Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 • Góðir tekjumöguleikar • Þekkt vörumerki • Sveigjanlegur vinnutími Allar nánari upplýsingar á www.avon.is Við leitum af sölufulltrúum um land allt STUTTAR FRÉTTIR ● Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna 2012, Eimskip, Landspítalinn og Marel. Afhending verðlaunanna fer fram á morgun kl. 16. Félag viðskipta- og hagfræðinga veita verðlaunin nú í 12. sinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, mun afhenda verðlaunagripinn Þekkingarbrunn því fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr í rekstri, einkum með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa í starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja. Þrjú fyrirtæki tilnefnd ● Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hef- ur staðfest ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins vegna samruna Íslandsbanka og Byrs. Taldi SKE ekki ástæðu til að aðhafast vegna samrunans. Segir í ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar að sýnt hafi verið fram á að fyrirtæki á fall- andi fæti eigi við í málinu og staðfesti nefndin því ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins. Viðurkennt var að slík aðstaða fyrirtækis gæti leitt til þess að heimila bæri samruna. Ástæðan er sú að í slík- um tilvikum stafa samkeppnishöml- urnar ekki af samrunanumheldur af erf- iðri stöðu hins yfirtekna fyrirtækis. Áfrýjunarnefnd stað- festir ákvörðun SKE Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Upphaflegar hugmyndir Lands- bankans um að skrá fjárfestingar- félagið Horn ehf. í Kauphöllinni gætu breyst á næstu vikum. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýs- ingafulltrúa Landsbankans, er það óvíst að bankinn nái því markmiði sínu að selja 80%-90% hlut í félaginu á skömmum tíma með skráningu. Aðspurður hvort það þýði að ekki verði af sölu segir Kristján svo alls ekki vera. „Það er stefna bankans að selja eignarhluti í félögum í óskyld- um rekstri og Horn er eitt þeirra,“ segir Kristján. „Þetta er frekar spurning um að fá rétt verð, þar liggja hagsmunir bankans og hags- munir eigenda hans. Bankaráð er með þetta uppi á borði sem stendur og ákvörðun um þetta verður tekin á næstu vikum, þannig að ég get ekki staðfest mikið við þig sem stendur nema það að við stefnum að sölu.“ Aðspurður hvort það þýði að eignir verði frekar seldar úr félaginu og það þannig selt í minni einingum vill hann ekki staðfesta það en segir að allir möguleikar séu uppi á borðum. Reksturinn gekk vel í fyrra Heildareignir Horns eru um 30 milljarðar króna og eigið fé um 24 milljarðar og samkvæmt fréttatil- kynningu frá bankanum í gær gekk rekstur Horns mjög vel á árinu 2011 og mun félagið birta ársreikning innan skamms. Félagið er í 100% eigu bankans og heldur á fjölda hlutabréfa í innlendum og er- lendum félögum auk annarra eigna en meirihluti eigna fé- lagsins er með tekjur í er- lendri mynt. Af erlendum eignum má nefna 6,54% hlut í Oslo Bors VPS Group sem samanstendur af fjórum fyrirtækjum, þ.e. kauphöll, verð- bréfaskráningu, uppgjörsþjónustu og markaðslausnum. Svo á Horn 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði markvissrar stýringar viðskipta- krafna (e. Credit Managment Servi- ces). Viðskipti með bréf félagsins fara fram í Nasdaq OMX Stockholm. Reginn fer líka í sölu Horn var upphaflega stofnað utan um ýmis hlutabréf sem bankinn fékk í hendurnar frá gamla Landsbank- anum og hefur alltaf stefnt að því að selja þessar eignir. Sérfróðir meta það þannig að þótt virði félagsins sé kannski ekki metið of hátt að þá sé þetta bara einfaldlega há upphæð og því einhverjar líkur á því að eignir verði seldar úr því. En Horn er ekki eina félagið sem stofnað var í kringum eignir frá gamla bankanum sem þeir stefna að því að selja. Reginn er félag í eigu bankans sem