Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ljóðabókin Nötur gömlu nú-tíðarinnar eftir tunglbú-ann Emmalyn Bee (em-malynbee.com), öðru nafni Þórdísi Björnsdóttur ljóð- og sagnaskáld, er heldur óhefðbundin. En ljóðabálkinn skrifaði Þórdís með aðstoð pendúls sem sá um að velja stafina í bókina, einn í einu. Hún föndraði síðan öll eintök bókarinnar sem minnir einna helst á minnisbók innbundna með svolitlum snær- isspotta. Seinlegt en skemmtilegt „Það er seinlegt að búa til ljóð með pendúl en líka gaman. Ég hafði notað pendúlinn í dálítinn tíma og það hafði virkað vel að nota spurn- ingar og svör. En síðan datt mér í hug að nota stafrófið þannig að pendúllinn segði já eða nei við hverj- um staf. Þetta var grunnurinn að ljóðabálkinum en það var svolítil of- notkun á orðum og svo kom hann all- ur í rugli þannig að brotin komu ekki alveg í réttri röð. Ég þurfti því að laga þau og púsla þessu dálítið sam- an. Nú er bók með sama sniði í smíð- Ljóðabálkur varð til með hjálp pendúls Ljóðabókin Nötur gömlu nútíðarinnar hefur að geyma ljóðabálk sem skrifaður var orð fyrir orð með hjálp pendúls. Orðin eru óvenjuleg og sum komu í belg og biðu. Ljóðskáldið Þórdís Björnsdóttir, öðru nafni Emmalyn Bee, þurfti því að hag- ræða þeim þannig að vel færi. Í ljóðunum má finna orð eins og gúglóþurft og gúgl- óðamála sem vísar í lifnaðarhætti hins vestræna nútímamanns. Morgunblaðið/Golli Ljóðskáld Þórdís Björnsdóttir hefur mikinn áhuga á dulspeki og hefur nú skrifað ljóðabálk með hjálp pendúls. Forsíða Nötur gömlu nútíðarinnar. Fyrir þá sem vilja fylgjast vel með tískunni og vita hvar þeir geta keypt flíkur og fylgihluti sem þeir sjá í tímaritum og blöðum þá er poly- vore.com rétta vefsíðan. Þar eru sett- ar inn síður úr ýmsum tísku- tímaritum. Til hliðar má sjá fötin á síðunni, hvað þau kosta og hvar þau er hægt að kaupa. Sumt kemur vissu- lega stundum fram í tískugreinunum en ef ekki þá er þægilegt að hafa all- ar upplýsingar á einum stað. Á síðunni er líka veitt tískuráðgjöf og getur fólk sent þar inn spurningar eins og í hverju sé best að vera við þröngar buxur í skærum lit? Eða hvernig skór passi best við rósótta kjólinn sem þú varst að kaupa þér? Polyvore.com er skemmtileg og litrík síða sem getur gefið manni ýmis góð ráð varðandi tísku. Nú fara líka að koma vor- og sumarföt sem er alltaf jafnskemmtilegt eftir veturinn. Vefsíðan www.polyvore.com REUTERS Útlit Tískan er oft á tíðum skemmtilega skrýtin og fer í hringi. Tískuráðgjöf á vefnum Málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi verða rædd á málþingi um fyrstu skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar og Alþjóðabankans um fötlun – (World Report on Disability. Það er velferðarráðuneytið sem býður til málþingsins í samstarfi við forsæt- isráðuneytið, innanríkisráðuneytið, Embætti landlæknis, Mannréttinda- skrifstofu Íslands, Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Málþingið hefst klukkan 13:15 á morgun, fimmtudag 15. mars, á Grand hóteli. Nánari upp- lýsingar má finna á Facebook. Endilega … … sækið alþjóð- legt málþing Morgunblaðið/Ernir Málþing Málefni fatlaðra verða rædd. Á Hólum í Hjaltadal verður boðið upp á dagskrá í tengslum við dag Guð- mundar biskups góða föstudaginn 16. mars. Þar mun Páll Skúlason pró- fessor flytja erindi sem hann nefnir Siðfræði og hlutverk háskóla. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, mun bregðast við erindinu og síðan verða almennar umræður. Að loknu málþinginu um 17:30 verða tónleikar í Hóladómkirkju. Þá verður veittur styrkur úr Áheitasjóði Guð- mundar góða, sem varðveittur er við Hóladómkirkju. Guðmundur Arason var biskup á Hólum frá 1203 til 1237 og þótti hann góður til áheita og þyk- ir enn því reglulega berast áheit í sjóð Guðmundar góða. Að samkom- unni standa Hóladómkirkja, Guð- brandsstofnun og Menntaskólinn á Akureyri. Dagskráin verður í Auð- unarstofu og hefst kl. 16:00. Hólar í Hjaltadal Dagur Guðmundar biskups góða Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hóladómkirkja Tónleikar verða haldnir í kirkjunni að loknu málþingi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. FLOTTAR FERMINGARGJAFIR HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Hekla silfurhálsmen zirkonia-steinar 8.100 kr. PI PA R\ TB W A • SÍ A Hekla silfurhálsmen með zirkonia-steini 13.900 kr. www.jonogoskar.is Laugavegi 61 / Smáralind / Kringlan Hekla silfurhringur með zirkonia-steini 14.500 kr. Hekla silfurlokkar 8.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.