Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. Lokað, mán. 12-18, þri - fös. 11-18:30, lau. 10-18 Camembertbeygla Camembert ostur, sólþurrkaðir tómatar, rauðlaukur, pestó, basilolía og salatblanda 795,- NÝTT Á KAFFIHÚ SINU Frumvörpunum fylgir engin sátt  Framkvæmdastjóri Deloitte vill að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald verði dregið til baka  Sérstaka veiðigjaldið kemur til með að veikja sjávarútvegsfyrirtæki landsins að mati Íslandsbanka Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það kaupir enginn okkar niðurstöður,“ segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, og vísar þar með á bug öllum aðdrótt- unum um að niðurstaða endurskoðunarfyrir- tækisins, þess efnis að áformuð veiðigjöld rík- isstjórnarinnar jafngildi ofurskattlagningu á hagnað, sé ekki marktæk því hún hafi verið „keypt“ af útvegsmönnum. Þess í stað bendir hann á að Deloitte styðjist við opinberar tölur frá Hagstofu Íslands um afkomu sjávarútvegs- fyrirtækjanna á árunum 2001-2010, m.a. varð- andi framlegð og afskriftir atvinnugreinarinn- ar. Þá finnst honum gagnrýnivert að stjórnvöld leggi ekki fram neina útreikninga um áhrif og afleiðingar breytinganna. „Mér fyndist frekar að menn ættu að svara þessu með rökum og koma fram með sínar tölur,“ segir Þorvarður. Hann bætir við að starfsmenn Deloitte séu fúsir til að kynna niðurstöður sínar fyrir sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra sjái hann ástæðu til. „Ég leyfi mér að kalla þetta ofurskattlagn- ingu. Það er alveg sama hvað menn vilja kalla veiðigjöldin því þau verða ekki borguð af öðru en hagnaði greinarinnar,“ segir Þorvarður og bendir á að í útreikningum Deloitte komi m.a. fram að mörg sjávarútvegsfyrirtæki myndu ekki lengur ráða við afborganir af lánum og að skattlagning hefði verið meiri en hagnaður greinarinnar, eða rétt um 105% síðastliðin 10 ár. „Mér finnst að það eigi nú bara að draga þetta frumvarp til baka og reyna að vinna að sameiginlegri lausn sem allir geta verið sáttir við,“ segir Þorvarður. Í áliti Íslandsbanka kemur m.a. fram að sér- staka veiðigjaldið muni veikja sjávarútvegsfyr- irtæki landsins og jafnvel valda því að sum þeirra geti ekki staðið við skuldbindingar sínar sökum þess að ekki er tekið tillit til réttrar skuldsetningar greinarinnar við útreikning skattstofnsins. Verið að teygja sig um of Sjávarútvegsráðuneytið hefur bent á að í um- fjöllun Íslandsbanka um flokk 2 í frumvarpi um stjórn fiskveiða er skerðing tiltekinna fiskteg- unda ofmetin. Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, segir ábend- ingu ráðuneytisins réttmæta og að brugðist hafi verið við athugasemdinni. Þá voru frekari at- hugasemdir ekki gerðar við niðurstöður bank- ans. „Við erum á þeirri skoðun að í sérstaka veiðigjaldinu sé verið að teygja sig um of með því að taka alla mögulega rentu sem verður til í fiskvinnslu,“ segir Rúnar og bendir á að með frumvarpinu muni íslenska ríkið einnig taka til sín stærstan hluta þess virðisauka sem verður til vegna uppbyggingar vörumerkja, sérhæfing- ar og rentu vegna vinnsluafla erlendra skipa. Að auki bendir hann á óbein áhrif frumvarpsins á rekstur annarra fyrirtækja, einkum í minni sveitarfélögum, en sjávarútvegsfyrirtæki veita gjarnan framlög til samfélagsmála. Með minna fjárhagslegu svigrúmi má gera ráð fyrir minni þátttöku þeirra í samfélagslegum verkefnum. „Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt um sjávarútveginn en þá sátt sé ég ekki í þessum frumvörpum,“ segir Rúnar. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég reikna með því að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera,“ segir Bjarni Brynjólfs- son, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, og vísar til rafrænna íbúakosninga í Reykja- vík sem fram fóru dagana 29. mars til 3. apr- íl en kjörsókn var 8,1%. Kjósendur auð- kenndu sig með veflykli ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum á debetkortum sínum og er þetta í fyrsta sinn sem rafræn auðkenni eru notuð við kosningar hér á landi. Kosið var um smærri viðhaldsverkefni í hinum ýmsu hverfum höfuðborgarinnar og gátu kjósendur kosið í einu hverfi að eigin vali. Bjarni kveðst nokkuð ánægður með framkvæmd kosn- inganna og bendir á að svo virðist sem stígandi sé í þátt- tökunni. „Árið 2009 tóku tæplega 6.000 manns þátt og núna voru það um eitt þúsund fleiri sem tóku þátt í kosningunni og auðkenndu sig,“ segir Bjarni en alls auðkenndu 7.617 kjós- endur sig í kosningunum og þar af voru 6.857 atkvæði gild. Íbúalýðræði Segja má að um tvöfalt ferli hafi verið að ræða því í janúarmánuði voru íbúar beðnir að senda inn hugmyndir að framkvæmdum en um þær hugmyndir var svo kosið í ný- liðnum kosningum. „Við fengum inn yfir 350 hugmyndir sem var fækkað í um það bil 180 af fagteymi á vegum borgarinnar,“ segir Bjarni og bætir við að allar hugmynd- ir hafi því verið lýðsprottnar. Þá bendir hann einnig á að svo virðist sem fólk vilji heldur margar smærri fram- kvæmdir í stað fárra kostnaðarsamra stórframkvæmda. Kosningin er bindandi og er nú hægt að sjá niðurstöður hennar eftir hverfum á vef Reykjavíkurborgar. Rafrænar kosningar komn- ar til að vera í Reykjavík  Fólk kaus heldur fleiri smærri verkefni en fá kostnaðarsöm Sumar Reykvíkingar kusu um framkvæmdir. Bæjarfulltrúi Samfylking- arinnar í Sveitar- félaginu Árborg er mótfallinn því að Hvamms- og Holtavirkjunum í Þjórsá verði skipað í biðflokk, eins og ríkis- stjórnin leggur til í þingsálykt- unartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Segist hann í samtali við mbl.is ekki sjá að nein áhætta sé tekin varðandi laxastofninn þótt heimilað verði að ráðast í þessar tvær virkjanir. Eggert Valur Guðmundsson bæj- arfulltrúi lagði fram tillögu í bæj- arráði Árborgar þar sem skorað er á Alþingi að sjá til þess að þessar tvær virkjanir verði í nýtingar- flokki. Í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að allar þrjár virkj- anirnar í neðri hluta Þjórsár verði settar í bið, ekki nýtingu eins og áð- ur var áformað. Eggert segist mjög ósáttur við þessa breytingu enda hafi hann bundið vonir við að ráðist yrði í virkjanir í Þjórsá sem fyrst. Vill heimila tvær virkj- anir í Þjórsá Eggert Valur Guðmundsson  Fulltrúi ósáttur Allt ætlaði vitlaust að verða í KNH-skemmunni á Ísafirði í gær þegar sjálfur Mugison steig á svið og fékk hann allan mannskapinn á svæðinu til að syngja með og reif upp stemningu, sem var góð fyrir eftir vel heppnað opnunaratriði hátíð- arinnar frá Orphic Oxtra. Arnar Eggert Thor- oddsen, sem er á hátíðinni, segir að stemningin hafi verið góð og almennt sé mikið um að vera í bænum. „Þetta er eins og í dásamlegu risastóru ítölsku brúðkaupi þar sem allir, ungir sem aldn- ir, skemmta sér saman. Andrúmsloftið hérna er mjög jákvætt og hlýr andi sem leikur um allt.“ Fyrr um daginn hafði Páll Óskar sungið fyrir fullu húsi í Edinborgarhúsinu en hann var einnig með eigin tónleika í gærkvöldi. Hátíðin þar sem allir skemmta sér saman Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.