Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 ✝ GuðfinnurÞorgeirsson fæddist í Vest- mannaeyjum 27. október 1926. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 22. mars 2012. Foreldrar hans voru Þorgeir Ei- ríksson, f. 8.8. 1886, d. 1.3. 1942 og Ingveldur Þórarinsdóttir, f. 3.1. 1884, d. 15.9. 1936. Heimili þeirra var í Skel sem stóð við Sjómannasund 4 en síðar að Hamri við Skólaveg 33 í Vest- mannaeyjum. Hálfsystkini Guðfinns samfeðra voru Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, f. 1906, d. 1930, maki Magnús Jónsson, f. 1901, d. 1986, Ástríður Þor- geirsdóttir, f. 1908, d. 1929, maki Stefán Halldórsson, f. 1903, d. 1997, Sigurbjörg Þor- geirsdóttir, f. 1912, d. 1928. Móðir þeirra var Una Jóns- dóttir, f. 1878, d. 1960. Hálf- bróðir Guðfinns sammæðra var Hjálmtýr Brandsson, f. 1908, d. 1932. Kona hans var Þórey Helga Einarsdóttir, f. 1906, d. 1992. Alsystkin Guðfinns voru Hafsteinn Þorgeirsson, f. 18.5. 1914, d. 4.7. 1931 og Margrét Þorgeirsdóttir, f. 18.1. 1921, d. 1926, d. 2005). 4) Guðfinna Guðfinnsdóttir, f. 1956, maki Óðinn Haraldsson, f. 1960. Barn: Margrét, f. 1976. Guð- finna var alin upp hjá Margréti systur Guðfinns og Skarphéðni manni hennar (sjá ofar). Sig- urleif og Guðfinnur tóku að sér Ágúst Hreggviðsson syst- urson hennar árið 1948 þegar hann 11 ára gamall missti for- eldra sína með stuttu millibili. Seinni eiginkona Guðfinns er Valgerður Helga Eyjólfs- dóttir, f. 4. júlí 1934. Val- gerður kom inn á heimilið með dætur sínar ungar um ári eftir andlát Sigurleifar til að halda heimili fyrir Guðfinn og börn hans. Þau Guðfinnur hófu síð- ar sambúð. Barn þeirra er: 5) Þorgeir Guðfinnsson, f. 1968, maki Guðrún Þórey Ingólfs- dóttir, f. 1964. Börn: Guð- finnur, f. 1994 og Ingólfur Arnar, f. 1996. Dætur Val- gerðar eru: 6) Helga Guð- mundsdóttir, f. 1953. Börn: Valgerður Una, f. 1971 og Hel- ena Rut, f. 1980. 7) Lilja Guðný Guðmundsdóttir, f. 1955, maki Páll Emil Beck, f. 1954. Börn: Finnur Geir, f. 1975, Eiríkur Emil, f. 1978 og Helga Mar- grét, f. 1990. Gekk Guðfinnur þeim Helgu og Lilju í föð- urstað. Guðfinnur helgaði starfsævi sína sjómennsku og útgerð. Útför Guðfinns Þorgeirs- sonar fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 7. apríl 2012, og hefst at- höfnin klukkan 14. 19.6. 1990, maki Skarphéðinn Vil- mundarson, f. 25.1. 1912, d. 28.7. 1971. Fyrri eiginkona Guðfinns var Sig- urleif Ólafía Björnsdóttir, f. 5. september 1923, d. 26. nóvember 1956. Hún lést átta dög- um eftir fæðingu tvíburastúlkna. Þau Sigurleif reistu sér hús við Brimhólabraut 8 og fluttu þar inn árið 1948. Bjó Guðfinnur þar alla tíð síðan. Börn Sig- urleifar og Guðfinns eru: 1) Jakobína Guðfinnsdóttir, f. 1947, maki Kristmann Krist- mannsson, f. 1943. Börn: Guð- finnur Arnar, f. 1971, Sigríður Inga, f. 1978, Sigurleif, f. 1985 og Björn, f. 1988. 2) Hafsteinn Grétar Guðfinnsson, f. 1950, maki Hildur Kristjana Odd- geirsdóttir, f. 1951. Börn: Leif- ur Geir, f. 1970 og Birgir Hrafn, f. 1976. 3) Sigurleif Guðfinns- dóttir, f. 1956, maki Höskuldur Rafn Kárason, f. 1950, d. 2008. Börn: Kári, f. 1973, Ármann, f. 1977 og Jónas, f. 1988. Sigurleif ólst upp hjá vinafólki Guðfinns og Sigurleifar, þeim Jónu Bjarnadóttur, f. 1925, d. 1999 og Ármanni Böðvarssyni, f. Þá ertu farinn frá okkur Finnur minn og róinn á önnur og ókunn mið. Þegar ég hugsa til þín koma ótal minningar upp í hugann eftir rúmlega 20 ára kynni. Þú varst nú kannski ekk- ert alltof ánægður með mig að ég skyldi lokka drenginn þinn upp á land og fara að búa með honum þar. Þú lést mig nú samt aldrei gjalda þess og á milli okkar ríkti alltaf gagnkvæm virðing