Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 24
Lækningin lukkaðist en sjúklingurinn dó Fróðlegt væriað geraannál um Grikklandsfárið, frá fyrstu skjálftamerkjum til þessa dags. Leiðtogar Evrópusambands- ins neituðu því lengi vel að nokkuð væri að. (Minntu nokk- uð á fyrrverandi stjórnendur Kaupþings sem virðast telja enn þá að bankinn þeirra sé í bærilegu standi.) Næsta varn- arstaðan var sú að nægjanlegt væri að bústnir búrókratar frá Brussel, á skattfrjálsum ofur- launum, færu suður til Aþenu og kenndu þarlendum skilvirka skattheimtu þar sem ekkert væri gefið eftir. Meiri væri nú vandinn ekki. Þegar bankabréf í Evrópu tóku að lækka í kjölfar þessa mats á ástandinu tóku neyðar- fundir leiðtoga ESB að hefjast. Þeir urðu alls 19 og sem betur fer leystist Grikklandsmálið að fullu eftir hvern einasta þeirra. Eftir þann fyrsta var tilkynnt að ESB ríkin stæðu öll að baki Grikkjum og Grikkir væru að auki svo lánsamir að búa við evruna og þetta tvennt sýndi að efnahagslegar áhyggjur af landinu væru illa grundaðar og raunar með öllu ástæðulausar. Þessi fyrsti neyðarfundur leið- toganna heppnaðist ótrúlega vel, því markaðir styrktust töluvert í nokkra daga á eftir. En svo fór reyndar allt á verri veg aftur eins og menn muna og neyðarfundunum fjölgaði. Á þeim næstu, sem ekki voru síður vel heppnaðir en hinn fyrsti, voru gefnar út sverar yfirlýsingar um að Grikkland væri evruland og óhugsandi væri að nokkurt evruland lenti nokkru sinni í því að geta ekki að fullu staðið við sínar skuld- bindingar. Þessar yfirlýsingar dugðu aðeins framan af degi eftir fundarlok. Á næstu neyðarfundum var orðað að hugsanlegt væri að semja við „kröfuhafa“ um að þeir myndu „sjálfviljugir“ slá svo sem eins og 25% af kröfum sínum, enda yrði Grikkjum eft- ir slíka ívilnun banka allir vegir færir. Nú var bankamönnum Evrópu svo brugðið að risa- vaxnar bónusgreiðslurnar þeirra stóðu í þeim á valin- kunnum veitingastöðum vítt og breitt í Evrópu. Þeir sáu Mic- helín-stjörnurnar sveiflast fyr- ir augum sér eins og boxari sín- ar stjörnur eftir þungt högg á kjammann. Leiðtogum evrusvæðisins brá mjög þegar þeir sáu hversu illa tillögurnar fóru í banka- furstana, sem eru einu atkvæð- in sem þeir líta á. Þeir hófu þegar að stofna björgunarsjóð- ina, sem lýðurinn sem heldur að Mic- helin snúist um hjólbarða, þótti ekki of góður til að leggja evr- ur í af ríflegum lágmarks- launum á svæðinu. Barma- fullum björgunarsjóðunum fylgdu yfirlýsingar um að með þeim yrði vandinn sjálfkrafa úr sögunni. „Það ræðst enginn á óvinnandi vígi,“ sögðu sögu- fróðir leiðtogarnir drýg- indalega. Þetta entist í þrjá daga. Því næst var björgunarpakk- inn tvöfaldaður, þótt ekki feng- ist endanlega staðfest að það hefði verið gert. Svo var sjálfs- stjórnarvald fjárlaga tekið af ríkjum evrusvæðisins og nokkrum ríkjum til viðbótar í sambandinu sjálfu, þótt Bretar og Tékkar neituðu tilmælum um að fallast á sverðið að róm- verskum sið. Þessi ímyndaða stækkun sjóðsins og svipting þjóðanna á lokaorði um eigin fjárlög, dugði í viku. Þá var Seðlabanka evru- svæðisins gert að lána bönkum í Evrópu trilljón milljarða evra við 1% vexti í þeirri von að þeir myndu kaupa ríkisskuldabréf fyrir fúlgurnar og fá fjórfaldan vaxtamun fyrir viðvikið. Þann mun myndu skattborgarar evrulanda í vandræðum borga, en þeir kæmust ekki að því fyrr en löngu síðar. Þannig sæist ekki að ESB-bankinn væri að brjóta grundvallarreglur um að honum væri bannað að lána ríkissjóðum í vandræðum fé. En að lána öðrum, til að lána þeim sem bannað er að lána. það slyppi! Svo var enn þrengt að Grikkjum. Skipt var um for- sætisráðherra eins og aðrir skipta um ljósaperur. Bannað var að halda þjóðaratkvæða- greiðslu og lagafyrirmæli skrifuð ofan í þá í stórum stíl. Þau skyldi þingið samþykkja á fáeinum klukkutímum í hvert sinn, ella fengi landið ekki fimm aur með gati þótt marg- oft væri búið