var stofnað utan um fasteignir sem þeir fengu í hendurn- ar frá gamla Landsbankanum. Inní því félagi eru eignir eins og Smára- lindin, Egilshöllin og annað þekkt at- vinnu- og verslunarhúsnæði. Aðspurður segist Kristján ekki búast við því að það verði vandkvæð- um bundið að selja það félag þegar þar að kemur. „Það er ekki jafn stór biti og Horn og á vissan hátt örugg- ari fjárfesting þar sem það er ekki með hluti í óskráðum félögum heldur er mikið af þessu verslunarhúsnæði með langtímaleigu. Menn vita ná- kvæmlega hvað þeir eru að kaupa sig inn í þegar þeir kaupa Regin,“ segir Kristján. Eignarhaldsfélagið Horn ekki skráð í kauphöllina?  Horn verður kannski selt í smærri einingum  Sala á Regin er auðveldari Morgunblaðið/Kristinn Eignarhaldsfélag Horn er dótturfélag sem er í 100% eigu Landsbankans.                                            !"# $% " &'( )* '$* +,-./, +01.++ +,2.22 ,,.3,+ ,,.,-4 +1.-+/ +32.-/ +./3++ +04.+/ +-/.01 +,-.1, +01./0 +,1.+4 ,,.31- ,,.33 +1.-2 +31.53 +./3/- +04.23 +--.44 ,,1.3+-, +,2.+, +00.52 +,1./+ ,,.4/+ ,,.30- +1.2,/ +31.4+ +./45+ +0/.3+ +--.0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Eignir fjárfestingarfélagsins Horns eru taldar vera að minnsta kosti um 30 milljarða króna virði. Félag- ið á meðal annars 12,5% hlut í Eyr- ir Invest en helstu fjárfestingar þess hafa verið Marel og Stork. Horn á einnig 3,95% í Eimskip, 49,9% hlut í Promens sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur verksmiðjur í Evrópu, Norður- Ameríku, Asíu og Afríku. Þá eiga þeir stóran hlut í Stoðum sem er eignarhaldsfélag og á meðal ann- ars Tryggingamiðstöðina og 40% hlut í hollenska drykkjarvörufram- leiðandanum Refresco. Þá á félag- ið 6,54% hlut í Oslo Bors VPS Gro- up og 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði markvissrar stýringar við- skiptakrafna. Eignasafn Horns er gott FJÖLMÖRG GÓÐ FYRIRTÆKI Í FÉLAGINU Tveir sérfræðingar á sviði vatnsrétt- inda í Noregi munu taka þátt í mál- þingi á vegum Auðlindaréttarstofn- unar Háskólans í Reykjavík (HR) og Draupnis lögmannaþjónustu um virði vatnsréttinda til orkunýtingar á morgun í HR, dómsalnum á 1. hæð- inni, klukkan 15:00 á morgun. Að sögn Eiríks Svavarssonar hrl. eru þessir sérfræðingar í fremstu röð í heimalandi sínu. Olav Felland heitir annar þeirra, lögmaður sem mun fjalla um áhrif innleiðingar samkeppnismarkaðar í Noregi á verðmyndun vatnsréttinda, um upp- haf svokallaðrar leigugreiðsluað- ferðar og þróun hennar í Noregi og fer yfir þróun í dómaframkvæmd sem lýtur að umfjöllunarefninu. Arne Jacobsen, framkvæmda- stjóri Blafall í Noregi, mun fjalla um skýrleika í verðmyndun vatnsrétt- inda í Noregi og helstu kosti og ann- marka verðmyndunar vatnsréttinda eins og hún stendur. Innleiðing samkeppnismarkaða á raforku í Evrópu hefur almennt haft þau áhrif að undirliggjandi auðlindir svo sem vatnsréttindi eru metin á markaðslegri forsendum en áður. Eiríkur segir að í Noregi hafi sala og framleiðsla raforku verið mark- aðsvædd þegar árið 1992 og því sé komin töluverð reynsla á það kerfi. Að sögn Eiríks er ætlunin á mál- þinginu að draga fram hvernig verð- mætamat á vatnsréttindum til orku- öflunar hefur breyst í Noregi eftir að framleiðsla og sala raforku var þar gefin frjáls líkt og hér var gert árið 2003. Eiríkur segir að ætlunin sé að fjalla um viðmið verðmats á vatns- réttindum á Íslandi en vísi að leigu- greiðsluaðferð megi greina í flestum þekktum samningum um afnot vatnsréttinda sem gerðir hafa verið hér landi á síðustu árum þótt úr- skurður um vatnsréttindi Kára- hnjúka skeri sig þar nokkuð úr. borkur@mbl.is Vatnsréttindi Íslands lítils virði?  Málþing í HR um vatnsréttindi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Eign Virði vatnsréttinda hafa komið til umræðu vegna virkjana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.