og vinátta. Þú áttir erf- itt með að skilja hvað fólk hefði að sækja upp á land og hefðir helst viljað að hópurinn þinn væri allur á Eyjunni fögru. Við fjölskyldan reyndum að koma sem oftast til Eyja svo tengslin við Eyjarnar og ykkur héldust sem best og strákarnir fengju að njóta samvista við ykkur. Það kunnir þú að meta en þér fannst mesti óþarfi að þið væruð að þvælast upp á land. Þú sagð- ir stundum að þú hefðir ekkert þangað að sækja enda taldir þú þig hafa nóg annað að gera en að hanga í aðgerðarleysinu í Reykjavík og stoppaðir aldrei lengur en þú þurftir. Þér fannst líka alveg óþarfi að vera að taka sumarfrí en þó léstu nú tilleið- ast og eyddir kannski viku í það af og til, bara svona fyrir hana Valgerði. Þá vorum við stundum með ykkur og ég man að það var ekkert verið að slappa af og hafa það notalegt eins og flestir vilja gera þegar þeir eru í fríi, heldur var verið á ferðinni frá morgni til kvölds. Við höfum alltaf komið til ykkar á þjóðhá- tíð en þar varst þú aldeilis á heimavelli enda mikill þjóðhátíð- armaður. Var þá oft mikill hamagangur þegar verið var að koma þjóðhátíðardótinu inn í dal og ekki síður þegar tekið var saman, helst klukkan sjö á mánudagsmorgni. Annars var það sjórinn og trillan þín sem áttu hug þinn allan og þínar bestu stundir voru þegar þú varst einn á sjónum. Þú hafðir líka gaman af að bjóða okkur í siglingu. Ég segi nú ekki að þér hafi verið skemmt ef einhver fann fyrir sjóveiki, en viðkom- andi fékk alveg að heyra skotin frá þér því þú varst óttalega stríðinn. Annað sem einkenndi þig var hvað þú hafðir óskap- lega gaman af að þrasa og not- aðir hvert tækifæri til að fá fólk í rökræður við þig. Þú áttir erf- itt með að sætta þig við það þegar starfsþrekið fór að minnka undanfarin ár og þrjóskaðist við mun lengur en heilsan leyfði. Þú fórst t.d. í þína síðustu sjóferð í júlí sl. sumar. Það var gaman á Brimó í haust þegar öll börnin þín komu til ykkur og við fögnuðum 85 ára afmælinu þínu. Þá var heilsu þinni mikið farið að hraka en þú naust þess samt alveg í botn og hélst út langt fram á nótt. Það var líka dýrmætt að fá að hitta þig nú í mars og fá að kveðja þig. Mikið verður skrítið að koma til Eyja núna og sjá þig ekki í stólnum þínum eða heyra þig kalla á hana Valgerði þína úr stofunni. Við Þorgeir og drengirnir okkar viljum að lok- um þakka þér fyrir allt í gegn- um tíðina. Blessuð sé minning þín. Guðrún Þórey. Mig langar að kveðja afa minn með nokkrum orðum. Hann var ekki bara afi minn heldur líka góður vinur og fyr- irmynd. Hann var með stórt hjarta og sterklegar hendur, fannst gaman að segja sögur, skemmtilega hjátrúarfullur og elskaði sjóinn. Líf hans var ekki alltaf auðvelt en hann kvartaði aldrei. „Jæja vinur, ert þú kominn.“ Þannig var tekið á móti manni þegar maður kíkti í heimsókn á Brimhólabrautina. Hann sitj- andi við eldhúsborðið með kaffi- bolla og spilastokk, leggjandi kapal. Spilastokkurinn var eins og eldspýtustokkur í hans sterklegu höndum. Maður var varla sestur á móti honum þeg- ar hann kallaði til Valgerðar og bað hana að gefa drengnum kaffi. Það var ekki eins og það stæði eitthvað annað til hjá henni. Áður en samræður hóf- ust var eins og maður væri staddur í miðri fermingarveislu, slíkar voru veitingarnar. Afi var mjög stríðinn og var hann vanur að segja hátt og skýrt svo Val- gerður heyrði til: „Það var ágætt að það kom gestur, þá koma terturnar fram“. Það var ekki eins og hann liði einhvern skort hjá henni Valgerði, hún hugsaði svo vel um hann. Sjómennska var hans atvinna og áhugamál, hugurinn var allt- af á sjónum hvar sem hann var. Hann var varla kominn uppá fastalandið