að lofa pening- unum. Eins og lýst var í upp- hafi aðgerða ESB var óhugsandi að land á evrusvæði gæti lent í bullandi vandræð- um. Nú er aðgerðum sambands- ins lokið. Þær voru vissulega harkalegar, en skiluðu sínu að lokum. Moody’s lýsti því yfir formlega í gær að Grikkland væri nú gjaldþrota og atvinnu- leysi ungs fólks á vinnumark- aði loks komið yfir 51%. Í ljósi þess að svona vel tókst til nota Jóhanna og Steingrímur J. tækifærið til að lýsa því yfir að evran og ESB sé vegur Ís- lands, sannleikurinn og lífið. Annálaður annáll} 24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þ að er eðli ungra manna að vera kjánar. Fyrir þeim er allt ýmist svart eða hvítt, en með tímanum lærist að lífið er óteljandi grátónar. Í því ljósi er ekki ástæða til að taka mikið mark á því þegar ungir sjálfstæðismenn senda frá sér endurteknar yfirlýsingar um að rétt sé að leyfa sölu allra fíkniefna. Undanfarið hefur verið lífleg umræða á net- inu þar sem margir taka undir þessa yfirlýs- ingu. Sjálfstæðismennirnir ungu eru innblásnir af frelsishugsjóninni, en viðhlæjendur þeirra voru þó ekki með frelsið að leiðarljósi, heldur gripu þeir til hagkvæmnisraka: Með því að leyfa löglega sölu allra fíkniefna muni allir sem hagnast hafa af ólöglegri sölu taka upp aðra iðju; glæpamenn hætta að reyna að hagnast á glæpum þegar það sé ekki lengur glæpur að selja hass eða heróín eða kókaín. Varla þarf að fjölyrða um barnaskapinn sem býr að baki slíkri hugsun, en hvað um dópistana, spyrðu kannski, kæri lesandi, munu þeir ekki hætta að fremja glæpi til að kom- ast í vímu? Sá sem þannig spyr hefur kannski aldrei frétt af öllum þeim glæpum sem menn fremja til að komast yfir áfengi, sem er þó löglegt fíkniefni og hefur verið áratugum saman. Ekki er svo bara það, menn fremja glæpi til að komast yfir hluti sem þá langar til að eiga eða til að stela, en ekki bara til að afla sér fjár til að kaupa fíkniefni. Sú trú að glæpum muni fækka umtalsvert við það eitt að leyfa sölu allra fíkniefna er kjánatrú – eða halda menn að besta leið til að koma í veg fyrir þjófnað sé að afnema lög sem ná yfir slíkt því þá hætti menn að stela og fari bara að taka? Hvað þá um frelsisrökin – „Í öllum þeim at- höfnum manns, er einvörðungu snerta sjálfan hann, er sjálfræði hans að réttu lagi alveg tak- markalaust,“ segir í Um frelsið eftir John Stu- art Mill og vel að orði komist. Það vill svo til að hann þekkti til þeirra vandamála sem stafað gátu af drykkjulátum: „Því að fyrir mann, sem vín hefur þau áhrif á, að æsa hann til mein- gjörða við aðra, er það glæpur gagnvart öðrum að drekka sig drukkinn.“ Á þeirri hálfri annarri öld sem liðin er frá því Um frelsið kom út hefur þekkingu okkar á fíknsjúkdómum miðað áfram. Læknisfræðin hefur fært okkur heim sanninn um að áfengis- og vímuefnafíkn er líffræðilegur heilasjúkdómur sem myndast við endurtekna notkun vímuefna og töl- fræðigreining sýnir okkur að því meira sem aðgengi er að vímuefnum því fleiri verða sjúkdómnum að bráð. Á árunum eftir efnahagshrun hefur ofbeldisglæpum fækkað á Íslandi og börnum og ungmennum líður betur samkvæmt könnunum. Sumir hafa gert því skóna að það sé vegna þess að erfiðleikarnir hafi treyst fjölskyldubönd og þó að það sé hlýleg tilhugsun að því sé að þakka þá er skýringin einfaldari að mínu viti: Frá árinu 2008 hefur sala á áfengi dregist saman jafnt og þétt og heldur áfram að dragast saman. Þarf frekari vitnanna við? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Af líffræðilegum heilasjúkdómi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is G rzegorz Marcin Novak, einn þeirra þriggja sem hafa verið eftirlýstir vegna ránsins í úra- verslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra, var í gær fluttur til landsins og fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæslu- varðhald til 21. mars. Annar úr ræn- ingjahópnum, Pawel Jerzy Podbur- aczynski, er í haldi í Sviss en sá síðasti sem gengur laus er enn í Pól- landi. Hann er því utan færis fyrir ís- lensk lögregluyfirvöld en það breyt- ist í síðasta lagi þegar Ísland hefur innleitt evrópsku handtökuskipunina í íslensk lög og ríki Evrópusam- bandsins veitt endanlega staðfest- ingu sína. Verði mennirnir sakfelldir fyrir ránið mega þeir búast við þungum dómum því sá eini þeirra sem náðist hér á landi í kjölfar ránsins, Marcin Tomasz Lech, var í liðinni viku dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir sinn þátt í ráninu. Lech átti að sjá um að koma ránsfengnum úr landi en hann hafði verið falinn í bifreið. Hinir þrír fóru með flugvél af landi brott daginn eftir ránið. Tveir þeirra voru handteknir í Póllandi stuttu síð- ar en síðan sleppt enda framselja Pólverjar ekki eigin ríkisborgara á grundvelli Evrópuráðssamnings um framsal. Hið sama gildir um Íslend- inga. Þeir Novak og Podburaczynski voru handteknir samtímis í Sviss í lok febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sló lögreglan í Sviss þeim upp í SIS- upplýsingakerfi Schengen-ríkjanna og kom þá í ljós að þeir voru eftir- lýstir vegna úraránsins hér á landi. Hvorugur mótmælti framsali til Ís- lands en mótmæli hefðu hvort sem er, að öllum líkindum, aðeins skotið framsali á frest. Lengi stóð því til að sækja þá báða en stuttu áður en lög- regla lagði upp í sendiförina áttuðu svissnesk lögregluyfirvöld sig á því að Tyminsk á óuppgerð sakamál í Sviss og því verður hann í Sviss á meðan mál hans eru könnuð nánar. Fjögur ár eru nú liðin frá því Al- þingi samþykkti þingsályktunar- tillögu um að Ísland myndi staðfesta samning milli Evrópusambandsins annars vegar og Íslands og Noregs hins vegar um evrópsku hand- tökuskipunina. Evrópska handtökutilskipunin veldur því m.a. að gefi dómstóll í einu aðildarríkja að evrópsku hand- tökuskipuninni út handtökuskipun á hendur sakamanni vegna tilgreindra brota beri yfirvöldum í því landi sem maðurinn dvelst að handtaka hann og afhenda hann. Íslensk stjórnvöld yrðu því að taka umfjöllunar kröfu um afhendingu manns sem þannig er eftirlýstur og taka afstöðu til þess hvort skilyrðum slíkrar afhendingar væri fullnægt, hvort sem um væri að ræða íslenska ríkisborgara eða ríkis- borgara annars ríkis sem er aðildi að handtökuskipuninni. Með aðild að evrópsku handtökutilskipuninni er jafnframt fallið frá þeirri reglu að ríki sé ekki skylt að framselja eigin rík- isborgara. „ Handtökuskipun á Ítalíu mundi gilda sem íslensk hand- tökuskipun fyrir íslenskum yfirvöld- um. Þetta er auðvitað mjög víðtækt traust og víðtæk samvinna,“ sagði Ragna Árnadóttir, þáverandi dóms- málaráðherra, á Alþingi í júní 2010. Þær upplýsingar fengust hjá inn- anríkisráðuneytinu í gær að þar væri verið að vinna að gerð frumvarps sem myndi lögfesta handtökuskip- unina. Stefnt hefði verið að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi nú í vor en líklega takist það ekki áður en frestur til þess rennur út 29. mars. Málið væri viðamikið og þarfnaðist mikils undirbúnings. Færsla í SIS-kerfinu leiddi til framsals Morgunblaðið/Júlíus Rán Mennirnir eru sakaðir um að hafa staðið saman að ráni í úraverslun Michelsen við Laugaveg. Ránið var þaulskipulagt en það dugði ekki til. Í þessu tilviki fór einn frá al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra og annar úr sérsveitinni til að sækja sakamanninn. Afla þarf sérstaks leyfis hjá flugfélögum til að fljúga með slíka menn. Þegar lögregla nær í sakamenn til útlanda notar hún svokallaðan þvingunarbúnað. Búnaðurinn samanstendur m.a. af handjárnum og belti. Alla jafna heftir búnaðurinn lítið hreyfingar en lögreglumenn geta með einu handtaki þrengt að og þá getur viðkomandi ekki lyft höndum upp fyrir beltisstað. Þvingaður í flugferðina SÓTTUR TIL SVISS Freisting Hluti af þýfinu úr ráninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.