissu vinkonu minnar. Súsanna Kristinsdóttir. Sigríður Sigurðardóttir ✝ Björn Ingi Þor-valdsson húsa- smiður fæddist á Skarði við Akureyri 15. október 1929. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 3. mars 2012. Foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson frá Ill- ugastöðum í Lax- árdal, f. 23.5. 1901, d. 21.4. 1989, og Laufey Emils- dóttir frá Hvítárvöllum í Borg- arfirði, f. 23.10. 1899, d. 1.7. 1957. Systkini Björns eru: Bjarni G. Skagfjörð, f. 1922 d. 1989, Þuríður María, f. 1927 d. 2006, Emilía Svava, f. 1932, Árdís Gunnþóra, f. 1937 (er í Banda- 1979. 2) Þorvaldur, f. 30.5. 1953, eiginkona Guðrún P. Björns- dóttir, f. 16.5. 1953, börn þeirra Þórunn Birna, f. 9.10. 1972, Kristín Björk, f. 17.2. 1976, og Edda Rut, f. 1.10.1986. 3) Ingi Þór, f. 21.3. 1955, eiginkona Helga Þóra Þórsdóttir, f. 9.3. 1956, börn þeirra Erna Björk, f. 6.6. 1974, Eva Lind, f. 10.3. 1976, og Elísa Ösp, f. 22.7. 1988. 4) Bjarni, f. 1.11. 1959, sambýlis- kona Ingunn H. Nielsen, f. 23.10. 1961, börn Bjarna eru Arndís Hrund, f. 7.6. 1988, Aron, f. 18.7. 1991, og Íris, f. 13.6. 1994. Barnabarnabörnin eru orðin 14 talsins. Fyrir hjónaband átti Björn Ingi soninn Kristin, f. 1.12. 1948, maki hans er Amphon Ban- song, f. 11.3. 1948. Börn þeirra eru Sindri, f. 7.7. 1994, Máni, f. 7.12. 1999, og Fannar, f. 28.6. 2002. Barnsmóðir Björns Inga er Þórdís Kristinsdóttir. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 13. ríkjunum, vill flytja kveðju), og Þor- valdur, f. 1945. Björn Ingi kvæntist Þórunni S. Friðjónsdóttur, f. 20.4. 1930, d. 21.12. 2006. Foreldrar hennar voru Frið- jón Jónsson, f. 5.5. 1901, d. 2.10. 1946, og Katrín B. Sól- bjartsdóttir, f. 20.6. 1905, d. 30.1. 1999. Björn Ingi og Þórunn eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Friðdís, f. 19.8. 1951, d. 28.6. 1984, sambýlismaður Benedikt Guðmundsson, f. 5.12. 1943, börn Þórir Björn, f. 4.6. 1971, Katrín María, f. 1.5. 1975, og Guðmundur Rúnar, f. 20.5. Elsku afi minn. Ég sé ykkur ömmu alveg fyrir mér núna, loksins saman aftur, alsæl. Ég mun minnast svo margs; spjallsins okkar í eldhúsinu þínu síðustu árin, lúmska húm- orsins, ljúfleikans, gistinátta hjá ömmu og afa í Fannafold, ristaðs brauðs með marmelaði, ísbíltúra í Perluna, þriggja kossa fjölskyldunnar og svo margs fleira. Það var svo ynd- islega gott að komast burt frá öllu og setjast niður hjá þér í rólegheitunum, þú ljómaðir allt- af allur þegar ég kom í heim- sókn og aðspurður sagðir þú allt vera gott nú þegar ég væri komin. Þú varst stoltur af öllum þín- um og talaðir oft um hvað við værum nú öll afskaplega falleg, en stoltastur varstu af ömmu sem þú saknaðir svo. Þú talaðir alltaf svo fallega um líf ykkar saman og það gleður mig að þú hafir getað litið til baka sáttur. Þú varst einstaklega laginn og hvort sem það var að smíða borð fyrir litlu afastelpuna í gifsinu eða sauma púða með krosssaum lék það í höndunum á þér nánast fram á seinasta dag. Ég á eftir að sakna þín elsku afi og hugsa hlýtt til ykkar ömmu sólandi ykkur á stað eins og Kanarí og veit þið fylgist með okkur. Ég kveð þig með sömu orðum og þú kenndir mér sem lítilli stelpu og kvaddir mig alltaf með: „I love you.“ Þín Arndís Hrund. Mikið brá mér mikið þegar ég heyrði um andlát þitt, kæri vinur minn. Þegar við hittumst síðast varst þú sæmilega hress, allt- af brostir þú jafnfallega til mín, faðmaðir mig og kysstir þegar við sáumst, Bjössi minn. Bjössa hef ég þekkt síðan ég fæddist, hann var giftur systurdóttur móður minnar, henni Tótu minni (blessuð sé minning hennar), og voru þau móður minni og okkur börn- unum mjög góð og hjálpleg. Alltaf var talað um þau í sömu setningu; „Tóta og Bjössi“. Við hittumst alltaf einu sinni í viku í mörg ár meðan hún frænka mín dvaldi á hjúkrunarheimili og það var alltaf jafngott að takan utan um þau og faðma. Núna ert þú kominn til þinnar heittelskuðu konu sem þú ert búinn að sakna svo lengi. Núna getið þið verið saman, ást ykkar hvors á öðru var aðdáunarverð. Mér fannst þið alltaf jafn- ástfangin, þið héldust alltaf í hendur, það var yndislegt að horfa á ykkur, bæði svo falleg og góð. Ég sakna ykkar. Innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég og fjölskylda mín til Valda, Inga Þórs, Bjarna, barna og barnabarna. Takk fyrir allt Bjössi minn. Guðrún (Gunna frænka). Björn Ingi Þorvaldsson ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför UNNARS SÆMUNDAR SIGURTRYGGVASONAR. Guðmundur Unnarsson, Sigríður Sæmundsdóttir, Emilía Sæmundsdóttir, Heiðbrá Sæmundsdóttir, Tryggvi Sæmundsson, Unnur Sæmundsdóttir, Kristófer Sæmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Davíð Brár Unnarsson, Hanna Sigga Unnarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGHVATSDÓTTUR, Víðigerði 8, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar fyrir einstaklega hlýja og alúðlega umönnun. Páll Hreinn Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Ársæll Másson, Páll Jóhann Pálsson, Guðmunda Kristjánsdóttir, Pétur Hafsteinn Pálsson, Ágústa Óskarsdóttir, Kristín Elísabet Pálsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson, Svanhvít Daðey Pálsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, Sveinn Ari Guðjónsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.