þegar hann talaði um að fara heim og drífa sig á sjóinn. Ég var svo heppinn að fá að kynnast honum þar sem hann undi sér best. Við fórum ófáa róðrana á Hrappnum og síðar á Ingu. Þar rifjaðist margt upp fyrir honum og margar sög- ur voru sagðar, m.a. þegar hann 5 eða 6 ára fann þorsk liggjandi á Strandveginum sem dottið hafði af vagni. Hann brölti hon- um í fiskverkun þar hjá, í hurð- inni stóð maður sem fylgdist með en veitti honum enga hjálp við að koma fiskinum í hús. Hann vildi að afi ynni fyrir afl- anum en hann borgaði vel fyrir fiskinn. Maðurinn var Árni í Görðum, seinna átti afi eftir að vera skipstjóri á bát með því nafni og farnaðist það vel. Þeim bát sá hann mikið eftir og talaði oft um hann. Þegar atgangurinn var sem mestur á okkur á sjón- um, hét ég oft mörgum nöfnum og var eins og ég væri orðinn einn af áhöfninni á Árna. Ég varð að líta í kringum mig og kanna hvort við værum ekki örugglega bara tveir á Hrappn- um. Afa þótti ákaflega gaman að takast á við okkur krakkana í fjölskyldunni. Átökin voru alltaf í góðu og enduðu líka þannig. Hann gafst upp á að „slást“ við mig þegar ég var um 18 ára. Þá vorum við að vinna saman í net- um hjá Vinnslustöðinni. Í þeim átökum hrösuðum við ofan á netin, og ég lenti ofan á gamla manninum. Þá heyrði ég hann segja glottandi „Jæja, ætli mað- ur hætti ekki að takast á við þig“. Ég kveð afa með ást, virðingu og söknuði. Ég mun geyma góð- ar minningar um hann í hjarta mínu og held áfram að segja sögur af honum. Þinn vinur og barnabarn, Guðfinnur Arnar. Það er skrítið að hugsa til þess að þegar ég kem til Vest- mannaeyja sé hann afi ekki þar með henni ömmu. Minningarnar um hann afa eru svo ótalmarg- ar. Ég man þegar ég var stelpa hvað mér þótti gaman að fá gjafir sem afi hafði keypt handa mér í siglingum, sjálfvirka kaffi- könnu sem hægt var að sulla með og hana Guðfinnu dúkku sem stendur í stofunni hjá mér og vekur góðar minningar um afa. Já, hann vissi hvað krökk- um þótti skemmtilegt og ekki fannst honum nú leiðinlegt að stríða manni, aðeins að spýta á mann vatni yfir eldhúsborðið, bjóða manni í vörina og leggja stóru hendurnar sínar á axlirnar á manni til að sjá hvað maður væri orðinn sterkur. Mér fannst enn notalegt eftir að ég varð fullorðin að fá gott faðmlag frá honum afa og okkur kom mjög vel saman og ég gat talað við hann um margt sem mér lá á hjarta þegar við vorum ein í stofunni. Ég er svo ánægð með að ég sagði honum fyrir stuttu hvað mér þætti ótrúlega vænt um hann og ég er þakklát fyrir að maðurinn minn og börnin mín fengu líka að eiga margar góðar og skemmtilegar stundir með afa. Elsku amma mín mér þykir svo vænt um þig og hugur minn er hjá þér. Við vitum báðar að afi er á góðum stað og hann verður alltaf í hjörtum okkar með skemmtilega glottið sitt. Lúinn anda ég legg nú af, lífinu ráði sá, sem gaf, í sárum Jesú mig sætt innvef, sálu mína ég Guði gef. Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, ljósið í þínu ljósi sjá, lofa þig strax sem vakna má. (Hallgrímur Pétursson) Valgerður Una. Elsku afi, það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þrátt fyrir að þú hafir alltaf búið í Eyjum og ég í bænum á ég endalaust af minningum um þig. Þið amma tókuð alltaf vel á móti okkur þegar við komum og þú varst alltaf svo glaður að sjá okkur þegar við komum á þjóðhátíð, þrettándann eða bara í heim- sókn. Ég man þegar þú fórst með okkur í siglingu og við fór- um hringinn í kringum Bjarna- rey og inn í Klettshelli. Þú kenndir mér á veiðigræjurnar þínar og mér tókst að veiða einn karfa sem ég matreiddi svo um kvöldið. Stundum þegar við vor- um að borða hádegismat, oftar en ekki Ab-mjólk með púður- sykri og All-Bran, gerðist það að þegar maður ætlaði setja skeiðina upp í sig fékk maður högg undir olnbogann og Ab- mjólk út um allt andlit. Svo hlóstu bara að manni með sak- leysissvip því þú varst alltaf svo stríðinn. Þegar við komum til ykkar á þrettándanum áttir þú alltaf nóg af sprengjum sem þú hafðir geymt handa okkur frá áramótunum. Við höfðum mjög gaman af því og ég held að þú hafir ekki verið minna spenntur yfir þessu. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og ég mun alltaf geyma minn- inguna um þig í hjarta mér. Guð geymi þig. Þinn Ingólfur Arnar. Þegar ég hugsa til baka á ég bara góðar minningar frá þeim heimsóknum og þeim tíma sem ég fékk tækifæri til þess að eyða með þér. Þegar maður kom til þín og ömmu á Brimhólabrautina, þá varstu oftast inni í eldhúsi með kaffibollann þinn og tóbaks- hornið hjá þér að leggja kapal. Svo kom maður inn, heilsaði og settist hjá þér, fylgdist með þér leggja kapalinn og talaði við þig um daginn og veginn. Ef maður var svo ekki viðbúinn mátti maður alveg eiga von á því að þú myndir skvetta seinustu kaffidropunum úr bollanum framan í mann og svo skelltirðu uppúr. Þú varst rosalega stríð- inn og þér fannst svo gaman að hrekkja mann af og til, en samt alltaf í mesta sakleysi. Við nafn- arnir fórum oft saman og tókum okkur bíltúr um eyjuna. Þá fór- um við alltaf sama hringinn, út á Eiði, svo niður á bryggju að lensa úr trillunni, út á hraun og svo hringinn í kringum Eldfell og aftur heim. Þá sagðir þú mér oft sögur af því hvernig þetta hefði verið í gamla daga. Þegar maður kom niður á morgnana varst þú oft farinn á sjóinn fyrir mörgum tímum og hringdir svo þegar þú varst að koma að landi. Þá fórum við pabbi og Ingólfur Arnar niður á bryggju að hjálpa þér að landa því sem þú veiddir. Þegar þú komst upp á land varstu alltaf að hugsa um hvort það væri sjóveður og gast ekki beðið eftir því að komast aftur á sjóinn. Eitt sinn þegar við fjölskyld- an komum til ykkar ömmu á þjóðhátíð og ég fékk að taka vin minn með mér, komum við heim úr dalnum til þess að ná okkur í hlý föt fyrir kvöldið. Vinkona okkar var með okkur og þú hrósaðir mér fyrir það að vera búinn að næla mér í færeyska stelpu. Ég hló bara að þér því þessi stelpa var alíslensk. Samt fullyrtir þú að hún væri færeysk og talaðir um það í mörg ár á eftir og varst alltaf að spyrja mig hvar sú færeyska væri. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kveðja þig og halda í þessar stóru og kröftuglegu hendur áður en þú fórst frá okkur. Núna siglirðu bátnum þínum inn í nýja höfn á nýjum stað þar sem þú færð að hvíla í friði. Það er erfitt að kveðja þig og það verður erfitt að venjast því í sumar að það sé enginn afi í stólnum sínum inni í stofu eða við eldhúsgluggann. En þetta var líklegast bara best fyrir þig úr því sem komið var og það hefði ekkert verið skemmtilegt að horfa uppá þig svona veikan lengi. Þú gengur á land á þess- um nýja stað og ég ætla að biðja þig um að passa þig að detta ekki í sjóinn í þetta sinn. Ég mun alltaf minnast þín með bros á vör og þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og Guð geymi þig. Þinn Guðfinnur Þorgeirsson (yngri). Hin erfiða stund er því miður komin, sú stund sem ég hef kviðið fyrir og sú stund sem ég vildi óska að hefði aldrei komið, að þurfa kveðja þig. Afi minn, nú máttu sofa. Ég verð hér, gæti þess sem við eigum saman. Lífsins sem ég skapaði. Með að- stoð þinni, afi minn. Það er satt. Mér finnst þú hafa farið of fljótt frá okkur. Enginn kemur í þinn stað. Þú átt hann einn. Þann hjartastað. Þú varst mér allt í senn: faðir minn, afi minn