Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2012 Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is Við prentum alla regnbogans liti. Gulur rauður grænn og blár svartur hvítur fjólublár! Við bjóðum upp á alla almenna prentun, ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband og umsjón með prentgripum. Pixel er alhliða prentþjónusta með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði. Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd. Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum pix (pictures) og el (element) gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Valgeir Sigurðsson segir að í tæp- lega sex ára sögu Vinnuverndar ehf. hafi orðið veruleg breyting á eðli og umfangi þeirra mannauðs- og vinnu- verndarvandamála sem íslensk fyrirtæki glíma við. „Í dag erum við að hjálpa stjórnendum að fást við mál sem við urðum ekki vör við þeg- ar allt lék í lyndi árið 2006 eða 2007. Iðulega eru þetta erfið mál sem hreinlega kalla á það að fyrirtækin geti haft sérfræðinga sér til aðstoð- ar.“ Fleiri eru með á nótunum Um leið segir Valgeir að á síðustu árum hafi orðið áberandi viðhorfs- breyting varðandi mikilvægi þess að huga að líkamlegri og andlegri líðan starfsmanna. Vinnuvernd er þjón- ustufyrirtæki sérhæft í heilsuvernd og heilsueflingu starfsmanna stofn- ana og fyrirtækja. „Áherslurnar hafa breyst og sést m.a. í því að oftar má finna innan fyrirtækja fólk sem hefur menntað sig á sviði mannauðs- mála og er betur að sér um hvernig á að hlúa sem best að starfsfólkinu og gerir sér grein fyrir mikilvægi þessa málaflokks fyrir reksturinn. Við fundum fyrir samdrætti árið 2009 en síðan þá hefur verið stöðugur vöxtur og við heyrðum það hjá viðskiptavin- um okkar að okkar þjónusta er með því allra síðasta sem menn myndu vilja skera niður. Hafa raunar marg- ir lagt talsvert á sig til að geta haldið áfram að kaupa þessa þjónustu.“ Vinnuvernd hefur á sínum snær- um lækna, hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga á ýmsum sviðum heil- brigðis og vinnuvistar. „Við búum að vel menntuðu fólki með langa og mikla reynslu. Fyrirtækið býður m.a. upp á ráðgjöf og fræðslu, gerir heilsufarsathuganir, aðstoðar við hönnun og betrumbætur á vinnu- aðstöðu og annast fjarvistaskrán- ingu og trúnaðarlæknisþjónustu.“ Aukin áhersla á andlega líðan Nýlega lauk skipulagsbreytingum á starfseminni þar sem Vinnuvernd var skipt upp í tvö svið: vinnuvernd- arsvið annars vegar og heilsuvernd- ar- og heilsueflingarsvið hins vegar. „Þetta er gert til að forma starfsem- ina enn betur og vera vel í stakk búin til að takast á við bæði fleiri og stærri verkefni,“ útskýrir Valgeir. Meðal nýrra liða í starfseminni er þjónusta vinnusálfræðings. Valgeir segir greinilega þörf á að huga enn betur að andlegri líðan starfsfólks. Mikið álag hefur verið að safnast upp og víða sé ástandið eldfimt. „Síðustu árin hafa mörg fyrirtæki gengið í gegnum erfiðar breytingar og innan fyrirtækjanna er svo að finna fólk sem gengið hefur í gegnum persónu- legar hremmingar. Allt hefur þetta áhrif á andlega líðan hópsins,“ segir Valgeir. „Við sjáum vandasöm mál koma upp á vinnustöðum en þá má heldur ekki gleyma að andlegu álagsmeinin eru oft og tíðum falin undir yfirborðinu. Með því að bæta vinnusálfræðingi við hópinn ætlum við ekki aðeins að standa betur að vígi í „slökkvistarfinu“ heldur líka koma með meiri krafti að fyrirbyggj- andi aðgerðum.“ Vandasöm mál koma oftar upp en áður  Álag hefur safnast upp og víða í atvinnulífinu er ástandið eldfimt  Vilja leggja meiri kraft í fyrirbyggjandi aðgerðir  Breytingar hjá Vinnuvernd til að takast á við fleiri verkefni Morgunblaðið/Kristinn Spenna „Síðustu árin hafa mörg fyrirtæki gengið í gegnum erfiðar breytingar og innan fyrirtækjanna er svo að finna fólk sem gengið hefur í gegnum persónulegar hremmingar,“ segir Valgeir Sigurðsson um ástandið. Einn af þjónustuliðum Vinnuvernd- ar er framkvæmd heilsufarsmæl- inga á vinnustöðum. Valgeir segir góða reynslu af því að vakta lykil- þætti í heilsu starfsmanna með reglulegum hætti en í mælingunum er lögð áhersla á að skoða m.a. heilsuvenjur starfsfólksins og hvetja til heilsusamlegra lífernis ef tilefni er til. „Þetta geta verið til- mæli um allt frá því að huga að hreyfingu og mataræði yfir í að kíkja í tímabæra krabbameins- skoðun. Markmiðið er m.a. að koma af stað umræðu og hvatningu inn- an vinnustaðarins, og iðulega verð- ur heilsufarsmælingin til þess að koma ákveðnum hópi af stað í rétta átt. Smám saman, ár frá ári, stækk- ar svo í hópnum og útkoman verður mjög heilsumeðvitaður og virkur vinnustaður.“ Byggja upp réttan anda á vinnustaðnum LANGTÍMAMARKMIÐ HEILSUFARSMÆLINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.