Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 15
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Landris á Suðausturlandi og dvínandi þyngdar- afl Grænlandsjökuls vegna bráðnunar er meðal þátta sem valda því að erfitt getur verið að segja til um hvaða áhrif hærra yfirborð sjávar mun hafa á Íslandi, segir Þorsteinn Þorsteins- son, sérfræðingur í jökla- rannsóknum á Veðurstofu Íslands. Þorsteinn tekur nú þátt í verkefninu Loftslagsbreyt- ingar og áhrif þeirra á orku- kerfi og samgöngur (LOKS) sem hefur verið unnið sam- hliða norrænu samstarfsverkefni um áhrif lofts- lagsbreytinga á orkuöflun, en niðurstöður þess verða kynntar nú í vor. Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær þarf víða um land að grípa til ráðstafana til að verjast ágangi sjávar. Þá hefur loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna spáð því að yfirborð sjávar muni hækka um 20-60 sentimetra á öldinni vegna hlýnunar og nýrri spár gera ráð fyrir allt að 1 m hækkun. Þorsteinn segir að vegna samspils landsigs og hækkunar á yfirborði sjávar muni áhrifa hlýnunar gæta mest á Suðvesturlandi og vest- arlega á Suðurlandi, s.s. við Eyrarbakka og Stokkseyri. Á hinn bóginn sé landris á Suðaust- urlandi vegna minnkandi jökulfargs Vatnajök- uls svo mikið að það geri meira en að vega upp á móti hækkandi yfirborði sjávar. Flóknara sé að spá fyrir um þróun á Norður- landi og Vestfjörðum í heild sinni. Aðstæður þar séu misjafnar og sums staðar, s.s. á eyrinni á Siglufirði, sé töluvert landsig. Ástæðan fyrir því að yfirborð sjávar hækkar er sú að jöklar og jökulís bráðna. Miklu munar um nágrannann í norðri og vestri, Grænlands- jökul, næststærsta jökul heims. Þorsteinn bendir á að sjávarborð hafi hækkað um 3 mm á ári að meðaltali undanfarna áratugi. Framlag Grænlandsjökuls til þessarar þróunar sé verulegt eða á bilinu 0,5-1 mm á ári. Svona stór og þungur jökull „togar með þyngdarafli sínu í sjávarvatnið umhverfis Grænland“ segir Þorsteinn. Rýrni jökullinn og léttist togi hann af minni krafti í sjóinn og hefur það áhrif til lækk- unar sjávarborðs. Þau áhrif geti náð alla leið til Íslands og því hækki minna í sjónum við Norð- urland en hefði verið ef lengra væri milli Íslands og Grænlands. Íslendingar myndu að þessu leyti njóta góðs af nálægðinni við Grænlands- jökul en hin neikvæðu áhrif bráðnunarinnar kæmu fram víðsfjarri. Þorsteinn ítrekar að spár um hækkandi yfirborð sjávar séu flóknar og erf- itt að spá nákvæmlega fyrir um þróunina. Þá geti orðið töluverð frávik á yfirborðinu frá ári til árs. Á árinu 2010 hafi gervihnattamyndir t.a.m. leitt í ljós að yfirborð sjávar hafði lækkað um 6 mm. Skýringin var rakin til þess að óvenju mik- ið hafði gufað upp úr sjónum sem síðan varð til þess að úrkoma varð óvenju mikil, ekki síst í SA-Asíu, með tilheyrandi flóðum. Nú sé sjávar- yfirborð tekið að rísa á nýjan leik. Minni kraftur í bráðnandi risa  Grænlandsjökull bráðnar og léttist og togar því af minni krafti í sjóinn í kring  Áhrif við Ísland  Landris á Suðausturlandi gerir meira en að vega upp á móti hækkandi yfirborði sjávar Þorsteinn Þorsteinsson Landið rís og sígur Landmælingar Íslands 2009. Kortið sýnir landsig og -ris á tímabilinu 1993-2004. Morgunblaðið/Rax Vatnajökull Minnkandi jökulfarg. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS ALLT FYRIR GARÐINN Á EINUM STAÐ » Trjáklippingar » Trjáfellingar » Garðsláttur » Beðahreinsun » Þökulagnir » Stubbatæting » Gróðursetning » Garðaúðun o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.