og uppalandinn sem kenndi mér allt sem enginn annar kunni. Þú ert hetjan mín, hörkutól og ljúfmenni í senn. Ég sé þig brosa. Stóru hendurnar þínar. Þú í hægindastólnum. Þú að horfa á sjónvarpið. Grínast í ömmu og hlæja. Vegna þín er ég sterk. Vegna þín er ég sú sem ég er. Þú átt tár mín sem renna. Ég mun sakna þín, afi. Manstu mál- tíðarnar sem við borðuðum sam- an. Við borðið hennar ömmu. Þú hlóst dátt, glottir og stríddir okkur við matarborðið. Þú og inniskórnir. Vasaklúturinn. Þú að snýta þér. Þú í bílskúrnum, þar var sko röð og regla. Sérðu hvernig ég er? Það ert þú í mér. Ég gleymi því aldrei, lífinu mínu hjá þér. Þú að leggja bílnum niðri við höfn, að vinna í bátn- um. Þú varst nákvæmur maður. Þú og væntumþykjan. Þú vildir alltaf vel. Þú varst og ert höfð- ingi, afi minn. Einstakur í þinni röð. Sögurnar segi ég börnun- um mínum. Við pössum ömmu fyrir þig núna. Við eigum hana saman þessa konu. Svo margt sem við eigum saman. Taktu það með þér í minningu, afi minn, mundu að ég elska þig. Eins og við elskum ömmu. Ég vil þakka þér, afi, ég veit þú heyrir til mín. Þú heyrir það sem þú vilt heyra, eins og alltaf. Ég þakka þér allt. Ef ég loka augunum man ég faðminn þinn stóra. Sé brosið þitt blíða. Finn þú ert hjá mér. Ég er svo fegin að börnin mín fengu að kynnast þér, sem litu mikið upp til þín og elskuðu langafa sinn, þú varst okkur öllum mikil fyrir- mynd. Þú varst og ert besti afi í öll- um heiminum. Hvíldu þig, afi minn, ég man allt sem þú sagð- ir. Vertu viss um það. Ég er undir þínum áhrifum í dag og verð áfram, enginn vafi er um það, eins og sagt er í kvæðinu, sem mikið til er í. Bless, afi minn, ég elska þig og við elskum þig. Tileinkað elsku afa mínum og langafa barna minna, sem hefur kvatt þennan heim og hans verður sárt saknað. Ég elska þig, afi, og þú átt alltaf minningar í hjarta okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Við kveðjum þig, afi minn. Helena Rut Sigurvinsdóttir og fjölskylda. „Það er löngu ljóst að sjórinn vill mig ekki,“ sagði hann og glotti. Þetta var svarið þegar ég varlega lýsti áhyggjum mínum yfir því að hann réri enn einn á trillunni sinni umhverfis Vest- mannaeyjar. Þarna stóð hann á áttræðu en svaraði án þess að hugsa. Minnugur allra þeirra hilda sem hann hafði háð við brotin, stormana og hætturnar á hafinu var hann viss í sinni sök. Trúr þessu svari hélt hann óhikað áfram að gera út og sinn síðasta róður fór hann sumarið sem leið. Á sjónum leið honum alltaf vel, jafnvel best. Afi gekk móður minni í föð- urstað þegar amma Valgerður flutti með dætur sínar tvær á Brimhólabraut. Í bernsku bar ég óttablandna virðingu fyrir þessari hetju hafsins. En þegar ég fullorðnaðist skildi ég betur að hinar mestu áskoranir í lífi hans voru aðrar en hafið. Mjög ungur missti hann foreldra sína og ekki var áfallið minna þegar Sigurleif eiginkona hans féll frá. Eftir stóð hann einstæður fjög- urra barna faðir, það elsta 9 ára. Hann bar gæfu til að finna sér annan sterkan lífsförunaut þegar leiðir hans og ömmu Val- gerðar lágu saman. Þau voru samstiga allt fram á síðasta dag. Ég er Guðfinni afa þakklátur fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Þær hefðu mátt vera miklu fleiri. Hans verður minnst fyrir dugnaðinn, glettn- ina og kjarnyrt tilsvörin. Það var ekki hafið sem tók afa að lokum heldur lét sterkur skrokkurinn smám saman und- an eftir ævistarfið og árunum sem voru orðin 85. Saddur líf- daga kvaddi hann þennan heim á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyj- um. Hans verður sárt saknað. Finnur Geir Beck. Guðfinnur Þorgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.